Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 69 Þessir hringdu . . . Ekkert hægt að gera í málinu Guðrún Jóhannsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Kaupmenn hafa oft haldið því fram, að frjáls verðlagning væri til hagsbóta fyrir neytendur, hefði aukna samkeppni í för með sér og leiddi þannig til lækkunar vöru- verðs. Nú bar svo við, að ég fór í Alaska í Breiðholti og keypti nokkur kerti. Þau voru öll með tveimur verðmiðum; á neðri mið- anum stendur 335 kr. en á þeim efri 615 kr. Ég hafði samband við skrifstofu verðlagsstjóra út af þessu máli og var sagt þar að ekkert væri hægt að gera í málinu, þar sem álagning á þessari vöru væri frjáls. Hvað finnst neytend- um um frjálsa álagningu, ef hún á að verða í ætt við þetta? Faðir minn var kaupmaður, svo að ég veit vel hvað það kostar að reka fyrirtæki. Það er tvennt sem mig langar að taka undir, sem rætt hefur verið í dálkum Velvakanda undanfarið. Annars vegar er það gagnrýni á þær áætlanir að taka upp skrefa- talningu á símtöl hér í borginni, sem mér finnst ekki koma til greina af mörgum ástæðum og hins vegar er það ábending til kaupmanna að þeir hafi verð með í auglýsingum sínum; það tel ég sjálfsagða þjónustu. ógeðfelldar bíóauglýsingar Ó.J. hringdi og kvartaði yfir ógeðfelldum auglýsingum eins af kvikmyndahúsunum hér á höfuð- borgarsvæðinu: — Ég er ekki þar með að segja að myndir þessa bíós séu hótinu skárri en auglýsingarn- ar, en það er eins og eigendur þessa fyrirtækis haldi að það dragi meira að bíóinu að kalla hástöfum um sóðaskapinn í aug- lýsingum sinum, mér finnst þeir leggja alla áherslu á að ganga fram af venjulegu og óbrengluðu fólki. Nýleg tvö dæmi eru til vitnis um þetta. I öðru þeirra var klámið efst á lista og ekki dregið af sér i auglýsingunum, í hinu var það ofbeldið, sem þurfti að smjatta á, svo að útvarpsþulunum svelgdist á lestrinum. Barðir til róbóta, sagði einn þeirra í ógáti. Útvarpið ætti að sýna festu gagnvart svona siðleysi og hafna allri dýrkun á ofbeldi eða klámi. Það hefði al- menningsálitið með sér í því efni. Hérna fylgir sýnishorn af því sem þetta fyrirtæki hefur að segja í auglýsingu um menningarframlag af sinni hálfu þá vikuna og birtist í einu dagblaðanna fyrr í mánuð- inum. Hví þurfa þingmenn svo langt jólafrí? Ungur maður hringdi í Velvak- anda og vildi koma á framfæri fyrirspurn um það hvernig á því stærði að þingmenn, sem væru hátt launaðir hjá hinu opinbera, þyrftu lengra jólafrí en yngstu nemendur í barnaskólum. — Ég hef oft verið að velta þessu fyrir mér og þætti fróðlegt að fá skýringar á því. Auðvitað veit ég að þeir þurfa að hafa samband við sína kjósendur og allt það. En er þetta eðlilegt? Heimsóknir á jólum Sig J. hringdi í Velvakanda og kvaðst hafa verið hrifin af hug- mynd sem hún hefði heyrt að hrint hefði verið í framkvæmd erlendis en ekki hér heima. — Menn voru hvattir til að heilsa hverjir öðrum og kinka vinsam- lega kolli. Ég man ekki hverjir voru upphafsmenn þessa, en það skiptir ekki öllu máli. Ég ætla að stinga upp á því að við íslendingar gerum þetta að tímamótajólum og látum okkur ekki nægja að senda jólakort, heldur heimsækjum hverjir aðra, ekki síst þá sem á einhvern hátt þurfa sérstaklega á heimsóknum að halda. Hafið útiljósin á fyrir bréfberana Reynir Armannsson póst- fulltrúi hringdi og kvað það valda miklum erfiðleikum fyrir bréfber- ana sem bæru út jólapóstinn, að fólk slökkti á útiljósum hjá sér þegar það færi að heiman á morgnana. — Margar götur eru illa upplýstar, svo að unglingarnir eiga í mesta basli við að lesa á bréfin. Þar við bætist að þau eru oftast ókunnug og geta þannig ekki stuðst við neitt. Ég mælist vinsamlega til þess að fólk skilji eftir útiljósin á þegar það fer til vinnu og hvet hina sem heima sitja til að kveikja hjá sér. Argur út í Karnabæ Sveinn Sigurðsson hringdi og sagðist vera argur út í Karnabæ fyrir að plata sig ofan úr Breið- holti og láta sig fara erindisleysu. — Þeir auglýsa í Morgunblaðinu á miðvikudaginn m.a. litla plötu, Sector 27, með Tom Robinson í aðalhlutverkinu. Hann var vinsæll hér á íslandi og í Bretlandi þegar hann var með Tom Robinson Band. Ég var búinn að bíða eftir þessari plötu og var því fljótur að taka við mér. Strætó úr Breiðholt- inu niður á Hlemm. í einum spretti í Karnabæ. — Nei, því miður, þessi plata er ekki komin ennþá, sögðu þeir. Eins og ég sagði, þá er ég argur út í Karnabæ fyrir þetta prakkarastrik og leyfi mér að gagnrýna svona verslunar- hætti. Paradísarheimt á óhentugum tíma Margrét Sæmundsdóttir hringdi og kvaðst vera heldur óhress yfir þeim tíma sem valinn hefði verið til sýningar á Paradís- arheimt. — Á jóladagskvöld eru margir að sinna gestum sínum, svo að enginn kostur er að horfa á myndina. Og auðvitað er slæmt að missa af 1. hlutanum. Ég leyfi mér því að bera fram þá fyrirspurn til sjónvarpsins hvort það ætli að endursýna þenn'an hluta. ORIS Svissnesk goeði á góðu veiði öryggi og styrkur ORIS úranna fer langt fram úr verðinu. Það sannar áratuga reynsla okkar fagmanna. Veldu þér ORIS úr, verðið gerir þig enn ánægðari. örugg þjónusta fagmanna. Póstsendum um land allt. FRANCH MICHELSEN ÚRSM ÍÐAM EISTARI LAUGAVEGI 39 SÍM113462 MF= Massey Ferguson Tilgreint verð miðast við gengi 5/12 1980 VERÐLÆKKU N! Eigum nokkrar dráttarvélar verði: Tegund: MF 135 MP MF 165 8 MF 165 MP MF 185 MP til afgreiðslu á lækkuðu Lækkað verð: Gkr. 5.950.000 Nýkr. 59.500 Gkr. 7.400.000 Nýkr. 74.000 Gkr. 7.900.000 Nýkr. 79.000 Gkr. 9.500.000 Nýkr. 95.000 Núv. verð: kr. 7.150.000 kr. 8.800.000 kr. 9.300.000 kr. 10.900.000 Sölumenn okkar og kaupfélögin veita allar upplýsingar MJÖG HAGSTÆÐ KJÖR HhöJbtwiv-éiwv fif SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVIK• SIMI 86500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.