Morgunblaðið - 26.11.1980, Page 26
2 6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1980
Guðbrandur Jörundar-
son frá Vatni - Minning
Hann var glaðvær og broshýr að
vanda, þar sem hann lá eftir enn
eina stinna brýnu við erfiðan
sjúkdóm. Við áttum stutta stund
saman í gáska og gamansemi.
Hann var að hressast og hafði við
orð, að margt væri ógert og ekki
væri hann tilbúinn að deyja. En á
skammri stund skipast veður í
lofti, og fáum dögum síðar var
hann burt kvaddur í skyndi. Enda
þótt Guðbrandur Jörundarson
ætti margt ógert, eins og aðrir
menn í fullu starfsfjöri, þá veit ég
fyrir víst, að ekkert verk, sem við
varð ráðið, skildi hann eftir sig
hálfgert eða vangert, og þótt ekki
væri hann tilbúinn, var hann
viðbúinn vel þeim umskiptum,
sem orðið hafa.
Við vorum báðir komnir yfir
miðjan starfsaldur, þegar leiðir
okkar lágu saman og hann réðst il
starfa í Búnaðarbanka íslands. Ég
vissi það eitt um manninn, að
hann hafði átt marga ferð um Dali
vestur með föður mínum fyrr á
árum og þeim orðið gott til vina,
og svo hitt, að þessi lágvaxni,
knálegi og vingjarnlegi maður var
nánast holdi klæddur kafli úr sögu
íslenzkra samgöngumála, merki-
legur og þjóðsagnakenndur kafli,
tengdur við Dali.
Samgöngur og flutningar fjár-
verðmæta í stórum og dreifðum
banka eru erilsamt og erfitt
ábyrgðarstarf. Guðbrandur ann-
aðist um langt árabil auk ýmissa
annarra erinda fyrr og síðar í
þágu stofnunarinnar þann veiga-
mikla þátt starfseminnar að halda
uppi daglegum ferðum milli
Reykjavíkur og deilda bankans á
Suðurlandi. Gegndi hann því af
trúmennsku og öryggi, og kom þá
oft að góðum notum sú mikla
reynsla, sem hann hafði frá fyrri
tíð. Fár var sá vandi, sem að
höndum bar, hvort heldur á erfið-
um ferðum eða í daglegum störf-
um, að hann léti sér í augu vaxa,
og engin sú mótstaðan stríð, að
hann svignaði. Maðurinn var kvik-
legur og snar á fæti, ósérhlífinn og
hafði úrræði í seilingarfjarlægð,
ef ekki á hraðbergi. Honum lét
ekki að fresta verki til morguns,
sem hægt var að ljúka í dag, en fór
þó aldrei framar en fljótt. Verk
hans öll báru enda vitni um
einstaka samvizkusemi, vand-
virkni og snyrtimennsku af því
tagi, sem flokkast undir menn-
ingu. Honum var næstum órótt
innan brjósts, unz verki eða erindi
var lokið með óaðfinnanlegum
hætti. Þetta átti við um allt, sem
honum var trúað fyrir, hvort sem
stórt var eða smátt, og aldrei
vafðist fyrir honum mikilvægi eða
forgangsröð verkefna, því að mað-
urinn var skýr og gefin góð
dómgreind. Það var stolt hans og
skylda að duga til hins ýtrasta í
hverju máli.
En Guðbrandur flutti fleira en
fólk og fjárverðmæti. Hann var
boðberi góðra orða milli manna,
kunni ekki tvírætt tal og blendið,
gerði engum manni vélar eða
ófrægingar. Grandvarleiki og heil-
indi voru honum í blóð borin. Því
var hann aufúsugestur í hverjum
áningarstað, og honum var eðli-
legt að upptendra umhverfi sitt
hlýrri birtu glaðværðar og góð-
sinnis. Hvers konar ýfingar milli
manna voru honum leiðar, og
slíkar öldur tókst honum jafnan
að lægja, áður en þær risu hátt,
með ljúfmennsku og kurteisi.
Hann var maður friðar og nær-
færni, fór mjúkum höndum um
allt umhverfi sitt. Hann var blíður
maður og mildur, en hélt ævinlega
einurð sinni og virðingu.
Ég tel það verið hafa heillaríkt
fyrir Búnaðarbankann og gæfu
fyrir sjálfan mig persónulega að
hafa notið starfskrafta, trúnaðar
og vináttu Guðbrandar Jörundar-
sonar um árabil. Búnaðarbankinn
þakkar honum á hinztu stund
árvekni og hollustu, sem aldrei
brást. Hans er vissulega sárt
saknað í stofnuninni og mest af
þeim, sem þekktu hann bezt. Ég
lærði margt af mörgu tali okkar,
þegar við vorum einir á ferð. Hann
átti ýmsa þá reynslu að baki, sem
mér varð lærdómsrík. Vinátta og
samneyti okkar skilur eftir ein-
ungis hlýjar, göfugar og mann-
bætandi minningar í hugskoti
mínu. Á heimili okkar Sigríðar
átti hann alla að vinum góðum,
börn, barnabörn svo og tvö smá-
dýr, sem fögnuðu honum ákaflega,
þegar hann bar að garði. Öll
fjölskyldan sendir ástvinum Guð-
brandar hugheilar samúðarkveðj-
ur.
Guðbrandur Jörundarson unni
landi sínu, fegurð þess og gæzku
af sönnum innileik. Heimasveit
hans var honum áfkaflega hjart-
fólgin, og þangað sveif hugur hans
löngum ofar tindum fjalla. Nú
þegar hann er frjáls, er gatan
greið í Dali vestur, þar sem hann
fann ilm beztan íslenzkrar fegurð-
ar, búsældar og sögu.
Guð gefi honum gott leiði.
Blessuð sé minning hans.
Stefán Hilmarsson
í dag kveður starfsfólk Búnað-
arbanka íslands einn af félögum
sínum, Guðbrand Jörundsson, frá
Vatni.
Guðbrandur lézt á Landspítal-
anum þann 17. nóvember sl., 69
ára að aldri. Guðbrandur hóf störf
sem bifreiðarstjóri hjá Búnaðar-
banka íslands 1974 og starfaði þar
til dauðadags.
En nú er komið að kveðjustund,
sem enginn getur umflúið og er
skarð fyrir skildi í okkar hópi. Við
samstarfsfólk hans vissum, að
hann hafði ekki lengi gengið heill
til skógar, en hann duldi veikindi
sín undir léttu yfirbragði og sagði
þetta ekki vera neitt. Það var
honum ekki að skapi, að við
hefðum áhyggjur af heilsu hans.
Guðbrandur var mjög dulur að
eðlisfari, en hann kom skoðunum
sínum á framfæri með vissum
léttleika, en við sem til þekktum,
vissum, að undir niðri bjó djúp
alvara. Hann leit fyrst og fremst á
jákvæðari hliðar mála í mati sínu
á mönnum og málefnum. Hafði
hann mikla mannþekkingu til að
bera, sem fólst í heilbrigðu mati
og virðingu fyrir persónuleika
hvers og eins.
Guðbrandur lifði mikið fram-
faratímabil í sögu lands og þjóðar.
Þeim framförum fylgdu nokkrir
annmarkar, m.a. þótti honum sárt
til þess að vita, að vegna sívaxandi
þátttöku kvenna í atvinnulífinu
nytu færri börn handleiðslu
mæðra sinna. I þessu sambandi
minntist hann á hversu mikils
virði samband hans við móður
sína hafði verið. Guðbrandur bar
mikla ást til átthaganna vestur í
Dölum og þar höfðu þau hjónin
komið upp fögrum trjálundi.
Hann var næmur músikmaður og
oft var skipst á um stökur við
hann í léttum dúr. En nú er komið
að þeim vegamótum, sem við öll
komum einhverntíma að. Á þeim
tímamótum vil ég þakka Guð-
brandi f.h. starfsmannafélagsins
alla greiðviknina og hjálpsemi í
okkar garð. Það hefur verið ómet-
anlegt að geta alltaf leitað til hans
í tíma og ótíma með ótal verkefni.
Gekk hann að þeim störfum með
sömu ósérhlífninni sem öðrum.
Hlýjar kveðjur og þakkir fyrir
samfylgdina fylgja Guðbrandi frá
starfsfólki Búnaðarbanka íslands
og við vottum eiginkonu hans,
Ingiríði E. Ólafsdóttur, vinum
hans og venslamönnum, okkar
dýpstu samúð.
„Haf þokk ok heiAur, þarfi vin,
haf þökk fyrir fræÖNÍu ok ráð.
Svo skal við eid vor örlöjf «krá,
þar iAja lífs er háÖ;
hvo knúö skal stáli, varma vigt,
hvert verk, hver andans dáö.“
E.B.
Dóra Ingvarsdóttir
Birting
afmœlis- og
minningar-
greina.
ATHYGLl skal vakin á þvi, að
afmalis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem hirtast á í
miðvikudagshlaði. að berast í
siðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera i sendibréfs-
formi. Þess skal einnig getið
af marggefnu tilefni að frum-
ort ljóð um hinn látna eru
ckki birt á minningarorðasið-
um Morgunblaðsins. Handrit
þurfa að vera vélrituð og með
góðu linubili.
t
Eiginmaöur minn, laöir okkar, tengdafaöir og afi,
SIGURDUR KRISTJÁNSSON,
Miklubraut 13,
lést 21. nóvember.
Stefanía Aöalsteinsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Bróöir okkar,
SIGURDUR KLEMENS SIGURDSSON,
•jómaöur,
lést 23. nóvember, 1980.
Jaröarförin auglýst síöar.
Systkini hina látna.
t
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
GÚSTAF SIGUROSSON,
Suöurbraut 10, Hafnarfirði,
andaöist sunnudaginn 23. nóvember. Jaröarförin auglýst síöar.
Fyrir hönd vandamanna,
Guörún Bjarnadóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Eiginmaöur minn,
GUNNAR GUOMUNDSSON,
skólastjóri,
Skólatröö 8, Kópavogi,
lést í Borgarspítalanum 24. nóvember.
Rannveig Siguröardóttir.
t
Útför bróöur míns,
ÓSKARS STEFÁNSSONAR,
vólstjóra,
er lést 21. þessa mánaöar, veröur gerö frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 27. nóvember kl. 10.30.
Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlegast bent á
styrktarsjóö vistmanna aö Hrafnistu í Hafnarfiröi.
Laufey Stefénsdóttir.
t
Utför
SIGRÍÐAR E. HJARTAR,
frá Þingeyri,
sem lést aö Hrafnistu 21. nóvember fer fram frá Fossvogskirkju,
fimmtudaginn 27. nóvember kl. 1.30.
Margrót Hjartar,
Hjörtur Hjartar,
Ólafur Ragnar Grímsson.
t
Eíginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi,
GUNNAR SIGURJÓNSSON,
guöfræöingur,
sem andaöist aö heimili sínu, Þórsgötu 4, aöfaranótt 19.
nóvember, verður jarösunginn frá Dómkirkjunni ( Reykjavík
föstudaginn 28. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega
afþökkuö, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á kristniboö
Sambands íslenzkra kristniboösfélaga, Aðalskrifstofunni, Amt-
mannsstíg 2B.
Vilborg Jóhannesdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t Þökkum auösýnda vináttu og samúö viö andlát og jaröarför
RUDÓLFS SÆBÝ.
Björn Grétar Ólafsson, Þóra Jónsdóttir,
Ólafur Matthíasson, Elsa Baldursdóttir.
t
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og
hlýhug viö andlát og jaröarför eiginkonu minnar, móöur okkar,
tengdamóöur, ömmu, dóttur, systur og mágkonu,
HRAFNHILDAR SIGURDARDÓTTUR.
Guómundur Ingvason,
Siguröur Th. Guömundsaon, Elsa Sveinbjörnsdóttir,
Guömundur Rúnar Guðmundsson, Yngvi Óóinn Guómundsson
Jóhanna Kristín Guömundsdóttir, Valgeröur Laufey Guömundsd-
Hrafnhildur Siguröardóttir, Valgeróur Laufey Einarsdóttir,
Sólon R. Sigurösson, jóna V. Árnadóttir,
Einar J. Sigurösson, Sigurlaug Ottósdóttir.