Morgunblaðið - 26.11.1980, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1980
31
Peter Benchley
EYdflN
„EYJAN" er •ftir sama höfund og Ókindin (Jaws)
og Djúpiö (The Deep), en kvikmyndir hafa veriö
geröar eftir béöum þéim sögum og eru þær vel
kunnar.
„EYJAN" hefur veriö á metsölulista í Dretlandi
og Bandaríkjunum allt s.l. ár, enda óvenjuleg í
hryllingi sinum og lýsingar Benchleys á
„EYJUNNI" og samfélagi hennar eiga
sér naumast hliöstæöu.
KIENZLE
Ur og klukkur
hjá fagmanninum.
Ensku-
námskeið í
Coventry
HÉR Á landi er nú stödd frú
Jaqueline Gatenby frá Coventry í
EnKÍandi. Hún starfar hjá mála-
skólanum „Enjrlish Studies Cent-
er“ 1 Coventry og mun dveljast hér
i viku ok kynna íslendingum
starfsemi skólans.
Morgunblaðið ræddi stuttlega við
Gatenby og sagði hún m.a. að
skólinn byði upp á kennslu við allra
hæfi, allt frá byrjendakennslu upp
að háskólastigi. Nemendur búa á
enskum heimilum og samhliða nám-
inu er farið í kynnisferðir um
borgina og út á land. Hún sagði að
ungt fólk sækti skólann einkum á
sumrin, en allan ársins hring væri
boðið upp á sérstök námskeið í
viðskiptaensku, tæknimáli, einka-
ritaraensku o.fl. Nemendum gefst
einnig kostur á ýmis konar íþrótta-
iðkun með náminu.
Gatenby hafði samband við Mála-
skólann Mími og Málaskóla Hall-
dórs Thorsteinssonar og sagðist
vonast til að geta einnig rætt við
enskukennara í framhaldsskólum
hér á landi.
Ferðamiðstöðin hf. er umboðsaðili
fyrir skólann hér og skipuleggur
ferðir utan, bæði fyrir einstaklinga
og hópa. Gatenby sagði að allar
upplýsingar um skólann fengjust
þar, en einnig gætu þeir sem hafa
áhuga hringt í sig að Hótel Loftleið-
um fram að laugardegi, en þá fer
hún af landi brott.
Talið frá vinstri: Birgir Ás Guðmundsson yfirheyrnar- og talmeinafræðingur, Þuríður Kristjánsdóttir
formaður Zontaklúbbs Reykjavíkur, Ingimar Sigurðsson formaður stjórnar Heyrnar- og talmeinastöðvar
íslands og Einar Sindrason yfirlæknir.
Heyrnar- og talmeinastöðin fær
höfðinglega gjöf frá Sontasystrum
IIEYRNAR- og talmeinastóð ís-
lands hefur nýlega borist höfð-
ingleg gjöf frá Zontasystrum.
Gjöfin er mjög nákvæmt sjúk-
dómsgreiningartæki til greiningar
á sjúkdómum í raddböndum, svo-
kallað Stroboscop.
Hægt er að sjá sjúkdóma á
algeru frumstigi strax og þeir fara
að valda hreyfingarhindrunum.
Gerir þetta kleift að sjá fyrir
ýmsa sjúkdóma, sem erfitt hefur
verið að greina áður á byrjunar-
stigi, s.s. krabbamein í raddbönd-
um. Auk þess er tækið mikilvægt
til að finna alls kyns bólgur og
hnútamyndarnir, sem finnast hjá
fólki, sem þarf mikið að beita
röddinni, eins og kennarar, söngv-
arar o.fl. Jafnframt er tækið mjög
mikilvægt í sambandi við stjórnun
á meðferð, sérstaklega með tilliti
til þess hvort þurfi að fara í
skurðaðgerð eða hvort hægt sé að
viðhafa aðrar lækningaaðferðir.
Heyrnar- og talmeinastöð Is-
lands vill nota tækifærið til þess
að þakka Zontasystrunum þessa
höfðinglegu gjöf, sem er ein af
mörgum, sem þær hafa gefið í
þágu heyrnardaufra og talsjúkra.
Fréttatilkynning
Og svolítið fyrir augað
Fimmtudagskvöld 27. nóvember
gefst gestum Blómasalar enn einu
sinni að njóta sælkeramáltíðar í góðu
umhverfi.
Að þessu sinni eru það
nýmæli að sælkeri
kvöldsins Sigmundur
Guðmundsson flugum-
ferðarstjóri annast
einnig borðskreytingar
af kunnáttu og smekk-
vísi.
Matseðill Sigmundar:
Eplabökuð smálúða í bvítvíni
Flétan emhallée en pommes, souce vin blanche
Grísakótilettur Sælkerans
Cotes de porc gourmet
Útilegubátur með Líkjörsfarmi
Banane au four au Jiqueur de cacao
Konfektkökur
Petits Fours
Njótið gómsætrar máltíð-
ar og kynnist af eigin raun
listfengum borðskreytingum
Sigmundar.
Borðpantanir í símum 22321 og 22322.
Verið velkomin
Ný skáldsaga eftir Graham Greene komin út:
Sprengjuveizlan
SPRENGJUVEIZLAN heitir nýj-
asta skáldsaga Grahams Greene og
er hún nýútkomin hjá Almenna
hókafélaginu. Sagan kom fyrst út í
Bretlandi siðastliðið vor og heíur í
haust verið að koma út víðsvegar
um heiminn.
I fréttatilkynningu frá AB segir,
að aðalefni bókarinnar sé könnun á
fégræðgi mannsins klædd í búning
spennandi skemmtisögu. §agan er
m.a. kynnt þannig á kápu:
Dr. Fischer er kaldhæðinn og
tilfinningalaus margmilljónari.
Mesta lífsyndi hans er að auðmýkja
hina auðugu „vini“ sína. Hann
býður þeim reglulega í glæsilegar
veislur og þar skemmtir hann sér
við að hæða þá og niðurlægja. Hann
þykist öruggur að bjóða þeim hvað
sem er því að í veislulok eiga þeir
von á afar dýrmætum gjöfum frá
gestgjafanum. Þetta nær hápunkti í
síðustu veislunni. Þar eiga gestirnir,
6 að tölu, að sprengja jólaknöll.
Þeim er sagt að í 5 af þessum
knöllum séu fjármunir, 2 milljónir
svissneskra franka í hverjum, en í
einu sé banvæn sprengja. Hversu
langt getur fégræðgin teymt menn?
Inn í þessa einkennilegu sögu
fléttast fögur ástarsaga dóttur hins
mikla dr. Fischer og Englendings
sem segir söguna.
Björn Jónsson skólastjóri hefur
þýtt Sprengjuveisluna.
GrahamGreene
Barbaraí
HSLUVUSðD
Hollywood stjarnan Barbara
Streisand sem ekki aöeins
þykir góð kvikmyndaleikkona
heldur einnig frábær söng-
kona hefur nú sent frá sér
aldeilis afbragösgóða
L.P.-plötu Guilty.
Þessi plata veröur kynnt hjá
okkur í Hollywood í kvöld og
aö sjálfsögöu allir boönir vel-
komnir.
HOLUJWOOD1
011 tónliil
i Hollywood
ÍKimtba i
Sauða-
nes er
vel setið
Sigurður Jónsson. Efra-Lóni. hef-
ur sent hlaðinu athugasemd vegna
greinarinnar. „Svipmyndir frá
bórshófn og nágrenni“. sem birtist
9. nóv. sl. Telur hann frásögn af
heimsókn að Sauðanesi mjög mis-
heppnaða og gefa ranga hugmynd
af þvi, sem fyrir auga ber.
Sigurður segir:
„Á undanförnum 10 árum hefur á
Sauðanesi verið byggt upp fyrir-
myndarheimili. Þar er svo til nýtt
stórt íbúðarhús, fjárhús yfir 700
fjár, vel einangruð með djúpum
kjöllurum, grindalögð. Heyhlöður
með súgþurrkun yfir . vetrarfóðrið,
vönduð og stór vélageymsla, hesthús
fyrir 20—30 hesta, grafnir nokkrir
km. af skurðgröfuskurðum og tún
ræktað fyrir þann bústofn sem húsin
rúma. Girðingar um tún og engi og
auk þess stór fjárgirðing um órækt-
að beitiland.
Hér hafa verið að verki ung hjón
sem á sama tíma hafa eignast og alið
upp myndarleg börn. Auk þessa sem
hér hefur verið nefnt hafa þessi hjón
tekið virkan þátt í félagsmálalífi
byggðarlagsins og voru á tímabili
kennarar við barnaskólann í Þórs-
höfn.“