Morgunblaðið - 30.11.1980, Side 28

Morgunblaðið - 30.11.1980, Side 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 Rætt við Sverri Þóroddsson um rekstur leiguflugs með litlum flugvélum „Áhuginn Pessa skemmtileKu mynd tók ljósm. Mbl. RAX aí einni flugvél Sverris skömmu eftir flujítak ReykjavíkurfluKvelli. Engin þjóð í heimi ferð- ast eins mikið með flugvélum og íslendingar. Eins og eðlilegt er ferðast flestir með Flugleið- um, sem annast mestan hluta af áætlunarflugi, innan lands og utan, en að auki starfa á landinu mörg lítil flugfélög, sem veita mikilvæga þjón- ustu, til viðbótar almennu áætlunarflugi. Vandamál Flugleiða eru mikið rædd, en fátt heyrist um aðstæður litlu flugfélaganna. Eitt þessara flugfélaga er Leiguflug Sverris Þóroddssonar, sem stofnað var vorið 1974, og hefur síðan rekið almennt leigu- flug, bæði innanlands og til útlanda. Við náðum tali af Sverri Þóroddssyni fyrir skömmu og hann hafði meðal annars þetta að segja um leiguflug „Flug er miklu almennara hér á iandi en á Norðurlöndum og öðr- um Evrópulöndum. Þar valda meðal annars lélegir vegir og miklar vegalengdir í landinu. Hér þykir það ekkert sérstakt að menn eigi eignarhluta í flugvél sér til skemmtunar, eh megingildi flugs- ins er þó að haida uppi samgöng- um til margra smárra byggðar- laga, sem búa við lélegt vegasam- band. Hægt er að þjóna litlum byggðarlögum betur með litlum flugvélum en stórum, þar sem með þeim er hægt að bjóða meiri tíðni ferða. Það er reynsla allstaðar að aukin tíðni eykur farþegafjölda." „Flug er ódýrt á íslandi. Það er til dæmis 30% ódýrara að leigja flugvél hér á landi en á Norður- löndum og hvergi nema í Banda- ríkjunum, sem leiguflug er ódýr- ara en hér á landi. Leiguflug er hagkvæmur ferðamáti og getur oft sparað bæði fé og tíma, en tíminn er oft mikilla peninga virði.“ „Meðal okkar bestu viðskipta- vina eru útgerðarfyrirtæki. Eins og önnur tæki bila skip og þá er oft hægt að senda viðgerðarmenn beint á staðinn, með skömmum fyrirvara og oft hægt að spara með því mikinn tíma, bæði fyrir v10genJa;r.nnÍna og útgerðina. í leiguflugi losna menn við biötima á flugvöllum, gistingu á hótelum og svo framvegis. En sennilega spörum við útgerðinni mestar fjárhæðir með flugi milli landa. Þegar varahluti vantar frá ná- grannalöndum getum við oft sótt þá á sama sólarhringnum og bilunin verður og flogið með þá beint frá útlöndum, hvert á land sem er. Við erum til dæmis ekki nema fjórar klukkustundir að fljúga til Álasunds í Noregi og Álaborgar í Danmörku og getum farið í svona ferðir fyrirvaralaust. Flugvélar okkar eru sérlega hent- ugar til slíkra flutninga, þar sem þær eru með stórum vöruflutn- ingadyrum. Það segir sig sjálft hvaða þýðingu það hefur fyrir útgerðarfyrirtæki, ef togari stöðv- ast vegna þess að bíða þarf dögum saman eftir varahlutum. Þó að þeir séu sendir í venjulegu vöru- flutningaflugi tekur það að jafn- aði marga daga. Fyrst þarf að koma þeim á einhvern áfangastað Flugleiða, siðan bíða eftir flugi, þá þarf að koma hlutnum til Reykja- "ítnr frá Keflavík og loks út á land, ef um er að ræoa BrJ" -oa fyrirtæki utan Reykjavíkur. Svo dæmi sé tekið höfum við verið komnir með varahlut í togara út á land, frá útlöndum, 15 tímum eftir að bilunin varð. Þegar haft er í huga hvað það kostar að reka togara og hvað það kostar í vinnutapi í landi ef hann stöðvast, verður af þessari þjónustu gífur- legur sparnaður. Leiguflugið gegnir mjög mikilvægu hlutverki fyrir landið allt og á vonandi eftir að þróast sem örast á komandi árum.“ Lélegir flugvellir „Mestur hluti okkar flugs fer fram á sumrin, bæði með erlenda og innlenda ferðamenn, Helstu erfiðleikarnir í þessum rekstri eru þeir að viðskiptin dragast mjög saman á veturna að veður gerir okkur erfitt fyrir. Nýting á flug- vélum og vinnukrafti verður þá oft mjög léleg. Flugvélar okkar eru að vísu allar búnar til blindflugs og geta flogið við öll skilyrði, en við eigum við sömu erfiðleika að stríða og r iug!?-iöir> að veður setur okkur skorður. Eitt vanaáiTIs! enn eru flugvellirnir. Við fljúgum oft til lítilla flugvalla, víðsvegar um land, og ástand þeirra margra er hörmulegt. Flugvélar eru einfald- lega ekki smíðaðar til að lenda á svona grófum malarvöllum. Vegna flugvallanna verður oft mikið tjón á botni og skrúfum flugvélanna og verða Flugleiðir og aðrir flug- rekstraraðilar fyrir milljóna tjóni á ári hverju, af þessum sökum. Allir vona að úr rætist með flugvélina og óneitanlega mælir margt með því að veita til þeirra meira fé en nú er gert. Það vill gleymast að flugið er ekki aðeins til að komast á milli staða í almennum erindum. Það gegnir ótrúlega mikilvægu hlutverki í öryggi fólks á landsbyggðinni. Enginn hefur tölu á því, hversu mörgum mannslífum hefur verið bjargað vegna þess að tiltækar voru flugvélar, einmitt eins og við rekum, sem geta lent á litlum flugvöllum, en eru einnig búnar til flugs við allar hugsanlegar að- stæður." „Enn eitt sem veldur erfiðleik- um er það, að skipulag Reykjavík- urflugvallar er enn í lausu lofti. Aðstaða er þar á margan hátt erfið og engin leið að leggja í fjárfestingar þar, eins og mál standa núna. Það er ekki skyn- samlegt að festa fé í mannvirkj- um, sem enginn veit hversu lengi fá að standa." í svifflugi um fermingu Sverri 'er mikið niðri fyrir, þegar hann ræðir um viðhorf ráða- manna í landinu til flugmála, sem hann telur mótast af skammsýni og vanmati á gildi flugsins fyrir landið. Hann hefur frá æsku haft mik- inn áhuga á allskonar tækni. Afskipti hans af flugmálum hóf- ust með því að hann smíðaði módelflugvélar. Um fermingu lærði hann að fljúga svifflugum og síðar vélflugum. Hann segir: „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á flugi, en það er ekki þess vegna, sem ég rek leiguflug. Það er ekki hægt á áhuganum einum. einn dugar ekki, flugrekstur-lb inn verður að standa undir sér f járhagslega í leiguflugi flýgur Sverr- ir ekki sjálfur, fær sér þó stundum smá flugtúr. Hér er hann í flugstjóras- ætinu á Cessnu 402 flugv- él, 10 manna tveggja hreyfla flugvél, en tvær af þessu tagi eru í flota hans. Ljosm. Mhl. Kristján.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.