Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 71 4. sunnu- dagur í aðventu UPP. Kleðjizt allir. Kledjizt þér, t Guði vorum fattna ber, vort hjálpráð nú er nærri. Ó, heyrið bliðan boðskap þann, að borinn er i manndóm hann, sem Guð er, himnum hærri. Burt, hryggð, úr allra hjðrtum nú. kom, heilög gleði, svo i trú vér Jesú faðmað fáum, og elskan heit af hjartans rót þeim himingesti taki mót með lofsongs hjómi háum. Ó, virztu, góði Guð. þann frið, sem gieðin heims ei jafnast við, f allra sálir senda, og loks á himni lát oss fá að lifa jólagleði þá, sem tekur aldrei enda. Kingo - Sb. 1801 - H.Hálfd. Biblíulestur Vikuna 21.—27. dosember. Sunnudagur 21. des. Jóh. 1:19-28 Mánudagur 22 des. Lúk. 1: 39-56 Þriðjudagur 23. des. Jer. 31:2-6, 14 Miðvikudagur 24. des. Jes. 9: 5-7a, 11:1-2, 23: 5-6 Fimmtudagur 25. des. Lúk. 2:1-14 Föstudagur 26. des. Matt. 23:34-39 Laugardagur 27. des. Jóh. 21:19b-24 Svo sem vér og fyrirgefum vor - um skuldunautum Þessi bæn er í rauninni seinni hluti bænarinnar: Fyrirgef oss vorar skuldir. Við biðjum Guð um fyrirgefningu allra okkar synda, það er dagleg bæn, því við erum syndarar sem eigum allt undir fyrirgefningu og náð Guðs komið. Bænin um fyrirgefningu er því eins og játning þess að við viðurkennum smæð okkar og sekt frammi fyrir Guði. Sá sem þegið hefur náðina og hefur fengið að reyna mátt fyrirgefningarinnar, hann hlýtur að fyllast löngun til að eiga hugarfar fyrirgefningarinnar og biður því Guð hjálpar í því. Nú kemur það á daginn að þetta er eitt af því erfiðasta í mannlegu samfélagi. Ef eitthvað smávegis er gjört á hlut okkar þá blossar reiðin og hefndarhugurinn upp, slíkt er eðli manneskjunn- ar. Jesús fjallar um þetta atriði í dæmisögunni: Skuldugi þjónninn. Hann skuldaði 10 þúsund talentur, sem er þvílík upphæð að vonlaust er að greiða hana. En húsbóndinn gaf honum upp skuldina. Jólaliós í úrvali UNDANFARNAR vikur hefur jólaljósunum fjölgað jafnt og þétt. Aðventukransar, aðventu- stjörnur, Ijósum prýdd jólatré á torgum, ljósaskreytingar yfir verslunargötum. Ijósaraðir á svölum, Ijós í kirkjugörðum og kertasaia i fullum gangi. öll þessi ljós gleðja okkur því meir að jólahátíðina ber upp á þá daga ársins sem dimmastir eru. Oft heyrist um það rætt að jólaljósin og jólaamstrið stytti skammdegið og geri mönnum létt i skapi þegar drunginn er mestur. Án efa er svo. Hitt er vert að hugleiða, hvort öll þessi ljósadýrð hafi einhverja merkingu aðra en þá að gleðja okkur meöan stystur er sólar- gangur. „Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann var að koma í heiminn" segir í jólaguðspjalli Jóhannesarguðspjalls. „Ljósið skín í myrkrinu," segir þar einnig. Ekki er þar átt við svartnætti skammdegisins heldur veröld mannsins. Það mun tæpast of- mælt, að þeir tímar sem við nútímamenn lifum séu tímar bölsýni og vonleysis. Sjaldan hef- ur verið spurt áleitnari spurninga um framtíð heims og manns en einmitt nú. Bölsýnið og vonleysið á sér ekki rætur í svartagallsrausi trúarleiðtoga. Heimsendir er nú ekki fyrst og fremst boðaður af predikunarstólum kristinna kirkna. Framtíðarfræðingar með stafla af framtíðarspám um fólks- fjölgun, orkuþurrð, fæðuskort, styrjaldarlíkur o.s.frv. flytja okkur þennan boðskap. Þær eru fáar bjartsýnisraddirnar um framtíð heims og manns. Ósjálf- rátt koma manni í hug orðin úr fyrsta kafla 1. Mósebókar: Myrk- ur grúfði yfir djúpinu. Þeir eru margir, sem selja vilja hrjáðu mannkyni ljós. Margir, sem segjast eygja von fyrir mann- inn. Sú von er gjarnan bundin möguleikum mannsins sjálfs. Trúarlegar hreyfingar af óskyld- asta tagi fara sigurför víða um lönd. Mannkyn, ekki síst sá hluti þess sem „á' lífið framundan" leitar ljóss, leitar vonar. Kristnir menn trúa því að ljósið, vonin, sé þegar í heiminn komið. Jesús Kristur, hið sanna ljós sem upplýsir hvern mann kom í heiminn. Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu! Ljósið skín í myrkrinu! En guðspjall Jóhannesar segir meira. „Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið hefur ekki tekið á móti því. — Hann kom til eignar sinnar og hans eigin menn tóku ekki við honum.“ Jesús Kristur skírskotar ekki fyrst og fremst til fjöldans. Hann mætir einstaklingnum með ljós sitt og lífgjöf og spyr: Viltu þiggja? Viltu þiggja líf af mínu lífi, ljós af mínu ljósi, von og frið? Þegar þú kveikir á aðventuljós- unum þínum, þegar þú sérð jóla- ljósadýrðina í kringum þig, þegar þú kveikir á jólatrénu þínu, láttu það þá verða þér predikun um hið sanna ljós sem kom í heiminn, til að lýsa þér, gefa þér frið, gefa þér von. Láttu það ekki aðeins verða þér stytting á skammdeginu held- ur varanlegt ljós í lífi þínu. Öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn. Sá réttur er þér gefinn án skíl- yrða af kærleika. Gjörðu svo vel. „Þér eruð ljós heimsins", sagði Jesús við þá sem gengu honum á hönd. Þeir voru það ekki af sjálfum sér heldur vegna þess sem hann hafði gefið. Þetta er einnig sagt við þig sem ert lærisveinn Jesú í dag. Þú ert sendur með ljós vonar, kærleika og friðar þar sem þú ferð meðal þeirra sem finnst myrkrið umlykja sig og eygja enga von. Immanúel — þ.e. Guð með oss — ljósið skín í myrkrinu! En þjónninn var varla kom- inn út frá hinum miskunn- sama húsbónda er hann rakst á samþjón sinn sem skuldaði honum smá upphæð og þar eð hann gat ekki greitt skuldina samstundis þá lét hann færa hann í varðhald. Þessi dæmisaga endurtekur sig aftur og aftur í daglegu lífi og skapar endalausa úlfúð, hatur og svik. Við gleymum svo oft að líta í eigin barm og sjá í réttu ljósi allt það sem við höfum gert á hlut náunga okkar. Við gerum líka allt of lítið af því að setja okkur í spor þeirra sem eitthvað hafa gert á hlut okkar. Hvað þá að við hugsum um þá óborganlegu skuld sem við höfum fengið gefna upp hjá Guði með krossdauða frelsarans. Jesús Kristur tók á sig skuld okkar og sekt, dó saklaus fyrir seka til þess að við losnuðum úr fjötrum syndarinnar og dauðans. Sá sem kemur auga á þessa lausn Drottins og frelsun á að finna hjá sér þrá og löngun til að fyrirgefa meðbróðurnum ekki sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö sinnum, eins og Jesús komst að orði. Þessi bæn er því mjög nauðsynleg eins og allar bænir hinnar Drottinlegu bænar, og þarf íhugunar við. Notum hana rétt og biðjum Guð um að gefa okkur skilning á mikilvægi hennar og kraft til að framfylgja henni í lífi okkar og starfi. ... fréttamolar ... SVÍÞJÓÐ — barátta gegn frjálsum fóstureyðingum Eftir að frjálsar fóstureyð- ingar voru leyfðar í Svíþjóð hafa þær verið 30—35.000 ár- lega. Á yfirstandandi ári er gert ráð fyrir að þær verði nálægt 40.000 sem þýðir að á 25 árum verði framkvæmdar milljón fóstureyðingar. Vegna þessa hefur Kyrkliga Förbundet sent frá sér samþykkt sem felur í sér harða gagnrýni á núgildandi fóstureyði ngalöggj öf í Svíþjóð og leggur jafnframt áherslu á rétt hins ófædda barns til lífs. Samþykktinni er fylgt eftir með undirskriftasöfnun sem ætlað er að styðja það viðhorf til fóstureyðinga sem fram kemur í samþykktinni. Kyrkliga För- bundet heldur því fram í yfir- lýsingu sinni að líf hins ófædda sé fullverðugt mannlegt líf sem hefur mannlega séð rétt til framtíðar. M.a. segir í sam- þykktinni: „Mörg verðandi mannaböm, sem fórnað hefur verið á altari fóstureyðinga- löggjafarinnar hefðu án efa getað orðið meðal velgjörðar- manna mannkyns." Kyrkliga Förbundet hyggst með undirskriftasöfnun sinni stuðla að sterkri andstöðu við núgildandi löggjöf um fóstur- eyðingar og styrkja þá hreyf- ingu sem þegar gerir vart við sig í Svíþjóð gegn frjálsum fóstureyðingum. Þetta hefur m.a. leitt til þess að sænska þingið hyggst taka umrædd lög til endurskoðunar. Gyðingar og kristnir Lútherska heimssambandið hyggst koma á alþjóðlegri ráðstefnu um samband kirkj- unnar og gyðingdóms. Ráðgert er að ráðstefnan verði haldin á árinu 1981 og þátttakendur verði 60—70. Forsendur ráð- stefnunnar eru miklar umræður sem átt hafa sér stað um gyðingdóm og kristindóm á undanförnum árum, ekki síst í Noregi. Evróputrúboð Anfin Skaaheim, fram- kvæmdastjóri kristilegu skóla- hreyfingarinnar í Noregi hefur boðið þrem stærstu lúthersku kristniboðssamtökunum í Nor- egi til óformlegra viðræðna um að reka kristniboð í Evrópu. Skólahreyfingin hefur tengsl við hliðstæð samtök í Evrópu og hefur sent hjón til þessara starfa i Lissabon. Alíka mikið Kuðleysi í Vestur-Evrópu og Sovétríkjunum — Vesturlönd eru nú stærsti kristniboðsakur í heimi, sagði þekktur trúboði, dr. Alan Wal- ker frá Sidney, í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu margra kirkju- deilda sem nefnist World Con- vention of Churches of Christ, þar sem mættir voru fulltrúar frá 60 löndum. — Hin raunverulega höfnun trúarinnar á Vesturlöndum er jafngild hinu fræðilega guðleysi sem ríkir í kommúnistaríkjun- um. Að líkindum er álíka margt fólk sem tilbiður Guð í Sovét- ríkjunum og á Vesturlöndúm. Sovésk yfirvöld sýna meiri sjálfstjórn en yfirvöld á Vestur- löndum. Klámrit og opinbert vændi er bannað í Sovétríkjun- um á meðan slíkt vex og dafnar í Vestur-Evrópu og á Norður- löndum, sagði dr. Walker og hvatti kirkjurnar á Vesturlönd- um til að leggja áherslu á að kalla fólk til afturhvarfs og trúar á Jesúm Krist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.