Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 59 Amnesty: Mál Pátrick Gcrvasonis ÞAR sem íslandsdeild alþjóða- samtakanna Amnesty Interna- tional hefur itrekað orðið vör bæði misskilnings og mistúlkun- ar á afstöðu þeirra til máls Patrick Gervasonis, þykir rétt að skýra hana ögn nánar. Þegar Patrick Gervasoni kom til Islands höfðu stuðningsmenn hans samband við stjórnarmenn tslandsdeildar Amnesty Interna- tional og spurðust fyrir um það, hvort samtökin gætu með ein- hverju móti lagt honum lið. Mjög strangar reglur gilda um afskipti landseilda Amnesty International af málum einstaklinga í eigin landi, en með hliðsjón af nýjum reglum um afstöðu samtakanna til þeirra sem neita að gegna her- þjónustu, sem samþykktar voru á ársþinginu í Vínarborg 11.—14. september 1980, tók stjórn ís- landsdeildar málið til umræðu og ákvað að vísa því til aðalskrifstof- unnar í London. Voru henni send- ar allar þær upplýsingar, sem íslandsdeild AI hafði fengið um mál Gervasonis. Þar var það tekið til sjálfstæðrar könnunar og niðurstaðan varð sú, sem frá var skýrt á blaðamannafundi íslands- deiidar samtakanna 19. nóv. sl., þ.e., að yrði Gervasoni fangelsaður fyrir að neita að gegna herþjón- ustu af pólitískum ástæðum myndu samtökin taka upp mál hans sem samvizkufanga, og með hliðsjón af því gæti Islandsdeildin mælt með því við íslenzk stjórn- völd, að þau sendu Gervasoni ekki úr landi, nema tryggt væri að hann lenti ekki í fangelsi. I a-lið 1. gr. laga alþjóðasamtak- anna Amnesty International segir um hlutverk þeirra, að þau skuli vinna að því, að leystir verði úr haldi allir þeir, sem í bága við Mannréttindayfirlýsingu Samein- uðu þjóðanna eru fangelsaðir, hafðir í haldi eða beittir annars- konar líkamlegum þvingunum vegna stjórnmálaskoðana, trú- arskoðana eða annarra samvizku- bundinna skoðana, eða vegna þjóðernis, kynferðis, litarháttar eða tungu, svo framarlega sem þeir hafi ekki beitt valdi né hvatt til valdbeitingar. Þeir sem falla undir þessa skilgreiningu eru nefndir samvizkufangar. í b- og c-liðum 1. gr. laganna er kveðið á um önnur meginmarkmið samtakanna, þ.e. baráttuna fyrir því að mál pólitískra fanga fái viðunandi réttarmeðferð og bar- áttuna gegn pyntingum og dauða- refsingu. Svo sem a-liður 1. gr. ber með sér, er starfi samtakanna fyrir samvizkufanga þar markaður til- tekinn rammi, en ekki nánar kveðið á um hvað innan hans skuli rúmast. Það getur verið og hefur reynzt umdeilanlegt. Hafa farið fram umræður um það innan vébanda samtakanna árum saman og verið markvisst að því unnið að skilgreina hvern einstakan þátt a-liðs 1. gr. Ljóst er þó, að slíkar skilgreiningar þurfa ekki að vera eilífar og óumbreytanlegar, nýjar og breyttar aðstæður kunna að kalla á endurskoðun þeirra. Meðal hinna mörgu atriða, sem rædd hafa verið á þingum Amnesty International undanfarin ár, er afstaða samtakanna til þeirra, sem neita að gegna herþjónustu. Fékkst niðurstaða þeirrar rök- ræðu einmitt á síðasta ársþingi, sem fyrr er getið, en þá var samþykkt, að a-liður 1. gr. laga samtakanna skuli ná til þeirra, sem fangelsaðir eru fyrir að neita að gegna herþjónustu á grundvelli trúarskoðana, siðfræði- og sið- ferðisskoðana, eða af mannúðar-, heimspekilegum, pólitískum eða öðrum ámóta ástæðum. Ennfrem- ur, þegar lagareglur í viðkomandi landi eru með þeim hætti (sem nánar er tiltekið í reglum AI, en verður ekki farið út í hér) að torveldi mönnum að koma mót- mælum sínum á framfæri svo og, þegar menn eru fangelsaðir fyrir að neita að gegna öðrum störfum í herþjónustu stað, þegar líta má á þau störf sem refsingu (svo sem þegar afplánunartíminn er tvöfalt lengri en herskyldutíminn). Eftir könnun á máli Patrick Gervasonis var hann talinn falla undir a-lið 1. gr. — ef hann yrði fangelsaður. í Frakklandi er ekki viður- kenndur réttur manna til að neita að gegna herþjónustu af pólitísk- um ástæðum heldur aðeins þeirra (skv. 41. gr. Code du Service national) sem eru „skilyrðislaust andvígir persónulegri beitingu vopna vegna trúarlegrar eða heimspekilegrar sannfæringar." Sá frestur, sem mönnum er veitt- ur til að leita réttar síns í þessum efnum er mjög skammur. Alþjóða- samtökin Amnesty International hafa ítrekað farið fram á það við Hrauneyjafosslína: Tilboð opnuð í undirstöður Á FÖSTUDAG voru opnuð tilboð hjá Landsvirkjun í byggingu undirstaða fyrir áfanga 4 og 5 í 220 kv háspennulinu Landsvirkjunar frá Ilrauneyjafossi að spennistöðinni á Brennimel í Ilvalfirði. Er hér um að ræða undirstöður fyrir 177 stálmöstur, % í áfanga 4 og 81 í áfanga 5. Tilboð bárust frá eftirtöldum aðilum og að fjárhæðum sem hér segir: Áfangi 4 Áfangi 5 kr. kr. Aðalbraut hf. 372.324.882 444.491.071 Dalverk hf. o.fl. 484.558.736 Hlaðbær hf. og Víðir Guðmundsson 336.508.822 423.775.792 ístak hf. 355.900.000 438.800.000 Ræktunarsamband Flóa, Skeiða og Vörðufell hf. 362.922.840 Vörðufell hf. 417.365.670 Kostnaðaráætlun Landsvirkjunar nam kr. 361.685.240 fyrir áfanga 4 og kr. 446.181.830 fyrir áfanga 5. Tilboðin eru nú til athugunar hjá Landsvirkjun. Framkvæmdir við Hrauneyjafosslínu 1 hófust sumarið 1979 með lagningu vegslóðar meðfram línunni. Síðastliðið vor var boðin út bygging undirstaða fyrir áfanga 1, 2 og 3, og er vinna við þá nú lokið, en áfangarnir eru alls fimm talsins. Efni í háspennulínuna var boðið út haustið 1979 og er búið að ganga frá samningum um kaup á öllu efni til línubyggingarinnar, og mun fyrsti hluti þess koma til landsins vorið 1981. Stefnt er að því að ljúka byggingu línunnar haustið 1982, og verður næsta sumar hafist handa við reisingu mastra og strengingu víra. Hrauneyjafosslína er 150 km að lengd með 470 stálmöstrum. Heildarkostnaður án vaxta á byggingartíma er áætlaður 9.000 milljónir króna á verðlagi í desember 1980. Frakka (og fleiri þjóðir sem aðild eiga að Evrópuráðinu), að sett verði lög þar í landi í samræmi við áiyktun þings Evrópuráðsins (nr. 337 frá 1967), þar sem segir, að með tilliti til 9. gr. Mannréttinda- samþykktar Evrópuráðsins ætti að losa einstaklinga undan her- skyldu ef þeir neiti að gegna henni af trúarlegum, siðfræðilegum, sið- ferðilegum, heimspekilegum, mannúðar- eða öðrum ámóta ástæðum. Þegar beiðni manns í Frakk- landi um að losna undan her- skyldu er synjað, á sá hinn sami tvo kosti, að hlýða og fara í herinn eða koma fyrir herdómstól þar sem hann á yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. í nýútkom- inni ársskýrslu Amnesty Interna- tional segir, að á tímabilinu frá okt. 1979 til marz 1980 hafi yfir 30 manns verið fangelsaðir skv. dómi herréttar og hafi það verið fjölgun frá fyrri árum. Þar segir og, að nefnd sú, sem fjalli um undan- þágubeiðnir frá herþjónustu hafi á árabilinu 1975—78 veitt um 500 manns undanþágu á grundvelli heimspekilegrar sannfæringar, en síðan 1978 hafi undanþágubeiðn- um á þeim grundvelli í vaxandi mæli verið synjað. Ein röksemdin gegn afskiptum Amnesty International af máli Patrick Gervasonis er sú, að hann sé ekki orðinn fangi og komi samtökunum ekki við fyrr en hann sé kominn bak við lás og slá. Þetta er eðlilegur misskilningur, því að til skamms tíma bundu samtökin starf sitt mjög afdráttarlaust við að menn væru orðnir fangar. Sú afstaða reyndist hinsvegar í mörg- um tilvikum afar erfið og geysi- lega umdeild. Það kom fyrir að samtökin héldu að sér höndum og horfðu aðgerðarlaust á að menn væru sendir þaðan, sem þeir höfðu leitað athvarfs, til sinna heima eða annarra staða, þar sem þeir ýmist lentu beint í fangelsi eða hurfu sporlaust eftir handtöku við heimkomuna. Þegar flóttamannastraumurinn frá Víetnam var sem mestur og unnið var að því að fá þjóðir heims til að taka við hinu bjargarlausa bátafólki var fyrri afstaða Amn- esty International tekin til endur- skoðunar. Amnesty gat að vísu ekkert fyrir einstaka flóttamenn gert þar sem þeir voru ekki pólitískir fangar en á grundvelli þess, að þetta fólk hafði ástæðu tii þess að ætla að svo yrði, færi það aftur heim, var farið inn á þá braut að hvetja ríkisstjórnir heims til að veita því skjól. Afskipti af máli Patrick Gerv- asonis byggjast á sömu hugsun, að hvetja ríkisstjórn þess lands, sem hann hefur leitað skjóls í, til að reka hann ekki burt þannig, að hann eigi yfir höfði fangavist. Þar með er alls engin afstaða tekin til annarra þátta málsins, hvorki til skoðana Gervasonis né þess, hvernig hann er til landsins kom- inn. Samtökin Amnesty Interna- tional vinna að frelsi einstakl- inganna, hvar sem er í heiminum, til að halda fram hvaða skoðunum sem er, og gjaldi menn skoðana sinna með fangavist, þótt þeir hafi ekki beitt ofbeldi, líta samtökin á þá sem samvizkufanga og reyna að vinna fyrir þá eftir megni. Jafnframt er samtökunum að sjálfsögðu í mun að hindra, að menn séu fangelsaðir vegna skoð- ana sinna og vinna að því með margvíslegu móti. Lagatæknileg atriði á borð við gildi skilríkja telja samtökin hins- vegar mál út af fyrir sig sem hvert ríki hljóti að leysa með þeim hætti, sem það telur réttast. Lifandi jólablóm - Gjöf sem gleður Örfá ilmandi blóm setja hrífandi og ógleymanlegan svip á jólahátíðina. MUNIÐ AÐ LÍTA VIÐ í NÆSTU BLÓMAVERSLUN ^Blóma namleiðendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.