Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 26
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 Járnblendiverksmiðjan að Grundartanga: Stofnkostnaður 5 millj- örðum lægri en áætlað var ÞAÐ KOM fram á fundi með blaðamönnum, sem Jón Sigurðsson, forstjóri íslenzka járnblendifélagsins, og Hjörtur Torfason, stjórnarformaður félagsins, boðuðu til í sl. viku, að heildarstofnkostnaðurinn við verksmiðj- una verður um 50 milljarðar íslenzkra króna, en samkvæmt áætlunum var gert ráð fyrir um 55 milljörðum íslenzkra króna, en þessar upplýsingar komu ennfremur fram á reglulegum stjórnarfundi félagsins, sem haldinn var fyrir skömmu. I.jósmynd Mbl. Kristján. Hjðrtur Torfason, stjórnarformaður, og Jón Sigurðsson, forstjóri íslenzka járnblendifélagsins. Þá kom fram, að gangsetning ofns 2 gekk með afbrigðum vel, jafnvel enn betur heldur en gangsetning fyrri ofnsins. Ofn 2 er nú í reglulegri framleiðslu, en fyrri ofninn hefur verið tekinn úr notkun vegna orkuskorts og verður hann að öllum líkindum kaldur fram á næsta vor. Varðandi afkomu fyrirtækis- ins kom fram, að hún hefur mánuðina janúar til nóvember verið nokkru skárri en ráð var fyrir gert í áætlunum, en jafn- framt er búizt við, að desember verði mun lakari en áætlað var vegna lítillar framleiðslu og sölu og lækkaðs markaðsverðs fyrir kísiljárn. Fram kom, að markaðsþróun síðari hluta árs 1980 hefur verið kísiljárniðnaðinum óhagstæð, að því er tekur til sölumagns, sölukjara og markaðsverðs. Verðlækkunin á markaðnum hefur að vísu ekki verið meiri en sem svarar 10—15%, en er engu að síður tilfinnanleg þar eð ýmis aðföng þessa iðnaðar, ekki síst kol og kox, hafa hækkað mjög verulega undanfarin misseri með verði annarra orkugjafa. Sama máli gegnir um flutnings- gjöld. Elkem, hinn norski minnihlutaaðili að járnblendifé- laginu, hefur eins og flestir aðrir kísiljárnframleiðendur gripið til þess ráðs að minnka framleiðslu sína til að ná jafn- vægi í framboð og eftirspurn í því skyni að geta haldið verðlagi óbreyttu eða hækkað það til samræmis við tilkostnaðar- hækkanir. Samdráttur fram- leiðslu hér á landi vegna orku- skorts hefur fallið vel að þessari þörf. Enn er þó ekki séð, hvenær þessar ráðstafanir byrja að skila árangri. A fundinum var lögð fram fjárhagsáætlun fyrir 1981 og lauslegar spár um árin 1982 og 1983. Aætlanir þessar eru gagn- gert ætlaðar til að sýna lökustu afkomu sem búast má við, ef hagþróun og markaðsþróun sýna óverulegan bata á þessum tíma, í því skyni að fyrirtækið sé viðbúið slíkri þróun, ef til kæmi. Skv. þessum áætlunum gæti rekstrarhalli 1981 orðið 4800 m kr. við núverandi gengi. Greiðsluhalli væri þó ekki meiri en 1200 m kr. þar eð lán falla ekki til endurgreiðslu að marki á árinu 1981. Við hinar gefnu forsendur yrði minnkandi rekstrarhalli 1982 og ’83. Rekstrarhalli af þessu tagi í upphafi rekstrar á nýju fyrir- tæki er mjög algengur og er raunar í þessu tilfelli ekki meiri en svo, að hann er vel viðráðan- legur. Þessum upplýsingum til skýringar er vert að geta þess, að afkoma fyrirtækisins er mjög næm fyrir verðlagi söluvörunn- ar þannig að tiltölulega lítil breyting á verði hennar breytir mjög miklu um afkomuna. Sé litið til lengri tíma með eðli- legra verðlagi og markaðsþróun má fullyrða, að félagið eigi öruggan starfsgrundvöll til frambúðar. Rætt var á fundinum um áætlanir um byggingu ofns 3 við verksmiðjuna, sem gerðar höfðu verið af framkvæmdastjórn skv. ákvörðun stjórnarinnar fyrr á árinu. Var ákveðið að fresta ákvörð- un um málið a.m.k. eitt ár. Fyrir lá, að hinn íslenski hluthafi, iðnaðarráðherra f.h. íslenska ríkisins taldi stækkun verk- smiðjunnar ekki tímabæra ekki síst vegna þess að markaðshorf- ur séu slæmar og óvenju mikil óvissa ríkjandi á því sviði. Einn- ig voru af ráðherra tilgreind önnur atriði, s.s. raforkuverð, tæknileg atriði við gerð ofnsins, hugsanlegur skortur á raforku á næstu árum og þröng í leyfilegri erlendri lántöku. Af hálfu Elk- em var frestun á ákvörðun talin eðlileg, en á nokkuð öðrum forsendum. Dregið var í efa, að rými yrði fyrir efni frá slíkum ofni á markaðnum á næstunni, auk þess sem bent var á, að framleiðsla héðan gæti mætt erfiðleikum í samkeppni við hagkvæmar framleiðsluaðstæð- ur, þ. á m. raforkuverð, í öðrum löndum næstu árin. Málið verður því tekið til umræðu að nýju eftir eitt ár. Karl Helgason lögfræðingur: Opið ÞAÐ HVARFLAÐI AÐ MÉR VI bréfkorn til ykkar Sælnú! Gott hefur blessað veðrið verið lengi. Er það kannski enn er þið fáið bréfið. En ég ætiaði að segja ykkur frá að ég var að fletta blöðum hér um daginn. Og þá hvarflaði að mér: Magnaðar eru auglýsingar. Mikill máttur þeirra. Og margt eitt auglýst. T.d. þetta: „Eins og áður bjóða „Út- smognir sf.“ þræðilega og þétt- holda aflamaðka í veiðiskapinn." Mér fannst þessi svo góð að ég var nærri því búinn að hringja og biðja um ánamaðka þó að ég stundi alls ekki veiðiskap. „íbúð óskast. Er hvorki barnlaus né háskólagenginn ...“(?) Ég las hana þrisvar. Kannski var það einmitt ætlunin. Og þá auglýsa menn nú líka áfengið. Erlendis beint — þó æ víðar sé rætt um nauðsyn þess að banna auglýsingar á efni sem hefur þvílíkt tjón í för með sér, m.a. er rætt um það í Frakk- landi. Hérlendis á að heita að áfeng- isauglýsingar séu bannaðar. En ... þið vitið allt um það: Framleiðendurnir eru ekki á því að láta slíkt hindra sig. Og hafa lag á að kynna vöru sína, vínandann. Og við látum okkur vel líka. Hvað, hugsum við, þetta er auglýst í erlendum ritum sem hvarvetna eru á boðstólum — í íslenskum ritum fyrir erlendan markað — hvaða máli skiptir þó að innkaupapokar séu með fal- legu merki áfengisframleiðenda og er nokkur skynsemi í að amast við bökkum, bollum, hylkjum, húfum, mottum, munn- þurrkum, glösum og glófum með áletrun og kærri kveðju frá umboðsmanni einhvers ákveðins vökva? Það liggur á milli hluta í þessum auglýsingum að rann- sóknir á innihaldi hafa oft sýnt hinar merkilegustu niðurstöður: Efnasamsetningar sem ekki þættu par góðar almennt. Og það er á hreinu til hvers auglýsingunum er oftast ætlað að ná. Það á vissulega við á fleiri sviðum. — Spurði einhver til hverra? Til unga fólksins eins og þig grunaði. Það er opinbert leyndarmál og hafðist aukin heldur upp úr sölumanni ekki alls fyrir löngu: „Ungmennin eru móttækilegust. Við gerum aug- lýsingar með hliðsjón af því.“ Vinsælt hefur verið að vísa til þess hve ástarsæla aukist ef bergt er á alkóhóli á réttum stað og tíma. Það má nú segja að þær auglýsingar hitti á réttan stað. En eins og margt annað er þetta ekki alveg rétt fram reitt. Heilsufræðsluráði (Health Edu- cation Council) í Englandi ofbauð. Það kom á framfæri auglýsingu sem studdist alfarið við staðreyndir. Svofelldri: Ef þú drekkur of mikið þá er það einn líkamshluti sem sér- hver sopi nær til ... Heilsa þín er ekki það eina sem mikil áfengisneysla skerðir. Veruleg ölvun getur gert þér ómögulegt að njóta ásta. Og jafnvel þótt þér finnist að ölvun- in hafi ekki þau áhrif á þig — hefur þú þá hugleitt hvernig hún kemur við hinn aðilann? Við getum líka orðað það á þennan veg: Hvernig fyndist þér að njóta ásta með útúrdrukknum félaga? Og þetta kom við kaunin ... Áfengisframleiðendur kröfðust þess að hætt yrði að auglýsa á þennan hátt — með ofuráherslu á kynlífið! Það er nú að nefna snöru ...! En þau ítök höfðu þeir ekki að gætu komið í veg fyrir miðlun staðreynda þó að færi þvert í gegn áróðursbrögðum sem þeir höfðu lengi verið einkar ánægðir með. Og kalla þeir þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum að villa um fyrir mönnum. Það eru sosum engin ný sann- indi sem greinir í auglýsingunni. Shakspeare orðaði það svo í Macbeth að áfengi yki á löngun en drægi úr getu. Það verður kannski bið á að áfengissölumenn gylli getuaukn- ingu á þessu sviði. Að minnsta kosti hvarvetna þar sem menn bekkjast til við þá með þeirra eigin tækni — en ábendingum um staðreyndir í stað blekkinga. Góðar og gleðilegar nætur! Kalli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.