Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 14
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 „Frelsið Sakharov og alla pólitíska fanga í Sovétríkjunum“ S' Askorun 242 þekktra lista- og menntamanna Hafin er herferð til varnar sovézka Nóbelsverðlaunahafanum og kjarnorku- eðlisfræðingnum Andrei Sakharov, sem er í útlegð í Gorkí, eins og kunnugt er af fréttum. Liður í herferð þessari er áskor- un 242 þekktra mennta- og listamanna til Madridráðstefnunnar sem um þessar mundir gerir úttekt á því hverjar efndir Helsinki-sáttmálans frá 1975 hafa orðið en helzt forsenda þeirrar sáttagjörðar var að tryggja mannréttindi í þeim 35 rikjum, sem aðild eiga að honum, og vinna m.a. þannig að slökun í samskiptum austurs og vesturs. Þess er krafizt að Andrei Sakharov og allir pólitískir fangar í Sovétríkjunum verði látnir lausir, en auk Sakarovs eru nokkrir pólitískir fangar nefndir sérstak- lega til sögu. Þá er því beint til Madrid- ráðstefnunnar að þungamiðja í störfum hennar verði mannréttindamál. Meðal þeirra, sem undirrita áskorunina eru Edward Albee, Saul Bellow, Arthur Miller, Arthur Sclesinger, John Updike, Raymond Aron, Leonard Bernstein, Heinrich Böll, Joseph Brodsky, Vladimir Bukovski, Shirley Chisholm, Frank Church, Robert Conquest, Federico Fellini, Elia Kazan, Arthur Koestler, Ira Levin, James Mason, Yehudi Menuhin, Patrick Moynihan, Poul Newman, Harold Pinter, Susan Sontag, Victor Sparre, Adlai Stev- enson, Tom Stoppard, Liv Ullman og André Watts, svo nokkrir séu nefndir. Askorunarskjalið ber yfirskriftina „Frelsið Sakharov og alla pólitíska fanga í Sovétríkjunum", og er textinn á þessa leið: Nauðungarflutningur Nóbelsverðlauna- hafans Dr. Andrei Sakharovs til Gorkí er ólöglegt og gerræðislegt athæfi, sem hlýtur að kalla á kröftug mótmæli, en sú ótrauða barátta sem hann hefur háð til varnar mannréttindum hefur orðið lönd- um hans og heiminum öllum vonarglæta. Útlegð Dr. Sakarovs er liður í sam- ræmdri stjórnarstefnu, sem miðar að því að kúga baráttumenn fyrir mannréttind- um um gjörvöll Sovétríkin. Við mótmæl- um þessari kúgunarherferð, sem er brot á mannréttindaákvæðum Helsinki-sáttmál- ans. Einkum og sér í lagi berum við fram mótmæli vegna eftirtalinna, sem hnepptir eru í fjötra: Yuri Orlov, stofnanda Helsinki-hópsins í Moskvu, Anatoli Sjaranski, félaga í Helsinki-hópnum í Moskvu, og samtökum Gyðinga er óska flutnings til Israels, Mykola Rudenko og Lev Lukjnenko, stofn- enda Helsinki-hópsins í Úkraínu, Olha Heyko, félaga í Helsinki-hópnum í Úkra- ínu, Viktoras Pektus, félaga í Helsinki- hópnum í Litháen, Robert Nazaryan, Helsinki-hópnum í Armeníu, Merab Kostava, Helsinki-hópnum í Georgíu, séra Gleb Jakunin, Kristilegu nefndinni til varnar trúfrelsi, Lev Volokhonski, Sam- tökum frjáls verkalýðs allra stétta (SMOT), Vjacheslav Bakhmin og Leonard Ternovski, Starfshópi vegna misbeitingar á geðlækningum í pólitískum tilgangi, Malva Landa, starfsmanni Rússneska fé- lagsmálasjóðsins, Tatjönu Velikanovu, sem aðild á að Samtíðarannál, Nikolaj Goretoj, forystumanni Hvítasunnusafnað- arins í Sovétríkjunum, og Rollan Kadijev, sem berst fyrir mannréttindum Krímtat- ara. Allir þessir menn og konur hafa verið svipt frelsi fyrir að berjast fyrir borgara- legum, þjóðfélagslegum og trúarlegum rétti. Með því að snúast til varnar þessum samvizkuföngum erum við líka að verja þá fjölmörgu, sem eru lokaðir inni í sovézkum fangelsum, geðveikrahælum og þrælkun- arbúðum fyrir það eitt að láta í ljós skoðanir sínar. Við upphaf Madrid-ráðstefnunnar get- um við ekki hugsað okkur réttmætari málstað en þann að krefjast tafarlausrar og skilyrðislausrar frelsunar allra sam- vizkufanga í Sovétríkjunum, svo og þess að endir verði bundinn á útlegð Dr. Andrei Sakharovs. Við skorum á alla góðviljaða menn, hvar sem er í veröldinni, að styðja áskorun okkar og taka undir hana, um leið og við krefjumst þess að í störfum sínum láti Madrid-ráðstefnan mannréttindamál sitja í fyrirrúmi. Free Sakharov and All Sovíet Polltícal Prisoners 'il Mobel Peace Prize Wlnner DR. AMDREI SAKHAROV An Appeal to the Madrid Review Conference The forced exile to Gorky of Mobel Laureate Dr. Andrei Sakharov. whose courageous defense of human rights has been a source of hope for his country and the world, is an arbitrary and illegal act that must be protested vigorously. The exiling of Dr. Sakharov is a part of a conceited govemment policy of repression against human rights activists throughout the (JSSR. We protest this campaign of repressions, which violates the human rights provisions of the Helsinki Accords. In particular we would like to express our protest of the imprisonment of Yuri Oriov, founder of the Moscow Helsinki Monitoring Group; Anatoly Shcharansky, a memberof the Moscow Helsinki Monitoring Group and an activist in the Jewish movement for emigration to Israel; Mykola Rudenko and Lev Lukyanenko. founders of the ökrainian Helsinki Monitoring Group; Olha Heyko, a member of the (Jkrainian Helsinki Monitoring Group; Viktoras Petkus of the Lithuanian Helsinki Monitoring Group; Robert Mazaryan of the Armenian Helsinki Monitoring Group; Merab Kostava of the Georgian Helsinki Monitoring Group; Father Gleb Yakunin of the Christian Committee for the Defense of the Rights of Believers; Lev Volokhonsky of the Free Inter-Professional Organization of Workers (SMOT); Vyacheslav Bakhmin and Leonard Temovsky of the Working Group on the (Jse of Psychiatry for Political Purposes; Malva Landa, an Administrator of the Russian Social Fund; Tatyana Velikanova, associated with the Chronicle of Current Events; NikolaJ Goretoy, leader of the Pentecostal Church in the GSSR; and Rollan Kadiyev, a Crimean Tatar human rights activist. All of these men and women were imprisoned for defending ctvil. religious, and national rights. In defending these prisoners of conscience we are also defending the very large numbers of men and women who are incarcerated in Soviet prisons, psychiatric hospitals, and forced labor camps, simply for expressing their views. On the eve of the Madrid Review Conference we can think of no more appropriate demand to make than the immediate and unconditional release of all prisoners of conscience in the CISSR and the release from forced exile of Dr. Andrei Sakharov. We appeal to people of good will throughout the worid to endorse and support our appeal. and request that the Madrid Conference make the question of human rights a central part of its proceedings. Andrei sakharov DefenseCampaign Saol Bellow Mon CMford P Caw Sol C Chaikin Di Sidney Drell ProI PaulJ Floiy Douglas Frasei Ashbel Green Dr Phihp Handter Hon RXa Hauser Hooks Vernon E Jordan, > Tom Kahn Lane Kirkland Aríon Frednk Andresen Prol Raymond Aron Pro< Kenneth J Arrow John Ashbery Rep Les AuColn Dr Douglas V Bartlefl Luigi Bar/mi Mortimer Becker Rep Adam Benjamm . Jr Baard Berge Maureen Berman Rep Jonathanl...,. ,Dr Dieter Biskamp Dr Derek C. Bok Heinnch Boll Rep David E Bonior Plerre Bouler Michael Bourdeagx Senator BiM Bradley Michael Hovak Bayard Rustin Prol Arthur Schlesmger Albert Shanker Dr PaulH Sherry Pro( Tetford Taytor John (Jpdike Dr Jerome B Wiesner Drcrmber 4. /990 Edward Broadbent Joseph Brodsky Rep GeorgeE Brown . V/ladimir Bukovsky Ir Ed Bullins Arthut F Burns Emile Capouya Prof Henn Cartan Harry Chapm Jm Chapm Paddy Chavefsky -•I- Shrriey Chisholm irr P '"Nvjura Ramsey Clark Pro( GÍovanm Codevrlla Arthur S Cohen Senator Wilkam S Cohen Robert Conquest Senator Alan Cranston Lt Gov. Mano Cuomo Gbrdon Davidson Karen DeCrow Rep Christopher J Dodd Anton Doim Michael Douglas Rep Robert Dnnan Allen Drury Frtednch Durrenmatt Richard Eberhart Dr Aibrec hl Elsner í Dr KlausH F ngelhardt Jason Epstein Pro( Alexander Ertich Pro( Victor Ertlch Rep Walter E Fauntroy Federico Fellini Herman Feshhach Murray H. Fmley James Fmn Pro( Henry Fuley Ruth Ford Mane Madeieme (ourcade Rrtd Freedman Df Konrad F reudenberger Prof Waller Galensnn Pro( Herbert J Gans Pro( Fdwa-J Getiouy Corneha Gorslrnmaier Sister Ann G*lkm Teny Gtlkam Penekipe Gilliat fcep Barry Goldwater > Di D-rv OHida Pro( Kurt GutOned Robert G'rttneb Pro( rvr.iy F Giafl Rep Bill Green Jack Greenberg David Greene Joel Grey Kenneth Groot Haakon Lie Rep Damel E Lungren "*p Andrew Maguire Armabel Setdman Rep An Sykoa M Margot Hentoff Norman Hill ClarenCe Hillman Dusbn Hoffman Wilham Holfman Rep Marjoríe S Holt Pro( Edwm Homg Rep Carrofl Hubbard Pro( Samuef Hunbngton Davsd ignarow Prof Ale* Inkeles Eugene lonesco Harold Isaacs Viola Isaacs Homer A Jack Cortnne Jacker Senator Henry Jac Dr Otlo Jand l EKa Kazan AKred Kazm Karen Kennerly AJfred Krropf Arthur Koestler Herman Koqan Myron Kolatrh Prol Aaron Kramr Dr H Krause Preben Kuhl Masme Kumm Prrif P»p! Kurtz James Mason Rep Robett T Matsui Dr HJK Mayer Rep Matthew McHugh Yehudi Menuhin Prof Robert K Merton Sen Howard Metzenbaum Mihajk) Mihajlov Czeslaw Milosj Rep Norman Y Mirwta Sen Patnck Damel Moymhan Paul Newman Rep Thomas P ONd. > LudmHa Osbrandt Dr Wemer Ott Dt David Owen Grace Paley Rep Jerry Parterson Ayshe Seyrmuratova David Shapiro Dr Paul Smeulders Anna Sokolow Susan Sontag Victor Sparre Dr Eckehart Speth Senator Adlai Stevenson II Tom Stoppard Tore Stubberud Rep Getry E. Studds Wtadyslaw Solecto Atom TouraH Lee L Traub Marvm L Traub Rep MomsUdart UvUHmarui Bemt Vestre Chartes Wagner Ira Wallach Martm J Ward Per Wastberq Andre Warts Dr Arthur Werter Moms L West Simon Wiesenthal Wrtkam W Wmpmnger Hams Wofford Sanford I WoW Rep Howard Wolpe ProI James E Wood > Joanne Woodward Kenneth Young Dr Martin Zippe Chartes A Pertk. > Haiold Pmter Pm( Richard Bpes Leonid Ptyushcb Midge Decter Podhoretz Richard Ravrtch Herman Rebhan Pm( Peter Reddaway Rep Benjarmn S Rosenthal .Pro( Josíeph Rcrthschild Pro( Matvm Ruderman Rep MartinO Sabo S-naloi Paul Sarbanes AMDREl SAKHAROV DEFEMSE CAMPAiGN 275 Seventh Avenue — 25th Fkxx New York, New York 10001 □ Please send me further information on Dr Sakharov and the work of your Campaign □ Erxlosed ismy contnbutkxvD *10 □ s25 D$50 □ »_______ Name_____________________________________ v-ahc- laqueur Avrtal Scharansky Prol Joel L Lebowtb N B Scharegm Prtrt Leon I ederman I aurent Schwartz Senator (.arl lcsin Rep Jnhn F Seiberiing (make checks payable to Andrei Sakharov Defense Camptogn) FYRIR 54.950 GKR. I EÐ\ 549.50 NÝKR... I | færð þú MICROMA SWISS I j quartzúr. vatnsþétt og höggþétt s 1 með hertu gleri. stálkassa og stál- s = keðju. gerð með átök erfiðismanns- i ins i huga MICROMA SWISS Alþjóða ábyrgð = Örugg þjónusta fagmanna. f| 1 Myndalisli Póstsendum um land j allt I FRANCH MICHELSEN | ÚRSMlÐAMEISTARI lAUGAVEGI 39 SiM113462 AlHil.YSINCASlMINN ER: 224.0 JfHergunÞlrtþib

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.