Morgunblaðið - 18.12.1980, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 18.12.1980, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 7.000 kr. á mánuöi ínnanlands. í lausasölu 350 kr. eintakiö. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að óska eftir endurskoðun á orkuverði því, sem ísal greiðir Landsvirkjun og endurskoðun á álsamningunum yfirleitt á grundvelli upplýsinga, sem iðn- aðarráðuneytið hefur aflað um útflutningsverð á súráli frá Ástraliu og innflutningsverð hér en skv. þessum upplýsingum er innflutningsverðið á árabil- inu 1974—1980, 47,5 milljónum Bandaríkjadala hærra en út- flutningsverðið. Ríkisstjórnin hefur jafnframt ákveðið að óska eftir því við alþjóðlegt endur- skoðunarfyrirtæki í London, að það taki til athugunar, hvort Svissneska álfélagið hafi selt súrál á óeðlilega háu verði til ísal væntanlega í því skyni að rekstrarafkoma ísal yrði þeim mun lélegri og skattgreiðslur til íslendinga þeim mun minni. í samningunum, sem gerðir voru á viðreisnarárunum um byggingu álbræðslunnar í Straumsvík eru ákvæði, sem heimila íslenzkum stjórnvöldum eftirlit m.a. með súrálsverðinu til ísal. Þessi heimild var notuð 1973 og 1974 og var ekkert talið athugavert við súrálsverðið á árinu 1973. Hins vegar var talið, að árið 1974 hafi súrálsverðið verið of hátt. í kjölfar þessara athugana voru gerðir samningar við Svissneska álfélagið um hækkað orkuverð til ísal. Slíkar athuganir hafa ekki verið fram- kvæmdar frá árinu 1974 þrátt fyrir heimild í samningunum til þess. Við íslendingar eigum að halda Svissneska álfélaginu fast við þá samninga, sem við þá voru gerðir á sínum tíma og nýta til fullnustu þær heimildir í samningunum, sem tryggja okkur eftirlit með því að svo verði. Við getum ekki búizt við því, að aðrir gæti hagsmuna okkar í þessum efnum en við sjálfir. Þegar í ljós kemur, að heim- ildin til þess að fylgjast með súrálsverðinu hefur ekki verið notuð í 5—6 ár vaknar sú spurning, hvernig á því standi. Þeirri spurningu verða þeir tveir iðnaðarráðherrar að svara, sem aðallega hafa gegnt þessu embætti þessi ár, en það eru þeir Gunnar Thoroddsen og Hjörleifur Guttormsson. Raun- ar er líka ástæða til að spyrja fulltrúa íslenzka ríkisins í stjórn ísal eins og t.d. Inga R. Helgason, hvers vegna þeir hafi ekki fyrr fylgzt með súrálsverð- inu. í þessu sambandi ber þó að hafa í huga, að í upphafi iðnað- arráðherraferils Gunnars Thor- oddsens 1974 voru þessi mál athuguð og orkuverðið endur- skoðað, sem hefur skilað okkur 8—9 milljarða viðbótartekjum. Núverandi iðnaðarráðherra hefur gefið þá skýringu á því, að súrálsverðið hafi ekki verið endurskoðað síðan 1974, að menn hafi talið að engin hætta væri á ferðum eftir þá athugun og leiðréttingu, sem gerð var 1974. Þessi röksemd stenzt ekki. Athugun fór fram 1973, sem leiddi ekkert óeðlilegt í ljós. Samkvæmt röksemd ráðherrans nú hefði engin ástæða verið til athugunar aftur 1974, þar sem allt var í stakasta lagi 1973. En niðurstaðan 1974 sýndi þvert á móti að brýna nauðsyn bar til að halda uppi stöðugu eftirliti. Það er augljóst, að reglulega á að fylgjast með súrálsverðinu, þannig að aldrei geti verið minnsti grunur á ferðinni um, að Svissneska álfélagið standi ekki við gerða samninga. Utilokað er að fella nokkra dóma um efni málsins á þessu stigi. Nú mun endurskoðunar- fyrirtækið í London taka málið í sínar hendur og þá fyrst þegar niðurstöður þess liggja fyrir er unnt að ræða málið efnislega. íslenzk stjórnvöld eiga að leggja áherzlu á, að þeirri endurskoðun verði hraðað. Málsmeðferð Hjörleifs Gutt- ormssonar, iðnaðarráðherra og flokksbræðra hans vekur hins vegar grunsemdir. Bersýnilegt er af ummælum Tómasar Árna- sonar í Tímanum í gær, að hann er ekki sáttur við málsmeðferð- ina hjá Hjörleifi Guttormssyni. Viðskiptaráðherra segir m.a.: „í fyrsta lagi er það spurningin um málsmeðferð, hvernig fara skuli með svona mál, en þegar þungar sakir eru á einhvern aðila born- ar verður hann að fá tækifæri til þess að skýra sín mál. í öðru lagi tel ég að loks þá er báðir aðilar hafa skýrt sín sjónarmið sé kominn tími til að fella dóm.“ Hjörleifur Guttormsson hafði ekki þennan hátt á. Hann gaf að vísu Svissneska álfélaginu kost á að koma athugasemdum á framfæri áður en hann skýrði opinberlega frá grunsemdum sínum, að ekki hefði verið staðið við samninga. En hann gerði lítið úr þeim athugasemdum í þeirri fréttatilkynningu, sem hann sendi frá sér og lét í ljósi þá skoðun á blaðamannafundi, að skýringar Svisslendinga væru ekki trúverðugar. Þessi vinnubrögð benda til þess að fyrir ráðherranum vaki annað en það að ná fram rétti Islend- inga í þessu máli, enda gagn- rýndi Eyjólfur Konráð Jónsson það á Alþingi í gær, að ráðherr- ann hefði efnt til blaðamanna- fundar áður en hann skýrði Alþingi frá því. Segir það sína sögu. Á blaðamannafundinum sagði Hjörleifur Guttormsson að vísu, að hann vænti þess, að menn stæðu saman um endurskoðun samningsins, enda væru miklir hagsmunir í húfi. í kjölfarið fór hann hins vegar niðrandi orðum um samninginn og hefur vafa- laust með því viljað efla sam- stöðuna með þeim, sem ábyrgð bera á gerð samningsins, sem eru Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðuflokkur! Meðferð málgagns ráðherr- ans, Þjóðviljans, á málinu í gærmorgun tók svo af öll tví- mæli um það, að annað vekti fyrir kommúnistum í þessu máli en að halda Svisslendingum við gerða samninga. Þjóðviljinn segir, að nú hafi „svindl" Sviss- lendinga verið „afhjúpað" og fellir dóma fram og aftur um efni málsins. Stóryrði kommún- istablaðsins sýna, að markmið þeirra er a.m.k. þríþætt í þessu máli. í fyrsta lagi að halda áfram rógi sínum um samning- inn, sem gerður var um bygg- ingu álversins á tímum Við- reisnarstjórnarinnar. í öðru lagi að koma óorði á samstarf við útlendinga um orkufrekan iðnað í von um að fá stuðning almenn- ings við þau afturhaldssjónar- mið Alþýðubandalagsins, að ekki skuli farið út í frekari stóriðju. í þriðja lagi er mark- mið kommúnista að koma því óorði á Islendinga úti í heimi, að ekki þýði að semja við okkur um slíkt samstarf. Fjórða atriðið má ef til vill bæta við, að Hjörleifur Gutt- ormsson hafi þurft að finna einhverja ástæðu til að skýra fyrir kjósendum á Austurlandi afturhaldssjónarmið sín í stór- iðjumálum. Þessi augljósu markmið kommúnista og viðbrögð þeirra við þeim upplýsingum, sem nú liggja fyrir um súrálsverðið sýna, að þeim er ekki að treysta í þessum efnum. Hjörleifi Gutt- ormssyni og flokksbræðrum hans er ekki treystandi til þess að standa vörð um hagsmuni íslendinga í samskiptum við erlenda aðila í atvinnumálum, einfaldlega vegna þess, að þeir hafa alltaf önnur markmið í huga en þau, sem máli skipta og Lúðvík Jósepsson hefur lýst því yfir, að hann sé hræddur við öll slík samskipti. Morgunblaðið mun enga dóma kveða upp í þessu máli á þessari stundu. Áður en menn komast að niðurstöðu um það, verða upplýsingar að liggja fyrir frá endurskoðunarfyrirtækinu í London. Hins vegar er nauðsyn- legt að nota næstu vikur til þess að leiða fram opinberlega allar þær upplýsingar, sem hægt er að afla um súrálsverð í heimin- um og aðra þætti þessa máls. Á það lagði t.d. formaður Alþýðuflokksins, Kjartan Jó- hannsson, áherzlu í umræðum á Alþingi í gær, enda kjarni máls- ins, hvort súrálsverð til ísal er svipað eða sambærilegt og súr- álsverð til álvera annars staðar í heiminum. Kjartan Jóhannsson gagnrýndi iðnaðarráðherra fyrir málatilbúnaðinn og þær mögru upplýsingar, sem hann hefði veitt Alþingi í þessu máli, eins og hann komst réttilega að orði. Súrálsverðið Friðunaraðgerðir hafa haft gífurleg áhrif Rætt við Jón Jónsson um tillögur Hafrann- sóknastofnunar um þorskafla á næsta ári FISKIFRÆÐINGAR gerðu grein fyrir tillögum sínum um þorskafla á næsta ári á fundi með sjávarútvegsráðherra i gærmorgun. Einnig var þar rætt um aðra valkosti, sem þeir hafa reiknað út og fleiri atriði tengd upphyggingu þorskstofnsins. Morgunblaðið ræddi í gær við Jón Jónsson, fiskifræðing og forstjóra Hafrannsóknastofnun- ar. og var hann fyrst beðinn að gera grein fyrir þeim valkost- um, sem stofnun hans sendi sjávarútvegsráðuneytinu. — í þessum valkostum okkar miðum við við tímabilið frá 1981—1986 og reynum að draga upp mynd, sem líklegast yrði miöað við þær forsendur, sem við gefum okkur, sagði Jón Jónsson. — Ef við miðum við 350 þúsund tonna þorskafla á ári þá færi hrygningarstofninn úr 275 þús- und tonnum í ársbyrjun 1981 í 900 þúsund tonn árið 1986 og uppbyggingin yrði því mjög hröð. Ef litið er á heildarstofninn, þriggja ára þorsk og eldri, þá færi hann úr byrjun árs úr 1700 þúsund tonnum í 2.200 þúsund tonn árið 1986. Við reiknum með, að þá yrði hámarksafrakstri náð úr stofninum, en við teljum hann vera 450 þúsund tonn á ári. — Ef við reiknum með 450 þúsund tonna þorskafla færi heildarstofninn með slíkri veiði úr 1700 þúsund tonnum í 1527 þúsund tonn árið 1986 þannig að slík veiði myndi hafa í för með sér hægfara minnkun stofnsins og hámarksafrakstur næðist aldrei með þeirri veiði. — Með 400 þúsund tonna veiði árlega færi hrygningarstofninn úr 275 þúsund tonnum í 613 þúsund tonn árið 1986. Ef við lítum á heildarstofninn miðað við þá veiði færi hann úr 1700 þúsund tonnum í 1877 þúsund tonn árið 1986. Með þessari veiði yrði um hægfara aukningu í stofninum að ræða og hugsanlegt er, að há: marksafrakstur næðist um miðj- an næsta áratug. — Þessi úttekt var upphaflega gerð í haust, en þá var miðað við tölur frá 1979. Síðan hafa verið gerðar breytingar vegna nýrra upplýsinga, sem byggja á rann- sóknum þessa árs. í framhaldi af þessum valkostum hefur Haf- rannsóknastofnunin lagt til að þorskstofninn verði byggður enn frekar og mælir ekki með, að leyfilegur hámarksafli fari yfir 400 þúsund tonn árið 1981. — Fyrir árið 1979 lögðuð þið til að hámarksafli yrði 250 þúsund tonn, en þorskaflinn varð 367 þúsund tonn það ár. Fyrir árið 1980 logðuð þið til.'að hámarksafli yrði 300 þúsund tonn, en nú er útlit íyrir að þorskafli á íslandsmiðum verði um eða yfir 420 þúsund tonn. Nú miöið þið við 400 þúsund tonn í tillögum ykkar þrátt fyrir að undanfarin ár hafi þorskafli farið verulega fram yfir æski- legt hámark að ykkar mati. Ilvernig getur þetta farið sam- an? — Við höfum reynt að vera hógværir og íhaldssamir í tillög- um okkar, en í raun má segja, að við höfum ekki reiknað með þeirri aukningu í stofninum, sem orðið hefur. Það er greinilegt, að þær friðunaraðgerðir, sem gerðar hafa verið á undanförnum árum, m Jón Jónsson, fiskifræðingur og forstjóri Hafrannsóknastofnun- ar. stækkun möskva og lokun svæða, hafa haft gífurleg áhrif til stækk- unar stofnsins. — Þá er eitt, sem kom inn í dæmið á þessu ári og kom okkur nokkuð á óvart, þ.e. veiðin á síðustu vetrarvertíð, en greinilegt er að nokkuð af þeim fiski kom frá Grænlandi til hrygningar hér við land. Sá þorskur er hrein viðbót við okkar hrygningarstofn og svo virðist, sem þessi Græn- landsfiskur ílengist við ísland, en gangi ekki til baka aftur. — Það má spyrja hvort við höfum vanmetið stofninn eða hvort hann hafi tekið svo gífur- lega við sér samfara þessum friðunaraðgerðum. Um það er erfitt að segja, en e.t.v. eiga báðar skýringarnar hlut að máli. — Á næstu vertíð kemur ár- gangurinn frá 1974 til hrygningar og hann er lélegur samkvæmt okkar áliti. Því er ólíklegt, þó að á næstu vertíð gangi aftur fiskur frá Grænlandi, að hann geri meira, en að vega upp á móti þessum lélega 74-árgangi. Því reiknum við með, þrátt fyrir tillögur okkar um aukinn afla, að það verði minni fiskgengd á næstu vetrarvertíð suðvestan- lands heldur en var í ár. — Annað er það, að í ár hefur minna veiðst af árganginum frá 1976 heldur en við reiknuðum með. Annað hvort er það vegna þess, að árgangurinn er minni en fiska- og seiðarannsóknir sýna, en því eigum við bágt með að trúa. Hitt er, að minna hafi verið sótt í þennan árgang í ár vegna lokana svæða og vegna þess, að þorskveiðibanndögum hefur verið fjölgað. Líka er hugsanleg skýr- ing, að sókn togara í ár hafi beinst æ meira að eldri fiski en oft áður og þá sérstaklega vegna aukinnar fiskgengdar á vetrar- vertíð suðvestanlands. Við gerum samt enn ráð fyrir því, að ár- gangurinn frá 1976 sé mjög stór og á því er okkar bjartsýni ekki sízt byggð og muni eiga verulegan þátt í uppbyggingu hrygningar- stofnsins á næstu árum. — Þú minntist ekki á út- færslu landhelginnar. Getur ver- ið að fiskifræðingar vanmeti þann þátt friöunarinnar? — Ef Bretar væru enn hér á miðunum er líklegt að okkar hlutur í þorskveiðum væri svip- aður og hann var áður en þeir fóru. Við höfum hins vegar að verulegu leyti hlaupið í það skarð, sem Bretar skildu eftir sig. Með- an við höfum verið að nálgast sókn Bretanna smátt og smátt hefur stofninn haldið áfram að aukast og þessi tími hefur því verið gífurlega mikilvægur fyrir uppbyggingu fiskstofnanna al- mennt. Einnig hefur stjórnun veiðanna orðið allt önnur og friðunaraðgerðir hafa orðið mögulegar, sem ekki hefði verið ef útlendingarnir hefðu verið hér að veiðum, sagði Jón Jónsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.