Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 Hætti foreldrar og börn að geta skemmt sér sam an, rofnar sambandið í BreiAholti hafa á undanförn- um árum bygííst hratt upp fjöl- menn íbúðahverfi, það nýjasta svokallað Breiðholt II eða Selja- hverfi. Þar eru í byggingu tveir skólar og hefur uppbyggingin ekki undan vaxandi barnafjölda. Ölduselsskóli kom á undan. og hafa verið í honum hálfbyggðum allt upp i 944 nemendur. Nú í vetur sækja níundu bekk- ingar Seljaskóla — hinn nýja skóla í hverfinu — en milli þeirra er um 600m fjarlægð. Það verður þó væntanlega ekki nema í ár, því hafin er viðbótarbygging og eiga samkvæmt samningi við verktaka að koma í gagnið haustið 1981 sex nýjar kennslustofur. En spáð er þarna í framtíðinni þriggja hlið- stæðu skóla (3 bekkir í árgangi). Og þótt .essi skóli fari í „toppin- um“ í 5 hliðstæður, þá er áformað að leysa það með lausum kennslu- stofum og tvísetningu, þar til jöfnuður kemst á. I vetur eru nemendur 840 talsins. Þegar hvert skólahús kostar nú orðið 3—4 milljarða, þá er þungur róðurinn að láta þau fylgja eftir fólksfjölg- un í nýjum hverfum. Það kemur að sjálfsögðu niður á skólastarfi. í Ölduselsskóla hefur það bjargast blessunarlega fyrir gott starf og samstöðu skólastjóra og starfsfólks. — Allir sem ég hefi talað við eru mjög ánægðir með skólann bæði hvað snertir nám og félagslíf, þegar tekið er tillit til hinna erfiðu aðstæðna, sagði formaður Foreldrafélagsins í skól- segir formaður foreldrafélagsins í Ölduselsskóla anum, Sigurður Einarsson, þegar blaðamaður Mbl. hitti hann þar hjá skólastjóranum Aslaugu Frið- riksdóttur, og ljósmyndari blaðs- ins greip tækifærið og smellti af þeim mynd við nýhafnar bygg- ingarframkvæmdir. Foreldrafélagið, sem stofnað var haustið 1979, er mjög áhugasamt. Það hefur að mark- miði að styðja við bakið á skólan- um í sem flestum efnum, að því er Sigurður sagði. Hverfið er að mestu byggt ungu fólki, sem hefur verið og er að koma yfir sig þaki, en samt varð mikill áhugi á að taka þátt í foreldrafélagi skólans. Enda börn á nær hverju heimili. Gamalt fólk sést varla í hverfinu nema um helgar, þegar það kemur í heimsókn. Áhugi á „opnu húsi“ Fljótlega eftir að foreldrafélag- ið byrjaði í fyrra, var hafið á þess vegum svonefnt opið félagsstarf. Komu nemendur foreldrar og starfsmenn skólans saman þrjá laugardaga og undu sér saman við plastmodelsmíði, jólaföndur, borð- tennis og skyndihjálparnám og var fullt hús alla dagana. Nú í vetur er búið að hafa opið hús í ölduselsskóla tvo laugar- daga 22. og 29. nóvember og voru þá teknar myndirnar hér á síð- unni. Var mikið fjölmenni í skól- anum, talið að þar væru yfir 500 manns. Fyrir jólaföndrið hafði stjórn foreldrafélagsins útbúið efnispakka í jólasveina, grýlur og fleira jólaskraut, sem foreldrar og börn bjástruðu við að koma sam- an. Á 1. hæðinni límdu börn, foreldrar og kennarar saman flug- model. — Borðtennis var í gangi fyrir þá sem það kusu, og tafl- keppni fyrir þá sem kusu meiri kyrrð. Gafst fólki kostur á að tefla við Elvar Guðmundsson, ungl- ingameistara í fjöltefli. Var al- menn ánægja með þessa samveru- stund. — Við erum ekki ákveðin í hvað við gerum eftir áramót, sagði Sigurður. Stjórn og fulltrúaráð foreldrafélagsins hittist á vegum skólans um miðjan janúar. En í fulltrúaráðinu eru tveir úr hópi foreldra frá hverjum aldurshópi, og mynda þeir þannig hóp 18 foreldra og 3ja starfsmanna skól- ans. í stjórninni eru svo 3 foreldr- ar og 2 samstarfsmenn skólans, þar af annar ritari. Þetta er mjög gott fyrirkomulag. Og með þess háttar þátttöku kynnast foreldrar störfum skólans. Foreldrarnir mæta í skólanum og vita hvað þar er að gerast. Undir þetta tók Áslaug skóla- William Heinesen Það á að dansa Ný jar sögur frá Þórshöfn Þorgeir Þorgeirsson þýðir Spánnýtt safn eftir hinn aldna, færeyska snill- ing. Þetta er fjóröa bókin i sagnasafni Heinesens i þvðingu Þorgeirs Þorgeirssonar og kemur út samtimis á dönsku og islensku. Hér segir frá ástarkvölum Fabians unga, frá fordæöunni og prestaflennunni Theodóru, frá trúarfári og of- stopa i sögunni Aðventa, og titilsagan segir frá sögulegu hrúðkaupi á hinni afskekktu Stapae.v þar sem skuggalegir atburöir urðu, skipbrot, strandrán, meira að segja brúðarrán! Óviðjafnanleg bók i frábærri þýðingu. Almennt verð kr. 15.9:50. Félagsverð kr. 13.540. Bókmenntaviðburður sam- timis á dönsku og íslensku Mállfll og menning Sigurður Einarsson, formaður Foreldrafélagsins og Áslaug Friðriksdóttir skólastjóri, horfa af tröppum Ölduselsskóla yfir grunninn að nýju viðbyggingunni, þar sem gröfur eru að störfum. Mæður og börn vinna af kappi að jólaskrautsgerð á „opnu húsi“ í skólanum. Faðir og sonur einbeita sér að því að koma flugmodeli saman. Elvar Guðmundsson, unglingameistari, teflir fjöltefli við unga skólapilta. — Má ég sjá hvernig þú gerir þetta? Foreldrar og börn hjálpast að. Mannmargt var í Ölduselsskóla þennan laugardag og mikið um að vera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.