Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 37 Unnið að ruðningi á veginum fyrir ólafsvíkurenni þar sem skriða féll úr berginu yfir veginn. Vatnið frýs í berginu og sprengir það burtu og er nú rætt af almannavarnarráði ólafsvíkur hvað hægt sé að gera til að hindra slys af þessum orsökum. LjÓNm. Bæring Cecilsson. Frumvarp um biskupskosningu: Gerir ráð fyrir aukn um rétti leikmanna Á ALÞINGI lÍKtiur nú fyrir frumvarp frá menntamálanefnd Neðri deildar frumvarp til laga um breytinxu á löKum um bisk- upskosningu. Frumvarpið var samþykkt einróma á nýlega af- stöðnu kirkjuþingi, og sent dómsmálaráðherra (og kirkju- málaráðherra) með beiðni um að það verði lagt fyrir það Alþingi er nú situr. Með bréfi til mennta- málanefndar hinn 25. nóvember siðast liðinn óskaði dóms- og kirkjumálaráðherra þess síðan að nefndin flytti frumvarpið, og varð hún við þeim tilmælum á fundi sinum hinn 3. desember. Meðal ákvæða í hinu nýja frum- varpi má nefna, að lagt er til að þjónandi vígslubiskup (sem látið hefur af prestskap) hafi atkvæðis- rétt, biskupsritari, sé hann guð- fræðingur, starfsmenn sem ráðnir eru til kirkjunnar til alllangs tíma, fá nú kosningarétt. Enn- fremur 7 kjörnir leikmenn er sæti eiga á kirkjuþingi, einnig 4 kirkju- ráðsmenn og einn leikmaður úr hverju prófastsdæmi (þó tveir úr Reykjavík), samtals 16 talsins. í*á er í frumvarpinu að finna margvísleg ákvæði um fyrirkomu- lag kosninganna, svo sem kjör- stjórn, framlagningu og samningu kjörskrár, kærur vegna kosninga og fleira. Þá eru í frumvarpinu ákvæði um að biskup skuli sá kjörinn, er fær meirihluta at- kvæða í biskupskjöri, en nái eng- inn því marki skal á ný kjósa á milli þriggja atkvæðahæstu. í lokaumferð skal sá rétt kjörinn biskup er flest atkvæði hlýtur, þótt hann nái ekki hreinum meiri- hluta. I frumvarpinu eru ákvæði um að lögin, ef samþykkt verða, taki gildi 1. janúar 1981, og fari þá biskupskosning fram eftir þeim á árinu 1981. Þá falli uni leið niður lög frá 1921 um biskupskosningu. Vörugeymsla Eimskips í hús verslunarinnar Eimskipafélag íslands hefur tekið á leigu 3200 fermetra hús- næði á jarðhæð í hinu nýja húsi verslunarinnar við Kringlumýrar- braut, en þar verður um sinn vöruafgreiðsla sem hingað til hef- ur verið í Hafnarhúsinu og í A-skála. Loðnusjómenn flestir komn- ir í jólafrí FLEST loðnuskipanna hafa nú hætt veiðum og mannskapurinn kominn í jólaleyfi. Undanfarið hefur verið lítill vinnufriður á miðunum vegna veðurs, en afli verið sæmilegur þegar veður hefur gengið niður á milli. Heildaraflinn á vertíðinni er nú orðinn um 365 þúsund tonn, en síðan á föstudag hafa eftirtalin skip til- kynnt Loðnunefnd um afla: Föstudagur: Júpiter 350, Þórs- hamar 380. Laugardagur: Skírnir 350, Huginn 250, ísleifur 150. Sunnudagur: Hrafn 620, Ljósfari 420, Víkurberg 60, Guðmundur. Mánudagur: Þórshamar 500, Húnaröst 560. Philips kaffikönnur þessar meö eilífðarpokanum Hella upp á 2—12 bolla í einu og halda heitu. ■'iíl' Philips vörur — Philips þjónusta. heimi istæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 VANTAR ÞIG VINNU (nj VANTAR ÞIG FÓLK í Þl AIGI.YSIR l.M AI.LT LAND ÞEGAR Þl' ALG- LYSIR I MORGINBLADIM JAFN ÆGILEGT OG RAUNVERULEIKINN ; BARWICK SKUGGI ÚLFSINS eftir JAMES BARWICK Aö kvöldi hins 10. maí 1941 stökk annar valdamesti maóur Hitlers- Þýskalands, Rudolf Hess, í fallhlíf úr flugvél yfir Skotlandi. Viö lendingu fótbrotnaöi hann og enginn vissi hver hann var og gaf hann sér nafniö Al- fred Horn Meö honum í vélinni var annar maöur sem einnig nefndist Al- fred Horn. I hvaóa dularfullu erinda- gjöröum var Hess þegar hann brot- lenti, var hann þar án vitneskju eöa að fyrirskipun Hitlers? Hin stórkostlegu ævintýri Alfreds Horn i Bretlandi og Bandaríkjunum fá lesandann til aö standa á öndinni af spenningi. Þetta er hrollvekjandi saga af mannaveiöum og stórkostlegum áhættum. Frá sögulegu sjónarmiöi eru getgátur bókarinnar jafn furöulegar og ægilegar eins og raunveruleikinn. Verögkr. 14.820 — nýkr. 148,20 BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR 0LU0 ^BOKflFORLflGSBÓ ATBURÐIR SEM SKIPTU SKÖPUM FYRIR ÍSRAEL ÞRENNING eftir KEN FOLLETT Árið er 1968. Leyniþjónusta (sra- els hefur komist að þvf um seinan að Egyptar, með aðstoð Sovét- manna, munu eignast kjarn- orkuvopn innan nokkurra mán- aða — sem þýddi ótímabæran endi á tilveru hinnar ungu þjóð- ar. Israelsmenn brugðu þá á þaö ráð að stela úrani útiárúmsjóog __ segir frá því einstaka þrekvirki f þessari bók. Þetta er eitthvert furðulegasta njósnamál síöustu áratuga og best geymda leyndar- mál aldarinnar. Jafnframt því að vera hörkuspennandi er ÞRENNING stór- furðuleg ástarsaga. Verð gkr. 15.930 — nýkr. 159,30 BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR BAK VIÐ LOKAÐAR DYR LAGA OG RÉTTAR VERNDARENGLAR eftir SIDNEY SHELDON Jennifer Parker er gáfuö, glæsileg og einörö. I fyrsta réttarhaldinu sem hún vann aó sem laganemi veröur hún til þess aö saksóknarinn sem hún vinn- ur með tapar málinu, sem snerist gegn Mafíunni. Leggur hann hatur á hana fyrir vikiö og gerir allt sem í hans valdi stendur til aö útiloka framtíó hennar sem lögfræðings. En allt kemur fyrir ekki. Jennifer Parker vinnur sig upp meö þrautseigju, meö því aö taka aö sér mál alls kyns hópa, sem enginn lögfræöingur vill láta bendla sig viö. Árangurinn lætur ekki á sér standa, hún verður einhver mest hrífandi og eftirsóttasti lögfræöingur Bandarfkjanna. Jennifer Parker er stórbrotnasta persóna sem Sidney Sheldon hefur skapaö — kona, sem meö því einu aö vera til, hvetur tvo menn til ásta og ástríöna . . . og annan þeirra til óhæfuverka. Verö gkr. 15.930 — nýkr. 159,30 BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.