Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 Lúðvík Friðriksson: Æ' Askorun um niðurfellingu flugvallarskatts - fælir ferðamenn frá landinu Hvar á varavöll- ur fyrir milli- landaflug að vera? Bæjarstjórn Húsavíkur vill flýta framkvæmdum við Húsavíkurvöll Husavik, 11. desember. í DAG eru 23 ár síðan Flugfélag íslands hóf farþegaflug til Húsavíkur og Húsavíkurflugvöllur var formlega opnaður. Með tilkomu vallarins breyttist margt og einangrun staðarins hvarf, því þá fóru blöð og póstur að berast mjög ört, en ekki eins og áður að Morgunblaðið barst jafnvel tveggja vikna gamalt. Síðast liðið vor fréttist hingað til Ameríku að Alþingi hefði hækkað flugvallarskatt á Islandi í kr. 8.800. Mörgum þótti þessar fréttir slæmar því þessi skattur, sem er líklega hæsti flugvallar- skattur í heiminum, er ekki til þess fallinn að laða ferðamenn til Islands. Ég veit um fjölda fólks hér í Bandaríkjunum sem hefur beinlínis hætt við íslandsferð þeg- ar það frétti um flugvallarskatt- inn. Að sjálfsögðu gefur þessi skattur væntanlegum ferðmanni vísbendingu um hina hrikalegu skattpíningu sem viðgengst á Is- landi. Við Islendingar sem erum bú- settir hér í Ameríku viljum að sjálfsögðu hafa sem flestar ferðir á milli íslands og Bandaríkjanna og erum mjög óhressir yfir við- leitni íslenskra yfirvalda að draga úr ferðamannastraumi til Islands með óhóflegri skattpíningu. Mjög lítið er um að skipulagðar ferðir til íslands séu auglýstar hér í Bandaríkjunum og reyndar er lítil áhersla lögð á að bjóða ferðir héðan til Islands nema í sambandi við Atlantshafsflug Flugleiða þ.e. a.s. 1, 2 eða 3 daga stopp í Reykjavík. Þegar litið er á það sem gert hefur verið undanfarin ár hér í Bandaríkjunum til að laða ferða- menn til íslands, þá sýnist mér sem frekar lítið hafi verið aðhafst og á ég þar bæði við Flugleiðir og íslensk ferðamálayfirvöld. Stund- um flögrar sú hugsun að mér að það sé stefna íslenska ríkisins að fæla ferðamenn frá íslandi með óhóflegum sköttum. Almennt vill fólk að íslensk ferðamálayfirvöld g fyrirtæki i ferðaiðnaði reyni að laða ferða- menn til íslands til að eyða öllu sínu fríi þar. Þess í stað er stuðlað að því að ferðamenn sem koma til íslands hafi aðeins stutta viðkomu á leið sinni eitthvert annað vegna mismununar í flugvallarskatti. Ferðamenn, sem eru flokkaðir sem „stop-over“-farþegar greiða engan flugvallarskatt meðan allir aðrir þurfa að greiða skattinn. „Stop-over“-farþegi er hver sá sem heldur ferð sinni áfram frá íslandi í aðra átt en komið var úr. Á þennan hátt þarf ferðamaður sem kemur til íslands og fer síðan til baka sömu leið að greiða fullan flugvallarskatt á meðan ferða- maður á leið frá Bandaríkjunum til Evrópu þarf ekki að greiða neinn skatt og skiptir ekki máli hvort dvalið er á íslandi í 1 dag eða 11 mánuði. Þegar alþingismenn ætla sér að auka tekjur af ferðamönnum, þá er eina ráðið sem þeir finna að skattieggja hvern ferðamann sem kemur til Islands. Þetta er að sjálfsögðu röng aðferð. Nær væri að fella niður skattinn og hefja auglýsingaherferð á skipulögðum ferðum til íslands, því hver er- lendur ferðamaður, sem kemur til íslands skilar af sér miklu meiru í öðrum sköttum (t.d. söluskatti) en sem nemur flugvallarskattinum. íslensk stjórnvöld hafa valið snarvitlausar leiðir til að laða Lúðvik Friðriksson ferðamenn til íslands enda hefur afleiðingin komið í ljós í minnk- andi fjölda ferðamanna til ís- lands. Það væri gaman að vita í hvað tekjum ríkisins af þessum flug- vallarskatti er varið. Þessum tekj- um er ekki eytt í Keflavíkurflug- völl því kostnaður af rekstrinum á Keflavíkurflugvelli er greiddur af bandaríska ríkinu. Hinsvegar er meirihluti tekna ríkisins af flug- vallarskattinum fenginn frá far- þegum sem fara um Keflavíkur- flugvöll. Til viðbótar þessu hirðir íslenska ríkið laglega fjárfúlgu í lendingargjöld á Keflavikurflug- velli án þess að kosta nokkru til við rekstur flugvallarins. Það er lágmarkskrafa að íslensk stjórnvöld hætti að líta á ferða- menn, sem ótakmarkaða upp- sprettu skatttekna en reyni þess í stað að laða ferðamenn til íslands á skynsamlegan hátt. Ég er sann- færður að þessi óhóflega skatt- lagning á stóran þátt í því hversu fáir ferðamenn koma til íslands. Ég skora á Alþingi að fella þennan flugvallarskatt niður og gera þannig öllum ferðamönnum sem koma til Islands jafnt undir höfði. Lúðvik Friðriksson, Schaumburg, Illinois, U.S.A. Með árunum hefur þjónusta Flugleiða þróast eðlilega og ferð- ir hingað yfir sumarið verið níu á viku og 5 yfir vetrarmánuðina. En Húsvíkingum finnst Húsavík- urflugvöllur vera afskiptur með fjárveitingar til vallargerðar miðað við aðra sambærilega staði, því um völlinn fara um 15 þúsund farþegar þetta árið. Þetta er aðalsamgönguleið til höfuð- staðarins, sem margt þarf að sækja til. Bæjarstjórn gerði á fundi nú nýlega svohljóðandi ályktun: „Bæjarstjórn Húsavíkur skor- ar á flugmálayfirvöld að flýta framkvæmdum við Húsavíkur- völl og auk fjárveitingar til þeirra framkvæmda. Jafnframt skorar bæjarstjórn Húsavíkur á alþingismenn kjördæmisins að fylgja fast eftir auknum fram- kvæmdum við flugvöllinn og að þeir beiti sér fyrir fjárframlögum til framkvæmdanna. Þá minnir bæjarstjórn Húsavíkur á yfirlýs- ingar margra sérfróðra manna um ágæti og hagkvæmni Húsa- víkurflugvallar, sem varaflug- vallar fyrir millilandaflug, bæði hvað varðar aðflugsaðstöðu, veð- urfar og framkvæmdakostnað, auk hinnar ágætu aðstöðu Húsa- víkur til móttöku ferðamanna. Bæjarstjórn Húsavíkur skorar því á flugmálayfirvöld og við- komandi stjórnvöld að fá hiut- lausa erlenda aðila til að meta hvar á landinu séu beztu aðstæð- ur fyrir alþjóðlegan varaflugvöll, sem svari ítrustu alþjóðlegum kröfum." Bæjarstjórn og héraðsbúum finnst að Húsavíkurflugvöllur hafi of lítið komið inn í umræður um byggingu varaflugvallar fyrir millilandaflug og telja að Húsa- vík hafi marga kosti fram yfir nefnda staði í því sambandi, svo sem góð skilyrði til byggingar þverbrautar til lendingar í suð- vestanátt en sú braut er ekk' til á Norðurlandi, aðflugsskilyrði sér- staklega góð, bygging vállar hvergi ódýrari og þegar völlurinn var fyrst byggður treysti fleg- málastjórn sér land fyrir 3 þús- und metra flugbraut með tilliti til millilandaflugs. Bæjarstjórn Húsavíkur telur að héraðssjónarmið í fjárveiting- um til flugvalla hafi ráðið of miklu, en ekki tekið nóg tillit til umferðar og aðstæðna við bygg- ingar. — Fréttaritari 2. umferð Ólympíumótsins: íslenska sveitin hefndi óf ara sinna í Buenos Aires ÞAÐ VAR ekki laust við að meðlimum islensku skáksveit- arinnar á Möltu brygði nokkuð í brún er þeir fengu þær fregnir að andstæðingar þeirra í ann- arri umferð yrðu frá kínverska alþýðulýðveldinu. Okkur var nefnilega enn í fersku minni frægasta tap íslenskrar sveitar á Ólympíumótum fyrr og síðar, er við töpuðum 3—1 fyrir Kín- verjum í fyrstu umferð Ólymp- íuskákmótsins i Buenos Aires. í það sinn féllum við í þá gryfju að vanmeta andstæðingana meira en góðu hófi gegndi, en nú vorum við auðvitað reynsl- unni ríkari. Sveitin mætti siðan til keppni harðákveðin i að láta ekki góðar stöður fara til spillis eins og um árið, og það tókst vonum framar. þvi nú var komið að Kínverjum að vera seinheppnir. Helgi — Liu 1—0 Jón — Jingxuan 'k — 'k Margeir — Jinrong 1—0 Jóhann — Zunian 1—0 Á fyrsta og þriðja borði, þar sem við höfðum hvítt, réðust úrslitin nærri strax í byrjuninni, sérstaklega varð andstæðingur Helga illa úti:. Hvítt: Helgi Ölafsson Svart: Liu Wenzhe Kóngsindversk vörn 1.RÍ3 - c5, 2. c4 - Rf6,3. Rc3 — g6. 4. d4 - Bg7, 5. e4 - d6, 6. Be2 — 0-0, 7. 0-0 (Liu Wenzhe fékk einnig upp þessa stöðu á síðasta Ólympíumóti í viðureign sinni við Island. Þá tefldi hann við undirritaðan og lék 7. — cxd4. Hann vann síðan skákina, en það var ekki byrjuninni að þakka, því að hann var um tíma tveimur peðum undir. Nú hefur hann annan hátt á:) — Ra6, 8. d5 — e6, 9. dxe6 — Bxe6 (Drottningarriddari svarts stendur nú heldur afkáralega á a6. Það hefði þar af leiðandi verið betra að bíða með að opna taflið og leika í stað þess 8. — Rc7) 10. BÍ4 - Da5, 11. Rd2 (Ef hvítur hefði tekið peðið á d6 hefði svartur náð mótspili eftir d-línunni.) — Hfd8, 12. a3 — Rc7 (Þarna á riddarinn heldur enga framtíð fyrir sér, en erfitt var að finna haldgóða áætlun. Til greina kom 12. — Hac8, og síðan Rb8 — c6, en hvítur er þá auðvitað orðinn langt á undan.) 13. Dc2 - Rg4?, 14. Rd5! (Nú þegar getur svarta staðan talist svo gott sem töpuð vegna hótun- arinnar b2 — b4.) — Re8, 15. b4 — cxb4,16. axb4 — Dxal, 17. Hxal — Bxal (í þessari stöðu hefur svartur e.t.v. talið sig vera búinn að rétta úr kútnum, því hann hefur tvo hróka fyrir drottningu. Hvít- ur á hins vegar heldur óþægi- legan glaðning í pokahorninu:) 18. Ddl! - Bg7 (Ef 18. - Bxd5 þá 19. Bxg4!, en ekki 19. cxd5 — Bc5) 19. Bxg4 og hvítur vann auð- veldlega. Á þriðja borði töpuðu Kínverj- arnir einnig fljótlega, en á hin- um borðunum þar sem þeir höfðu hvítt virtust þeir standa betur. Jón átti í höggi við þann Kínverjanna sem þekktastur er, Jingxuan, en hann hefur lagt bæði Bent Larsen og Gligoric að velli. í skák þeirra virtist Kín- verjinn hafa nokkra pressu, en rétt fyrir bið urðu mikil upp- skipti og eftir að báðar sveitir hföðu athugað biðskákina var samið jafntefli. Á fjórða borði virtist Jóhann Hjartarson lengst af eiga í vök að verjast, en hann varðist vel. Er jafntefli virtist blasa við í tímahraki gerðist Zunian þó heldur veiðibráður, því hann lét Jóhann loka inni hjá sér riddara, sem hafði seilst allt of langt. Af öðrum sveitum var það að segja að sterkustu þjoðirnar voru ekki enn byrjaðar að mæt- ast, þannig að fátt varð, um athyglisverðar skákir. Enn vakti öryggi Ungverjanna athygli, en þeir sigruðu Norðmenn 3'k — 'k. Þeir voru þar með komnir í efsta sætið með l'k v. ásamt Svíum sem unnu Ný-Sjálendinga stórt. Islendingar komu síðan ásamt fjölmörgum öðrum sveitum í þriðja sæti með sjö vinninga. Svo sem kom fram í þættinum á sunnudaginn komu Japanir á óvart í fyrstu umferð, en nú fengu þeir enga miskunn. Þessi skák kennir okkur að horfa á allt borið í einu, en ekki aðeins lítinn hluta þess: Skák eftir Margeir Pétursson Hvítt: Schumacher (Belgfu) Svart: Sugimoto (Japan) Drottningarpeðsbyrjun 1. d4 - RÍ6,2. Rf3 - e6, 3. Bg5 - d5, 4. e3 - Be7, 5. Bd3 - Rbd7, 6. Rbd2 - b6. 7. c3 - Bb7, 8. Da4 - c6. 9. 0-0 - 04), 10. Re5 - Rxe5??, 11. dxe5 - Rd7 (11. — Rh5, var skárri kostur en bjargar samt ekki manninum, því að hvítur getur leikið 12. Bxe7 — Dxe7,13. g4 — Dg5, 14. Khl - b5, 15. Ddl. Svörtum virðist gjörsamlega hafa yfirsést opnun langlínunn- ar fyrir hvítu drottninguna sem leggur nú land undir fót:) 12. Dh4! og svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.