Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 57 Conrad Bukes: „Margir Islendingar búa yfir miklum danshæfileikum“ „Mér skilst að þetta sé fyrsti íslenski ballettinn i fullri lengd sem sýndur er hér. Ég er mjög ánægður yfir því að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þeim atburði,“ sagði Conrad Bukes sem dansar hlutverk Búa. Hann er fæddur í Suður-Afríku en árið 1972 fór hann þaðan og dansaði með The Royal Ballett i 1 ár. Siðan var hann aðaldans- ari við hallettinn i Munchen í 7 ár. Conrad er nú ósamnings- hundinn. ferðast um og dansar með hinum ýmsu hallettflokk- um og hefur einnig sett upp 3 balletta sem hann segir að hafi fengið g(')ðar viðtökur. Conrad var spurður um álit hans á þeim manni sem hann túlkar í Blindisleik, Búa, og verkinu í heild. „Við höfum ekki lokið við að setja ballettinn upp svo ég hef ennþá ekki gert mér ákveðna hugmynd um hvaða persónu Búi geymir. Ég hef hingað til verið að læra danssporin og er ekki enn farinn að setja mig inn í sjálfa persónuna. Það sama er að segja um verkið. Ég veit ekki hvort þetta er gott eða vont verk. Það hefur enn ekki verið æft í heild sinni, heldur lið fyrir lið. En gæði verksins fara að miklu i leyti eftir því hvernig íslend- ingar taka því. Það er fyrir þá sem við setjum ballettinn upp. Það verður að koma í ljós hvernig þeim finnst við hafa meðhöndlað gömlu þjóðsöguna þeirra." — Conrad sagði að ástæðan fyrir því að hann er hingað kominn væri sú að hann hefði unnið með Sveinbjörgu og hún hefði spurt sig hvort hann vildi koma hingað. „Ég sló til. Mér fannst þetta spennandi. Ég vissi í raun og veru ekki hverju ég átti von á hér. En ísland kom mér á óvart." — Hvers vegna? „Mér geðjast svo vel að fólkinu. Islendingar eru skemmtileg þjóð, skemmtileg samsetning. Mér er sagt að þið séuð mjög blandaðir, bæði Evrópubúum og Skandinöv- um. Þegar maður ferðast mikið, eins og ég, lærist manni að þekkja fólk með því að horfa á það. Þegar ég beið í flugstöðinni í London á leiðinni hingað virti ég fyrir mér fólkið. Mér fannst það svo íhaldssamt. Það sá ég á klæðaburðinum og framkom- unni. En þegar ég kom hingað var annað uppi á teningnum. Fyrir það fyrsta er fólkið hér mjög áðlaðandi og það er líka líflegt og mjög áhugavert. Tækifæri fyrir dansara eru ekki mörg hérlendis. En ef hér væru tækifæri væri mikil gróska í danslistinni. Margir Islend- ingar hafa mikla danshæfileika. Það er þess vegna sem ég hef ákveðið að verða hér um kyrrt til 3. febrúar nk. Ég ætla að taka að mér að þjálfa dansarana og kenna byrjendum klassískan ballett, jassdans og nútímadans. Ég ætla að reyna að halda áfram því starfi sem Jochen Ulrich hefur hafið.“ — Hefur þú kannski hugsað þér að setja ballett á svið? „Það er mögulegt ef til mín verður ieitað um slíkt. Ég hef líka hug á því að verða hér lengur, koma aftur eða senda hingað aðra dansara. Ég mun ræða um það við Örn Guð- mundsson stjórnanda íslenska dansflokksins. Ég hef dansað lengi með mörg- um dansflokkum, bæði litlum og stórum. Þegar dansinn er orðinn partur af lífi manns þá er það hans ósk að gera veg dansins sem mestan um heim allan. Að hjálpa þeim sem hafa hæfileika en ekki sömu tækifæri og aðrir til að öðlast þau. Það er öruggt að margir ís- lendingar búa yfir miklum hæfi- leikum til að dansa. Það sést best á árangri þeirra karlmanna sem taka þátt í Blindisleik og hafa lítið sem ekkert dansað fyrr. Dansinn er ekki þeirra svið og þeir ætla sér ekki að leggja hann fyrir sig. En það er stórkostlegt hvað þeir geta og þeir eru svo áhugasamir og opnir fyrir þessu sem er þeim algjörlega nýtt. Ég vona að aðrir Islendingar reynist líka opnir fyrir nýjungum því það er jú nýjung sem við bjóðum þeim upp á,“ sagði Conrad Bukes að lokum. Aðalsteinn Bergdal: „Ætli það megi ekki segja að ég sé styðjari og lyftari“ Nokkrir karldansararnir í Blindisleik hafa litið sem ekkert komið nálægt ballett áður. Með- al þeirra cr Aðalsteinn Bergdal leikari. „Ég veit eiginlega ekki af hverju ég hafnaði hér, ætli það sé ekki af því að ég er ekkert mjög stirður," sagði hann og hló. „Það mun víst einhver hafa bent á mig eftir að ég lék í söngleiknum Gretti." — Aðalsteinn sagði að það væri gaman að fást við dansinn. „Þetta er ólíkt því sem maður gerir daglega. Og þó ekki, ég er leikari og dans er viss tegund tjáningar, tjáning með líkaman- um. — Hvert er hans hlutverk í ballettnum. „Ætli það megi ekki segja að ég sé styðjari og lyftari í hóp- dönsum," sagði hann. „Annars heyri ég á hópnum að þetta er erfiður ballett. Það er meira um hopp og stökk og lyftur en í mörgum öðrum verkum. Ég fékk mjög slæma strengi fyrstu 2 dagana. Er þetta skemmtilegt verk? „Mér finnst það og tónlistin er mjög fjölbreytt. Ég hef nú ekki mikið vit á ballett en ég held að fólk geti mjög auðveldlega fylgst með atburðarásinni. Það þarf ekki glöggan mann til þess að finna það út sem er að gerast á sviðinu." — Ekki var Aðalsteinn í nein- um vafa um það hvort væri skemmtilegra viðfangs, leiklistin eða dansinn: „Leiklistin er nú skemmti- legri." — Þú ætlar þá ekki að leggja dansinn fyrir þig í framtíðinni? „Nei, það ætla ég ekki að gera. En ég held að ég myndi ekki slá hendinni á móti ef leitað yrði til mín aftur með verkefni sem þetta," sagði Aðalsteinn að lok- um. Michael Molnar: „Ekki aðeins þjóðsaga, gæti gerst hvenær Ungverjinn Michael Moln- ar dansar hlutverk „vonda mannsins“ Kols. Hann er aðaldansari við Tansforum- ballettinn í Köln, mótdans- ari Sveinbjargar Alexand- ers. sem er“ „Blindisleikur er skemmti- legt verk,“ sagði Michael, „Við erum nú að leggja síð- ustu hönd á undirbúninginn. Efnið sem ballettinn bygg- ist á er ekki aðeins þjóðsaga, \ 'W ■ rm þetta er nokkuð sem gæti gerst hvenær sem er. Ég er ekki góð persóna í verkinu en hlutverkið er skemmtilegt viðfangs. Kolur er maður sem allir gætu verið stundum, þegar hið illa kem- ur fram í manninum." — Michael lærði við ball- ett-akademíuna í Ungverja- landi og voru margir kennar- ar hans rússneskir. Eftir 8 ára nám þar var hann við nám í Sovétríkjunum í nokkra mánuði. Eftir það dansaði hann í klassískum ballettum í heimalandi sínu. Síðan lá leiðin til UúSScl- dorf en sl. 7 ár hefur hann dansað nútímaballett við Tansforum í Köln. „Ég hef meiri möguleika sem dansari í Þýskalandi en í Ungverjalandi. Ég á þess kost að sjá dansara víðsvegar að úr heiminum auk þess sem ég hef haft tækifæri til að vinna með ýmsum balletthöfundum og ferðast með hópnum víða um heim. Um ástæðuna fyrir komu sinni hingað sagði hann: „Ég hef dansað með Svein- björgu Alexanders í 7 ár. Við erum bæði vinir og dansfé- lagar. Þrisvar sinnum hefur mig langað til að koma hingað en þetta er í fyrsta skipti sem ég hef komið því við.“ — Hann var mjög ánægð- ur með dvölina hér. »DanSarárnir eru mjög góðir og skemmtilegt fólk. Mér líkar einnig vel við landið en ég hef bara séð svo lítið af því. Það er myrkur á morgnana, á daginn vinnum við og á kvöldin er aftur orðið myrkt. Ég get kannski séð eitthvað meira af landinu um jólin, ef við fáum eitthvað frí,“ sagði Michael að lokum. rmn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.