Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 4
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 Jólin eru komin í Fjölbreytt úrval af okkar sékennilegu jólaskreytingum. Allt efni í jólaskreytingarnar. Notið síðasta sunnudag í aðventu til að leggja síðustu hönd á skreytingarnar, sem prýða munu heimilin yfir jólin. Það má og geta þess, að búðin er troðfull af gjafavörum, fyrir þá sem kunna að meta fallega og sérkennilega hluti. Það má m.a. nefna: amerísku stytturnar frá Lee Borten, sænsku trévörurnar, og hina vinsælu málsháttarplatta sem á er letrað: Ást vex með vanda, Ánægja er auði betri, Seint fyrnast fornar ástir, Morgunstund gefur gull í mund og síðast en ekki síst Drottinn blessi heimilið. Blómstrandi pottaplöntur í úrvali — veita birtu og yl í svartasta skammdeginu. Hjá okkur er opið frá kl. 9—9. Nóg af bílastæðum í dag. Okkar skreytingar eru öðruvísi — Allar unnar af fagmönnum Hafnarstræti 3, sími 12717 — 23317 App«l«ínur jaffa — Sítrónur — Greipaldin — Epli raud — Epii græn — Epli dönsk — Vínber blá — Vínber græn — Perur ítalskar — Melónur — Klementínur Marakkó — Ananas — Avocado — Kókoshnetur — Kiwi — Lime — Bananar — Granat epti. EGGERT KRISTJANSSON HF Sundagörðum 4, simi 85300 AlTil.VSINt, \ SIMIW KR: 22480 • Velferðarráð sjó- #manna opnar skrif- # stofu og sjómannastofu iéSL. OPNUÐ hefur verið í Reykjavik ný sjómannastofa og er hún til húsa að Bárugötu 15. Sjómanna- stofunni veitir Ilelgi Hróbjarts- son forstöðu. en Heltfi hefur i rúmt ár starfað á vegum þjóð- kirkjunnar að málefnum sjó- manna. Svonefnt velverðarráð, sem skipað var í mai af Stein- Krími Hermannssyni samKöngu- ráðherra, annast yfirstjórn þessa sjómannastarfs, en i þvi eijfa sæti fulltrúar þjóðkirkjunnar. Sjó- mannadagsráðs, Farmanna- og fiskimannasambands íslands. Sjómannasambands íslands, Landssambands isl. útvegs- manna, Vinnuveitendasambands íslands og Skipadeildar StS. Morgunblaðið ræddi stuttlega við Helga Hróbjartsson, sem greindi frá starfseminni: — Ég hóf störf meðal sjómanna á árinu 1979 á vegum þjóðkirkj- unnar og er ég launaður af henni, en samgönguráðuneytið hefur lagt fram nokkurt fjármagn til starf- seminnar, m.a. til að fá þetta húsnæði leigt og munum við fá til ráðstöfunar eitthvað á næsta ári. Í fyrstunni í mínu starfi fékkst ég við að athuga ferðir íslenzkra skipa og hvar þörf væri brýnust fyrir sjómannastarf, en segja má að starfssvæðið séu allar þær hafnir sem islenzk skip sigla á, bæði hér við land og erlendis. í hverju er starfið meðal sjó- manna fólgið? — Það er fólgið í hvers kyns þjónustu og aðstoð við sjómenn í ókunnri höfn. Við fengum aðstoð félagsmálaráðuneytisins til að geta hafið sendingar íslenzkra blaða á erlendar hafnir og hefur því verið vel tekið, ég dvaldist bæði í Bretlandi og á Norðurlönd- um og heimsótti ég þá íslenzk skip, sem þar voru á ferðinni, ræddi við sjómennina, fór kannski með þá í skoðunarferðir um borg- irnar, þeir heimsóttu sjómanna- stofurnar og stundum aðstoöaði ég þá í samskiptum þeirra við opin- berar skrifstofur og svo mætti lengi telja. Mest samskipti hef ég átt við Dani og Norðmenn, en þeir reka sjómannastofur og sjómanna- kirkju'r mjög viða. Islenzkir sjó- menn hafa nokkuð vanið komur sínar á þessar stofur og nú vita þeir margir af íslenzkum blöðum og starfsmenn sjómannastofanna hafa líka reynt að halda sambandi við íslenzka sjómenn eftir því sem þeir hafa komið því við. Sjómenn okkar kynntust margir svona sjó- mannastarfi og virtust ánægðir með það og hafa haldið áfram heimsóknum sínum á sjómanna- stofurnar. f KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR Átt þú þá í starfi þínu að ferðast sífellt um og heimsækja hafnir? — Óhjákvæmilega ætti það að vera stór þáttur í starfinu, en hins vegar kostar það allmikið og ekki er hægt að vera burtu heilu mánuðina. En við viljum helzt geta heimsótt erlendar og inn- lendar hafnir reglulega, því það hefur sýnt sig að full þörf er á slíku starfi meðal sjómanna og þeir eru þakklátir fyrir það, ekki sízt blaðasendingarnar, sem þeir hafa lengi barizt fyrir. Enda hafa þeir sjálfir ýtt mjög undir að starfinu væri komið af stað. Við höfum og munum áfram eiga gott Helgi Hróbjartsson veltir sjó- mannastofunni forstöðu, en hún var opnuð sl. föstudag og er til húsa að Bárugötu 15. Ljósm. ói.k.m. og mikið samstarf við hliðstæða aðila erlendis og njótum góðs af því, en þar er víða um rótgróið starf að ræða og öflugt. Má í því sambandi nefna, að þrír fulltrúar velferðarráðsins fóru í sumar á ráðstefnu þar sem stofnað var Alþjóðavelferðarráð sjómanna. Við höfum enn ekki ákveðið hvort við gerumst beinir aðilar að þessu ráði, en fylgjumst með framgangi þess og tökum sjálfsagt þátt í starfinu þegar fram líða stundir. En hver verður starfsemi sjó- mannastofunnar hér á Bárugöt- unni? — Við munum til að byrja með hafa stofuna opna kl. 14 til 18 virka daga og síðar reynum við að lengja timann fram á kvöld, a.m.k. suma daga. Hér geta sjómenn komið við, litið í blöð og tímarit, hlustað á útvarp, spilað og teflt, skrifað bréf o.fl., og viljum við að þeir finni að þeir eigi þennan stað og geti komið hér þegar þeir eru á ferð í Reykjavík. Segja má að starfsemi sjómannastofunnar sé ekki fastmótuð, en við skulum vona að hún mótist á góðan hátt og vil ég í því sambandi fyrst og fremst hafa hliðsjón af því, sem ég hef séð erlendis, á meðan reynslan er ekki meiri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.