Morgunblaðið - 30.11.1980, Page 25

Morgunblaðið - 30.11.1980, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 57 Eyjólfur Guömundsson skrifar fra Noregi: Sérþjálfaðir hermenn við æfingar í Norður-Norejfi Ráðgert er nú að koma upp birgðum af hergögnum og mat- vælum, fyrir hermenn frá USA og Kanada, sem koma eiga Norðmönnum til hjálpar, ef til styrjaldar dregur. Er hér um að ræða þung hergögn, sem flytja verður sjóleiðis, en slíkt er tímakrefjandi og eins áhættu- samt, ef styrjöld væri að skella á. Ráðgert er að birgðum þessum verði komið fyrir í Þrændalög- um, eða í um 1000 km fjarlægð frá rússnesku landamærunum. Nokkuð eru skiptar skoðanir varðandi það, hvort rétt sé að koma birgðum þessum fyrir í Þrændalögum eða norðar í landi. Talsmenn Hægri-flokksins hafa haldið því fram að eðlilegra sé að Norður-Noregur verði fyrir valinu, þar eð þar sé varnarþörf- in mest. Norska stjórnin (Verka- mannaflokkurinn) telur Þrændalög heppilegri, og hefur m.a. bent á að vegna hinnar miklu fjarlægðar frá landamær- um Sovétríkjanna, geti stjórnin í Kreml ekki komið með þá rök- semdafærslu að Norðmenn „ógni“ þeim með hergagnabirgð- unum. Fari svo, að risaveldið í austri ráðist inn í Noreg, er ljóst að skæruliðasveitirnar (Heime- vernet) hafa miklu hlutverki að gegna. Hér er um að ræða herflokka, sem skipaðir eru fólki sem fengið hefur það hlutskipti að verja sínar heimabyggðir og ætlast er til að gefist ekki upp heldur stundi harðan skæru- hernað, að baki víglínunnar. Herflokkar þessir eru í öllum byggðarlögum og í þeim eru bæði bændur, sjómenn, og svo að segja fólk úr öllum starfsgrein- um. Meðlimir mæta árlega til heræfinga, sem fara fram í skógum og fjalllendi. Þeir hafa vopn sín og hermannabúning á heimilum sínum og geta því mætt til herkvaðningar á skömmum tíma. Segja má að stór hluti af Noregi sé virki frá náttúrunnar hendi, og því mjög ákjósanlegt til að stunda skæruhernað. Dalir Vestur-Noregs eru þröngir, með ókleifum fjöllum og miklum skógargróðri, þar sem erfitt er að beita skriðdrekum og öðrum vélknúnum farartækjum. Auð- velt er einnig að rjúfa vega- samband, með því að sprengja vegi og eyðileggja jarðgöng. Margt fleira kemur til greina, sem gerir landið ákjósanlegt fyrir skæruhernað, en erfitt til hertöku fyrir innrásarher. Þrátt fyrir baráttuvilja, og góðan vopnabúnað, er ljóst að erfitt yrði fyrir Norðmenn að verjast árás frá Sovétríkjunum og Varsjárbandalaginu. Með þetta í huga m.a. gerðust þeir aðilar að NATO, og hafa þar með hafnað hlutleysi og lélegum vopnahúnaði. Hvorutveggja, lélegur vopnabúnaður og hlut- leysi. reyndist landinu illa vorið 1940. Tólf myndir úr vitfirrtu húsi Pólitika, 23. september 1980, Beltfrad. Ef dæma á eftir sýningunni á Stundarfriði sem Þjóðleikhúsið frá Reykjavík á íslandi sýndi á Bitef 14, þá er ísland ekki eins fjarlægt og það virtist og heim- urinn verður sífellt minni, ef ekki þrengri og einhæfari. Hin ýmsu menningarsvæði eignast æ fleira sameiginlegt og verða æ keimlíkari hvert öðru. En hvað yrði um leikhúsið og lífið ef við ættum einungis sameiginleg vandamál; hvað ættum við sam- eiginlegt sem ekki skildi okkur að, heldur hnýtti okkur saman? Leikrit Guðmundar Steinsson- ar, Stundarfriður, sem einnig mætti kalla „Enginn hefur tíma til neins“, lýsir lífi sem einkenn- ist af pilluáti og er gersneytt samskiptum og hlýju. Það er rétt að við höfum aldrei haft nægan tíma, né höfum við getað átt þannig fríar stundir. En hér er átt við þann tmaskort sem orsakast af getuleysi okkar til að velja og hafna, er við gerum engan greinarmun á því sem máli skiptir og því sem er einskis virði. Eins og þeir sem harma „hina gömlu góðu daga“ myndu segja: Við glötuðum tímaskyninu um leið og við glötuðum verð- mætaskyninu. A Broadway hefði Stundar- friður Hklegast verið leikinn sem stórkostlegur gamanleikur. Þar, og ekki einungis þar, eru menn hættir að taka þessi vandamál fyrir á harmrænan hátt. í túlk- un Stefáns Baldurssonar og ís- lenska Þjóðleikhússins er Stund- arfriður gamanleikur, en einnig satíra og þjóðfélagslegt, eða öllu heldur fjölskyldudrama. Þegar það fáránlega er undirstrikað í einum lífsstíl, þá er það samtím- is hlægilegt og grætilegt. Við hlæjum jafnframt því að með okkur vakna áhyggjur. Hvað er því hægt að gera þegar vitfirr- ingahús eru orðin hin eðlilegu heimkynni borgarbúa nútímans! En í Stundarfriði er enn- fremur undir niðri annað eðli sem er í andstöðu og minnir okkur á þá staðreynd að eitt sinn voru hlutirnir öðruvísi, og gefur í skyn önnur tengsl og önnur lifsgildi. Með öðrum orðum, þá er mitt í þessu æði ennþá eitthvað rómantískt og örvandi við heimili foreldranna sem er ekki lengur til nema í gömlum sögum ... Það er ekki einungis að feð- urnir séu orðnir fjarlægir sonum sínum, heldur lenda synirnir í andstöðu við sín börn. A þennan hátt losar höfundurinn okkur við hinar venjulegu svart-hvítu and- stæður ungra og gamalla. Skil brenglast og vandinn orsakast ekki einungis af aldri, heldur líka af skilningi og fyrirætlun- um einstaklinga og kynslóða. í Stundarfriði er þetta annað og betra eðli sýnt með foreldrum Haraldar, og yngri dóttirin, Guðrún, er andstæða hins brjál- aða nýja heims. Eldra fólkið segir lítið en undrast þeim mun meira. Það getur á engan hátt skilið líf barna sinna! Guðrún afneitar einnig lífsstíl foreldra sinna og systkina. Hún finnur til meiri skyldleika með afa sínum og ömmu. En hvern varðar um þau! Enginn hefur nægan tíma fyrir sjálfan sig, hvað þá fyrir aðra. Allir eru að flýta sér, en hvert? Þau hlaupa inn í íbúðina til þess eins að hlaupa enn hraðar út aftur. Þau kalla ennþá í hvort annað, en gæta þess að þjóta eigin leiðir án þess að komast í snertingu við aðra. Ógnvaldur- inn er síminn, segulbandið og sjónvarpið sem lemur og skýtur í allar áttir! Allir hrópa, en eng- inn heyrir í öðrum. I þessari síbylju tekst fjölskyldunni ekki einu sinni að koma saman á hinum hátiðlegustu stundum. Þau lifa friðlausu lífi. Þetta er hrynjandi nútímans, eitt ein- kenni okkar tíðar. Þetta friðleysi er í flokki með neytendasamfé- laginu, mannúðarmissi nútím- ans, sundrung fjölskyldunnar, einsemd og tjáskiptavandamál- um, gengisfellingu allra sannra lífsgilda o.s.frv. Leikritið er í tólf atriðum sem fylgja þétt hvert öðru. Hér virkar allt fullkomlega. Leikar- arnir frá Reykjavík leika án stundarfriðs og næstum frá byrjun með sömu áherslum og hrynjandi. í háðshríðinni ganga leikstjóri og leikarar stundum of langt á að hlaða upp sömu áhrifum og eiginleikum, þau undirstrika afstöðu sína um of, þau brjóta upp hurðina sem þau voru áður búin að opna. Við að sýna einkenni eins lífsstíls grípa leikstjórinn og leikararnir til vissrar einhæfni í leit sinni að hinu beinskeytta. Rétt er þó að mikið hugarflug og mikla fyndni þarf til að gefa líf á leiksviðinu þeim lífsstíl sem í raun er gersneyddur þessum eiginleikum. Leikmyndateiknarinn frá Reykjavík umskapaði leiksvið Þjóðleikhússins í Zemun. Al- hvítt, autt og firrt gaf það til kynna dýpi sem hverfur í hverfi- punkti og rými þar sem líf getur ekki fest rætur. Listamönnum frá Reykjavík var innilega fagnað af áhorf- endum. Jafnan fyrirliggjandi í miklu úrvali RAFMAGNS <öF w HANDVERKFÆRI 1437 H Heimilisborvél Mótor: 320 wött Patróna: lOmm Stiglaus hraðabreytir í rofa: 0-2600 sn./mín. Ðorun: 0-36000 högg/mín. 1417 H. Heimilisborvél Mótor: 420 wött Patróna: 13mm Stiglaus hraðabreytir í rofa og tvær fastar hraðastillingar: 0-900 eða 0-2600 sn./mín Við SKIL heimilisborvélar fæst gott úrval hagnýtra fylgihluta svo sem hjólsög, stingsög, smergel, pússikubbur og limgerðisklippur. Alla þessa fylgihluti má tengja við borvélina með einkar auðveldum hætti, svonefndri SNAP/LOCK aðferð, sem er einkaleyfisvernduð uppfinning SKIL verksmiðjanna. Auk ofan- greindra fylgihluta eru á boðstólum hjólsagarborð, láréttir og lóðréttir borstandar, skrúfstykki, borar, vírburstar, skrúfjárn og ýmislegt fleira sem eykur stórlega á notagildi SKIL heimilisborvéla. Eigum einnig fyrirliggjandi margar fleiri gerðir og stærðir af SKIL rafmagnshandverkfærum. ÞEIR, SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI, VELJA SKIL Einkaumboö á Islandi fyrir Skil rafmagnshandverkfæri. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670 Komið og skoðið, hnngið eða skrifið eftir nánari upplýsingum. Athugið hvon SKIL heimilisborvél og fylgihlutir eru ekki hagnýt gjöf til heimilis ykkar eða vina ykkar. AÐRIR ÚTSÖLUSTAOIR: REYKJAViK: SÍS Byggingavorudeild. Suðurlandsbraut 32. Verslunin Brynja, Laugavegi 29. HAFNARFJÖRÐUR: Rafbuöin, Alfaskeiöi 31.. KEFLAVIK: Stapafell h/f. ÞINGEYRI: Kaupfelag Oyrfiröinga iSAFJÖRÐUR: Straumur h/f. HÓLMAVIK: Kauptelag Steíngnmsf|aröar. BLÖNDUÓS: Kauptelag Hunvetninga SIGLUFJÖRÐUR: Rafbær h/f. AKUREYRI: Verslunin Raforka Handverk, Strandgötu 23. HUSAVIK: Kaupfelag Þingeyinga VOPNAFJÖRÐUR: Kaupfelag Vopnfiröinga EGILSTAÐIR: Verslunin Skogar SEYÐISFJÖRÐUR: Stalbuöin NESKAUPSSTAÐUR. Eirikur Asmundsson HÖFN: Kaupfelag Austur-Skaftfellinga VIK: Kaupfelag Skaftfellinga ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Þl' Al'GLYSIR l'M Al.LT LAND ÞEGAR Þl AIGI.YSIR I MORGI NRLAÐIM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.