Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 Minning: Hulda Forberg Fædd 22. ágúst 1911 Dáin 12. nóvember 1980 „Farðu inn í þitt herbergi og lokaðu að þér; ég skal hugsa um barnið." Þetta sagði Hulda við mig fyrir næstum þrjátíu árum, kvöld- ið áður en ég átti að leggja upp í langt ferðalag með tvær ungar dætur, aðra lasna og ergilega. Húsgögnin voru farin, svo að hún lagðist á gólfið hjá barninu og ég fékk að sofa. Þannig þekkti ég hana, sífellt hjálpandi. Aður hafði hún bónað húsgögnin vel, „svo þau entust betur í geymslunni". Þessi fríða og kvenlega kona var ósér- hlífin, úrræðagóð og lífsglöð, og var þá og síðar uppörvandi fyrir mig. Við höfðum verið nágrannar í eitt ár í Arlington, Virginia. Hún og Guðjón Guðjónsson, rakari, höfðu flutzt til Ameríku með börnin árið 1951 að áeggjan við- skiptavina Guðjóns á Keflavíkur- flugvelli, en þar hafði hann unnið. Það var erfitt að koma sér fyrir í nýju landi, því að ekki voru efnin mikil. En þessi fjölskylda, sífellt glöð, kvartaði ekki, og dreif sig áfram með dugnaði og samheldni. Allir hjálpuðust að. Guðjón vann alla daga að sinni iðn og hinir unnu við það, sem til féll, um leið og börnin stunduðu skóla. Hulda og Björg, dóttir hennar, þá táning- ur, voru svo vinsælar barnfóstrur, að nágrannarnir kepptust um að fá þær. Hlýlega heimilið stóð öllum íslendingum opið og alltaf átti Hulda eitthvað gott, svo sem kleinur og pönnukökur eða jafnvel „islenzka" kjötsúpu. Þau veittu vel á silfurbrúðkaupsafmæli sínu, þau voru sæl og hvort öðru þakklát og glöddust vel með vinum. En reið- arslagið kom 1956, þegar Guðjón dó skyndilega úr kransæðastíflu. Þrjú börnin giftu sig og stofnuðu eigin heimili. Gunnar, yngstur, var enn í skóla og fylgdi Björgu, en Hulda fór til Islands og vann þar. Hún heimsótti börnin oft og hjálpaði þeim eftir getu. í einni ferðinni til Ameríku hitti hún Trygve Forberg, ekkju- mann og símaverkfræðing af norskum ættum. Þau giftust, og aftur varð Hulda hamingjusöm með góðum maka. Þau bjuggu í Michigan í tíu ár, þar til Trygve hætti vinnu, sjötugur að aldri. Þá fluttust þau til Greensboro, North Carolina, þar sem Björg býr. Trygve dó árið 1979. Þó að Hulda væri alltaf andlega hress og sívinnandi, hafði hún lengi þjáðst af líkamlegum kvill- um. Fyrir fimm árum þurfti að taka af henni annan fótinn. En hún lét það ekki aftra sér og fór alira sinna ferða, m.a. til íslands, tii þess að heimsækja son sinn, Júiíus, systkini sín, Guðrúnu Ell- ingsen, Jakobínu Mathiesen og Ólaf Petersen, frænda sinn Jó- hann Petersen og vini. Og ekki Therma Tray hitaeinangraöa matarbakka getum viö boöiö til kaups beint frá framleiöanda. í bakkana getum viö útvegaö; Vitreous, hótelpostulín, diska og skálar. Melamine, óbrothætta diska og skálar eöa einnota plastdiska og skálar. Jóh. Olafsson & Co 43 Sundaborg 13 104 Reykjavík. Sími82644. voru fáar ferðir hennar til Wood- bridge, Virginia, þar sem Þórhild- ur, eldri dóttirin, og nú Gunnar, búa. Þegar hún var þar í sumar, heimsóttu hana tvær æskuvinkon- ur frá Keflavík. Hún var hrókur fagnaðar í viðræðum og söng, og það var sönn ánægja að vera með þessum skemmtilegu konum. En svo brást heilsan. Undan- farna mánuði hefur öll fjölskyldan hjálpast til við að létta veikinda- stríð hennar. Hún hafði verið umhyggjusöm móðir og fékk það vel endurgoldið. Hún sýndi stöð- ugt þrek og eftir að hún missti seinni fótinn, talaði hún um alla þá handavinnu, sem hún ætlaði sér að afkasta. Hulda fæddist 22. ágúst 1911, dóttir hjónanna Guðfinnu og Júlí- usar Petersen í Keflavík. Þar ólst hún upp. Börn hennar og Guðjóns eru: Júlíus, heildsali, kvæntur Elísabetu Gunnarsdóttur; þau búa í Reykjavík og eiga þrjú börn. Þórhildur, gift Erlingi Ellertssyni, málarameistara, Woodbridge; börn þeirra eru fimm og barna- börnin tvö. Björg, gift Richard Matthews, framkvæmdastjóra, Greensboro; eiga þau þrjú börn. Og Gunnar, majór í sjólandgöngu- herliðinu, kvæntur Carolyn Barn- ett; þau eiga tvö börn og hafa búið víða, en eru nú búsett í Wood- bridge, sem er útborg frá Wash- ington D.C. Hulda lézt 12. nóvember sl. Fjölskylda og fjöldi vina komu langar leiðir að til að fylgja hennar jarðnesku leifum, sem voru grafnar við hlið Trygve í Greensboro. Þó að þessi tápmikla og fórnfúsa kona byggi árum saman í Ameríku, var hún alltaf fyrst og fremst íslendingur. Það hæfði því vel, að við útför hennar, talaði ekki aðeins amerískur prestur, heldur flutti einnig séra Gunnar Björnsson (af segulbandi) bæn og hugvekju. Að lokum söng Guðmundur Jónsson (af segul- bandi) faðirvorið. Virginia, 16. nóvember, 1980 II.G. Schneider Ég kýs að byrja þessi kveðjuorð, til minningar um frænku mína Huldu Petersen, með hennar eigin orðum, rituðum í bréfi til mín sl. páskadag. „Guð gefi ykkur gleðilega upp- risuhátíð, er okkar elskulegi frels- ari reis upp frá dauðum. Eg trúi og þessvegna er þetta gleðidagur fyrir mig.“ Nú hefur henni orðið að trú sinni. Eftir þrautastríð fékk hún að kveðja þessa jörð í svefni aðfaranótt 12. nóvember sl. Huida var lífsglöð sem barn, unglingur og fullorðin kona. Ég minnist æsku okkar í „Peter- senshúsi" í Keflavík. Alltaf var Hulda sama góða frænkan við baldinn strák, sem í skjóli for- eldra hennar og barna þeirra, naut ástríkis og alls hins bezta, er hægt var í té að láta. Foreldrar Huldu voru Guðfinna og Júlíus Petersen, kennari og kaupmaður í Keflavík. Börn þeirra, er upp komust, voru auk Huldu, Jakobína, Ólafur, Sigurjón og Guðrún Ágústa. Sigurjón lézt um aldur fram, mikill gæðamaður, eins og öll systkinin. Hulda var söngelsk og lærði ung á orgel og söng í kór Keflavíkur- kirkju, undir stjórn hins mikil- hæfa organista Friðriks Þor- steinssonar. Sem lítill drengur man ég er Hulda frænka lék á orgeiið niðri í stofu og pabbi hennar og reyndar stundum fleiri, sungu með. Júlíus föðurbróðir minn hafði fagra söngrödd, og það er sem ég heyri enn í dag, er þau feðgin á sunnudagsmorgnum sungu: Hærra minn guð til þín, og fleiri sálma og ljóð af þrótti og innlifun. Sönggleði fylgdi frænku minni allt hennar líf og þá ekki hvað sízt hafði hún unun af því að syngja ættjarðarljóðin gömlu og góðu, er hún var flutt á erlenda grund, og naut lífsins á góðra vina fundi. Ég get ekki skilið svo við þessar minningar frá gamia góða Peter- senshúsi í Keflavík, að ég blessi ekki af þakklátu hjarta minningu foreldra Huldu, Guðfinnu og Júlí- usar. „En fyrr en varir æskuárin líða.“ Inn í líf Huldu kom ungur og framúrskarandi elskulegur mað- ur, Guðjón Guðjónsson hárskeri, sonur hjónanna í Strandbergi í Vestmannaeyjum, Guðbjargar Jónsdóttur og Guðjóns Guðjóns- sonar frá Sjólyst. Guðjón hóf atvinnurekstur sinn í Keflavík og hafði mikið að gera, enda vand- virkur og á allan hátt aðlaðandi maður. Þau eignuðust 4 börn; Júlíus, Þórhildi, Björgu og Gunn- ar. Guðjón og Hulda voru mikið í félagslífi í Keflavík, sérstaklega ungmennafélaginu og voru bæði, með öðru fólki liðtæk til góðra verka, fyrir yngri og eldri Keflvík- inga. Árið 1951 tók fjölskyldan sig upp og hélt til Bandaríkjanna, þar sem þau áttu saman nokkur, að vísu ströng en góð ár, en 1956 lézt Guðjón í sjúkrahúsi í Washington og er hann jarðsettur í hinum fallega kirkjugarði í Arlington. Tóku nú við erfið ár fyrir Huldu og börnin, en samhent komust þau áfram af dugnaði, en þeir sem þekktu Huldu og nutu verka henn- ar, kynntust því vel, hve hún var vel verki farin og kunni þá list að bera fram nægtir af litlu. Smátt og smátt tók árunum að fjölga í lífi Huldu. En þá mætti hún Trygve Forberg. Þau giftu sig 1966. Trygve Forberg var mikill öðlingur. Hann var ekkjumaður og þau þekktu bæði á vissan hátt einstæðingsskap þess tíma. Nú hófst sannarlega nýtt blómaskeið í æfi þeirra beggja. Það var eins með Trygve og Huldu, að þau fengu bæði hægt andlát. Hann dó í svefni 17. júní 1979 og var því rúmt ár á milli þeirra. Bæði eru þau grafin í kirkjugarði í Greens- boro N.C., en þar bjuggu þau nokkur síðustu árin sín, en áður höfðu þau búið í Detroit, Mich. og áttu þar mikinn oggóðan vinagarð trúfastra íslendinga og fólks af öðru þjóðerni. Síðustu árin voru Huldu For- berg æði erfið, sakir sjúkleika. En eiginmaður hennar, Trygve For- berg, var henni góður og um- hyggjusamur á meðan hans naut við og börnin hennar, makar þeirra og barnabörn gerðu og sitt til þess að létta henni byrðarnar. Heimili dóttur hennar, Bjargar og manns hennar, Richard A. Mathews, var Huldu afar mikils virði, eftir að hún fluttist til Greensboro, N.C. Nú er þeim hjónum og börnum þeirra þakkað fyrir allan þann kærleika er þau sýndu Huldu og þá ekki hvað síst í seinustu þjáningarhrynunni. Hulda var öllum sínum afar þakklát. Hún átti svo marga vini víðsvegar. Hún gleymdi aldrei vinum sínum. Þakklátur kveð ég frænku mína og færi henni þakkir okkar hjóna, barna okkar og barnabarna. Guð blessi Huldu Forberg. Jóhann Petersen Þegar ég frétti lát vinkonu minnar, Huldu Forberg, þá kom það mér ekki á óvart, því hún hafði verið helsjúk nú síðustu mánuðina og engin von um bata og vinir hennar og vandamenn gátu ekki óskað henni betra en hún fengi hvíldina sem fyrst. Þegar við hjónin fluttumst til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.