Morgunblaðið - 26.11.1980, Side 24

Morgunblaðið - 26.11.1980, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1980 Landsfundur Alþýðubandalagsins Sósíalistar treystu ekki Alþýðubandalag- inu fyrir Þjóðviljanum „ÝMSIR félaKar Sósíalistaflokks- ins. sem gaf út Þjóóviljann, hófðu miklar efasemdir Kasnvart Al- þýðubandaiaKÍnu í fyrstu og treystu þvf ekki fyrir sínu Kamla, KÓða blaði. Þess vegna var stofn- að útKáfufélaK um Þjóðviljann 1968 ok það var mörKum eldri flokksmonnum kappsmál." saKði Adda Bára SÍKÍúsdóttir i umrseð- um um Þjóðviljann ok hiutafélöK á veKum AlþýðubandalaKsins á landsfundi AlþýðubandalaKsins á föstudaKÍnn. Adda Bára sagði, að Alþýðu- bandalagið hefði hins vegar unnið sér traust með tímanum og því fyndist sér ekkert fráleitt að endurskoða málið. Kvaðst hún „skjóta því að landsfundarfull- trúurn", hvort ekki væri rétt að breyta um form á útgáfu Þjóðvilj- ans þannig að Alþýðubandalagið yrði skráður útgefandi blaðsins í stað Útgáfufélags Þjóðviljans. Ragnar Arnalds, f jármálaráðherra: Getum sæmilega unað við reynsluna af stjórnarsamstarfinu „Stjórnarmyndunin kom okkur sem öðrum á óvart. Og líka hefur okkur komið á óvart sú tiltölulega g<>ða og snurðulitla samvinna, sem náðst hefur í ríkisstjórninni. Við vorum enda verra vanir. En þegar okkur hauðst stjórn- araðild án þess að hafa Al- þýðuflokkinn innanborðs og án ihaldssamasta forystuliðs Sjálfstæðisflokksins, þá var nærri því erfitt að sitja hjá.“ sagði Ragnar Arnalds. fjár- málaráðherra. í ræðu á lands- fundi Alþýðubandalagsins á föstudagskvöld. Ragnar sagði hlutverk Al- þýðubandalagsins í ríkisstjórn- inni vera að knýja fram áfangasigra og umbætur og standa gegn kjaraskerðingar- áformum. Þá hefði Alþýðu- bandalagið mikilvægt stöðvun- arvald gegn hugmyndum Al- þýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks um erlenda stóriðju og gegn hugmyndum annarra flokka um aukin umsvif hers- „Ég tel, að Alþýðubandalagið geti sæmilega unað við reynsl- una af þessu stjórnarsamstarfi og miklu betur en áður,“ sagði Ragnar. Frá landsfundi Alþýðubandalagsins. Ljósm. Mbl.: Emilia Jón IlanneSvSon, menntaskólakennari: Það vantar stjórnmál í stjórnmálaályktunina Tillögu um bætta sambúð við Alþýðuflokkinn vísað frá „ÞAÐ VORU fyrst og fremst ýms smáatriði, sem ég hafði greitt atkvæði gegn á landsfund- inum, sem ollu því. að ég greiddi atkvæði gegn stjórnmálaálykt- uninni,“ sagði Jón Hannesson. menntaskólakennari, I samtali við Mbl. eftir landsfund Alþýðu- bandalagsins, en Jón greiddi Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður f jármálaráðherra: Þurfum að passa okkur að saman fari orð í stjórnarand- stöðu og gerðir í ríkisstjórn „ÉG KANNAST ekki við skort á samstöðu. sem Kjartan talar um. óvægið Kagnrýnislið hefur kom- ið inn í hina flokkana: Sjálfstæð- isflokkur og Alþýðuflokkur bera þess nú merki ok Framsóknar- flokkurinn er nýbúinn að KanKa í ge^n um erfitt tímahil. Þetta er ekki hjá okkur. Sólidaritet okkar er mikið og það er nánast ekki heiðarlegt að segja hér skort á sólidariteti í okkar flokki. Það er gagnrýni í gangi. En hún er eðlileg.“ sagði Þröstur ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráð- herra, í umræðum á landsfundi Alþýðuhandalagsins á föstudag- inn. Kjartan Ólafsson, ritstjóri og 'varaformaður Alþýðubandalags- ins, hafði þá áður í umræðum um Þjóðviljann vikið að sambúð Tillaga um Gervasoni samþykkt LANDSFUNDUR Alþýðu- handalagsins samþykkti ein- róma tillöguna um áskorun til stjórnvalda um að veita Patrick Gervasoni hæli sem pólitískum flóttamanni á íslandi. blaðsins og Alþýðubandalagsins, sem hann líkti við trúlofun og góða sambúð. „Sameiginlega höf- um við sent þrjá menn inn í ríkisstjórn. Ábyrgðin hvílir ekki bara á herðum þeirra, sem í stjórnarráðinu sitja, heldur einn- ig Þjóðviljanum og okkur öllum. Við erum öll nokkurs konar brot af aðstoðarráðherrum," sagði Kjartan. Síðast í ræðunni vék Kjartan að samstöðu í flokknum og hollustu. „Við þekkjum Vil- mundarbréfin úr Alþýðuflokkn- um,“ sagði Kjartan. Og einnig: „Við skulum láta persónulegt framapot vera. Þar höfum við vítin að varast frá Alþýðuflokkn- um.“ Þá sagði Kjartan ráðherra Alþýðubandalagsins börn flokks- ins. Ef til vill væri stundum ástæða til að vanda um við þá, „en það gerum við ekki á torgum. Sæmilegir foreldrar bera ekki út sín beztu börn,“ sagði Kjartan. Þröstur sagði nauðsynlegt fyrir alþýðubandalagsmenn „að hypja upp um sig buxurnar og hafa kenninguna á hreinu". Flokknum hefði ekki tekizt. að nýta tímann, safna í sig og byggja sig upp. Meðan hann var í stjórnarand- stöðu hefði hann verið óvæginn gagnrýnandi, en hins vegar hefðu flokksmenn ekki undirbúið sig sem skyldi undir það verkefni að fara í ríkisstjórn og bera ábyrgð. „Fræðilegur og pólitískur forði okkar frá stjórnarandstöðuárun- um var ekki nægur og við vorum því nokkuð óundirbúin í það erfiða verkefni að stjórna þessu landi. Við þurfum að passa okkur miklu meira á því að saman fari orð okkar í stjórnarandstöðu og gerðir í ríkisstjórn," sagði Þröst- einn landsfundarfulltrúa at- kvæði gegn stjórnmálaályktun- inni við lokaafgreiðslu hennar á sunnudaginn. „Þetta voru ótal mörg smáat- riði frekar en nokkurt eitt stórt mál,“ sagði Jón. „Ég get nefnt sem dæmi klausur um aukinn sparnað í ríkisrekstrinum og efl- ingu ríkisendurskoðunar, sem mér fundust ekki eiga neitt erindi í þessa ályktun og reyndar stöng- uðust á við aðra hluti, eins og til dæmis tillögur menningarmála- nefndar um aukin útgjöld til lista og menningarmála. Þetta var svona ákveðið ósamræmi í af- greiðslu sumra hluta. Einnig fannst mér vanta stjórnmál í þessa ályktun. Mér mislíkaði til dæmis að ekki skyldi tekið sérstaklega á hlutum, sem ég tel að eigi að taka rækilega á við svona sérstök tækifæri, eins og til dæmis stjórnaraðild. Sú umræða kom reyndar lítið sem ekkert upp á fundinum. Það virtust allir sáttir við þessa stjórnaraðild. Það var helzt í sambandi við hermálin, sem henni skaut upp. En ég féllst á þá afgreiðslu, sem þjóðfrelsismálin endanlega fengu. Hins vegar þótti mér lakara að þarna var felld tillaga, sem mér fannst stefnumarkandi, en það var tillaga um bætta sambúð við Alþýðuflokkinn. Mér fannst fólk afgreiða hana heldur losaralega, en henni var bara vísað frá. Ég var í hópi þeirra sem greiddu atkvæði gegn þeirri frávísun. Þannig voru þetta ýmsar smærri afgreiðslur, sem mér lík- uðu ekki, og allt í allt ollu þær því, að ég greiddi atkvæði gegn stjórnmálaályktuninni, eins og hún var endanlega lögð fyrir landsfundinn." Mbl. spurði Jón, hvort hann væri andvígur stefnu Alþýðu- bandalagsins í atvinnu- og orkumálum, en hann neitaði því. Þá spurði Mbl. um afstöðu hans til stjórnaraðildar Alþýðubanda- lagsins. „Ég veit ekki, hvað segja skal,“ svaraði Jón. „Ég var and- vígur því að Alþýðubandalagið gengi til þessa stjórnarsamstarfs. Ég myndi hins vegar ekki mæla með því, úr því menn fóru í þetta á annað borð, að Alþýðubanda- lagið hlypi nú úr ríkisstjórn. En ég hefði greitt atkvæði gegn stjórnaraðildinni, þegar hún var á dagskrá." Lúövík hylltur „ÞÁTTUR Lúðviks Jósepssonar er samofinn sögu sósíaliskrar hreyfingar á Islandi i fjóra áratugi. Þegar forystumaður á borð við hann lætur af störfum verða kapitulaskipti i sögu hreyfingarinnar,“ sagði Ragn- ar Arnalds, fjármálaráðherra, m.a. í ræðu á landsfundi Al- þýðuhandalagsins á fimmtu- dagskvöldið eftir að Lúðvik Jósepsson hafði flutt ræðu um ástand og horfur i stjórnmálun- um og í lok hennar tilkynnt formlega. að hann gæfi ekki kost á sér sem formaður Al- þýðuhandalagsins áfram. Ragnar Arnalds ræddi því næst stöðu sósialista í Evrópu, sem hann sagði sums staðar hafa staðnað undir forystu hægrisinnaðra NATO-krata, eins og Alþýðuflokkurinn, og væri ekki reiknað með slíkum samtökum í alvarlegri pólitík. Aðrir koðnuðu niður í deilum um keisarans skegg í kenningum Marx. Ekki væru margar hreyf- ingar vinstra megin við NATO- krata með lífsanda. Sagði Ragn- ar þær helzt að finna í Finn- landi, Frakklandi, á Ítalíu og Bretlandi, þar sem nýkjörinn formaður Verkamannaflokksins hefði ýms sjónarmið lík skoðun- um Alþýðubandalagsins. „í sam- anburði við aðrar stjórnmála- hreyfingar vinstra megin við NATO-krata stendur Alþýðu- bandalagið sterkt og hefur feiki- lega sóknarmöguleika. Ötrúlega margar sósíalista- hreyfingar í Evrópu hjakka áhrifalausar í fylgi nokkurra prósenta. Staðreyndin er sú, að sósíalistar hafa ekki náð fót- festu, nema þar sem forystu- menn þeirra hafa náð valdaað- stöðu í verkalýðshreyfingu, sam- vinnuhreyfingu, sveitarstjórn og ríkisstjórn. Ég er ekki í vafa um, að Alþýðubandalagið nýtur þess, að forystumenn þess hafa óhikað tekið á sig ábyrgð. Og Lúðvík Jósepsson hefur átt meiri þátt en flestir aðrir í því að tengja saman fræðileg stefnumið og praktískt starf." Ragnar rifjaði svo í stuttu máli upp stjórnmálaferil Lúð- víks Jósepssonar og sagði: „En þótt hann láti af formennsku nú, er hann langt í frá hættur. Hann verður vafalaust áfram í for- ystuliði okkar flokks." Bað Ragnar síðan landsfundarfull- trúa að sýna Lúðvík þakklæti sitt og risu þeir úr sætum og hylltu Lúðvík með lófataki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.