Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 Sjálístæðismenn í f járveitinganeínd: „Niðurtalningin44 hrein öfugmæli í ÁLITI fyrsta meirihlita fjárveit- inganefndar, um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, kemur meðal annars fram, að verðlagshöft hafa dugað illa í baráttunni við verðbólg- una, ekki síður í tíð núverandi ríkisstjórnar en oft áður. Segja talsmenn fyrsta minnihluta fjárveitinganefndar, að besta dæmið um hve „niðurtalningin" svonefnda hefur mistekist herfilega, sé að finna í samanburði á „niðurtalningu" sam- kvæmt stjórnarsáttmálanum, og raunverulegri hækkun framfærslu- vísitölu á þessu ári. Þetta sjáist best á eftirfarandi yfirliti: NiAurtaln- Hækkun ing skv. visitölu i stjórnar- raun sáttmála (F-vísitala) 1. júni 1980 8.0% 11,7% 1. wpt. 1980 7,0% 8.6 1. dea 1980 5,0% 10.9% Frá ársb. til ársl. 1980 31.0% 55,0% Verðlagshöft hafa aldrei dugað í glímu við verðgólgu. Reynslan sann- ar þetta áþreifanlega nú. „Niður- talningin" hefur svo kirfilega mis- tekist að um algjör öfugmæli er að ræða“ segir í áliti þeirra Friðriks Sophussonar, Lárusar Jónssonar og Guðmundar Karlssonar. Landsmála- félagið Fram: Þorgeir Ibsen skólastjóri kjör- inn formaður ÞORGEIR Ibsen skólastjóri var einróma kjörinn formaður i landsmálafélaginu Fram i Hafn- arfirði á aðalfundi félagsins, sem haldinn var þann 24. nóvember síðastliðinn. Fráfarandi formað- ur gaf ekki kost á sér til endurkjörs. I upphafi fundarins gerði frá- farandi formaður félagsins, Trausti Ó. Leifsson, grein fyrir starfsemi félagsins á árinu og gjaldkeri félagsins, Þórður Ein- arsson, las upp reikninga félags- ins. I stjórn félagsins voru kjörnir þeir Þórður Einarsson, Kristófer Magnússon, Haraldur Sigurðsson og Tryggvi Jónsson. I varastjórn Þorgeir Ibsen voru kosnir þeir Guðjón Tómasson og Björgvin Þórðarson. Á fundinum fór einnig fram kosning í kjördæmisráð Reykja- neskjördæmis og fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Að loknum aðalfundarstörfum flutti Ellert B. Schram ritstjóri framsöguræðu um kjördæmamál- ið og stjórnmálaviðhorfið. „Landnámsleikur” af- hentur forseta Islands NYLEGA afhenti Námsgagnastofnun forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, fyrsta eintak að Landnámsleik sem gefinn er út í tengslum við námsefni í samfélagsfræði handa 10 ára nemendum. í fréttatilkynningu frá Námsgagnastofnun segir að Landnámsleikur sé spil eða hermileikur um landnáms- og víkingaöld og megintil- gangurinn með útgáfu spilsins sé að auka áhuga nemenda á námsefninu og gera þeim kleift að setja sig í spor landnámsmanna. Hluti gesta á jólafundi Hvatar. Ljósm. Kristján. Fjölmennur jóla- fundur fjölskyldunnar JÓLAFUNDUR Hvatar, „jólafundur fjölskyldunn- ar“ var haldinn í Valhöll sl. sunnudag. Mikið fjölmenni sótti fundinn, fólk á öllum aldri. Dómprófasturinn í Reykjavík, séra Ólafur Skúla- son, flutti hugvekju og spjallaði við börnin, Unnur Jensdóttir söng einsöng við undirleik Agnesar Löwe og brúðuleikhús kom í heimsókn undir stjórn Sigríðar Hannesdóttur og Helgu Steffensen. Geir- laug Þorvaldsdóttir leikkona var kynnir á fundin- um og Rannveig Tryggvadóttir lék undir almenn- um söng. í lok fundarins var kveikt á sjónvarpinu og horfðu börnin á „Stundina okkar“. Séra ólafur Skúlason ræðir við börnin, Verkefnisstjórn Iðnaðarráðuneytisins: Landnámsleik fylgja marg- vísleg gögn, m.a. grunnspjöld, smáspjöld af ýmsu tagi, bækl- ingur með reglum og fróðleik um landnáms- og víkingaöld, „silfur", „skip“, o.s.frv. Höfundar leiksins eru þeir Ingvar Sigurgeirsson, náms- stjóri, Ólafur H. Jóhannsson, skólastjóri í Æfingaskóla Kennaraháskólans og Guð- mundur Ingi Leifsson, skóla- stjóri á Hofsósi. Teikningar og myndskreytingu annaðist Hilmar Helgason. 50% af smíði og uppsetningu rafbúnaðar fari fram hérlendis Verkefnisstjúrn, sem Iðnað- arráðuncytið skipaði á siðasta Forsetinn sýndi mikinn áhuga á spilinu og spurði margra spurninga. vori, álítur að nú þegar megi ná um 50% af hönnun, smiði og uppsetningu rafhúnaðar i vatnsaflsvirkjunum inn i land- ið. Máli sínu til stuðnings bendir stjórnin á þá reynslu, er fengist hefur af byggingu orkuversins i Svartsengi, en þar var öll rafhönnunin unnin af islenskum aðilum og sam- setning og smiði rafbúnaðar er að miklum hluta íslensk. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu frá verkefnisstjórn- inni en viðfangsefni hennar hefur verið að stuðla að aukinni nýframleiðslu og kanna aðbún- aðarmál rafiðnaðarins. Starfs- hópar hafa verið skipaðir til þess að fjalla um möguleika á nýframleiðslu við virkjunar- framkvæmdir. Raforkudreif- ingu, fjarskipti, rafbúnað fiski- skipa og rafbúnað fiskimjöls- verksmiðja og stefnt er að því að niðurstöður starfshópanna liggi fyrir um næstu áramót. Verkefnisstjórnin mun kanna leiðir til að auka þátttöku ís- lenskra rafiðnaðarfyrirtækja í þróun rafeindaiðnaðarins en vænta má stórstígra breytinga á þvi sviði á næstu árum. Verkefnisstjórnin vinnur um þessar mundir að því að safna upplýsingum um starfsemi raf- iðnaðarfyrirtækja hér á landi og væntir þess að rafiðnaðar- fyrirtæki á landinu sendi upp- lýsingar um starfsemi sína hið fyrsta. Gert er ráð fyrir að snemma á næsta ári verði efnt til tveggja funda með aðilum raf- iðnaðarins, annarsvegar um framleiðslu rafbúnaðar og hins- vegar framleiðslu rafeinda- tækja og hugbúnaðar fyrir ör- tölvukerfi. Þar mun vcrða skýrt frá helstu niðurstöðum þeirra athugana, sem nú er unnið að og þær ræddar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.