Morgunblaðið - 30.11.1980, Síða 24
56
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980
Félagsstofnun stúdenta:
Athugasemdir
við rangfærslur
Hlutleysi
gagnar ekki
BLAÐINU hefur borist eftirfar-
andi frá Ilagsmunanefnd Vöku,
félaKs lýöræðissinnaðra stúd-
enta:
Vegna athugasemda stjórnar
Félagsstofnunar stúdenta, sem
birtust í Morgunblaðinu 11. nóv-
ember sl., vill hagsmunanefnd
Vöku, félags lýðræðissinnaðra
stúdenta, taka eftirfarandi fram.
Vaka hefur ávallt bent á þá
hættu, sem felst í þeirri stefnu
sem fylgt hefur verið í rekstri
Félagsstofnunar stúdenta undan-
farin ár, og kemur skýrt fram í
ástandi á stúdentagörðunum.
Vaka hefur bent hvað eftir annað
á nauðsyn þess, að leiguverðið
standi undir eðlilegum rekstrar-
kostnaði. Þessari stefnu hafa
kommúnistar þeir, sem eru ráð-
andi afl í rekstri fyrirtækisins,
alfarið hafnað og eru afleiðingar
þess nú óðum að koma í ljós.
Garðarnir eru vart íbúðarhæfir
vegna uppsafnaðrar viðhaldsþarf-
ar, en þrátt fyrir það reyndi stjórn
Félagsstofnunar að sprengja upp
leiguverðið og hengja þannig nú-
verandi leigjendur á görðunum
fyrir það skipbrot, sem hin sósíal-
íska rekstrarstefna hefur beðið.
Stúdentaráð hafnaði þessari
ómerkilegu aðför stjórnarinnar og
studdi leigjendur garðanna og
sanngjarnar kröfur þeirra um, að
leiguverðið yrði lítið hækkað frá
því sem var vegna ömurlegs
ástands garðanna. Ekki höfðu þó
allir ráðsliðar kommúnista
manndóm í sér til þess að standa
við þessa ákvörðun sína. Stjórn
Stúdentaráðs — sem er eingöngu
skipuð fulltrúum róttæklinga —
boðaði til skyndifundar í ráðinu,
þar sem boðuð var stefnubreyting
í þá átt að hætta átti öllum
stuðningi við garðbúa en fylkja
liði með stjórn Félagsstofnunar.
BLAÐINU hefur borist eftirfar-
andi frá Manneldisfélagi íslands:
Nýlega var haldinn fundur á
vegum Manneldisfélags Islands,
þar sem rætt var um matvæla-
löggjöfina, framkvæmd hennar og
áhrif. Frummælendur voru þau
Ingimar Sigurðsson, deildarstjóri
í Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytinu, Þórhallur Hall-
dórsson, framkvæmdastjóri Heil-
brigðiseftirlits Reykjavíkurborg-
ar, Stefán Vilhjálmsson, matvæla-
fræðingur hjá Kjötiðnaðarstöð
KEA, og Alda Möller, matvæla-
fræðingur.
Ingimar Sigurðsson gerði stutta
grein fyrir matvælalöggjöfinni,
sem rekur aldur sinn til ársins
1936. Taldi Ingimar, að þótt þessi
gömlu lög hafi á margan hátt
reynst vel, þá sé nú vel tímabært
að endurskoða löggjöfina í heild.
Matvælalöggjöfin byggist að
miklu leyti á setningu reglugerða,
og virðast flest, ef ekki öll ráðu-
neyti hafa lagt sitt af mörkum og
gefið út reglugerðir varðandi eft-
irlit með matvælum, framleiðslu
þeirra, dreifingu eða sölu. Er nú
svo komið, að fjöldi reglugerða er
orðinn slíkur, að á fárra færi er að
fylgjast með öllum þeim boðum og
bönnum sem sett hafa verið. Ekki
bætir úr skák, að skörun, og
jafnveí mótsagnir, er að finna
milli einstakra reglugerða þar
sem fleiri en eitt ráðuneyti fjalla
um sömu málefni. Taldi Ingimar
því ráðlegast að samræma eftirlit
með matvælum undir eina stjórn.
Þórhallur Halldórsson ræddi
síðan um framkvæmd matvæla-
löggjafarinnar. Hann lagði
áherslu á að framtíð virks eftirlits
Þessu hafnaði Stúdentaráð gegn
andmælum nokkurra róttæklinga,
sem kröfðust þess, að núverandi
leigjendum yrði refsað vegna
þeirra mistaka í rekstri, sem
stjórn Félagsstofnunar hefur orð-
ið sek um.
Ráðið samþykkti aftur á móti
tillögu þess efnis, að aflað yrði
fullkomnari gagna um málefni
garðanna og stóð því fyrri ákvörð-
un ráðsins um stuðning við garð-
búa óhögguð.
Þrátt fyrir þessa niðurstöðu
Stúdentaráðs, sátu tveir fulltrúar
stúdenta í stjórn Félagsstofnunar
hjá við atkvæðagreiðslu um þessi
mál og virtu þannig vilja Stúd-
entaráðs að vettugi. Þessir tveir
— fulltrúar stúdenta, hafa þannig
gerst sekir um gróft trúnaðarbrot
og ættu því að segja af sér
skilyrðislaust og án tafar.
I fyrrgreindum athugasemdum
gerir stjórn Félagsstofnunar bók-
haldsmál fyrirtækisins að umtals-
efni. Þar er fullyrt, að bókhalds-
mál þess séu í góðu horfi og ekkert
ami þar að. Vaka fagnar því, ef
satt er, að bókhald þessa fyrirtæk-
is sé nú loks komið í lag, enda er
löngu kominn tími til. En það eru
rangfærslur sem ráðandi öfl innan
fyrirtækisins hafa reynt að koma
að hjá stúdentum, að bókhald
fyrirtækisins hafi ávallt verið í
besta lagi. Vaka hefur hvað eftir
annað krafist þess að fá að líta í
bókhald Félagsstofnunar stúd-
enta, en ávallt fengið þau svör, að
það væri ekki mögulegt vegna þess
að það hafi ekki verið fært. Ekkert
bókhald hefur verið til staðar,
þrátt fyrir fullyrðingar kommún-
ista um hið gagnstæða.
í athugasemdum heldur stjórn
Félags^ tofnunar því fram, að
„áætlanir" þær, sem til séu um
rekstur stúdentagarðanna, séu
byggðist á ráðningu sérmenntaðs
fólks til eftirlitsstarfa, og nefndi
matvælafræðinga, sem Háskóli Is-
lands útskrifar, í þessu sambandi.
Einnig væri brýn nauðsyn að bæta
starfsaðstöðu, einkum utan höfuð-
borgarsvæðisins. Taldi Þórhallur,
að samvinna nærliggjandi sveitar-
félaga um heilbrigðiseftirlit gæti
verið þáttur í bættri aðstöðu og
aukinni hagræðingu eftirlitsins.
Stefán Vilhjálmsson ræddi síð-
an um löggjöfina frá sjónarhóli
framleiðenda. Hann benti á, að
reglur um merkingar matvæla
væru bæði óljósar og erfiðar í
framkvæmd. Hönnun nýrra
merkimiða væri kostnaðarsöm, og
því væri þörf á greinargóðum
fyrirmælum um merkingar,.þann-
ig að ekki þyrfti sífellt að endur-
nýja miðana. Ennfremur taldi
Stefán, að nokkurs misræmis
gætti í eftirliti með innlendum og
innfluttum matvælum, t.d. sæjust
stundum aukaefni, sem bönnuð
eru hérlendis, í innfluttum mat-
vælum.
Til hvers ætlast neytandinn af
matvælalöggjöfinni? Þetta efni
hafði verið rætt í umræðuhópi
fyrir fundinn, og flutti Alda Möll-
er, ritari félagsins, niðurstöður
hópsins. Starfshópurinn komst að
þeirri niðurstöðu, að máttlítið
eftirlit með matvælum valdi því,
að neytendum sé ekki tryggð
eðlileg hollusta matvæla. Lítið
sem ekkert er fylgst með efna-
mengun matvæla, og notkun litar-
efna og annarra aukefna er einnig
að miklu leyti eftirlitslaus. Grun-
ur leikur á, að framleiðendum sé
hvorki nógu vel kunnugt um
ákvæði reglugerða um leyfð auk-
ekki haldlaus gögn. Það eina, sem
Stúdentaráð hefur fengið í hendur
um þessi efni, er eitt handskrifað
blað, sem er órökstutt með öliu, og
er illa komið fyrir þessu fyrirtæki
stúdenta ef allur rekstur þess
byggist á plöggum sem þessum.
Allt hjal stjórnar Félagsstofn-
unar um það, að hún sé hlynnt
málefnalegri umræðu um stöðu
fyrirtækisins, er markleysa.
Stjórnendur þessa fyrirtækis
hræðast alla umræðu um málefni
þess eins og sést best á því, þegar
framkvæmdastjóri fyrirtækisins
mætti á fundi hjá Stúdentaráði —
til málefnalegra umræðna að því
er ráðsliðar héldu — og byrjaði á
því að skýra frá því, að hann hefði
ekki tíma til að vera lengi á
fundinum vegna anna.
Slíkt virðingarleysi við fulltrúa
stúdenta er ólíðandi, en sýnir vel
afstöðu stjórnar Félagsstofnunar
til umbjóðenda sinna og vilja
þeirra og þor til umræðna um
málefni fyrirtækisins.
Einnig mætti geta þess, að
fulltrúar Vöku í hagsmunanefnd
Stúdentaráðs lögðu fram tillögu
þess efnis, að aflað yrði fyllri
upplýsinga um stöðu Garðanna
hjá stjórn Félagsstofnunar. Þessi
tillaga var lögð fram á fundi
hagsmunanefndar fyrir einum og
hálfum mánuði síðan. Ekkert svar
hefur enn borist frá stjórn Félags-
stofnunar við þessari beiðni, hvað
sem því kann að valda. Annað
hvort er hér um áhugaleysi að
ræða eða þá, að engin ábyggileg
gögn eru til staðar um stöðu og
rekstur Garðanna.
Athugasemdir stjórnar Félags-
stofnunar eru uppfullar af rang-
færslum og útúrsnúningum. Hags-
munanefnd Vöku hvetur stjórnina
til að einbeita sér að því að
lagfæra það, sem miður hefur
farið í rekstri fyrirtækisins á
síðustu árum, og láta af þeim ljóta
leik sínum að vera með hátt-
stemmdar yfirlýsingar á síðum
dagblaðanna, sem fá alls ekki
staðist.
Hagsmunanefnd Vöku,
félags
lýðræðissinnaðra stúdenta.
efni né um samsetningu ýmissa
innfluttra aukefnablandna, sem
notuð eru við framleiðslu.
Eftirlit með gerlamengun er
mun virkara, en þó fer slík
mengun að sumu leyti vaxandi
vegna breyttra neysluvenja og
aukinna samgangna við útlönd.
Merkingar matvæla voru einnig
til umræðu, og taidi starfshópur-
inn, að neytendur ættu rétt á
bættum merkingum, en þó fyrst
og fremst að allar merkingar væru
réttar og byggðar á rannsóknum.
Mætti það teljast lágmarkskrafa,
að nafn framleiðenda, geymsluþol
og nettóþyngd innihaldsins, auk
hráefna samsettra matvæla, væru
tilgreind á pakkanum. Ekki væri
heldur við það unandi, að merk-
ingar væru á tungumálum óskilj-
anlegum öllum þorra landsmanna.
Einkum væri mikilvægt að merk-
ingar og leiðbeiningar um notkun
á ungbarnaþurrmjólk væru á ís-
lensku og styddust við einingar
metrakerfisins (grömm, desilítra
o.s.frv.) í stað annarra lítt kunnra
eininga, svo sem únsa.
Að lokum taldi starfshópurinn,
að æskilegt væri að færa mat-
vælaeftirlitið sem mest inn í
fyrirtækin sjálf, þannig að stærri
fyrirtækjum væri gert skylt að
ráða til sín sérfróðan starfsmann,
sem bæri ábyrgð á framleiðslunni,
og að smærri fyrirtæki sameinuð-
ust um slíka ráðgjafaþjónustu.
Einnig þyrfti að gera heilbrigðis-
eftirlitinu kleift að ráða fleira
sérmenntað fólk í sína þjónustu.
Forsenda þess, að neytendum væri
tryggð eðlileg gæði og hollusta
matvæla væri þó, að neytendur
sjálfir væru vel á verði um sín
hagsmunamál, en til þess að svo
mætti verða, þyrfti að auka veru-
lega almenna fræðslu á matvæla-
og næringarsviði innan skólakerf-
isins.
Fyrir hönd stjórnar
Manneldisfélags íslands,
Laufey Steingrimsdóttir
Innrás Sovétmanna í Afgan-
istan, og áframhald á hernaðar-
aðgerðum þeirra þar, hafa haft
mikil áhrif varðandi skoðanir
margra hér í Noregi. Aðgerðir
Sovétmanna þar eystra, sýna
betur en nokkuð annað, að það er
lítil stoð í að vera hlutlaust,
varnarlítið land, svo sem Afgan-
istan.
Þær raddir, sem hæst hafa
hrópað varðandi hlutleysi og
afvopnun, hafa hljóðnað, og fólk
flest, sem á annað borð fylgist
með stjórnmálum, hefur lært
sína lexíu út frá áðurnefndum
atburðum.
Fólk, sem komið er yfir miðj-
an aldur, hefir reyndar orðið
vitni að því að hlutleysi og
Morgunblaðinu hafa borizt
til birtingar eftirfarandi um-
sagnir erlendis um Stundarfrið:
Ljósið kemur
frá Reykjavík
Svenska Dagbladet, 30. sept-
emher 1980, Stokkhólmi
Áke Janzon skrífar:
Stundum gerist það að sænska
leikhúsið vinnur í stílfærslum,
allavega í leiktjöldum og um-
hverfi, jafnvel í tiltölulega
raunsæjum leikritum. En við
getum fullyrt að við erum ein-
ungis byrjendur í því tilliti eftir
að hafa séð gestaleik íslenska
Þjóðleikhússins í Klara-Ieikhús-
inu hér í Stokkhólmi — aðeins
ein sýning, því miður.
Hér er ekkert hálfkák á ferð-
inni. Leikmyndateiknarinn, Þór-
unn S. Þorgrímsdóttir, hefur
skapað djúpt keilulaga leikrými,
alhvítt, nánast án húsgagna
nema hvað til hægri eru tveir
barstólar, einnig er sjónvarps-
tæki og veggfast stereóhljóm-
flutningstæki er til vinstri. Bak
við grisju glittir í nokkra stál-
rörstóla umhverfis borð.
Þetta er ekki einungis stíl-
færsla, þetta er gerilsneyðing
nánast — ryksuga leikur gegn-
umsneitt mikilvægt hlutverk
meðal fárra og einfaldra leik-
muna. Það eina sem gefur leik-
rýminu líf — eða undirstrikar
tómleikann — eru hljóðin úr í
það minnsta þremur símtækjum,
nokkrum ferðaútvarpstækjum
sem keppa við sjónvarpið og
stereótækin um völdin í þessum
hljóðaheimi. Tónlistardagskráin
er fjölbreytt: allt frá Bach til
Rossini, frá Mozart til Offen-
bach — og svo auðvitað öll þessi
nýja popptónlist, sem ég er ekki
nógu gamall til að dæma um.
En hvað með manneskjurnar?
Tekst hinum djarfa leikstjóra,
Stefáni Baldurssyni, einnig að
stílfæra þær? Ekki alveg, en hin
afvopnun hefir boðið hættunni
heim. Það var vorið 1940, þegar
Þjóðverjar réðust á landið, og
kúguðu síðan þjóðina í 5 ár.
Þessari lexíu hafa hinir eldri
Norðmenn ekki gleymt, en at-
burðirnir í Afganistan hafa
hinsvegar orðið til að minna fólk
betur á að lítil stoð er í afvopnun
og hlutleysi.
Síðustu árin hafa varnir Nor-
egs verið efldar, og fjárveitingar
til hermála hafa stórum aukist.
Gert er ráð fyrir aukafjárveit-
ingu á þessu ári, sem nemur
a.m.k. 300 millj. n. króna. Fé
þetta fer m.a. til eflingar á
strandvirkjum, og til að mæta
aukakostnaði vegna hækkandi
verðs á bensíni og olíu.
stórbrotna stóra systir fjölskyld-
unnar leikur glæsilega sjálf-
umglaða kynbombukvenvél sem
þýtur frá einu símtæki til ann-
ars í glansandi silkifatnaði og á
háum hælum.
Enginn getur keppt við hana í
líkamsburðum, en Kristbjörg
Kjeld, sem leikur móðurina,
stendur henni þó ekki langt að
baki, og maður skilur firringu
yngstu dótturinnar — það er
Guðrún Gísladóttir sem leikur
hana, hrædd eins og fugl, en
augun full af uppreisn.
Stundarfriður er sem sé fjöl-
skyldudrama, eða öllu heldur:
Þetta er ekkert drama, heldur
kröftug lýsing á fjölskyldulífinu
á norðurhveli jarðar eins og það
er þegar orðið eða verður innan
tíðar: stressað, sambandslaust,
stjórnast af vélum, pillum og
fjölmiðlum.
Ekki stundarfriður — fjöl-
skyldufaðirinn, Haraldur, hefur
þegar fengið hjartaslag og hefur
engan tíma aflögu fyrir elsku-
lega foreldra sína þegar þau
koma í heimsókn í ellinni. Hann
er leikinn af Helga Skúlasyni
með taugaveiklunarfyndni, en
hann fær ekkert tækifæri sem
faðir eða sonur eða eiginmaður
fyrr en í lokaatriðinu þegar
sjónvarpið bilar og hann upp-
götvar skyndiiega litla hrukku í
fallegu andliti eiginkonu sinnar.
Allt í einu horfa þau hvort á
annað. Þetta eru lokamínúturn-
ar.
Þetta er ekki stórbrotið leikrit
en óhugnanlega áhrifamikið í
einföldun sinni. Líklegast einnig
í tilsvörunum sem ég skildi ekki
eitt orð af — íslenska er vinalegt
tungumál séð á prenti, en fram-
sagt er það næstum eins erfitt og
mesópótamíska. En svo mikið er
víst að íslenska Þjóðleikhúsið
hefur starfskrafta sem það getur
verið stolt af.
Matvælalöggjöfín:
Ekki er kyn þótt
keraldið leki
Umsagnir um
Stundarfrið
^Stundarirutur^
Ljuset kommer
frán Reykiavikj