Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.12.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980 49 annað en að flestir innflytjendur geri sér ljósa kosti þess að gerðar séu lágmarkskröfur til talstöðva í því skyni að komast hjá truflun- um, sem rýra mundu notagildi tíðnisviðsins. Einnig munu flestir notendur telja það sér til hags að ekki séu aðrar stöðvar til sölu á markaðnum en þær, sem prófaðar hafa verið og fengið samþykki. Á öllu eru samt undantekningar og er ein slik tilefni þeirrar blaða- greinar, sem vísað var til í upp- hafi. Útvarpsvirki einn hér í bæ hefur um árabil flutt inn talstöðv- ar af ýmsum gerðum. I hvert sinn, sem hann hefur flutt inn nýja gerð, hefur honum verið gerð grein fyrir nauðsyn þess að tal- stöðin fari í prófun hjá radióeftir- litinu. Oftar en einu sinni hefur hann spurst fyrir um það hvort dönsk prófun og samþykkt gildi ekki hér á landi og jafnan verið upplýstur um að svo sé ekki. Bréf hefur viðkomandi fengið frá stofn- unini um niðurstöður tegunda- prófunar á talstöðvum, sem hann flutti inn, og eru þau dagsett 23. júlí 1980, 26. júní 1979, 4. maí 1976 og 12. júní 1974. Útvarpsvirkjan- um mátti því vera ljóst að hann var að taka áhættu með því að selja viðskiftavini sínum talstöð, sem ekki var búið að prófa. Hið furðulega er, að útvarpsvirki hef- ur þegar fengið prófaða og sam- þykkta á þessu ári hliðstæða talstöð fyrir sama tíðnisvið og hefði verið nær lagi að selja viðskiftavininum þá stöð. Viðskiftavinurinn er að sjálf- sögðu ekki ánægður með að hafa eignast talstöð, sem á eftir að fara í prófun og ánægjan eykst ekki, þegar útkoman úr prófuninni er ekki fullnægjandi og ljóst verður að stöðin stenst ekki það, sem framleiðandi lofar. Hefði nú mátt krefja innflytjanda um fullnægj- andi stöð í stað hinnar og ekki annað séð en það hafi átt að vera innflytjandanum innan handar að mæta þeirri kröfu með annarri gerð talstöðvar eins og fyrr var lýst. Hér er í stað þess heldur valin sú leið af öðrum aðilanum eða báðum að skella allri skuld á stofnunina og starfsmenn hennar. Að viðskiftavinurinn tekur að sér það hlutverk að ausa skömmum og svívirðingum þar yfir viðkomandi starfsmenn og kalla til lögreglu- aðstoð til að reyna að þvinga þá til að brjóta þær reglur, sem þeir vinna eftir, átti víst að sýna að hér var ekki á ferðinni neinn venju- legur borgari, heldur 1. flokks athafnamaður. Og svona máli sínu til árétt- ingar heilti hann sér yfir þá íslensku talstöð, sem hefur fylgt bát hans og leigð er hjá Póst- og símamálastofnuninni og er greini- lega illnothæf, þegar vélin er í gangi en í lagi annars? Eins og fyrr var sagt er enginn skuldbund- inn að nota talstöðvar framleiddar hjá stofnuninni og vinur okkar hefur nú þegar notað sér það og skilað stöðinni. Það er í stíl við annað í þessu máli að þegar stöðin var prófuð á verkstæði eftir af- hendingu reyndist hún í góðu lagi en það skal tekið fram að loftnet stöðvarinnar getur haft mikil áhrif á notkun hennar. Lokaorð. Póst- og símamála- stofnunin telur að gagnrýni sú, sem hún hefur hlotið vegna af- greiðslu þess tiltekna máls, sem lýst er hér að framan, hjá deildar- stjóra samgönguráðpneytisins og blaðamanni sé óréttmæt. Því er alfarið hafnað að í innflutningi og sölu talstöðva og radiótækja gildi einkaleyfi og ríki einokun. Þessum málum er skipað á sama hátt og í flestum V-Evrópulöndum. Stofn- unin leggur hins vegar undir dóm lesandans, hvort hér eigi að gilda íslensk prófun eða dönsk því að eins og blaðamaðurinn ungi sagði: Póst- og símamálstofnunin er nefnilega vís til að taka ekkert mark á niðurstöðu Póst- og síma- málastofnunarinnar í Danmörku, þótt hún hnekki niðurstöðu ís- lensku prófunarinnar. Sjálfstæð- isbaráttunni er greinilega ekki lokið á öllum vígstöðvum. (Frá PAxt- (>k Hlmamálanto(nunlnnl) Kvöldviaa Á þessari gullfallegu hljómplötu flytja margir af bestu tónlistarmönnum yngri kynslóðarlnnar lög Torfa Ólafssonar við Ijóð Steins Steinarrs. Verð kr. 12.900. Islenskar hljómplötur við allra hœfi Frnbbblarnir — Viltu nammi vaana? Fræbbblarnir hafa sérstöðu meðal ís- lenskra hljómsveita. Engir eru eins og Fræbbblamir, því Fræbbblamir eru einstak- ir. FALKINN Suðurlandsbraut 8 — sími 84670 Laugavegi 24 — sími 18670 Austurveri — sími 33360 Pónik — lltvarp Útvarp er fyrsta L.P. plata Pónik, sem hefur starfað í tvo áratugi. Á plötunni eru 8 ný tög eftlr marga bestu lagahöfunda þjóðarlnnar og 3 erlenda. Utvarp er elnstaklega vönduö og fjölbreytt dæg- urplata. Verð kr. 12.000. Puraaflokkurinn á hljómleikum Upptaka frá hinum eftirminnilegu tónleik- um Þursaflokkslns í Þjóðlelkhúslnu (vor. Þursaflokkurinn telst örugglega ein merkasta hljómsvelt sem upp hefur komið í íslenskri rokktóntlst. Verð kr. 12.800. ,. áEvintýralandið Sígild barnaplata með 4 vlnsælustu ævlntýrum Grímmsbræðra, Hans og Grétu, Mjallhvft, Rauöhettu og Ösku- busku. Flytjendur margir af vinsælustu leikurum þjóöarinnar. þar á meðal Bessi Bjarnason og Glsli Alfreðsson. Tvær plötur í albúmi. Verö kr. 11.500. BESSI segir bömunum sögur Beaai segir börnunum lögur Þetta er sú barnaplata sem náö hefur mestum vinsældum á þessu ári enda hafa fáir lesiö þessar sívinsælu barnasögur á jafnskemmtilegan hátt og Bessi. Verð kr. 9 500 Einsöngsperlur Mörg af fallegustu og vlnsælustu ein- sönglögum sem gefin hafa verlð út á Íslandí flutt af mörgum bestu sðngvurum sem þjóöin hefur aliö. Verð kr. 10.400. bað vex eitt blóm Ný tveggja laga hljómplata með lögum Guðmundar Ámasonar. Annað laaið er samið vlð Ijóð Steins Stelnarrs. Það vex eitt bióm fyrir vestan. Verð kr. 3.500. Hjálmtýr E. Hjálmtýsson, tenór og Gfsii Magnússon píanó Hinn vinssBli tenór Hjálmtýr E. Hjálm- týsson syngur þekkt sönglög og vinsælar aríur viö undirleik Gísla Magnússonar pfanóleikara. Eiginkona Hjálmtýs, Mar- grét Matthíasdóttir, syngur með honum í nokkrum laganna. Verð kr. 12.800. Guðrún Tómasdóttir, sópran og Ólafur V. Albertsson píanóleikari (slensk þjóöiög f einstökum flutningl Guðrúnar Tómasdóttur og Ólafs Vignis Albertssonar. í vönduðu umslagi fylgja textar á (slensku og ensku. Verð kr. 9.500. Manuala Viesler flautuleikari og Helga Ingólfsdóttir semballleikari. Sumartónleikar í Skálholtskirkju. Þessi frábæra hljómplata sem kom út fyrir einu ári hefur hlotiö einstaklega góða dóma. Þær Helga og Manueta eru tvímælalaust meðai fremstu tistamanna þjóöarlnnar. Verð kr. 12.800.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.