Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 Canon jólagjöfin sem reiknað er með fyrir hann, hana og þau Viö vorum meö þeim fyrstu sem seldu tölvur hérlendis og þaö var frá Canon merki sem heldur velli enda framleiða þeir aöeins fyrsta flokks vöru. Ábyrgö og þjónusta Shrifuélin hf Suðurlandsbraut 12. Sími 85277. 17. leikvika — leikir 13. desember 1980 Vinningsröö: 111 — 1X1 — 1X1 — 1XX 1. vinningur: 12 réttir — kr. 1.240.000- 1984(3/11H ' 22539 27994(4/11K 41392(6/11)+ 11314 26043(4/11) 38108(4/11) 2. vinningur: 11 réttir — kr. 52.400.- 1982+ 7295 15903 26017 29232 38166 1983+ 8892 16071 26866+ 31150 41167 2726"+ 9777+ 16671+ 27531 31620+ 41716 2753 9937+ 18023+ 28002 33301 43257 2865 11867 22304 28293 35983’+ 44365 4031 12505 22642+ 28388 36002*+ 44610 4394 13482 25003 28508 36690+ 45377+ 4824+ 14813 25810 28573 37241 * (2/11) Kærufrestur er til 29. desember kl. 12 á hádegi Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöö fást hjá umboösmönnum og á aöalskrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæöir geta lækkaö, ef kærur veröa teknar til greina. Handhafar nafnlausra seöla (+) veröa aö framvísa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR — íþróttamiöstööinni — REYKJAVÍK I MICROMA I I ER FRAMTÍÐARÚRIÐ ÞITT 1 ÞVÍ GETUR ÞO TREYST Gæði, nákvæmni, og fjölbreytt útlit er aðalsmerki MICROMA SWISS úranna. Þér er óhætt að láta eigin smekk ráða í vali. Þú færð gæðaúr á góðu verði. Alþjóöa ábyrgð. örugg þjónusta fagmanna. Litmyndalisti. Póstsendum um land allt. IFRANCH MICHELSEN | ÚRSMtoAMEISíARI LAUGAVEGI39 SÍM113462 1 Innflutning- ur talstöðva BLAÐINU hefur borist eftirfar- andi frá Póst- og simamálastofn- uninni: I einu vikublaöanna birtist ný- lega grein um innflutning tal- stöðva þar sem sérstaklega er gerð að umtalsefni meðhöndlun Póst- og símamálastofnunarinnar á til- tekinni metrabylgjutalstöð, sem framleidd er í Danmörku og ætluð til notkunar í skipum og bátum. I þessari grein var 'tofnunin áfelld fyrir afgreiðslu hennar á málinu og henni stillt upp sem einokunaraðila. Er þetta alltaf vinsælt blaðaefni hjá ákveðnum blöðum og ekki við upprennandi blaðamann að sakast þótt hann vilji komast á vinsældalistann. Það sem vekur til verulegrar umhugsunar eru ummæli deildar- stjóra í samgönguráðuneytinu um einokun og einkaleyfi stofnunar- innar. Er með þeim gefið til kynna að hið mesta ófrelsi ríki í sam- bandi við innflutning og sölu talstöðva. Sýnir þetta að þörf er á upplýsingum um þessi mál einkum með hliðsjón af hinum mikla fjölda stofnana, fyrirtækja og einstaklinga, sem munu í vaxandi mæli byggja starfsemi sína að einhverju leyti á notkun talstöðva. í því, sem á eftir fer, verður leitast við að gefa slíkar upplýsingar. Notkun tíðnisviðsins. Alþjóða- fjarskiftastofnunin, sem er ein af aðildarstofnunum Sameinuðu þjóðanna, heldur alþjóðaradió- ráðstefnur þar sem m.a. er ákveð- in skifting tíðnisviðsins milli mis- munandi greina fjarskiftaþjón- ustu eða notendahópa. Sameigin- leg ákvarðanataka í þessu efni er forsenda þess að hægt sé að hafa full not af talstöðvum og öðrum radiótækjum án truflana af völd- um annarra stöðva og tækja. Þrátt fyrir fjarlægð íslands frá öðrum löndum er nauðsynlegt fyrir okkur að fylgja alþjóðafyrir- komulagi í radiómálum. í fyrsta lagi berast radióbylgjur oft langar leiðir og í öðru lagi kaupum við stóran hluta radióbúnaðar okkar erlendis. Þegar notkun tíðnisviðsins hef- ur verið ákveðin á alþjóðavett- vangi, taka símastjórnir eða hlið- stæðar stofnanir við og úthluta tíðnum innanlands. Við þessa út- hlutun verður að stefna að því að hver notandi fái sinni fjarskifta- þörf fullnægt og að truflanir verði ekki af öðrum radiótækjum né trufli hann aðra notendur. Á meðan fáar talstöðvar og radió- tæki voru í notkun var þetta mál auðvelt viðfangs en eftir hina miklu fjölgun notenda og tækja, sem orðið hefur, reynist oft erfitt að ná fyrrgreindum markmiðum. Ein afleiðing þess er að sífellt verður að gera meiri kröfur til alls tækjabúnaðar. Meðal þeirra eigin- leika senditækja, sem skifta máli í þessu sambandi, er hversu stöðug- ur sendirinn er á úthlutaðri tíðni við mismunandi aðstæður og hversu mikið hann sendir út á öðrum tíðnum en þeirri, sem honum er ætlað að senda á. Tækjakröfur. Næst vaknar sú spurning, hvaða kröfur eigi að gera til talstöðva og annarra radiótækja. Það er undir yfirvöld- um hvers lands komið, hve langt þau vilja ganga en væntanlega eru augljósir kostir þess að sömu kröfur séu gerðar í flestum og helst öllum löndum. I þessum tilgangi hafa t.d. símastjórnir í V-Evrópu komið á samstarfi sín á milli um að gefa út leiðbeiningar um æskilega og nauðsynlega eig- inleika radiótækja að undan- gengnum athugunum á þörfum notenda og möguleikum tækninn- ar. Mikil vinna liggur hér að baki og t.d. ekki á færi Póst- og símamálastofnunarinnar að gera þessu verkefni skil sjálfstætt; við höfum ekki einu sinni mannafla til að taka þátt í samstarfi við aðrar þjóðir nema að mjög tak- mörkuðu leyti. Þær leiðbeiningar sem eru ávöxtur samstarfs V-Evrópuþjóð- anna, eru gefnar út á frönsku. Er það síðan undir símastjórnunum komið hvort þær gera leiðbein- ingarnar að reglum í heimalandi sínu. Má segja að nær undantekn- ingalaust sé svo, en ef til vill gerðar einhverjar breytingar til að fella þær að aðstæðum. Prófanir. Segja má að lang- flestir framleiðendur talstöðva og annarra radiótækja í Evrópu kappkosti að framleiðslan sé í samræmi við gildandi reglur, enda er þess krafist að stöðvar og tæki standist prófun símastjórnanna áður en leyfi eru veitt til notkunar þeirra. Er framleiðendum eða innflytjendum tækjanna gert að afhenda símastjórnunum eintak af viðkomandi tæki til prófana og notkun þess að jafnaði ekki leyfð fyrr en að fulínægjandi prófun aflokinni. Hér á landi hefur radióeftirlit Póst- og símamálastofnunarinnar annast slíkar mælingar um árabil og eru þær framkvæmdar af yfirmanni þess. Af skýrslu hans um niðurstöðu mælinganna metur yfirverkfræðingur tæknirekstrar- deildar hvort viðkomandi tæki sé í samræmi við þær reglur, sem hér gilda en undir tilkynningu til framleiðanda eða innflytjanda rit- ar framkvæmdastjóri tæknideild- ar. Þessu fyrirkomulagi er ætlað að koma í veg fyrir mistök í afgreiðslu. Innflytjanda er til- kynnt hverju hafi verið áfátt, ef tækið hefur ekki staðist prófunina en einnig lætur stofnunin í té sundurliðaðar mæliniðurstöður ef þess er óskað. Frelsi eða ófrelsi. En hefur ekki Póst- og símamálastofnunin einkaleyfi á þessu öllu saman og eru þá aðrir innflytjendur en hún sjálf? Staðreyndin er reyndar sú, að öllum er frjálst að flytja inn og selja talstöðvar og önnur radió- tæki að því tilskyldu að þau séu í viðeigandi tíðnisviði og standist tæknikröfur. Það sem meira er, stofnunin hefur ekki í a.m.k. 15 ár flutt inn talstöðvar eða önnur radiótæki í því skyni að selja þau eða leigja, heldur eingöngu fyrir eigin þarfir í sambandi við síma- kerfið. Fram á síðustu ár hefur stofnunin hins vegar framleitt ýmsar gerðir af talstöðvum, sem margir notendur hafa keypt eða leigt frekar en nota erlendar stöðvar. Þessi framleiðsla þurfti að keppa við innfluttar stöðvar, en svo fór að lokum að neitað var um leyfi til að halda smíði talstöðva áfram. Stofnunin hefur þannig í dag enga möguleika að keppa við innflytjendur og vaknar þá spurn- ingin hvoru megin einkaleyfin og einokunin séu. Ekki eru hér á landi eins og sums staðar annars staðar, kvaðir á innflytjendum að sjá um viðhald innfluttra tækja. Á hinn bóginn geta þeir tekið að sér slíkt viðhald, ef tiltekin starfsmenntun og þjálf- un er fyrir hendi. Gilda um þetta reglur settar árið 1971 í samráði við samgönguráðuneytið. íslenskar reglur. Eins og að framan getur, annast radióeftir- litið prófanir á talstöðvum og öðrum radiótækjum. Er þar farið eftir íslenskum reglum, þegar þær eru fyrir hendi fyrir viðkomandi tíðnisvið og tækjagerð. Oftar er þó að styðjast verður við hinar sam- ræmdu leiðbeiningar símastjórn- anna í V-Evrópu og eru hinar dönsku og norsku útgáfur hafðar til hliðsjónar. Ekkert vildi stofn- unin heldur en að hægt væri að gefa út þessi plögg á íslensku, en til þess vantar starfskrafta. Þýð- ingar af þessu tagi eru yfirleitt ekki á færi annarra en tækni- manna. Kvartanir. Ekki verður greint >»»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.