Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 51 Tekið i spil í safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju, en þar er talsvert um féiagsstarf eldri ibúa staðarins. Skortur á vistrými fyrir aldrað fólk mjög tilfinnan- legur í Skagafirði Með breyttum þjóðféiagshátt- um og aukinni velmegun hefur gamla fólkið einangrast. Það dvelur ekki lengur í skjóli barna sinna og snerting þess við æsk- una er að rofna. Þegar börnin hverfa að heiman verða eigin hús og íbúðir, í flestum tilfellum, bæði of stór og óhentug öldruðu fólki, að annast þar um sjálft sig. I hæfilegu húsnæði og með tilheyrandi aðstoð, getur líf aldurhniginna hjóna og einhleyp- inga orðið innihaldsríkt og ánægjulegt, samskipti aukist inn- byrðis og samband við umhverfið haldist. Ellin á ekki að vera óbærileg einsemd, heldur skemmtileg hvíld og afþreying við tómstundastörf og önnur hugðar- efni. Hér þarf samfélagið að koma til hjálpar og veita þá aðstoð, sem unnt er. Skagfirðingar eiga ekkert starf- andi elliheimili. í sjúkrahúsinu á Sauðárkróki er hjúkrunardeild og íbúðir fyrir átta aldraða einstakl- inga, byggt fyrir nokkrum árum. Ljóst er, og hefur lengi verið, að full þörf er á að bæta hér úr. Það mun hafa verið árið 1977, að bæjarstjórinn á Sauðárkróki og sýslumaður Skagfirðinga fengu Húsnæðismálastjórn ríksins til að gera athugun á þörfum fyrir slíka starfsemi í byggðum Skagafjarð- ar. Könnun þessi var unnin af Gylfa Guðjónssyni, arkitekt, og Asdísi Skúladóttur, félagsfræð- ingi, og skiluðu þau áliti 1978. Lögðu þau allmikla vinnu í þetta, ferðuðust um allan Skagafjörð. Heimsóttu staði, stofnanir og gamalt fólk víðsvegar um héraðið. Amarflug um jólin Sérstakar jólaflugferðir Arnar- flugs hefjast 17. desember til áætlunarstaða félagsins. I aðalatriðum verður flogið samkvæmt venjulegri áætlun og aukaferðum bætt við eftir þörfum. Nú þegar hafa bókanir síðustu dagana fyrir jól gefið tilefni til aukaferða til flest allra áætlunar- staða félagsins auk leiguflugs með sérstaka hópa, eins og nemendur Núpsskóla suður til Reykjavíkur í jólaleyfi. Einungis verður flogið á að- fangadag ef veður hefur hamlað flugi dagana á undan og ekki hefur tekist að koma öllum far- þegum á ákvörðunarstað. Arnarflug fellir niður allt flug á jóladag og hefur aftur flug á annan í jólum til Siglufjarðar kl. 11.30 og Flateyrar og Suðureyrar kl. 11.45. Milli hátíðanna verður flogið samkvæmt áætlun og bætt við aukaferðum ef þurfa þykir. FréttatilkynninK A þann hátt drógu þau saman mikinn fróðleik um þessi mál í sýslunni, en fleiri staðir ættu að geta notið skýrslunnar að miklu leyti. Að lokinni könnun þeirra Ásdís- ar og Gylfa var málið enn á umræðustigi og áttu aðilar sýslu og bæjar með sér fundi um skipan þessara mála. Á fundi sýsluráðs, bæjarráðs og félagsmálaráðs Sauðárkróks í jan. sl. var gengið frá því, að Skagafjarðarsýsla og Sauðárkróksbær gerðu með sér samstarfssamning um sameigin- lega byggingu hjúkrunar- og dval- arheimilis í tengslum við Sjúkra- húsið á Sauðárkróki. Einnig skyldu reistar íbúðir fyrir aldraða á Hofsósi og í Varmahlíð. Nú í sumar kusu sýslunefnd Skaga- fjarðar og bæjarstjórn Sauðár- króks þrjá menn hvor aðili í byggingarnefnd, er hafa skuli á hendi framkvæmd þessa málefnis. Byggingarnefndin er tekin til starfa. Hún hefir yfirfarið skýrslu Húsnæðismálastjórnar, kynnt sér á hvern hátt þessum málum er best fyrir komið annarsstaðar, rætt við heilbrigðisyfírvöld, Hús- næðismálastofnun ríkisins og sótt um lóðir undir umræddar bygg- ingar. Komið hefur verið að máli við arkitekta og vonast er til, að hægt verði að hefja störf á næsta vori. Augljóst má vera, að mikla fjármuni þarf til að standa straum af slíkri framkvæmd. Fyrirhugað er, að fá félagasamtök til að taka þátt í allsherjar fjársöfnun þessu máli til fram- dráttar. Áhugi er allsstaðar mik- ill. Rausnarlegar gjafir hafa bor- ist frá eldra fólki og fylgir þar góður hugur. Nokkur félög hafa þegar lýst sig reiðubúin til samstarfs um málið með fjáröflun o.fl. Húsnæðismálastjórn hefur heitið allri þeirri lánafyrir- greiðslu, er lög heimila og einnig lífeyrissjóðir í Skagafirði. Hins vegar er óljóst enn sem komið er um þátttöku ríkisins, en það mál verður kannað nánar. í Skagafjarðarhéraði búa nú um 4500—5000 manns og fer fjölg- andi. Þarfir þessa fólks fyrir hverskonar heilbrigðisþjónustu er hin sama og gerist annarsstaðar. Ljóst er, að Skagfirðingar hafa orðið á eftir að skipa þessum málum eins og best gerist í öðrum héruðum. Við svo búið má ekki lengur standa. Allir héraðsbúar verða að hefjast handa og samein- ast um farsæla lausn málsins. I byggingarnefnd aldraðra í Skagafirði eiga sæti: Frá Skaga- fjarðarsýslu, sýslunefndarmenn- irnir: Gunnlaugur Steingrímsson, Hofsósi, Sigurður Jónsson, Reyni- stað, Þórarinn Jónasson, Hróars- dal. Frá Sauðárkróksbæ, bæjar- fulltrúarnir Friðrik J. Friðriks- son, Hörður Ingimarsson og Sæ- mundur Hermannsson. Oldrunarnefnd Skagafjarðar. Hjúkrunarfræðingatal í TILEFNI af 60 ára afmæli Hjúkrunarfélags íslands var gefið út Hjúkrunarfræðingatal, sem er viðbót við Hjúkrunarkvennatal, sem gefið var út á 50 ára afmæli félagsins 1969. Hjúkrunarfræðingatalið geymir upplýsingar um 850 hjúkrunar- fræðinga, sem brautskráðst hafa frá hausti 1969 til jafnlengdar 1979. Með útgáfu Hjúkrunarfræð- ingatals liggur fyrir heimild- arskrá um alla hjúkrunarfræð- inga íslenska og erlenda, sem fengið hafa hjúkrunarréttindi hér á landi. Hjúkrunarfræðingatalið er byggt upp á svipaðan hátt og hefðbundin félags- eða stéttatöl. greint er frá fæðingardegi, for- eldrum, námsferli, starfssögu og fjölskylduaðstæðum hvers hjúkr- unarfræðings. Mynd fylgir hverri frásögn. Hjúkrunarfræðingatalið er í flestu sniðið eftir fyrri bókinni, Hjúkrunarkvennatalinu, og mega ritin teljast ómetanleg heimild- arrit. Rétt er að benda þeim á, sem eiga fyrri bókina að verða sér úti um eintak af seinni bókinni meðan hún er fáanleg. Hjúkrunarfræðingatalið er 332 blaðsíður að stærð, prentað á vandaðan myndapappír. Prent- verk annaðist prentsmiðjan Edda Bókin er til sölu í nokkrum bókaverslunum og á skrifstofu Hjúkrunarfélags Islands, Þing- holtsstræti 30 og kostar þar kr. 15.000 og kr. 13.000 til félags- manna. Eftir að Hjúkrunarfræðingatal- ið kom út hafa komið talsverðar fyrirspurnir um fyrri bókina, sem nú er uppseld. Ákveðið hefur verið að gera könnun á hversu mikill áhugi er á að endurprenta Hjúkrunar- kvennatalið og er tekið við pönt- unum á því á skrifstofu hjúkrun- arfélags Islands, Þingholtsstræti 30. (Frá Hjúkrunarfélagi íslands.) ASIMIXN KR: 22480 kjsl Jílor)0iml)t«íiib Electronic Chef fer sigurför um allt land KENWOOD ElectronicChef fæst á eftirtöldum stödum: Rafha, Austurveri DÓmus, Laugavegi 91 JL hÚSÍÓ, Hringbraut121 Örin, Akranesi JL husió, Borgarnesi Einar Stefánsson, Raftækjaverslun, Búóardal Kaupfélag Saurbæinga, Skrióuiandi, Dai Póllinn hf., isafiröi Verslun Einars Guófinnssonar Boiungarvik Rafbær sf„sigiufirói Kaupfélag Skagfiröinga, gauóárkróki ‘li'/íúMi Kaupfélag Húnvetninga, Biönduósi Hegri, Sauóárkróki Kaupfélag Eyfiróinga, Akureyri Askja hf„ Húsavik Verslunin Mosfell, Heitu Radío og sjónvarpsstofan, Seifossi Kaupfélag Árnesinga, Seifossi Rafbær, Hveragerói Stafnes Sf., Vestmannaeyjum Kjarni hf„ Vestmannaeyjum Stapafell hf.,Kefiavik Hér er ein lítil systir.. CHEFETTE .... og hér er önnur MINI LHEKLA hf LAUGAVEGI 170-172 -SÍMAR 21240-11687

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.