Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 18. desember Bls. 33—72 í þessari grein úr Evrópuferð Tad Szulc utanrikismálasérfræðings New York Times kemur fram, að Bandaríkjamenn geta ekki vænst þess, að Vestur-Þjóðverjar standi með þeim að neinum meiriháttar gagnráðstöfunum, ef Sovétmenn réðust inn í Pólland. Færð eru rök að því, að Vestur-Þjóðverjar hafi lagt svo mikið undir í samskiptum sinum við kommúnistaríkin, að þeir séu ekki tilbúnir til að fórna þeim hagsmunum nema öryggi Vestur-Berlínar sé ógnað. Þessa mynd birti breska blaðið The Guardian nýlega með textanum: nAllt í lagi félagi — þótt þetta hljómi eins og sverðaglamur þá eru þeir aðeins að hringla smá- mynt ferðamenn eyða þar ótöldum milljörðum dollara. Vestur-þýsk stjórnvöld leggj- ast gegn öllu, sem spillt getur núverandi stöðu þessara mála. En þau snerta náið þau tilfinn- ingalegu tengsl, sem eru milli þýsku ríkishlutanna. Nýlega komst Helmut Schmidt, kansl- ari, svo að orði: „Við eigum 17 milljónir gisla“ í Austur- Þýskalandi — og nefndi þar með alla íbúa landsins. Til dæmis tók ríkisstjórnin í Bonn því þegjandi í október, þegar Austur-Þjóðverjar hækk- uðu þá skylduupphæð, sem sér- hver vestur-þýskur gestur verð- ur daglega að skipta yfir í austur-þýsk mörk, á meðan hann dvelst fyrir austan landa- mærin. Fyrir hækkunina þurftu börn og gamalmenni að skipta sex mörkum og aðrir 15 mörk- Þjóðverjum kappsmál að austurstefnan lifi JAFNVEL ÞÓTT RÁÐIST VERÐIINN í PÓLLAND Vestur-Berlín — Sú blákalda staðreynd blasir við, að ekki mun koma til langvinnra vin- slita milli Vestur-Þjóðverja og kommúnistaríkjanna, þótt Sov- étríkin og bandamenn þeirra í Varsjárbandalaginu ráðist inn í Pólland. Eftir að hafa kynnt sér við- horf ráðamanna í Vestur-Berlín og annars staðar í Vestur- Þýskalandi til samskipta þeirra við Austur-Þýskaland og Sovét- ríkin, hlýtur maður að álykta á þennan veg. Samskiptin sem hér um ræðir eru efnahagsleg, stjórnmálaleg og einnig tilfinn- ingaleg. Vestur-Þjóðverjar munu ekki vilja, að þessi tengsl rofni, hvað svo sem Sovétmenn aðhafast í Austur-Evrópu. Þau munu standast allt nema alls- herjarstríð Sovétmanna við Vesturlönd. Bandaríkjamenn verða að hafa þessa pólitísku staðreynd í huga, þegar þeir móta afstöðu sína til hugsanlegrar innrásar Sovétmanna í Pólland, sem sýn- ist æ líklegri. Með það í huga, að Vestur-Þjóðverjar telja hagsmuni sína best tryggða með því að viðhalda margþættu sambandi sínu austur á bóginn — í samræmi við svonefnda „Ostpolitik" — er ólíklegt, að þeir muni fara að ósk ráða- manna í Washington um efna- hagslegar og pólitískar hefnd- araðgerðir gegn valdhöfunum í Moskvu. Margir þættir þessa sambands kynnu að rofna, en það mun aldrei slitna alveg. Vestur-þýskir embættismenn halda því fram, að íhlutun Sovétmanna í málefni Póllands yrði hroðalegt áfall og óþolandi, einkum ef herafli kommúnist- anna í Austur-Þýskalandi kæmi þar einnig við sögu. Og á sinn hátt eru þeir auðvitað einlægir í slíkum yfirlýsingum. Innrás í Pólland myndi spilla öllum samskiptum austurs og vesturs. Vestur-Þýskaland hefur að sjálfsögðu skipað sér í fylkingu með öðrum vestrænum ríkjum, landið er aðili að Atlantshafs- bandalaginu og þar eru meira en 250 þúsund bandarískir her- menn. Það er nánasti banda- maður Bandaríkjanna á megin- landi Evrópu, og brjóstvörn Vesturlanda gegn sókn Sovét- manna inn í Vestur-Evrópu. í óteljandi einkasamtölum við embættismenn og áhrifa- menn í Vestur-Berlín kemur þó fram, að þessar staðreyndir breyti engu um það, að „Ost- politik", austurstefnan, er mik- ilvægasti þátturinn í þýskum stjórnmálum um þessar mund- ir. Vestur-Þjóðverjar myndu því aðeins standa með Banda- ríkjamönnum að marktækum gagnráðstöfunum, ef hætta væri talin steðja að Vestur- Berlín vegna hernaðaraðgerða í Póllandi — ekki er líklegt að til þess dragi. Astæðurnar fyrir þessari af- stöðu má rekja til fjármála- hagsmuna og tilfinninga. Sé fyrst litið á fjármálin, þá eru Austur-Þýskaland og Sovét- ríkin mikilvægur markaður fyrir Vestur-Þjóðverja. Utflutn- ingur til þessara tveggja landa nemur 1,5% af þjóðarfram: leiðslu Vestur-Þýskalands. í fyrsta sinn á mörgum áratugum hallar nú undan fæti í vestur- þýskum efnahagsmálum. Talið er, að atvinnulausir verði um 1,5 milljón á árinu 1981. Þeim myndi fjölga, ef viðskipti austur á bóginn minnkuðu og dregið yrði úr vestur-þýskri fjárfest- ingu í kommúnistaríkjunum. Vestur-Þjóðverjum er mikið í mun, að bandamenn þeirra í vestri átti sig á þessu. Samkvæmt núgildandi áætl- unum stefna léestur-Þjoðverjar að því að verja 1,25 milljarði dollara til fjárfestingar í endur- bótum á járnbrautakerfi Austur-Þýskalands og gera það rafknúið. Þá ætla þeir einnig að verja nokkrum milljörðum doll- ara til að byggja fullkomna hraðbraut milli Hamborgar og Vestur-Berlínar um austur- þýskt land. Með þessum verk- efnum á að auka efnahagsleg umsvif Vestur-Þjóðverja, um leið og Austur-Þjóðverjum er veitt aðstoð innan ramma aust- urstefnunnar. Efnahagsstarfsemi í Austur- og Vestur-Þýskalandi á furðu- margt sameiginlegt vegna margvíslegra samvinnuverk- efna. Djúpstæður hugmynda- fræðilegur og pólitískur ágrein- ingur hindrar alls ekki slíka samvinnu. Ríkisstjórnin í Bonn leggur mikla áherslu á að halda samgönguleiðum opnum til og frá Vestur-Berlín. Því til stuðn- ings greiðir hún um milljarð dollara á ári í vegaskatta, fyrir vegabréfsáritanir og fleira til austur-þýsku stjórnarinnar. Gífurleg gróska hefur verið í samskiptum þýsku ríkishlut- anna síðan stórveldin undirrit- uðu samkomulagið 1972 um nýja stöðu Vestur-Berlínar. 8 milljónir Vestur-Þjóðverja (þar af 3 milljónir Berlínarbúa) ferð- ast árlega til ættmenna og vina í Austur-Þýskalandi. Þessir um, nú gildir sú regla, að allir þurfa að skipta sömu upphæð: 25 mörkum á dag. Raunar mun Bonn-stjórnin hafa uppi ráða- gerðir um að borga börnum og gamalmennum mismuninn. Eins og embættismaður komst að orði í einkasamtali: „Stjórnvöld í Bonn vilja ekki á neinn hátt stuðla að frekari skiptingu Þýskalands." Austur-Þjóðverjar mega því aðeins fara yfir til Vestur- Þýskalands, að þeim sé sér- staklega boðið og austur-þýsk stjórnvöld samþykki ferð hvers og eins. Ferðamannastraumur- inn er því einvörðungu í aðra áttina og Bonn-stjórnin neitar að gagnrýna ákvarðanir komm- únistastjórnarinnar í þessu efni — nema þegar um bersýnilegar ögranir er að ræða. í þessu samhengi er rétt að hafa það einnig í huga, að Vestur-Þjóð- verjum er mikið kappsmál að veita Austur-Þjóðverjum og Sovétmönnum enga átyllu til að finna að sérstakri stöðu Vest- ur-Berlínar. Sjá bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.