Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 38
70 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 Frá afhendingu gjafarinnar á Vífilsstaðaspítala. Talið frá vinstri: Ari V. Ragnarsson, formaður deildarinnar, Magnþóra Magnúsdóttir ritari. Garðar A. Garðarsson gjaldkeri, Maria Hansen fyrrverandi hjúkrunarforstjóri Vifilsstaðaspitala, Skúli Jensson formaður Sjálfsvarnar á Vifilstöðum, Vigdis Magnúsdóttir hjúkrunarforstjóri Landsspitalans og Bjarney Tryggvadóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri Vifilstaðaspitala. Ljósm. Mbl. Rax. Gjöf afhent á Víf- ilsstaðaspítala FYRSTA sunnudag i aðventu færði Rauða krossdeild Garðabæjar og Bessastaðahrepps félaginu Sjálfsvörn á Vifilstöðum og Vifilstaðaspit- ala að gjöf myndsegulhandstæki og tvö segulbandstæki. Deildin hafði þá innt af hendi hljóðbókaþjónustu á spitalanum i hálft annað ár, fyrst tveim tækjum fengnum að láni hjá Kvennadeild Reykjavikur- deildarinnar og siðan eigin tækjum. Hafa vinsældir tækjanna farið vaxandi, og var myndsegulhandstækinu vel fagnað, er það kom i kjölfar hinna. Nokkur undanfarin ár hefir deildin veitt langlegusjúklingum á Vífilstaðaspítala jólaglaðning. Skipulag neyðarvarna er og hefir verið ofarlega á baugi hjá RK-deildum víða um land, en skv. samkomulagi RKÍ og Almanna- varnaráðs ríkisins frá 1974 annast Rauði krossinn þann þátt neyð- arvarna, er nefnist fjölda- og félagslegt hjálparstarf. I neyðaráætlun Hafnarfjarðar- umdæmis, sem Garðabær heyrir undir, er gert ráð fyrir, að Flata- skóli sé aðalmóttökustöð fjölda- og félagslegs hjálparstarfs með svefnaðstöðu fyrir 115 manns og Garðaskóli varastöð. Starfið var skipulagt árin 1977—1978 og lauk með æfingu á móttöku á „flóttamönnum". Árlega eru haldnir tveir neyð- arvarnafundir, þar sem stjórnin og s.n. lykilmenn á neyðaráætlun ásamt sjálfboðaliðum koma sam- an. Stykkishólmur: Sjómenn hafa vaxandi áhyggjur af ofveiði StykkÍNhólmi, 14. des. 1980. TVÆR heiðurskonur, ibúar Stykkishólms, létust á sjúkrahúsi hér 6. þ.m. Voru þær jarðsungnar að viðstöddu fjöimenni um helgina. Sigurborg Sturlaugsdóttir var fædd G. maí 1889 að Ytra-Fagradal á Skarðsströnd í Dalasýslu, giftist ung Guðmundi Gunnarssyni og bjuggu þau fyrstu árin i Akureyjum, Sviðnum og Svefneyjum en eignuðust síðan Tinda á Skarðsströnd sem þau kenndu sig við alla tið siðan. Árið 1934 fluttu þau til Stykkishólms en þar lést Guðmundur 1940. Hann var hagmæltur mjög og gaf út Ijóðabók og lifa margar vísur hans hér um slóðir. Þau eignuðust 7 börn og eru tvö á lífi. Þau hjón voru vinamörg. Sigurborg átti við vanheilsu að stríða en hélt þó heimili með sonum sínum þar til hún fyrir nokkru fluttist á sjúkrahúsið hér. Hún var vinsæl og góð kona. Ólöf Guðmundsdóttir var fædd 15. mars 1892 að Brennu í Nes- hreppi utan Ennis (Hellissandi). Ung fluttist hún í Sellátur við Stykkishólm sem er eyja i þeim hreppi. Þar kynntist hún manni sínum Bæring Níelssyni og hófu þau búskap í Stykkishólmi 1913, en síðar í Sellátri þar sem þau bjuggu í 20 ár en alls í Stykkishólmi um 40 ár. Mann sinn missti Ólöf 1976, þau áttu saman 7 börn og eru 6 á lífi. Seinasta árið sem þau bjuggu í Sellátri urðu þau fyrir þeirri miklu sorg að missa dóttur sem var þá orðin þeirra stoð og varð það til þess að þau fluttu fyrr en ella í land. Ólöf kom sér jafnan þannig að hún átti trausta og góða vini. Á vegum Stykkishólmshrepps hefir í ár verið unnið mjög að undirbyggingu nýrra gatna og er mikill hugur í að fullgera þær ef aðstæður verða á næsta sumri. Þá hefir í ár verið úthlutað lóðum fyrir 39 íbúðarhús og eru nú 24 hús í byggingu. Á vegum hreppsins eru í byggingu 7 leigu- og söluíbúðir í raðhúsum. Á vegum fiskvinnslustöðvanna Rækjuness og Sig. Ágústssonar hf., hefir verið unnið að stækkun stöðv- anna og hafa stórframkvæmdir verið á vegum Sig. Ágústssonar hf. í hraðfrystihúsinu að öllum búnaði og vélum. Er þar unnið til framtíð- arviðhorfa. Þá hefir Trésmiðja Stykkishólms stækkað iðnaðarhús- næði sitt að mun. Eins og áður hefir k’omið fram er atvinnuástand mjög gott á þessu ári. Fiskvinnslufyrirtækin hafa haft stöðuga vinnslu og skelveiðin hefir verið stöðugt mikilvirkari þáttur í atvinnulífinu enda hefir verið lagt í miklar fjárfestingar vegna þeirrar vinnslu og þróunar. Sjómenn hafa vaxandi áhyggjur af ofveiði og óttast að rannsóknir þær sem fiskifræðingar hafa gert séu ekki nógu ítarlegar. í iðnaði hefur svo sem áður er sagt verið mikið að gera og vantar menn í iðnaðinn hingað. Við sjúkrahúsið í Stykkishólmi er nú stöðugt unnið og hefir þurft að sprengja mikið fyrir grunninum, Það er unnið að jarðvinnu, en ef allt fer eftir áætlun er gert ráð fyrir að framkvæmdir muni standa yfir í vetur við að steypa húsið upp. í haust héldu systurnar á sjúkrahús- inu sína árlegu hlutaveltu sem var vel sótt eins og áður og skal öllu því fé sem inn kom varið í sjúkrahús- bygginguna. Jólamerki Lions- klúbbsins Bjarma Lionsmenn i Grindavík: Gáfu tvær milljón- ir króna til kaupa á kirkjuklukkum Gríndavik, 16. desember 1980. UNNIÐ er að byggingu nýrrar kirkju hér i Grindavik, og standa vonir til þess að unnt verði að vígja hana á næsta ári. Fram- kvæmdir standa nú yfir í bygging- unni, og miðar þeim vel áfram. Kirkjan er stórt og mikið hús, og er safnaðarheimili sambyggt. Hin nýja kirkja mun leysa gömlu kirkj- una af nónTiÍ, en hún er fyrir löngu orðin of lítil, einkum við sérsiáksr athafnir eins og fermingar og jarðarfarir. Gamla kirkjan er orðin gömul, byggð fyrir aldamótin síð- ustu, og er vilji fyrir hendi hér í Grindavík á að varðveita hana þótt hin nýja taki við. Nýlega afhentu félagar Lions- klúbbs Grindavíkur tæplega tvær milljónir króna til bygginganefnd- ar kirkjunnar, til kaupa á kirkju- klukkum en fénu höfðu Lionsmenn safnað með sölu á jólapappír og oerum og á annan hátt. — Guðfinnur ólafur Sigurðsson formaður bygginganefndar Grindavikurkirkju og Haukur Guðjónsson formaður Lionsklúbbs Grindavikur, er sá síðarnefndi afhenti tvær milljónir króna til kaupa á kirkjuklukkum í hina nýju Grindavíkurkirkju. Skyndihjálparnámskeið hafa verið haldin undanfarin ár. Deild- in stefnir að því að haida nám- skeið árlega og hafa stöðugt fastan kennara á sínum snærum til þeirra hluta. Einnig er stefnt að árlegri blóðsöfnun, þar sem koma blóð- söfnunarbílsins til Garðabæjar í haust og fyrrahaust, sem og fyrir nokkrum árum, gaf góða raun. Deildin hefir veitt fé til hjálpar- og líknarstarfs erlendis sem hér- lendis. LIONSKLÚBBURINN Bjarmi á Hvammstanga sendir i ár frá sér fimmta jólafrímerkið í 11 merkja samstæðu, sem hafin var útgáfa á árið 1976. Prýða samstæðuna myndir allra kirkna í Vestur- Húnavatnssýslu. Jólamerkið í ár ber mynd Staðar- bakkakirkju, sem átti 90 ára vígslu- afmæli hinn 16. nóvember sl. Var kirkjan endurbætt verulega á þessu ári og er allri vinnu við hana nú lokið, nema málningu. Helgi S. Ólafsson teiknaði kirkjumyndina, ramma og letur teiknaði Sigurður H. Þorsteinsson og prentun annað- ist Páll Bjarnason í Kópavogi. Upplagið er 500 arkir með 10 merkjum ásamt skalaþrykki, 3 ótakkaðar arkir, 100 tölusett eintök, sem seld eru áskrifendum. Söluandvirði merkisins rennur til líknar- og menningarmála á vegum klúbbsins og fær auk þess sú kirkja, sem hverju sinni er á merkinu ákveðinn hundraðshluta sölunnar. Merkið er fáanlegt í frímerkjaverzl- unum og hjá Lionsklúbbnum Bjarma. Framkvæmdastofnunin um skuttogarakaupin á Þórshöfn: Vísa ábyrgðinni til ríkisstjórnarinnar Mul'vGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi íréíulíilkynning frá Framkvæmdastofnun ríkisiííS: .. Vegna ítrekaðra blaðafregna um skuttogarakaup fyrirtækis á Þórshöfn vill stjórn Fram- kvæmdastofnunar ríkisins taka eftirfarandi fram: Framkvæmdastofnun ríkisins á enga beina aðila að kaupsamningi um skuttogskip, sem Útgerðarfé- lag Norður-Þingeyinga á Þórshöfn hefir gert við norska aðila. Hinn 1. ágúst sl. samþykkti ríkisstjórnin að leyfa þessum aðila kaup á skuttogara erlendis, án þess að skip yrði selt úr landi í staðinn, eins og reglur mæla fyrir um. í sömu samþykkt fól ríkis- stjórnin Framkvæmdastofnuninni að hafa forgöngu um fjárútvegun vegna kaupanna. Með bréfi dags. 6. október sl. veitti fjármálaráð- herra Útgerðarféiagi Norður- Þingeyinga sjálfsskyldaábyrgð ríkisins fyrir 80% af kaupverði togarans. Á 1 stjórn Framkvæmda- stofnunar 14. ok-íCÍ?er sl. bókaði stjórnin að með vísun tii þykktar ríkisstjórnarinnar frá 1. ágúst sl. um leyfi til handa útgerðaraðilum á Raufarhöfn og Þórshöfn að kaupa skuttogskip erlendis, líti stjórnin svo á, að Byggðasjóði sé gert að útvega að láni 20% kaupverðsins, enda yrði sjóðnum gert það kleift með sér- stakri fjárútvegun. Hins vegar gilda þær reglur í Byggðasjóði frá 1977, skv. tilmælum þáverandi ríkisstjórnar, að Byggðasjóður láni ekki til skipakaupa erlendis frá. Þessari reglu hefur stjórn stofnunarinnar ekki breytt. Það skal tekið fram, að fyrr á árinu höfðu þingmenn Norður- landskjördæmis eystra snúið sér til ríkisstjórnarinnar með beiðni um athugun á atvinnuástandi á Þórshöfn og aðgerðir til úrbóta. Ríkisstjórnin vísaði erindinu til umsagnar Framkvæmdastofnunar ríkisins. Eftir athugun og úttekt £y££jadeildar á málinu varð það niðurstaðan, ao G1 að finna lausn í atvinnumálum Þórso«/.nar- og raunar Raufarhafnar einnig, væri að þessum aðilum yrði gefinn kostur á að gefa út í sameiningu annan skuttogara. Var mælt með því við ríkisstjórnina af meiri- hluta stjórnar stofnunarinnar, forstjóra hennar og framkvæmda- stjóra byggðadeildar. Þess má geta að það verð, sem upphaflega var kynnt sem kaup- verð var miklum mun lægra en það sem um var samið, auk þess sem mikill viðgerðarkostnaður mun hafa bætzt við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.