Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 65 i'ik í fréttum Þakkldtur listamaður + Fyrir skömmu veitti Juan Carlos, Spánarkonungur, listmálaranum mikla, Miró, „Gullorðu hinna fögru lista". Miró sem var mjög snortinn bjóst til að þakka fyrir sig með kossi, en til þess að þetta kossaflens yrði gerlegt varð hinn 190 cm hái konungur að beygja sig niður að smávaxna Katalóníumanninum. Hinn 87 ára gamli Joan Miró var útlagi frá Spáni á valdatíð Francos einræðisherra allt til ársins 1975. En nú hefur hann greinilega fengið uppreisn æru. í þakkarræðu sagði meistarinn Miró meðal annars: „Ég hef öðlast allt það í lífinu, sem gerlegt er að öðlast...“ Romain Gary látinn + Rithöfundurinn og fyrrum diplómatinn Romain Gary fannst látinn í íbúð sinni í París nýlega. Öruggt þykir að hann hafi framið sjálfsmorð. Hann hafði verið í meðferð hjá geðlaekni vegna taugaspennu. Gary lést aðeins 15 mánuðum eftir að fyrrum eigin- kona hans, ameríska leikkonan Jean Seberg, fannst látin í bíl sínum í París. Svo virðist sem hún hafi einnig framið sjálfs- morð. Ferill Romain Garys var litríkur. Eftir að honum hafði mistekist að hasla sér völl sem leikari, söngvari, málari og fiðlu- leikari, uppgötvaði' hann hæfi- leika sína sem rithöfundur. Hann skrifaði 17 bækur um hin ýmsu málefni. Skrifaði kvikmynda- handrit og leikstýrði sjálfur nokkrum myndum. Hann varð stríðshetja Fakka er hann flaug með breska flughernum í seinni heimsstyrjöldinni. Síðan gerðist hann diplómat og átti sæti í sendinefnd Frakka hjá Samein- uðu þjóðunum. Seinna varð hann konsúll í Los Angeles. Á 6. áratugnum gekk hann svo að eiga leikkonuna Jean Seberg. ,JBoðskapurinn lifir“ + Yoko Ono, ekkja John Lenn- ons, segist enn trúa á frið og ást, þrátt fyrir að Lennon hafi verið myrtur. Þetta sagði hún í fyrsta viðtalinu sem hún átti við fréttamenn eftir morðið. — Þetta var svo óvænt, sagði hún. — Við ætluðum að fara út að borða eftir að við vorum búin í upptökunni en ákváðum þess í stað að fara heim. Við vorum að ganga í átt að byggingunni þegar ég heyrði skoti hleypt af. — í fyrstu gerði ég mér ekki grein fyrir því að það var John sem hafði orðið fyrir skotinu, hann hélt áfram að ganga. Síðan datt hann niður og þá sá ég blóðið. Yoko sagði að hún væri ósammála þeim sem teija að morðið marki lok þessa tímabils. — Framtíðin er enn okkar. Hún mun verða falleg ef fólk hleypir ást og friði inn í hjörtu sín. Það myndi aðeins auka við sorgina ef fólk sneri frá boðskapnum í tónlist Johns. — Hún táraðist er hún talaði um framtíðaráform hennar og Johns. — Við ætluð- um okkur að verða áttræð. Við skrifuðum jafnvel allt upp sem við gætum gert þessi ókomnu ár. Svo var allt búið. Það þýðir ekki að boðskapnum sé lokið. Tónlistin mun lifa áfram, sagði hún að lokum. Á myndinni sést hvar hinn ákærði, Mark Chapman, leikur sér við víetnamska flóttamenn. Myndin var tekin 1975 en þá vann Chapman við flótta- mannahjálp. EG LIFI Stórbrotnar endnrminninöar Martin Gray .... 1 il jé. Mm tin (Imv Ma\ (íallo skráói „ÞiÖ veröið aö lesa þessa bók” Hér er bók, sem ekki er eins og aðrar bækur. Maður opnar hana og byrjar að lesa og maður getur ekki lok- að henni aftur. Þetta er ekki skáldsaga, þetta er líf. Þetta er ekki bókmenntaverk, þetta er óp. Mig skortir orð til að lýsa henni. Það eina sem ég get sagt er: þið verðið að iesa þessa bók, þið verðið að lesa hana. Emile Pradel, L’École libératrice. Saga Martins Gray er skráö eftir fyrirsögn hans sjálfs af franska sagnfræðingnum og rithöfundinum Max Gallo. Bókin hefur vakið fá- dæma athygli og hvarvetna verið metsölubók. Þetta er ein sérstæðasta og eftir- minnilegasta örlagasaga allra tíma, ótrúlegri en nokkur skáldskapur, eins og veruleikinn er svo oft, saga um mannlega niður- lægingu og mannlega reisn, saga þess viljaþreks, sem ekkert fær bugað. Enginn mun lesa hana ósnortinn, og sérbver les- andi mun taka undir með Emile Pradel: ,,Þið veróið aö lesa þessa bók, ÞIÐ VERÐIÐ AÐ LESA HANA " „Holocaust er hreinasta barnasaga miðað við lýsingar Grays á því helvíti sem hann mátti ganga í gegnum." Dagblaðið „Hún er ógleymanleg” IÐUNN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.