Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 69 ■fr VELVAKANOI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Hella samt olíu á eldinn í dag stynja mörg heimili og einstaklingar undir ófrelsi eitur- nautna. I dag má sjá heimili sundruð. Og ég er oft að velta því fyrir mér hvernig þeim sé innan- brjósts sem lifa, já hafa prósentur af þvi að gera landa sína verri en þeir eru, öll þessi vínveitingahús sem lifa á ógæfu annarra og ég undrast stjórnvöld sem vita að það er verið að grafa undan helstu stoðum íslenskrar og sannrar velmegunar en hella samt með áfengisveitingum olíu á eldinn. Er von að vel fari, þegar jafnvel okkar bestu menn hlúa að mein- inu? Einar Ben. sagði: Sé drepinu hlúð visnar heilbrigt líf og hefndin grær á þess leiði. Tökum á móti fagnaðarboðskapnum Þessi sigling gengur ekki. Við verðum að snúa við. Við getum snúið við. Hamingja lands og þjóðar krefst þess. Sá sem er ekki með er á móti. Enginn getur verið hlutlaus. Jólin eru í nánd. Enn kalla klukkur dýrðar og friðar okkur til betra lífs. Látum ekki hljóma þeirra fara inn um annað eyrað og út um hitt. Tökum á móti fagnað- arboðskapnum og opnu hjarta okkar fyrir því, þá eignumst við sanna hamingju og þá einu fjár- festingu sem mölur og ryð fá aldrei grandað. Guð gefi að svo megi verða og gefi ykkur öllum sönn og gleðileg jól.“ fyrir 50 árum „Hjer úti á Islandi eiga menn erfitt með að skilja stjórnmáia- hreyfingu þá í Þýskalandi, sem kend er við foringjann Hitler, eða nazionalsósíalistana (nazi). Þeir prjedika hernað og ribb- aldaskap, prjedika afturhvarf til harðstjórnar, ofsóknarhat- urs gegn þjoðum og þjóðflokk- um. Og þeim vex fylgi hröðum skrefum. Ilinn austurríski húsamálari Hitler, sem menn fyrir skömmu ýmist aumkvuðu eða hlógu að, er að safna um sig fjölmennasta stjórnmálaflokki Þjóðverja. Hann er sjálfur aust- urriskur þegn. Ilann er því ekki kjörgengur O'i þýská þingsins En hvernig er þá málpípa hans, dr. Goebbels? UtiH maður og visinn — en með ákaflega sterkan róm. Á meðal flokksmanna sinna i þinginu. er hann einhver hinn óásjálegasti ásýndum. Þegar hann situr á þingi, hallar hann sjer að jafnaði aftur á bak aftur á borðsrönd- ina, sem er aftan við sæti hans, og heldur sjer á lofti með olnbogunum, til þess að verða ekki alt of lágur i sæti — svo meira beri á honum .. “ Þessir hringdu . . . Ólæs eða ekki vöknuð? Þ. St. hringdi til Velvakanda og kvartaði yfir sífelldum leiðrétt- ingum lesara veðurfregna á morgnana. — í morgun fannst mér keyra um þverbak, afsakið, afsakið, Norðurland, afsakið Norðausturland, o.s.frv. Er ekki hægt að hafa læsa manneskju í þessu starfi, sem þarf ekki að vera að afsaka sig í sifellu í gegnum alla þuluna? Eigum við hlustend- ur, sem búum í menningarþjóðfé- lagi ekki heimtingu á slíku. Þessi manneskja hlýtur að vera illa læs eða alls ekki vöknuð þegar hún hefur lesturinn. Eða er textinn e.t.v. svona illa búinn í hendurnar á henni? Málfari hrakar Mér sýnist einnig að málfari fari almennt hrakandi í fjölmiðl- um, fólk ruglar saman málshátt- um og orðatiltækjum, hugsun er tætingslega sett fram, enginn má vera að því að sýna stillingu og vanda málfar sit. Ég sá til dæmis í einhverri fréttaklausu í Mbl. í gær, að talað var um föður og dóttur sem mæðgin. Þau hafa hingað til verið nefnd feðgin og legg ég til að svo verði áfram, en móðir og sonur nefnd mæðgin. Söfnum fyrir sneið- myndatölvunni Gamall sjúklingur Landspítal- ans hringdi og vildi koma á framfæri áskorun um að drifið yrði í að efna til allsherjarsöfnun- ar í landinu til að kaupa sneið- myndatölvuna handa Landspítal- anum. — Mér finnst að það væri ekki úr vegi á merkum tímamót- um í sögu þeirrar ágætu stofnun- ar, að landsmenn sýndu svo ekki yrði um villst, að þeir teldu hana verðuga slíks framtaks. Byrgjum brunninn Önnur móðir í Safamýri hringdi til Velvakanda og sagðist vilja staðfesta og taka undir það sem Móðir í Safamýri sagði í dálkinum í gær. Það hlýtur að vera hægt að einangra sölu á þessum hættulegu efnum eins og sölu á spritti, og afgreiða þau t.d. ekki nema gegn framvísun öku- skírteinis. Ég hvet foreldra til að vera vel á verði og taka eftir hvort börn þeirra eru t.d. þung á morgn- ana. Auk þess vil ég vekja athygli foreldra á grein dr. Vilhjálms G. Skúlasonar i Mbl. í gær. Þar er á ferðinni þörf og fræðandi lesning. Gefðu okkur jóla- gjöf, Guðni P.Þ. hringdi og var heldur betur óhress yfir að missa Guðna Kol- beinsson úr þættinum Daglegt mál. — Ég hlustaði á þennan fræga þátt, þar sem Guðna fipað- ist í eignarfallinu. Ég tók nú reyndar ekki eftir því að einhver ógæfa hefði átt sér stað og fannst í meira lagi óviðeigandi að gera veður út af svona smáræði. Er Guðni að veita kennurum fordæmi að þeir hætti kennslu ef þeim verður á að mismæla sig? Á þjóðin að taka þetta til eftirbreytni, að halda sér jafnvel saman eftir að hafa stigið víxlspor í móðurmál- inu? Guðni bað um jólagjöf handa Ríkisútvarpinu, vildi fá nothæft orð yfir stereo. Um leið og ég bið Guðna um gjöf á móti, því að æ sér gjöf til gjalda, þá leyfi ég mér að láta eitt orð flakka fyrir stereo: breiðhljómur. Þá bið ég hann að benda Jónasi Jónassyni, okkar ágæta útvarpsmanni, á orðið hljóðstofa, sem vel getur komið í stað hljóðstúdíós, stofa fyrir stúd- ió. Lausn fundin Gunnar Auðunsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það hefur mikið verið þráttað um það, hvort byggja skuli olíugeyma í svonefndri Helguvík. Hafa þar fallið mörg og hressileg orð og málið jafnvel orðið svo eldfimt, að stjórnarslit hafa verið nefnd í sömu andránni. En nú held ég að lausn sé fundin á þessu erfiða máli. Gamall og góður skipstjóri sem fæddur er og upp alinn í Leirunni segir mér að margnefnd vík heiti alls ekki Helguvík, heldur Stakksvík. Það liggur því í augum uppi að við hættum bara við að byggja geymana í Helguvík — en setjum þeim mun meiri kraft í að reisa þá í Stakksvík. Og allir verða ánægðir. Aldrei létu þeir rakastigið vanta Kulsækinn Flóridafari hafði samband við Velvakanda og bað hann um að koma á framfæri þeirri fyrirspurn til Veðurstofu Islands, hvaða ástæður lægju til þess að rakastig væri ekki haft með í veðurlýsingu og veðurspá. — Ég er nýkominn heim frá Flórída og veitt því sérstaka athygli, hve líflegar veðurfregnir voru þar vestra, og fræðandi. Aldrei létu þeir rakastigið vanta. Það hlýtur að vera hægt að hafa þetta eins hér. Liggur ekki í augum uppi að nauðsynlegt er að vita um raka- stigið til þess að geta að gagni notfært sér upplýsingar um hita- far? |GROHE 2 VATNSNUDDTÆKI Æ TIL JÓLAGJAFA JGefið gjöf sem gerir öllum gott og sérstaklega þeim sem þjást af gigt og vöðvabólgu. JUndratækið sem mýkir vöðva og veitir vellíðan. Hægt er að tengja vatnsnuddtækið við hvaða | I | blöndunartæki sem er, gömul sem ný. Dönsk urvals hjól frá Sterk léttbyggð og á góðu verði miðaö viö mjög háan gæðaflokk Hjól fyrir alla aldursflokka án gíra eða með 2-3-5-6 og 10 gírum. Bestu barnaþríhjólin eru auðvitað fré WINTHER — Góö varahlutaþjónusta — SÉRVERZLUN í MEIR EN HÁLFA ÖLD. ÖRNINN STOFNAO 1925 Spítalastíg 8 v/Óöinstorg, sími 14661. — Póstkröfuþjónusta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.