Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 24
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 Hraunbær 35 — 37. Hér er nýlega búið að setja bárujárnsþak með lágu risi ofan á löngu steypt flatt þak. (Teiknistofa húsnæðismálastj.) Kostnaðurinn við þetta með teiknilaunum til teiknistofunnar mun vera um 5 milljónir króna. Spurning er hvort þetta fólk hafi ekki átt bótakröfur á hendur teiknistofunni og/eða Reykjavíkurborg. Fólkið, sem byggði húsin vildi fá að hafa þak með risi, en var synjað af byggingaryfirvöldum borgarinnar. Auðvitað gerir enginn arkitekt svona mistök að gamni sinu, heldur mun einhvers konar þvermóðska og jafnvel vankunnátta valda mestu og er það litiu betri afsökun en hitt — í umræddu tilviki er þó ekki við teiknistofuna eina að sakast, hún varð að hlýða fyrirmælum byggingarnefndar. t bakgrunni sjást þarna hús, sem ekki hafa fengið nýtt þak. Af staðháttum má ráða hvað fyrir byggingaryfirvöldum hefur vakað með þvi að hafa þökin svona iág á þessum all sérstöku raðhúsum, sem eru með garði á milli. Reynt er að að fá sem mesta sól niður á milli húsanna. Siíkt hefði mátt takast jafnvel eða betur enda þótt húsin hefðu verið með lágu risi í upphafi, en með nýju þaki ofan á plötuna hlýtur að draga verulega úr sólarmagninu i görðunum á milli húsanna. Dr. Gunnlaugur Þórðarson: Er bull að tala um þakleka? Menn þola misjafnlega vel gagnrýni, svo sem nýverið hefur sýnt sig vegna greinar minnar: „Tilræði við almenning á Skóla- vörðuhæð," er birtist hér í blaðinu 15. f.m. og var um nokkrar opin- berar byggingar hér í höfuðborg- inni og þó sérstaklega um „Nýju Grænuborg", sem byrjað er að byggja á Skólavörðuhæð. Höfund- ar þeirrar byggingar eru tvímenn- ingarnir Ormar Þór Guðmundsson og Örnólfur Hall og birtist grein- eftir þá 29. f.m. hér í blaðinu: „Tilræðismenn svara til saka“. Segja má að viðbrögðin hafi verið önnur nú en hér um árið, er ég tók mér fyrir hendur að gagnrýna byggingu Borgarsjúkra- hússins og sérstaklega hins „fár- ánlega turns". Þá geystust læknar fram á sviðið með fúkyrðum, en litlum rökum; arkitektinn þagði hins vegar þunnu hljóði. Einn læknanna kallaði þessi skrif mín ritræpu og annað orðbragð var eftir því. — Arangur gagnrýni minnar varð þó sá, að turninn varð nærri 6 metrum lægri en til stóð í upphafi. — Reyndar voru dagar mínir í stjórn Rauða kross- ins taldir með þeim skrifum, en það er önnur saga. Nú hafa arkitektar þessir, tveir af nærri tug, sem nefndir voru í umræddri grein tekið sér penna í hönd, en ekki til þess að rökræða, heldur til að hella úr skálum reiði sinnar og grípa þeir þá til þess óyndisúrræðis að snúa út úr skrif- um mínum, gera mér upp orð og hugsananir og rangfæra, þannig að ég er nauðbeygður til þess að leiðrétta örfá atriði í grein þeirra, en af nógu er að taka. Þetta er ekki gert sjálfs mín vegna, heldur til þess að almenningur fái ekki rangar hugmyndir. Áður en vikið verður að skrifum þeirra tvímenninganna Ormars Þórs Guðmundssonar og Örnólfs Halls arkitekta, skal leiðrétt, sem misritast hafði hjá mér, að það var Guðjón Samúelsson húsa- meistari ríkisins, sem teiknaði Gagnfræðaskóla Austurbæjar, en ekki Einar Sveinsson borgararki- tekt. Grein mína segja þeir tvímenn- ingarnir skiptast í þrjá megin- kafla: 1. Umhverfi nýju Grænu- borgar, 2. Bull og í þriðja lagi um staðarval byggingarinnar. Monumentalt ólæsi Grein mín fjallaði vissulega um fleira en þessa einu byggingu, eins og lesendur geta gengið úr skugga um; en þeir eru þó litlu nær, þótt arkitektarnir telji einhvern hluta greinar minnar bull, en það mun vera sá hluti hennar, sem fjallar um hið sérstaka íslenska fyrir- bæri, vandamál sem stafa af flötum þökum og þakleka og þar virðast arkitektarnir ekki hafa verið læsir á íslenskt mál og hafa vísvitandi rangt eftir, sem vikið verður að hér á eftir. I upphafi greinar minnar segja arkitektarnir að mér þyki nýja Grænaborg þeirra „Ijótt hús“, það segir hvergi í grein minni og orðið ljótt eða ljótur fyrirfinnst ekki í henni. Það er því aðeins hugar- burður þeirra sjálfra eða slæm samviska, sem kallar fram þau orð. Varðandi útlit hússins farast mér svo orð: „Hugsanlega gæti slík þakhygging farið samilega sem eins konar „bungaló“ í sveit og húsbyggjandi þyrfti hvorki að hugsa um umhverfi né kostnað. í grein sinni segjast arkitekt- arnir hafa leitast við að ná formrænum tengslum við lægri byggingar í umhverfinu. Teikning þeirra af umhverfinu sannar hið gagnstæða, öll húsin í umhverfinu eru með láréttum og lóðréttum meginlínum, en barnaheimilið er hins vegar með ríkjandi skálínum og mun verka í hrópandi ósam- ræmi við umhverfi sitt allt. Arkitektunum er mikið í mun að reyna að sýna fram á menntun- arskort minn og þekkingarleysi á sviði byggingarlistar, og í sam- bandi við það, að í grein minni greip ég til orðsins „monument- al“, sem erfitt er að þýða á íslensku, láta þeir eftirfarandi orð falla: „Hefði greinarhofundur betur látið vera að sletta orði, sem hann greinilega veit ekki hvað merkir". Allir þeir, sem lokið hafa menntaskólanámi, hvað þá hærri menntagráðu, vita hvað í þessu orði felst, og flestir lesenda munu gera sér grein fyrir því. Hins vegar er skilgreining þeirra á því, hvað monumental sé, algjörlega ný kenning, sem ég tel, að engir listfræðingar geti fallist á, sem sé að „einkenni monumental bygg- inga eru allt önnur en skálínur, óregluleg grunnmynd og brotin þakform,“ eins og segir í grein þeirra. í fáum orðum sagt gengur þessi nýja kenning þeirra í ber- högg við það, sem segir í alfræði- orðabókum um orðið. Verk geta verið monumental á svo margvís- legan hátt, svo sem í myndlist, tónlist og jafnvel í algjöru látleysi sínu. Undir yfirskriftinni „bull“ eigna tvímenningarnir mér það að hafa haldið því fram „að undirrit- aðir og arkitektar yfirleitt teikni flöt þök til þess að skaða íslensku þjóðina og ennfrcmur þeir búi til hallandi þok til þess að auðga sjálfa sig.“ Staðhæfingu af þessu tagi er hvergi að finna í skrifum mínum og er hún frá þeim sjálfum komin. Hins vegar segir í grein minni um flötu þökin, að þau hafi á sínum tíma verið heilagur boðskapur og að þau hafi reynst svo illa, að setja hafi þurft bárujárnsþök á fjölda húsa með ærnum kostnaði, eftir á, og jafnvel að teiknistofur eða stofnanir þær sem hlut hafi átt að máli hafi tekið þóknun sérstaklega — fyrir þakteikningu eftir á — sem er í rauninni ósanngjarnt, þegar um er að ræða mistök af hendi teiknistofu arki- tekts eða af hálfu byggingaryfir- valda Reykjavíkur. Ekki hafa íbúðaeigendur eða húsbyggjendur fengið neinar bætur fyrir allt það ónæði og öll þau leiðindi, sem þeir hafa haft af húsleka víða um land. Það er því hreinn útúrsnúningur- og ósvífni næst að leggja þessa merkingu í skrif mín. Almenning- ur veit betur en þeir arkitektarnir tveir virðast halda. Undirritaður á síður en svo nokkuð sökótt við þá tvímenningana, en af hreinni hendingu eða áhuga almennt, er mér kunnugt um að þeir hafa sýnt meiri „frumleika" en margir aðrir kollegar þeirra í frágangi á flötum þökum, því að þeir hafa t.d. teiknað hús með kvos í miðju þaki þar sem rigningarvatni eða bráðn- um snjó er ætlað að renna ofan í rennu, sem er inni í húsinu, þannig hafa þeir t.d. hagað þessu í nýrri viðbyggingu við grunnskól- ann á Blönduósi og viðbyggingu við sjúkrahúsið á Neskaupstað. — Þá er bratt strýtuþak að skömm- inni skárra. Slíkt fyrirkomulag býður háska heim og hefur frést, að þegar hafi skapast einhver vandræði út af þessu fyrirkomu- lagi í báðum fyrrtöldum bygging- um. Tvímenningarnir hafa gert teikningar af mörgum byggingum víðs vegar um land og eru þær kapituli fyrir sig, sem ekki skal fjölyrt frekar um, en einkennist af því, sem mest var fundið að í gagnrýni minni. Sem sé tillitsleys- inu við þá byggingu, sem fyrir var og nýja byggingin tengdist við, dæmi þessa eru mörg, en þó skal aðeins bent á Keflavíkursjúkra- hús. I grein minni var hvergi vikið að arkitektum almennt, samt leyfa þeir tvímenningarnir að láta frá sér fara á prenti að ég segi í grein minni, að „arkitektar yfirleitt teikni hús með hallandi þaki til þess að fá hærri laun eða til þess að auðgast, sem er auðvitað hreinn útúrsnúningur og af sama toga, en sýnir aðeins slæma sam- visku manna, sem teikna hús með alltof upptypptu þaki í algjöru tilgangsleysi og síst til fegurðar- auka. I grein minni segir einmitt að ég ætli tvímenningunum ekki svo illt að vilja auka rúmmetra- fjölda byggingarinnar til þess að fá hærri laun og svo óheppilegt er það fyrir þá, að orðin hallandi þak“ fyrirfinnast ekki í grein minni. Geipan að tala um bruðl Seinna í greininni farast þeim svo orð, vegna ummæla minna um byggingarkostnað: „Heldur fáfengilegt er því að hafa uppi mikla geypan með getgátum um verð hússins“. Það segir sig sjálft, að enda þótt tilboð verktaka sé viss leiðbeining, er þá fyrst hægt að segja til um kostnaðarverð byggingar sem þessarar þegar henni er lokið og undirritaður gæti vel hugsað sér að gera samanburð á því, þegar þar að kemur, en að sjálfsögðu verður að bíða síns tíma að hægt verði að ganga úr skugga um þetta atriði, miðað við byggingu sams konar dagvistunarheimilis með jafn- miklu notagildi, t.d. í Brejðholti. Sannfæring mín er, að á því verði mikill munur, hversu húsið á Skólavörðuhæð verður miklu dýr- ara en allar aðrar dagvistunar- stofnanir miðað við notagildi og rúmmetrafjölda. Vanhugsuð staðsetning Staðsetning þessa dagvistunar- heimilis er afskaplega óheppileg frá mörgum sjónarmiðum og borgarstjórnarmeirihluta Reykja- víkur fyrr og síðar lítt til sóma. Dagvistunarheimilið er staðsett við mjög fjölfarna en all þrönga umferðaræð og mun án efa stafa af því margvísleg hætta, en auk þess eru tvö önnur dagvistunar- heimili í næsta nágrenni, sem myndu geta þjónað þessu hverfi, en þjóna nú að meira eða minna leyti börnum úr öllum borgarhlut- um, börn eru t.d. keyrð niður í Laufásborg ofan úr Breiðholti og Árbæjarhverfi. Það dylst engum, að það hlýtur að vera miklu meiri nauðsyn að byggja dagvistunarheimili, sem þjónaði nýjustu úthverfum Reykjavíkur, en að reisa slíkt heimili í gamla bænum þar sem börnum fer hraðfækkandi. Hitt má og vera ljóst að staðsetning slíks dagvistunarheimilis væri ágæt, þar sem Steinahlíð er inn við Elliðavog og er ágæt hugmynd enda þótt arkitektarnir telji hana „frumlega". Á þeim stað yrði dagvistunarheimilið í leið flestra notenda, en úrleiðis á Skólavörðu- hæð. Hitt má og vera ljóst, að það er lítil von til þess, sem þeir arkitekt- arnir halda fram, „að það muni lífga upp á umhverfið á Skóla- vörðuholti," að hafa börn lokuð inni í einhverjum ólögulegum stein-trékassa með fáránlegu loki. Ekki er líklegt að börnum líði betur þar en á grasinu og í veðursældinni inn við Elliðavog. Enda þótt garðurinn við Hnit- björg hafi verið hugsaður einungis sem höggmyndagarður, þá væri hugsanlegt að dagvistunarheimili fengi afnot af honum, en af einhverjum lítt skiljanlegum ástæðum hefur hann verið lokaður borgarbúum líkt og væri hann undir sérstakri náttúruvernd. Það breytir ekki þeirri staðreynt að dagvistunarheimili þetta fellur ekki í umhverfið. Það er leitt að þurfa að standa í að svara skrifum slíkum sem hér um ræðir, og væri hrein fásinna, ef almenningur ætlaði að eigna arkitektum yfir- leitt það hugarfar, sem þeir félag- arnir Ormar Þór Guðmundsson og Örnólfur Hall lesa út úr grein minni og endurspeglast í svari þeirra og verkum, en virðist gefa til kynna vanmetakennd eða ann- að verra. Hitt sem ekki kemur þessu máli beint við gæti verið efni í aðra grein eða viðfangsefni fyrir rann- sóknarblaðamennsku, að athuga hvers vegna örfáir arkitektar virðast hafa fengið obbann af þeim verkefnum að teikna opin- berar byggingar og mannvirki á vegum ríkis og sveitarfélaga á síðustu tímum. Illu heilli er sam- keppni lítt tíðkuð. Freistandi væri að rannsaka, hvaða tengsl liggja að baki. Mér býður í grun, að þar sé einkum um að ræða tengsl stjórnmálalegs eðlis og/eða skyldleikabönd, en rannsókn á því bíður betri tíma eða manna. 4. des. 1980. Armúli 3. Hér er verið að undirbúa smíði nýs þaks ofan á þetta stórhýsi Sambandsins (Teiknistofa SÍS). Hér var um þakleka að ræða, eins og í svo mörgum þessháttar byggingum, en lausnin er snjöll, ein inndregin hæð ofan á með nýju en ekki marflötu þaki. Vonandi lekur það ekki lika. Þakleki hefur kostað islensku þjóðina hundruð milljóna fyrir utan öll leiðindin og vandræðin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.