Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 47 Ásgeir Jakobsson (gott, ef hann sagði ekki Guð- brand vera Jónsson). Hrafn hefur efalaust vitað betur, en líkast til er hann nú fæddur undir því merkinu að gera skyssur og góða hluti á víxl. Og Hrafn hættir ekki. Það má búast við meiru frá honum. Skemmtilegustu pennaglöp, sem mér eru fersk, gerðu þau Árni Johnsen og Auður Haralds. Árni er að mínum dómi einn af beztu blaðamönnum landsins (enda hef ég ekkert vit á blaðamennsku) — en hann á til mikil skemmtilegheit í pennaglöpum. Það er alltaf líf í greinum Árna en hann sézt tíðum lítt fyrir. Hans afrek var heldur ekki lítið. Hann lét Njál karlaum- ingjann stökkva milli höfuðísa á Markarfljóti og renna sér síðan fótskriðu. Mig minnir þessi setn- ing væri í enda greinar svo að Árni slapp við að láta Njál kljúfa Þráin í herðar niður. Þess er engin von, að Árni hætti meðan nokkur fugl er eftir í björgum Vestmannaeyja. Auður Haralds heitir kona, sem nú er helztur rithöfundur á ís- landi, þótt hún hræri í grautar- potti með annarri hendinni en skrifi með hinni og, sem vonlegt er, hræri stundum með báðum. Jóhann Hjálmarsson hælir Auði fyrir rithæfni. Það finnst mér dæmi um, hvernig komið er um málsmekkinn allt uppí ritdómara, Auður þessi á flest gott lof skilið annað en þetta. Hún lætur vaða á súðum konan í ritmennskunni og hirðir þá ekki um á stundum, hvernig báturinn lendir í öldunni yfir skal hann. Eldamennska er göfugt starf, en þar sem Auður er mest lesni höfundur þjóðarinnar, vil ég að henni sé gefinn kostur á að láta öðrum eftir grautargerðina. Auður „hin ritfæra" fjallaði í grein einni um „getnaðarlim" kon- unnar og held ég nú þetta fyrir einkennilegustu pennaglöpin af þeim sem nefnd hafa verið. Það vita allir af bókum Auðar, að fáar konur íslenzkar munu því kunn- ugri en hún á hvaða skepnu sé að finna getnaðarliminn. Hvað er nú að mistaka sig á einhverju uppúr bókum, eins og er um dæmin hér að framan, hjá því að heimfæra skakkt verkfæri sem skrifarinn segist nota daglega, ef ekki oft á dag (fyrirgefðu Auður mín, en þú lást svo vel við högginu). Nei, Guðni Kolbeinsson, hætt þú ekki að flytja þáttinn í útvarpið. Þú segist hafa fengið skota austan af Seyðisfirði. Mér er alveg sama hvað þeir segja á Seyðisfirði, þeir fóru allir á hausinn, þegar síldin hvarf um árið, af því að þeir fóru í land til að salta síld og seldu bátana, og svo hvarf síldin og þá vantaði fleytur til að róa fyrir þorsk. Það er ekkert að marka svona menn fremur en Flateyr- inga, eða Siglfirðinga, sem fóru í verksmiður og seldu bátana. Og það er fyrst núna að koma upp hjá þeim fólk, sem nennir að róa í stað þess að spila milli síldarvertíða, og loks urðu þeir að spila á sumrin líka eða fara í burtu. Á Seyðisfirði er Óiafur, en það er sama, við tökum ekki enn mark á Seyðfirð- ingum. Það heldur enginn, Guðni, sem einhver glóra er í, að þið sérfræð- ingarnir, hvort heldur er í ís- lenzku eða öðru, séuð guðir. Við höfum haldgóð dæmi og alltof mörg um að sumir ykkar eru vitlausari en nokkur múgamaður. Og því má bæta við, að éf íslenzkufræðingar hefðu fengið að ráða og drepa menn eins og til dæmis Laxness, þá væru þeir búnir að kála íslenzkunni í orð- hengilshætti, svo sem þessum að halda að það sé einhver dauðasynd að nota s-endingu ranglega þar sem á að vera -jar ending. Marga íslenzkufræðinga vantar mál- kennd, þeim er farið líkt og fiskifræðingunum, sem hafa lært að telja fisk en vita ekkert um fisk. Það er atriði en ekki ntegin atriði, Guðni, hvort menn nota rangt eignarfall eða þágufall í stað þolfalls. Mér hefur fundizt þú gera þér grein fyrir því að það er hið almenna málfar og málauðgi sem gildir mestu, ekki stafavillur, eða mismæli. Svo þakka ég þér fyrir, að þú gafst mér tilefni til að skemmta mér í skammdeginu. verði keyptar birgðir af innlendu brotajárni sem gera myndu inn- flutning óþarfan fyrstu ár rekstr- artímabilsins (a.m.k. 3 ár).“ í fréttatilkynningu frá iðnað- arráðuneytinu segir: „Tekið er fram, að stjórnvöld gætu orðið að vernda framleiðsl- una tímabundið gegn verðfellingu (dumping) erlendra framleiðenda, þannig að verksmiðjan búi við svipað afurðaverð og erlendir framleiðendur í heimalöndum sín- um. Stálfélagið hf., sem stofnað var fyrir um 10 árum í því skyni að reisa og reka stálbræðslu, hefur sýnt þessu máli mikinn áhuga. Hefur félagið áform um að gang- ast fyrir almennri hlutafjársöfn- un til að hrinda máli þessu í framkvæmd. Iðnaðarráðuneytið hefur ákveð- ið að heimila Stálfélaginu hf. afnot af áætlun þessari um fram- leiðslu steypustyrktarjárns á ís- landi. Rétt er að í ljós komi, hversu til tekst um hlutafjársöfn- un af hálfu Stálfélagsins hf., áður en afstaða verður tekin til aðildar ríkisins að þessu máli og hlut- deildar þess í fyrirtæki um slíka verksmiðju." Breyting á lögum um fiskimálasjóð samþykkt FRUMVARP til laga um breytingu á lögum um Fiskimálasjóð var sam- þykkt sem lög frá Alþingi í gær. Samkvæmt frumvarp- inu hækkar heimild til lán- veitinga úr tveimur millj- örðum í fimm milljarða, en síðast var gerð breyting á þessu árið 1978 og var þá heimildin hækkuð í 2 millj- arða króna. í greinargerð með frumvarpinu segir m.a. að stjórn Fiskimálasjóðs sé sammála um að geta sjóðs- ins og aðrar ástæður leyfi, að upphæðin sé hér um ræðir verði hækkuð upp í 5 milljarða. Paradís íslenskrar náttúm þÓRÐUR TÓMASSON SKAFTAFELL Þættir úr sögu ættarseturs og atvinnuhátta, efftir Þórð Tómasson. Á ári hverju heimsækja þetta undraland þúsundir íslenskra og erlendra manna til þess að njóta töfra þeirra er náttúran býður vegfaranda, ekki einu sinni heldur ár eftir ár. Allir kveðja staöinn meö djúpu þakklæti og söknuöi og von um aö fá aö gista hann oftar. Bók þessi er skrifuö af nærfærni og þekkingu þess manns er kann skil á lífi þeirra er hamfaraland þetta hafa byggt mann fram af manni. Njótiö staðarins meö sem ítarlegastri þekkingu á sögu hans. Fjöldi mynda landslags, fölks og ýmiskonar gripa fylgja þessu bókaverki til áréttingar allri frásögn höfundar. // sími 13510. kemur með pennann í Pennann í dag frá klukkan 4 Bókadeild Hallarmúla. Sími 83441. ^ ________________________________ Nokkrir kaflar úr leikjum Ásgeirs verða sýndir á Video- skermi frá SHARP í verzlun- inni og m a. sýnt úr leik Standard gegn Dynamo Dresden. Verið velkomin í bókadeild Pennans i Hallarmúla. Ásgeir áritar bókina sem allir knatt- spyrnuunnendur þurfa að eignast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.