Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 71 bessi mynd átti upprunalega að heita Vals. í henni sjást ýmis tilbrigði valstaktsins, en þegar til kom þótti Villa hún ekki nógu tilkomumikil svo hann bætti við litum og linum og kallar hana nú Músik. Vilberg Vilbergsson sýn- ir í Bókasafni Isafiarðar VILBERG Vilbergsson rakara- mcistari og hljómlistarmaður opnaði myndlistarsýningu i bóka- safninu á ísafirði 6. des. sl. betta er fyrsta sýning Vilbergs og var fiestum ísfirðingum ókunnugt um myndlistarhæfileika hans. Vilberg eða Villi Valli eins og hann er betur þekktur hér hefur verið mikilvirkur hljómlistarmað- ur hér um áratuga skeið. Auk þess að vera stjórnandi danshljóm- sveitar hefur hann stjórnað Lúðrasveit ísafjarðar og kennt hljóðfæraleik. A sýningu hans í Bókasafninu eru 12 olíumálverk, 2 vatnslitamyndir, 4 myndir bland- aðrar tækni og 4 blýantsteikn- ingar. Sýningin hefur verið vel sótt en henni lýkur 20. des. Úlfar íþróttahús í bygg- ingu á Egilsstöðum EKÍlsstöðum. 15. desember 1980. Á EGILSSTÖÐUM stendur nú yfir bygging íþróttahúss. Hér er um að ræða langþráðan þátt i sögu iþrótta og leikfimikennslu á staðn- um. Eins og er fer öll íþróttaiðkun innanhúss fram í samkomusal fé- lagsheimilisins, Valaskjálf. Fram- kvæmdirnar við íþróttahúsið hófust árið 1978. Þá um haustið fyrir 9 árum voru uppi hugmyndir um lítið íþróttahús við barnaskólann og var það teiknað með mögulegri sund- laug í kjallara. Frá þeirri hugmynd var horfið, þegar bygging mennta- skólans kom til, að beiðni ráðuneyt- is með loforði um íþróttahúsi sem fyrsta áfanga í þeim byggingum. Samfara þessum hugleiöingum kom tillaga um að væntanlegt íþróttahús gæfi möguleika á lögleg- um keppnisvelli og yrði það þá byggt sem svæðisíþróttahús í sam- vinnu við fleiri sveitarfélög og ríki. í stuttu máli varð niðurstaðan sú, að tvö sveitarfélög byggja nú fyrri áfanga, sem verður að stærð 27x22 metrar. Húsið er teiknað, eins og áður segir, með löggiltan keppnis- völl í huga og verður endanleg stærð salarins 27x45 metrar. Hér verður ekki rakin frekar samskiptasaga ráðuneytis og sveit- arfélaganna, en hvar menntaskóla- nemar í framtíðinni munu æfa sínar innanhússíþróttir er, eins og hér má lesa, nokkuð óljóst enn. Jóhann D Ókeypis heyrnarhlífar 100 reynslueintök Ný gerð frá Bilsom Sendið mér Bilsom heyrnarhlif til reynslu - mér að kostnaðarlausu. Nafn ............................................. Heimilisfang ..................................... Vinnustaður ...................................... Kostir Bilsom heyrnarhlífarinnar felast aðallega i aukinni hljóðeinangrun, betri höfuðfest ingu, þægilegri ásetu, og betri still ingar möguleikum. Þess vegna bjóðum við fyrstu 100 hlifarnar ókeypis. Breiöir og þægilegir þéttihringir, sem hægt er aö endurnýja V Við viljum gjarnan að sem flestir fái að kynnast nýju Bilsom heyrnarhlífunum, vegna þess að við álítum þær töluvert betri en aðrar heyrnahlífar, sem hafa fengist hérlendis istækni hf. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN ÁRMÚLA 22. P O. BOX 4100 s. 34060 — 34066 124 — REYKJAVÍK. Fljótandi hæöarstllling tryggir nákvæma aölögun Festing á liöamótum, sem aölagast sjálfkrafa SIEMENS Betri gjöf gjof — vegna gæöanna Siemens — heimilistæki stór og smá Hvort sem um er aö ræöa kaffivélar, straujárn, hársnyrti- tæki, brauöristar eöa þeytara sameinar SIEMENS fyllstu gæöi og smekklegt útlit. SIEMENS-tæki eru ávallt vel þegin. SMITH & NORLAND HF., NOATUNI 4, SÍMI 28300. Símahappdrættið 1980 Aðalvinningar: 3 silfurlitaðir Daihatsu-bílar 40 aukavinningar — hver að verðmæti kr. 200 þúsund. Vinsam- lega greiöiö heim- senda gíróseðla. Dreg- ið 23. des. Vinningar eru skattfrjálsir. Við frestum aldrei drætti. Styrktarfélag lamaðra og fatiaóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.