Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 10
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 OFSTÆKI Alla tid hefur veriA Krunnt á fasisma og GyðinKahatri í Ar«- entínuher Ofsóknir c gegn Gyð- ingum magnast í Argentínu VERwLD AndstæðinKar gyðin«dóms í Argentínu hafa nýlega hleypt af stokkunum nýju tímariti í barátt- unni fyrir málstað sínum. Heitir það Papeles, og á forsíðu þess gat fyrir skömmu að líta þessa ögr- andi fyrirsögn: „Buenos Aires er háborg aría“. Með greininni voru birtar glæsilegar myndir af Hitler og Mussolini. Og til þess að ekki færi nú framhjá neinum í þágu hvaða málstaðar tímariti væri, var á baksíðu þess minnzt hins svonenda Núrnberg-glæps og þar var m.a. listi yfir helztu „píslar- vottann", t.d. Hermann Göring, Julius Streicher og Arthur Seyss- innquart. Slík útgáfustarfsemi er ekki nýnæmi í Argentínu. Mánaðarrit- ið Cabildo hefur komið út á vegum andstæðinga gyðingdóms um nokkurt skeið og verður útkomu þess haldið áfram. Hið nýja mál- gagn mun eiga að herða baráttuna og telja menn það ljósan vott þess, að herforingjastjórn Jorge Videla sé staðráðin í því að reyna að magna upp gyðingahatur í land- inu. Þar búa nú um 300.000 gyðingar. Um þessar mundir þorir enginn blaðasali að hafa á boðstólum málgögn þeirra hreyfinga vinstri manna, sem bannaðar eru í land- inu, né heldur rit herskárra Per- AUSTURLENSKA AÐFERÐIN Listin að lifa á brjóst- viti sínu „Prófessor" Patrick Cullen, írski lófalesarinn, sem kynnti fyrir hin- um vantrúuðu Bretum „listina að lesa í brjóstin", er nú látinn, 69 ára að aldri. Það var snemma á þessum áratug sem Cullen hóf glæsilegan feril sinn sem „brjóstalesari" eftir að hafa rýnt í lófa fólks um langan aldur. Cullen var vanur að segja kvenfólkinu, viðskiptavinum sín- um, að með þessari ævafornu, austurlensku aðferð gæti hann sagt fyrir um óorðna hluti, brjóst- in bentu nefnilega til framtíðar- innar eins og alkunna væri í Indlandi þar sem hann sagði, að aðferðin væri upprunnin. Tæknin, sem Cullen sagðist hafa fullkomnað í hóruhúsunum í Shanghai þegar hann gegndi her- þjónustu, var m.a. fólgin í því að mála brjóstin með bursta úr kamelhári og gera að því búnu afþrykk af þeim á hvíta pappírs- örk. Þær konur, sem var um og ó að bera brjóstin fyrir Cullen, máttu gera afþrykkið í einrúmi í vinnu- stofu hans í Brighton en höfðu þó alltaf samband við Cullen í gegn- um talstöð. Þegar Cullen hafði svo rýnt í rúnirnar á pappírnum — og stundum brjóstin sjálf — sagði hann fyrir um framtíð konunnar og þáði náttúrlega sína þóknun ónista, sem enn reyna að láta á sér kræla. Þessi aukning á útgáfu- starfsemi fasista og gyðingahat- ara með augljósu samþykki yfir- valda á sama tíma er því augljós vísbending um, að öfgahreyfing- um vex nú fiskur um hrygg í ríkisstjórn Videla. Gyðingahatur í Argentínu á sér langa sögu. Herforingjastjórnin, sem var við völd í landinu í upphafi síðari heimsstyrjaldar, fór á engan hátt dult með aðdáun sína á möndulveldunum. Það fór að vísu svo skömmu fyrir stríðs- lok, að Argentína sagði möndul- veldunum stríð á hendur, en eigi að síður hefur alla tíð verið mjög grunnt á fasisma og gyðingahatri í her landsins. Þegar Perón komst til valda árið 1945 hafði hann í hyggju að framkvæma ýmislegt af því, sem hann hafði lært í Róm á valdatíma Mussólinis, er hann starfaði við sendiráð Argentínu í borginni. Gyðingar í Argentínu vilja eng- in andsvör veita gegn þessum ofsóknum. Leiðtogar þeirra telja víst, að opinber mótmæli og aðrar gagnráðstafanir verði aðeins til þess að hella olíu á eldinn. Bæði blöðin Cabildo og Papeles hafa lýst því yfir, að gyðingar séu í tengslum við hinn alþjóðlega kommúnisma og telja báða aðila hafa kynt undir alþjóðlegar kröf- ur um aukin mannréttindi í Arg- entínu. Svo sem kunnugt er, hafa mannréttindabrot þar verið mjög á dagskrá að undanförnu. Og Papeles lætur ekki þar við sitja, heldur staðhæfir, að kommúnistar og samtök gyðinga hafi gert sam- særi ásamt æðstu valdamönnum í Hvíta húsinu og utanríkisráðu- neyti Bandaríkjanna, ýmsum gyð- ingasamtökum og nokkrum æðstu mönnum Vatíkansins — um að sverta hinn góða orðstír Argen- tínu! - HUGH O’SHAUGNESSY HJARTASJUKDOMAR Dánartíðni dauðyflanna'^ mun hærri „Engir sérvitringar" Miðaldra menn, sem hreyfa sig mikið, eru hálfu óliklegri til að fá hjartaáfall en þeir, sem stritast við að sitja allan daginn, segir í nýútkominni skýrslu, sem birt var í breska læknaritinu Lancet nú á dögunum. Rannsóknin, sem segir frá í skýrslunni, fór fram á tveimur árum og var í því fólgin, að einn mánudagsmorguninn var 17.944 ríkisstarfsmönnum um allt Bretland gert að fylla út spurningalista um einkahagi sína og fjölskyldunnar. Einnig áttu þeir að svara því út í hörgul hvernig þeir hefðu varið föstudeginum og laugardeginum í fyrri viku. Úrvinnsla upplýsinganna tók alls átta ár, en á þeim tíma hafa 1.138 ríkisstarfsmannanna fengið hjartaáfall og mörg hundruð þeirra eru komin undir græna torfu. I Lancet er ríkisstarfsmönnum lýst sem fremur háttsettum mönnum, „samstæðu og efnalega sjálfstæðu miðstéttarfólki". Niðurstöðurnar, sem dregnar eru af þessari rannsókn eru þær, að hófleg hreyfing sé öllum holl. Á þeim átta árum, sem liðu frá því að rannsóknin fór fram, var fylgst nákvæmlega með dauðsföllum og hjartaáföllum í tilraunahópnum, en aðeins einn af hverjum átta hafði sagst stunda líkamsæfingar reglulega. Af þeim mönnum á aldrinum 40—65 ára, sem fengu hjartaáfall, lést aðeins 1,1% þeirra sem hreyfðu sig mikið, en 2,9% kyrrsetumannanna. Allt í allt fékk 3,1% þeirra, sem stunduðu líkamsæfingar, hjartaáfall en 6,9% hinna. í skýrslunni segir, að aðeins 12 af 1400 mönnum, sem hreyfðu sig mikið og reyktu ekki, hafi fengið hjartaáfall á þessum átta árum og að það sé aðeins 1/5 miðað við þá, sem litla hreyfingu höfðu en reyktu þó ekki. Það kemur fram í skýrslunni, og ætti að verða mörgum til hvatningar, að líkamsæfingarnar, sem sumir mannanna lögðu stund á, væru yfirleitt skemmtilegar og alls ekki erfiðar. „Þeir eru engir keppnismenn og það, sem einkum vekur athygli, er hvað „íþróttamennirnir“ okkar eru venjulegir, ekki einhverjir sérvitringar." GISL Ennfremur „skuggaaðferðin" og afþrykk af sitjandanum á fólki. fyrir, sem var 3 pund á brjóst árið 1977. „Mér fannst þetta vera hálfgert svindl, en honum var fullkomin alvara með þessu," segir ekkja hans, frú Margaret Cullen. „Hann var mjög góður lófalesari, en hélt því annars fram, að hann gæti notast við hvaða hluti líkamans sem væri.“ Það var á efri árum sínum sem Cullen byrjaði á „brjóstalestrin- um“. Hann var fæddur í Dyflinni og eftir að hafa komist til nokk- urra metorða í hernum lagði hann land undir fót og las í lófa fólks. Veðurspádómar voru þó sérgrein hans. Undir það síðasta hafði Cullen tekið upp á því að taka afþrykk af sitjandanum á fólki og þróaði auk þess „skuggaaðferðina" og sagðist geta séð með henni hvort stúlka væri hrein mey. Þá aðferð sagðist hann einnig hafa lært í Austur- löndum. Hún var þannig, að sterku ljósi var beint að stúlkunni, sem var nakin, og Cullen las síðan út úr skugganum, sem lagði af líkamanum. Þetta voru, sagði Cullen, „ákaflega merkileg og nákvæm vísindi". ÞEIR LEIKA SER AÐ LIZU KÖTTUR Andrei D. Sakharov, sovéski eðlisfræðingurinn, sem barist hef- ur fyrir auknum mannréttindum og rekinn var í útlegð til borgar- innar Gorky, hefur beðið rússn- esku vísindaakademíuna um stuðning við þá kröfu, að réttar- höld í máli hans fari fram fyrir opnum tjöldum, og einnig að stjórnvöld hætti að fara með unnustu fóstursonar hans sem „gísl“. „Ég bið ekki um náð og miskunn, en ég krefst réttlætis," sagði Sakh- arov í opnu bréfi til forseta vísindaakademíunnar, Anatoly P. Aleksandrov. Afrit af þessu bréfi og öðrum, sem Sakharov hefur sent vísindaakademíunni undan- farna tvo mánuði, hafa verið gerð opinber í Moskvu og það var kona hans, sem það gerði, Yelena Bonn- er. Hún hefur ýmist verið með manni sínum í Gorky eða á heimili þeirra í Moskvu. „Þegar ég er í Moskvu hef ég áhyggjur af Andrei og þegar ég er í Gorky hef ég áhyggjur af Lizu,“ sagði frú Bonner. Liza er Yelizaveta Alekseyeva, sem rússnesk stjórnvöld hafa látið gjalda Sakharovs. Hún hefur búið í EINS OG AÐMÚS íbúð Sakharov-hjónanna í Moskvu og reynir stöðugt að fá leyfi til að flytjast til Bandaríkjanna. Dr. Sakharov lýsti því í bréfinu til forseta vísindaakademíunnar hvernig komið væri fyrir henni: „Vegna stöðugra hótana við börn okkar og barnabörn" töldu Sakhar- ov-hjónin Aleksei, son Yelenu af fyrra hjónabandi, Tatyönu, dóttur hennar, og tengdason, Yefrem Yankelevich, á að flytjast til Bandarikjanna. Síðan hefur Aleks- eyeva reynt að fá leyfi til að fara til unnusta síns en án árangurs. „KGB hefur beitt hana kúgun og hótunum," skrifaði Sakharov, „og henni hefur verið meinað að heim- sækja mig í Gorky. í raun og veru er hún ekkert annað en gísl.“ I bréfi sínu segir Sakharov, að 12. ágúst sl. hafi hann ritað varaforseta vísindaakademíunnar, Yevgeny P. Velikhov, og fullyrt, að „hótanirnar, kúgunin og óhróður- inn í blöðunum" um Alekseyevu hafi verið til þess gerður að „þjarma að mér“. Yelizaveta Alekseyeva var neydd til að hætta námi þegar uppvíst varð um tengsl hennar við Sakhar- ov-fjölskylduna, hún var rekin úr Sakharov: „Eg kreíst réttlætis“ vinnunni og vegna ofsókna hins ómennska kerfis, sem snúist hafði gegn henni, reyndi hún „í örvænt- ingu að svipta sig lífi vorið 1979,“ sagði Sakharov. „Vissulega sér hún nú eftir því,“ hélt Sakharov áfram, „en það, sem öryggislögreglan er , að gera núna, er að reyna að fá hana til að endurtaka sjálfsmorðs- tilraunina. Síðan ætla þeir að setja heilmikinn skrípaleik á svið og kenna mér eða konu minni um.“ Sakharov, sem er enn meðlimur vísindaakademíunnar, bað Velikh- ov, náinn samstarfsmann sinn fyrr á árum, að fá stjórn akademíunnar til að biðja Alekseyevu griða og að henni yrði leyft „að fara til fundar við manninn, sem hún ann“ í Bandaríkjunum. - ANTIIONY AUSTIN J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.