Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 43 Óli Valur Hansson: Jólablómin og umhirða þeirra Nú eru aðeins fáir dagar til jóla og jólaundirbúningur á heimilum í fullum gangi. I því sambandi hafa ýmsar venjur fest hér rætur, sem gegna því að gera hátíðahaldið sem eftirminnilegast. Hér er nærtækast að nefna hið hefðbundna jólatré með kertaljós- um og tilheyrandi skrauti. Mörgum þykir einnig ómissandi að hafa ekki einhverjar skreyt- ingar á borðum til augnayndis og hátíðarbrigða. Slíkar skreytingar geta í sjálfu sér verið margs konar og á margvíslegan hátt gerðar. Aðaluppistaðan í sumum jóla- skreytingum er kertaljós umvafið greni, mosa, könglum og öðru litríku skrauti. I öðrum skreyting- um eru það lifandi blóm sem leysa kertaljósin af hólmi. Jólaannir í þingsölum: Mörg lög samþykkt daglega Miklar annir hafa verið á Alþinjíi undanfarna daga og fundir staðið fram á nætur. Meðal la^a sem afgreidd hafa verið á Al- þinjfi má nefna: • Lök um sparisjóði: Með samþykki sparisjóðs- stjórna geta sparisjóðir nú gengið í ábyrgð fyrir við- skiptaaðila, gegn öruggum tryggingum. Heildarupp- hæð ábyrgða má þó ekki fara fram úr 20% af heildarinnlánum spari- sjóðs, nema samþykki bankaeftirlits Seðlabanka Islands komi til. • Lög um stimpilgjöld: Stimpilgjald skal, eftir myntbreytingu, hækka eða lækka í heila krónu, ef það stendur á aurum; hækka ef stendur á 50 aurum eða hærri upphæð ella lækka. • Lög um hráðabirgðalán- tökur: Heimilað er að taka 4750 m.kr. viðbótar- lán vegna 1980, eftir nán- ari sundurliðun, og 25000 m.kr. bráðabirgðalán 1981, enda verði ráðstöfun í samræmi við enn óaf- greidda lánsfjáráætlun næsta árs. • Lög um skráningu lífeyr- isréttinda: Skrá skal í eina heildarskrá lífeyris- réttindi allra landsmanna. Pramkvæmd skráningar skal vera hjá fjármála- ráðuneyti. Árlega skal gefa út yfirlit um lífeyris- réttindi og iðgjalda- greiðslur landsmanna. • Lög um Lífeyrissjóð bænda. • Lög um verðjöfnunar- gjald af raforku. • Lög um Söfnunarsjóð líf- eyrisréttinda. Á jólahátíðinni, þegar mesta skammdegið grúfir yfir, kjósa mörg heimili að njóta lifandi blóma. í þessu sambandi er um sitthvað að velja að þessu sinni eins og undanfarin jól, þótt úrvalið sé ætíð takmarkaðra en á öðrum árstímum. Það er þá fyrst að nefna hýas- intur sem smám saman eru að verða aðal-jólablómin. Svo bundin eru þessi litmildu og ilmsætu blóm við jólin, að utan þess tíma sjást þær lítið í blómabúðum hérlendis. Mörgum þykir sem snotur hýas- intuskreyting setji meiri hátíða- svip á jólahaldið en aðrar skreyt- ingar megna og laði betur fram jólastemmninguna. Hvort sem slík skreyting hefur verið gerð með eigin höndum eða unnin af fagfólki, þá skilur hún ætíð góðar minningar eftir sig. Það gera reyndar öll lifandi blóm. Þau minna á hina undur- samlegu og fjölbreytilegu náttúru, sem nærir og fóstrar mannveruna og er uppspretta lífsins. Fyrir utan hýasintu sem einnig nefnist goðalilja. eru oftast fáan- legir litríkir afskornir túlípanar, ilmandi margblóma hátíðaliljur, tilkomumiklar riddarástjörnur auk hins fágæta kóralviðar. En allt eru þetta afskorin blóm sem eiga það sameiginlegt með öllum blómum, að varpa ætíð hátíðarljóma á vistarverur manna. Ymsar pottaplöntur sem á þess- um tíma eru í blóma, eru einnig glaðleg jólablóm. Þar ber hæst hin tígulega jólastjarna, en ekkert síðri eru í sjálfu sér nóvem- berkaktus og jólakaktus eða þá kóraltoppur (ástareldur) og stofu- alparós, sem án þess að vera raunveruleg rós er þegar byrjað að skarta sinum rauðu og rauðbleiku blómum og mun reyndar halda því áfram fram eftir vetri. Hvernig á svo að hirða um jólablómin svo þeirra verði notið sem lengst? Um öll afskorin blóm gildir, að þau lifa lengst ef þau búa ekki við allt of mikinn hita. Sérstaklega er það atriði, að geyma þau á svölum stað á næturnar. Gildir þetta einnig um hýasintuskreytingar. Hýasintur standa á lauk, en rætur hans eru stundum svo takmarkað- ar, að þær eiga erfitt með að ná miklu vatni. Vökvið þær því aldrei mjög mikið í senn svo laukurinn komi ekki til með að standa í vatni. Hins vegar er nauðsynlegt að jafn raki haldist ávallt um- hverfis laukinn. Fylgist með þessu daglega. Sama gildir um vatnið í vösum með afskornum blómum. Fyrir laukblóm er ekki æskilegt að hafa mjög mikið vatn í blóma- vösum. Ágætt er að setja Chrysal plöntufæðu í vatnið, en í hennar stað má nota 1 teskeið af sykri og annað eins af ediki í hvern Ví> lítra. Hvoru tveggja lengir líf afskorinna blóma. Síðan má bæta i þetta vatni eftir þörfum, en sé engin plötnu- fæða notuð, er best að endurnýja vatnið með öllu annan hvern dag. Um pottablóm er það að segja, að þau þarf að vökva með gætni. Jólastjarnan þolir ekki ofþornun því þá skrælna blöðin. Moldin má þó heldur ekki vera að staðaldri blaut, því þá fá ræturnar ekki nægilegt súrefni. Blöðin falla þá af. Alparósin stendur oftast í mjög torfkenndum jarðvegi, sem þolir aldrei að þorna alveg. Skal daglega aðgæta með vökvun, en samt forðast ofvökvun. Einkum ber að forðast að láta vatn standa að staðaldri í undirskálum undir plöntum. Það sem einnig þarf að aðgæta með jólablómin er, að þau njóti sem best þeirrar naumu birtu sem fyrir hendi er á þessum tíma. . Gleðileg jól, óli Valur Hansson. Island á 18. öld er listaverkabók með gömlum Islandsmyndum. Þær eru allar úr tveimur vísinda- leiðöngrum sem hingað voru farnir frá Bretlandi á 18. öld — leiðangri Banks 1772 og leiðangri Stanleys 1789. Flestar þessara mynda eru nú í fyrsta sinn prentaðar beint eftir frummyndunum. Sumar hafa aldrei birzt áður í neinni bók. Þessar gömlu íslandsmyndir eru merkileg listaverk. En þær eru einnig ómetanlegar heimildir um löngu horfna tíð, sem rís ljóslifandi upp af síðum bókarinnar. ra listfræðingur hefur haft allan veg og vanda af bókinni og ritar formála um þessa tvo íslandsleiðangra og þá lista- menn, sem myndirnar gerðu. Almenna bókafélagid Austurstræti 18 — Sími 255-11 Skemmuvrgi 36. Kóp. sími 73055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.