Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 6
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 Herraskór í sérflokki frá SALAMANDER ÞÝSKALANDI Litur: Svart. Verö 35.400 Litur: Rauöbrún Verö 47.900 Litur: Svart. Verö 49.700 Skóbúðin Suðurverí, Stigahlíd 45, sími 83225. VERKSMIÐJU SALA IÓLAFATAMARKAÐUR Úrvalsfatnaður úr fyrsta flokks efn- um á verksmiðju- veröi. frá g.kr. nýkr. Dömukápur 46.000 460 Drengjaföt 17.900 179 Herrafrakkar 56.000 560 Barnabuxur 8.900 89 Dömupils 12.000 120 Barnaúlpur 17.900 179 Herrabuxur 14.900 149 Dömubuxur 14.900 149 Opið á venjulegum verslunartímum. Elgurhf Skipholti 7 Siml28720 2ja laga jólaplata frá Björgvini Björgvin Halldórsson lét verða af því að gefa út jólaplötu í ár, og er hún því sú þriðja af slíkum piötum í ár. Á þessari plötu eru tvö ný lög, „Ný jól“ eftir Jóhann G. Jóhanns- son, og „Ég vaki hjá þér“ eftir Björgvin sjálfan. Aðallagið er lag Jóhanns G., sem er að vanda, grípandi og ágætt lag þó mörg betri lög hafi heyrst frá Jóhanni á þessu ári. Lagið er meðalhratt beatlag með undirspili frá Sigurði Karlssyni, Haraldi Þorsteinssyni og Magnúsi Kjartanssyni auk Björgvins. Og það sem ljær laginu „jólalaga- blæ“, hörpuleikur Moniku Aben- dorp, er sparlegt og smekklegt, og eins er söngur Björgvins. Á bak- hliðinni er svo rólegt, lítið fallegt lag. En hulstrið er eitt það ósmekk- legata sem sést hefur í seinni tíð, og síst við hæfi Björgvins sem hefur upp á síðkastið vandað allt sitt og passað að ósmekkvísi færi ekki framhjá honum. Gatan og sólin ... Á meðan allir þeir sem hafa verið jafn lengi og hann að l'.j. og semja dægurtónlist á Islandi, fylgja tískufyrirbærum og stefn- um, heldur Magnús Þór ótrauður sinni stefnu og hefur með þessari plötu náð mun lengra heldur en ég gerði mér grein fyrir að hann gæti náð. „Gatan og sólin“ er tvímæla- laust „toppur" á hans ferli. Plöt- unni er skipti niður í tvö efni, annað er „Gatan" og hitt er „Sólin". Með því að setja upp svona efnivið er hægt að tengja meira saman og gera hvora hlið að heild og tekst þeim Magnúsi, Graham Smith, fiðluleikara, Richard Corn, bassaleikara, Gesti Guðnasyni gít- arleikara og Jónasi Björnssyni trommuleikara að snilld með hjálp Gunnars Reynis Sveinsson- ar sem séð hefur um það sem kallað er „rafeinda- og náttúru- tónlist". Það fer ekki á milli mála að hljómsveitin sem heitir reyndar Steini blundur, er ein af þeim betri sem fram hafa komið og er hlutur Graham gífurlega stór, og hefur hann hjálpað Magnúsi inn í nýja hluti í tónlist geri ég ráð fyrir. „Gatan" hefst á því að Helgi Skúlason, leikari, les ljóð Krist- jáns frá Djúpalæk, „Borgin" en dætur Magnúsar leika lagstúf eftir Magnús á blokkflautur, rétt á eftir fáum við að heyra fyrstu hljómana í fiðlu Grahams sem á eftir að eiga athyglina út alla plötuna. „Dordingull" tekur síðan við. Þetta lag Magnúsar er við ljóð Kristjáns eins og rúmlega helm- ingurinn á plötunni. Lágið er sérlega sterkt og fiðluleikur Gra- hams góður, en Magnús syngur lagið af miklum krafti eins og hann gerir reyndar á allri plöt- unni. Á eftir laginu kemur Gunnar Reynir með „hljóðin" sem og byggir upp stór árekstur og slys, en á eftir því kemur Magnús og syngur lítið vers, „Ryk“. „Þjófapakk" er þungt rímnalag, þar sem Graham leikur sér að þjóðlagastefi á enskan máta, lagið er eitt af þeim sterku á plötunni. „Útvarp" fylgir á eftir með „Geltinn hundur" samtvinnað, en það er lítil þula eftir Kristján. „Hljómarnir í fiðlunni og öðrum hljóðfæraleik í „Verðbólga" minn- ir mjög á „Hurricane" Bob Dylans, með sígaunafiðlu í forgrunni. „Gatan“ er gott lag, þar sem Graham leikur taktinn á fiðluna sem kemur vel út, lagið byggist upp í hápunkt sem leysist upp og síðan kemur smá vögguvísa sem dætur Magnúsar syngja. „Sólarhliðin" er ekki jafn ævin- týraleg og „Götuhliðin" en hún byrjar á sama hátt á næmnum upplestri Helga Skúlasonar á ljóði Kristjáns frá Djúpalæk, „Sólin og ég“ sem rennur út í orðaleik Magnúsar í „Sælt er að lifa“. „Lítil saga“ er lítil ljúf barna- gæla, jafnvel undir áhrifum frá Gylfa Ægissyni! Fiðlan skreytir þetta lag eins og önnur á plötunni. „Ástin mín“ er klassískt popp- lag, en „Norðankaldinn" er nokkuð sérstakur dans. Jóhann Helgason syngur lagið með Magnúsi og er það nokkuð ólíkt því sem við höfum vanist frá þeim saman nokkru áður en síðasta lagið og líklega mest grípandi lagið, byrjar líkur Gunnar Reynir „Norðan- kaldanum" með „dropatónlist"! „Sólin" er sterkt lag þar sem allir meðlimir fá að njóta sín, því enda þótt Graham Smith sé í sérflokki, eru hinir hljóðfæraleikararnir mjög góðir. Magnús Þór er þó engu að síður þungamiðjan í tónlistinni, sem er hans vogaðasta til þessa. Aðeins eitt hefði mátt vera til viðbótar, meiri fjölbreytni í söng Magnúsar, þar sem hann hefur hæfileika til þess. Ein af bestu plötum ársins. Jóla- plötur Tvær nýjar íslenskar jólaplötur koma út nú fyrir jólin. Eru það sLaýjBRciríoaR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.