Morgunblaðið - 30.11.1980, Qupperneq 26
58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980
JOHN & YOKO
John Lennon er svo sannarlega
ekki lengur rödd hins unga reiða
manns. „Double Fantasy“ er ekki
jafn sterk endurkomuplata og
vonast var eftir, þó ekki sé hægt
að segja annað en að platan sé
góð.
Það er ekkert vafamál að hlutur
Yoko Ono á plötunni á eftir að
virka illa hjá mörgum aðdáenda
hans, en þó er hún mun aðgengi-
legri í tónlist sinni í dag meðal
nýrri stefna í popptónlist, heldur
en hún var þegar hún gaf út sínar
stórgóðu plötur „Approximately
Infinite Universe" og „Feel the
Space", sem fáir vildu reyndar
gefa tækifæri á eftir fyrri plötur
hennar.
„Double Fantasy" er þó nokkuð
mikið truflandi. Lögunum er rað-
að þannig að þau eiga lag til
skiptis, þannig að platan virkar
sundurlaus vegna ólíkrar tónlist-
ar.
Lennon-lögin eru flest ljúf og
mild og fjalla um ástir og sambúð
hans við Yoko og um fjölskylduna
sína. Allt er þetta fremur inn-
hverft og við sem höfum ekki
kynnst þvi hvernig er að vera
giftur Yoko eigum ekki kannski
allir jafn gott með að skilja
hlutina til hlítar.
Lögin hans Lennons eru „Start-
ing Over“ sem flestir hljóta að
hafa heyrt nú þegar, lag í gömlum
rokkstíl, þó ekki neitt keyrslurokk.
Lagið er fallegt og létt og á án efa
eftir að hljóma þó nokkuð á næstu
mánuðum. Textinn fjallar um ást-
ina þeirra Yoko og eilíf endurnýj-
un hennar. Næsta Lennon lag er
„Cleanup Time" og fjallar um þær
hreinsanir sem þau þurftu að gera
á málefnum sínum eftir að Beatles
hættu. Lagið er nokkuð í þeim stíl
sem hann var með á seinni plötum
sínum.
„I’m Losing You“ er blúsari,
þ.e.a.s. í Lennon stílnum, svipað og
„Yer Blues" er Lennon-blús.
„Beautiful Boy“ fjallar um Sean
son þeirra hjóna. Lagið er afskap-
lega milt og ljúft og fallegt. Lagið
minnir á rólegri lögin á Mind
Games eins og flest allt Lennon-
efnið hér gerir. Þess má líka geta
að Björgvin Halldórsson notaði
svipaða hljóma í laginu „Japanska
stúlkan" á síðustu Lónlí Blú Bojs
plötunni.
„Watching the Wheels" fjallar
um gagnrýni á hann vegna fjar-
veru hans frá plötubransanum.
Lagið er nokkuð gott og vinnur vel
á. Þegar Newsweek spurði hann í
viðtali í sumar hvers vegna hann
væri byrjaður að taka upp aftur
sagði hann „vegna þess að þessi
„húsmóðir" (þ.e.Lennon) hefur
áhuga á að hasla sér smá völl á ný.
9. október verð ég (varð að sjálf-
sögðu) 40 ára og sama dag verður
Sean 5 ára, og ég hef efni á að
segja „Pabbi gerir annað líka“
(heldur en að elda ofan i hann og
sinna). Hann er ekki vanur því —
í fimm ár hef ég varla snert á
gítar. Um síðustu jól sýndu ná-
grannarnir honum „Yellow Sub-
marine“ og hann kom hlaupandi
inn og sagði, „Pabbi þú varst að
syngja ... varst þú bítli?“. Ég
sagði „Reyndar, já.“
Lagið „Watching The Wheels“
kemst næst því að ná upp
stemmningunni á „Mother" plöt-
unni.
„Woman“ er með lélegasta text-
anum. Jafnvel flestir byrjunar-
textarnir voru betri! En lagið er
mjög gott og á án efa eftir að
verða vinsælt. Einna helst minnir
það á rólegri lögin sem hann
samdi á meðan hann var í Beatles.
„Dear Yoko“ er ekkert líkt „Oh
Yoko“ og fjallar um ást hans á
Yoko að sjálfsögðu. Lagið er
nokkurs konar boogie/rokk í
Lennon-stílnum.
Lög Yoko, „Kiss Kiss Kiss“,
„Give Me Something”, „I’m Mov-
ing On“ „I’m Your Angel“,
„Beautiful Boys“, „Every Man Has
a Woman Who Loves Him“ og
„Hard Times Are Over“, eru öll
sterkari en frá henni hefur heyrst
áður. Textar hennar segja oft hér
meira en textar Lennons, þó fár-
ánlegt sé að líkja þeim saman að
öðru leyti í tónlist.
Hennar stíll er í rauninni fersk-
ari í dag og lög eins og „Kiss Kiss
Kiss“, „I’m Your Angel", „Every
Man Has a Woman Who Loves
Him“, og „I’m Moving On“ eru allt
klassa lög.
En það er ljúft að heyra í
Lennon aftur og án efa á platan
eftir að breytast í hugum manna í
framtíðinni líkt og með aðrar
plötur hans, en það er gaman að
Lennon og Yoko skulu vera virk á
ný-
Þess má líka geta að þau tóku
ekki bara upp þessa plötu, því efni
á næstu plötu lá tilbúið á sama
tíma, þannig að búast má við
henni strax 1981.
hia.
Umhverfis jörðina
á 45 mín.
HALLI OG LADDI (Hljómplötuútgáfan JUD 029).'
Þeir félagar Halli og Laddi hafa
nú skemmt landsmönnum um nokk-
urra ára skeið við góðar undirtekt-
ir. Þeir hyrjuðu mcð Gunnari Þórð-
arsyni og Gisia Rúnari f plötu-
hransanum með plötunni „Látum
sem ekkert c“, sem enn 1 dag
stendur sem þeirra sterkasta kímn-
iplata. þó hinar seinni standi flest
ar bærilega fyrir sfnu.
Og eins og aðrir í tónlistarlífinu
hafa þeir tekið sér ýmislegt fleira
fyrir hendur, eins og Glám og
Skrám-plötuna með Ragnhildi
Gísladóttur, og að sjálfsögðu
HLH-flokkinn með Björgvini Hall-
dórssyni, sem sló í gegn á síðasta ári.
Á sinni nýju plötu „Umhverfis
jörðina á 45 mín.“, taka þeir fyrst og
fremst fyrir svipað glens og verið
hefur á undanförnum plötum þeirra
með viðeigandi tæknibrellum og
hljóðum auk efnis sem hæfði
HLH-flokknum, sem eru gömul gull-
aldar-rokklög, en þau eru nokkur á
þessari plötu. Þeir félagar koma víða
við, og líkja eftir tónlistareinkenn-
um og viðurkenndum stælum við-
komandi þjóða i flutningi sínum. Inn
í kímnina fella þeir að sjálfsögðu
ýmis hressileg skot á iandann sjálf-
an þó það hefði að sjálfsögðu mátt
vera meira. Flest laganna eru erlend
að uppruna, sum frá viðkomandi
þjóðlöndum eins og „Færeyjar",
„Tafist í Texas" og líklega „Japanska
fatagínan" (miðað við nafnið á
höfundinum alla vega), en oftast þó
bandarísk og brezk lög. Spike Jones
er að sjálfsögðu með þó það sé engan
veginn það sterkasta á plötunni.
Eins og fyrri daginn er auðheyri-
legt, að þeir félagar eru ágætir
söngvarar og gera nokkuð í því að
vinna þá hlið vel, þó um kímni sé að
ræða. Einnig hefur ágætur og lipur
flutningur tónlistarmanna sitt að
segja hér, en Tómas Tómasson,
bassagítarleikari sá um stjórnina á
upptökunum og fékk félaga sína úr
Þursaflokknum, Ásgeir Oskarsson
og Þórð Árnason til liðs auk Viðars
Alfreðssonar, Kristins Svavarssonar
og nafnanna Magnúsar Ingi-
marssonar og Kjartanssonar.
„Umhverfis jörðina á 45 mín.“ er
ekki fuilkomin plata, og líklega ekki
besta plata þeirra bræðra, en þeir
eru samt ennþá einir í sínum flokki
og svona plötur eiga að vera á
boðstólum.
hia.
Ný plata frá
EAGLES
Hljómsveitin Eagles heíur lengi átt stóran hóp
aðdáenda hérlendis. Þar af lciðandi er vaninn sá, að
beðið sé eftir nýjum plötum frá þeim félögum með
nokkurri eftirvæntingu. „Eagles Live“ heitir nýja
platan þeirra að þessu sinni og er tvöfalt hljómleika-
albúm.
Upptökurnar eru að mestu
frá þessu sumri, nema hvað
fimm lög, „New Kid in
Town“, „Wasted Time“,
„Take It to the Lirnit", „Doo-
lin-Dalton“ og „Desperado",
voru tekin upp 1976 og þar af
leiðandi með Randy Meisner
á bassanum.
Annars eru á plötunni 15
lög sem flest hafa komið út
með Eagles áður, lagið „Sev-
en Bridges Road“ er þó nýtt
og tvö lög eftir Joe Walsh,
„Life’s Been Good“ og „All
Night Long“ eru hér í fyrsta
sinn með Eagles á opinberri
plötu.
Hljómleikar Eagles hafa
löngum verið frægir fyrir
það að frægir gestir hafa
verið fastir liðir á sviðinu.
Má nefna, að Linda
Ronstadt, Jackson Browne,
J.D. Souther og Bob Sieger
hafa- verið tíðir gestir. Á
þessari plötu er lítið lagt upp
úr gestum, en þó koma bæði
J.D. Souther og fyrrum fé-
lagi Joe Walsh, Joe Vitale
við sögu.
Önnur lög en framanskráð
eru: „Hotel California",
„Heartache Tonight", I Can’t
Tell You Why“, „The Long
Run“, „Saturday Night“,
„Life in the Fast Line“ og
„Take It Easy“. hia.