Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 55 Félagsskap- ur til að stuðla að jákvæðri þróun mannsins HÉR Á landi heíur verið stofnað félagið „Samhygð“ sem hefur að meginmarkmiði að stuðla að jafnvægi og jákvæðri þróun mannsins og er félagsskapur þessi nú þeg- ar starfandi i 40 þjóðlöndum víðsvegar um heim. I fréttatilkynningu frá félag- inu segir, að „Samhygð" sé hópur fólks, sem fáist við vandamál hins daglega lífs. Þetta sé hvorki stjórnmála- flokkur né heimspekistefna og engir sérfræðingar séu á þeirra snærum, enda hafi sérfræð- ingar við sömu vandamál að stríða í daglegu lífi og allir aðrir. „Neysluþjóðfélagið hefur gert einstaklinginn að einu af meltingarfærum sínum með því að mata hann viðstöðu- laust, bæði andlega og líkam- lega og þessvegna fær hæfi- leiki hans til þess að gefa frá sér ekki notið sín og einangrun einstaklingsins vex.“ „Samhygð" bendir á hagnýt- ar aðferðir til þess að efla þá þrjá þætti sem mestu máli skipta fyrir hamingju manns- ins, en það eru trúin á sjálfan sig, bjartsýni á framtíðina og löngunin til þess að gefa af sjálfum sér. „Samhygð" heldur fundi eða hugaræfingar viku- lega, sem kallast „reynsla und- ir leiðsögn" og segja for- svarsmenn samtakanna að þessar æfingar auðveldi fólki að byggja upp og viðhalda trúnni á okkur sjálf og hafa staðfestu í daglegu lífi. Kynningarfundur um starf- semi „Samhygðar" eru alla fimmtudaga kl. 20 í húsnæði félagsins að Tryggvagötu 6, Reykjavík. íslenzk mál- nefnd skipuð Menntamálaráðuneytið hefur skipað eftirtalda menn í íslenska málnefnd um fjögurra ára skeið frá 10. desember 1980 að telja: Baldur Jónsson, dósent, sem jafnframt er skipaður formaður nefndarinnar, Bjarna Vilhjálms- son, þjóðskjalavörð, dr. Jónas Kristjánsson, forstöðumann Stofnunar Árna Magnússonar á Islandi, dr. Kristján Árnason, málfræðing og Þórhall Vilmund- arson, prófessor. Jónas Hallgrímsson og Fjölnir eftir Vilhjálm Þ. Gíslason ítarlegasta ævisaga Jónasar Hallgríms- sonar sem við hingað til höfum eignast. Sýnir skáldið í nýju og miklu skýrara ljósi en við höfum átt að venjast. í þessari nýju bók um Jónas Hallgrímsson er hófsamlega og hispurslaust sögð saga hans — umfram allt sönn og ítarleg. Þetta er saga af afburðagáfum og góðum verkum og af nokkrum veilum, sem oft er dregin fjöður yfir. „Saga Jónasar Hall- grímssonar er um margt glæsileg saga, kannski hins mikilhæfasta mannsefnis síns tíma í lífi lista og fræða en líka saga um mann í brotum og vanhirðu," eins og höfundurinn, Vilhjálmur Þ. Gíslason kemst að orði í inngangi bókarinnar. Almenna bókafélagið Austurstræti 18, sími 25544, Skemmuvegi 36, Kóp., sími 73055. Sl<apafbtin manninn? Það er nú kannske heldur mikið sagt. Hins vegar breyta Terra fötin honum verulega. Terra fötin eru í tískusniðum. Þau fást með eða án vestis og ef óskað er, fóðruðum buxum. Stærðirnar eru 50 og ef engin þeirra passar, saumum við fötin serstaklega. dw \eV.w Þvi Austurstræti K) HÉRERBÓKIN! ATJAN KONUR, ferill þeirra og framtak í nútímahlutverkum Hin síðari ár hefur ört stækkandi hópur kvenna gengið lítt troðnar leiðir menntunar og sérhæfðra starfa, andlegra sem verklegra. Hér segja 18 konur sögu sína og sanna góðan árangur athafna, sem án efa hefur á stundum reynt á þolið og kostað erfiði. Afrek þeirra mun verða öðrum fyrirmynd og hvati á braut mennta og starfsvals. — Þetta er tímabær bók í þjóðfélagi, sem ört breytist, verður æ sérhæfðara og flóknara. Gísli Kristjánsson ritstýrði og bjó til prcntunar. Fríða Á. Sigurðardóttir: ÞETTA ER EKKERT ALVARLEGT Hér er bók, sem enginn unnandi fagurs skáldskapar má láta framhjá sér fara ólesna. Hér fer saman skilríkt og fagurt mál, ótvíræð frásagnarlist, Itfsskilningur og samúð með því fólki, sem frá er sagt. Hér tekst galdur góðrar sagnalistar. — Áhugaverðari höfundur en Fríða Á. Sigurðardóttir hefur ekki sent frá sér frumverk um langt árabil. SKUGGSJÁ BÓKABÚÐ OL/VERS STEINS SE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.