Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 1
Sunnudagur 21. desember Bls. 41 — 72 BLINDISLEIKUR Þrír dansarar úr íslenska dansflokknum. Hópur karldansara og Sveinbjorx Alexanders á æfingu á sviðinu í Þjóðleikhúsinu. Nýr íslenskur ballett frumsýndur í Þjóðleikhúsinu Nýr íslenskur ballett verður frumsýndur í Þjóðleikhús- inu á annan jóladag, 26. desember nk. Er það jólaverkefni leikhússins. Ballettinn ber heitið Blindisleikur og er tónlistin og hugmyndin að verkinu eftir Jón Ásgeirsson. Jochen Ulrich stjórnandi Tansforum-ballettsins í Köln, hefur samið flesta dansana og setur ballettinn á svið en Sveinbjörg Alexanders, sem er aðaldansari Tansforum-ballettsins, hefur samið nokkra dansana og aðstoðar við uppfærsluna auk þess sem hún dansar eitt aðalhlutverkið. Annar aðaldansari Tansforum- ballettsins fer með aðalhlutverk í Blindisleik, Ungverjinn Michael Molnar, og Conrad Bukes frá Þýskalandi fer með þriðja aðalhlutverk verksins. Dansarar í íslenska dansflokknum fara með minni hlutverk ásamt 9 öðrum, sem aldrei eða sjaldan hafa dansað ballett áður. Blaðamaður og ljósmyndari Mbl. litu inn á æfingu í Þjóðleikhúsinu í vikunni og ræddu m.a. við höfunda ballettsins og aðaldansara. SJÁVIÐTÖL Á BLS. 56 og 57.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.