Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 39 Andrei Amalrik er fremstur á þessari mynd, sem tekin var í Moskvu í apríl 1976. Hann er hér í hópi annarra þekktra andófsmanna eins og til dsamis Alexander Ginsburg, Yuri Orlov og Valentin Turchin. snöggar hækkanir á kjötverði, árangur- inn varð sá, að kjöt hvarf alveg af markaðnum í mörgum hlutum Sovétríkj- anna. Síðan þá hafa orðið verkföll um allt landið og krafist hefur verið meira framboðs á matvælum, þau verkföll, sem síðast voru gerð og mest hefur frétzt um, voru í Gorky og Togliatti bílasmíðjunum. Verkföllin voru staðbundin, yfirleitt illa skipulögð og hvorki almenningur í Sovétríkjunum né á Vesturiöndum vissi að þau hefðu verið gerð. Þess vegna var auðvelt fyrir yfirvöld að fást við þau, ýmist með því að brjóta þau á bak aftur með valdi eins og gert var í Novo- cherkassk eða með því að auka framboð- ið á mat eins og gert var í Tula. En þar sem framboð á matvælum er takmarkað, þá verður skortur á einum stað, ef bætt er úr honum á öðrum. í 20 ár bötnuðu lífskjörin í Sóvétríkjunum, fyrst hratt en síðan hægar, en um 1975 byrjaði efnahagslífið að staðna og lífs- Pólska verkalýðs- byltingin getur haft víðtæk áhrif í Sovét- ríkjunum að ráðast inn í Pólland Yalta samkomulagið, sem skipti Evrópu í „sovézka" og „vest- ræna“ blokk, hefur orðið lang- lífara en Versalasamingarnir, en það er ekki eilíft. Eitt af skilyrðunum fyrir tilvist sovétblokkarinnar er að í öllum löndum hennar ríkir nokkurn veginn sams konar kommúnískt kerfi, og róttækar breytingar á stjórnkerfi eins ríkis gætu verið undanfari annars tveggja: að blokkin liðaðist í sundur eða hún yrði endurskipulögð á nýjan hátt. Það hefur komið í ljós, að kommúnísk kerfi eru sveigjanlegri en í upphafi var talið. Andófshreyfing, sem að vísu sætir kúgun, hefur verið til innan kerfisins í marga áratugi, þrátt fyrir að ætlast sé til, að allir hugsi eins. Kommúnistaríki með opin landamæri hafa líka reynst möguleg, þar er ekki aðeins átt við Júgóslavíu, það er a.m.k. einnig mögulegt að yfirgefa Sovétríkin. Einkaeign hefur líka rúmast innan kerfisins, þótt henni séu þröngar skorður settar. Það virðist svo sem kerfið breyti ekki um eðli, svo lengi sem stjórnmálavaldið er samþjapp- að í höndum eins flokks, eða öllu heldur stjórnkerfis flokksins. Þetta er mikil- vægasti þáttur hins kommúníska kerfis. Ef frjálsu pólsku verkalýðsfélögir vilja ekki eða geta ekki tekið að séi hlutverk á sviði stjórnmála, munu þat verða fyrirbæri sem rúmast innan pólska kerfisins a sama hátt og bændabýli í einkaeign og kaþólska kirkjan. Ef þau skapa sína eigin hugmyndafræði og gerast annar sjálfstæður stjórnmála- flokkur, og ef þau koma tii með að ná sömu aðstöðu og kommúnistaflokkur Ítalíu hefur í því landi undir stjórn kristilegra demókrata, þá munum við geta talað um „Finnlandiseringu" Pól- iands. Það er mögulegt að þróa kerfið þannig, ef það er gert smám saman en af staðfestu, og ef þróunin mætir skilningi á Vesturlöndum en ekki aðeins hræðslu um að hún geri illt verra. Þá gæti Pólland, þ.e. ef jafnvægi ríkir innan- lands, orðið öðrum ríkjum Austur- Evrópu hvatning til að fjarlægjast Sov- étríkin og þannig yrði bundinn endir á yfirráð þeirra í Austur-Evrópu. En atburðirnir í Póllandi gætu haft beinni áhrif í Sovétríkjunum og öðrum Austur-Evrópuríkjum. Það var hræðslan við áhrifamátt pólska fordæmisins, sem kom Sovétmönnum til að trufla út- varpssendingar frá Vesturlöndum, um leið og verkföllin hófust. Til að fordæmi hafi áhrif þarf það að hitta á réttar sögulegar og sálrænar aðstæður. Sú staðreynd, að bændabýli í einkaeign eru til í Póllandi fær ekki sovézka samyrkjubændur til að krefjast skiptingar samyrkjubúanna í Sovétríkj- unum. Sjálfstæði rómversk-kaþólsku kirkjunnar í Póllandi hefur ekki orðið fordæmi fyrir grísku rétttrúnaðarkirkj- una í Rússlandi, en allir hærra settir klerkar hennar eru þjónar ríkisins, og þeir bæla sjálfir niður öll frávik innan kirkjunnar. Hvers vegna skyldum við þá búast við því að frjáls verkalýðsfélög í Póllandi muni hafa slík áhrif á sovézka verkamenn, að þeir grípi til verkfalla og taki að skipuleggja eigin verkalýðsfélög? Það er tvennt sem er líkt með ástandinu í Sovétríkjunum og Póllandi, sem gæti gert sovézka verkamenn mót- tækilega fyrir fordæmi Pólverja. í Sovétríkjunum hófust verkföll og ólga meðal verkamanna á tímabilinu eftir lát Stalíns jafnvel á undan „andófs- hreyfingunni". Þekktustu atvikin voru uppþotin í Novocherkassk árið 1961, eftir að verð á kjöti og mjólkurvörum hækkaði um 30%. Eftir það vöruðust yfirvöld kjör fóru hægt versnandi, einkum hafði þetta áhrif á framboð og gæði matvæla. En fólk hélt áfram að búast við batnandi kjörum, og þeir, sem urðu fyrir mestum vonbrigðum, voru verkamenn með há laun, sem oft fundu ekkert til að kaupa fyrir peningana sína. Búast má við fleiri verkföllum og uppþotum, einkum þegar uppskerubrest- ur verður eða erfitt er að kaupa matvæli erlendis. Að Sovétmenn skuli þurfa að veita Pólverjum, Afghanistanbúum og fleiri þjóðum aðstoð í formi matarsend- inga til að vandamálin í þessum löndum fari ekki versnandi, gerir ástandið í Sovétríkjunum sjálfum öllu verra. Sovétborgarar eru því vanir að van- treysta hver öðrum og hafa enga reynslu í því að vinna saman nema að frumkvæði flokksins eða ríkisins, og þetta veldur því, að það er mjög erfitt að stofna verkfallsnefndir verkamanna, eða koma á tengslum milli verksmiðja og vinnu- staða. Það er einnig erfitt að koma á sambandi við blöðin, þar sem blöð í Sovétríkjunum eru jafnmikil handbendi ríkisins og KGB, og erlendir fréttaritar- ar eru útilokaðir frá flestum hlutum Sovétríkjanna. Þetta er skýringin á því, hvers vegna sovézk yfirvöld höfðu svo miklar áhyggj- ur af þeim tilraunum, sem þegar hafa verið gerðar til að skipuleggja frjáls verkalýðsfélög, en fyrirmyndin var að nokkru leyti sótt til hópa andófsmanna. í árslok 1977 skipulagði Vladimir Klebanov frjálst verkalýðsfélag, réttara væri þó að kalla það „stéttarfélag atvinnulausra“, þar sem allt fólkið í félaginu hafði misst vinnuna og var að reyna að fá hana aftur. KGB handtók áköfustu félagsmennina og félagið hætti í raun allri starfsemi. Næsta tilraun til að stofna frjálst verkalýðsfélag var gerð 1979 og þar var að verki lítill hópur verkamanna og menntamanna, sem starfa sem verka- menn. Þetta félag var einnig skipulagt þannig, að það var fyrir fólk úr mismun- andi starfsstéttum og þetta félag var líka strax bælt niður. Vladimir Borisov, sem stóð fýrir stofnun þess, var gerður útlægur til Vesturlanda á þessu ári. Hér var ekki um að ræða raunveruleg verkalýðsfélög, og báðar þessar tilraunir til félagsstofnunar mistókust, en fyrstu sporin hafa verið stigin. A sama tíma sýndi Helsinki-hópurinn í Moskvu fram á það í skýrslum sínum, hvernig gengið er á efnahagslegan rétt manna, og hér er komin ástæðan fyrir því að dr. Yuri Orlov, sem er foringi hópsins, var handtekinn og fékk 12 ára dóm. Sovézkir verkamenn vita eflaust um hvað hefur verið að gerast í Póllandi, þrátt fyrir að útvarpssendingar frá Vesturlöndum hafi verið truflaðar, og þrátt fyrir rangfærslurnar í sovézku útvarpi, og viðbrögð þeirra munu verða: Hvers vegna þeir en ekki við? Þetta gæti gert þá einfaldlega reiða í garð Pólverja, en þeir verða ennþá reiðari í garð sovézkra yfirvalda, og næst þegar í odda skerst vegna matvælaframboðs verða einhverjir sem vilja taka Pólverja sér til fyrirmyndar. Fyrir 11 árum skrifaði ég, að snemma á níunda áratugnum mundi verða alvar- leg ólga meðal verkamanna í Sovétríkj- unum, og ég held að spá mín sé nú að því komin að rætast. Það er rétt að yfirvöld geta eins og áður auðveldlega bælt niður staðbundin vandræði, en það mun gera þeim erfiðara fyrir að finna málamiðlun, sem allir aðilar geta sætt sig við. Ef mótmælaalda verkamanna breiðist smám saman um allt landið þá verður enginn til þess að bjóða Sovétríkjunum „bróðurlega aðstoð“. LAMY penni er vel valin jólagjöf IAMY

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.