Morgunblaðið - 21.12.1980, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 21.12.1980, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980 63 fclk í frétfum Islenski hesturinn dró þau til landsins RICKARD Driessen. hollenskur hestavinur og tannlæknir. ok unnusta hans Lou Bettina Klein, sem einnig er hestavinur, komu nýlejía hingað til íslands. Ætla þau að búa á Húsavík næstu tíu mánuði ok mun Dries- sen stunda tannlækningar þar. í samtali við Morgunblaðið sagði Driessen að hann hefði þekkt islenzka hestinn i fimm- tán ár, — sjálfur ætti hann fimm islenzka hesta heima i Ilollandi og hefði mjög gaman af útreiðum. Unnusta hans Bettina Klein er einnig hesta- maður, „þetta áhugamál okkar varð reyndar til þess að við hittumst og það má segja að við höfum trúlofast á hesthaki," sagði Driessen. En hvers vegna komu þau til íslands? „Okkur hefur lengi dreymt um að koma hingað til að kynnast íslenzka hestinum í sínu rétta umhverfi og reyndar kom ég til Húsavíkur tvisvar síðast liðið sumar," sagði Driessen. „Okkur hefur þó lengi langað til að kynnast vetrinum hér en höfum ekki haft tækifæri til þess fyrr en núna, — ég varð að ljúka mínu námi og gegna herþjónustu heima í Hollandi. Það var eigin- lega í gegn um vin okkar, Pétur Behrens, sem við komum. Tann- læknirinn á Húsavík, Sigurjón Benediktsson, hafði ákveðið að fara utan til framhaldsnáms. Hann skrifaði Pétri og spurði hann, hvort hann vissi af ein- hverjum sem gæti séð um hund- inn sinn og hest sem hann á, meðan hann væri að heiman. Pétur benti strax á okkur, — að við gætum komið hingað, séð um hundinn og hestinn og tann- lækningarnar líka. Og það varð úr.“ Hvernig líst ykkur á íslenzka veturinn? „Það var mikill snjór í Hol- landi þegar við fórum en hér í Reykjavík er hér um bil enginn snjór — við héldum að hér væri allt á kafi,“ sagði Bettina Klein. „En okkur líst afar vel á landið og þetta verður áreiðanlega skemmtilegur tími. Ég hélt eig- inlega að myrkrið væri miklu meira í skammdeginu hér á íslandi heldur en það er — það munar ekki svo miklu miðað við heima. Okkur hefur verið tekið mjög vel hérna og fólkið er mjög elskulegt — vetrardvölin á Húsavík leggst vel í okkur.“ Rickard Drcissen og Luo Bettina Klein. i.^nynd Krístján Fyrstu einleikstónleikar Eddu Erlendsdóttur Edda Erlendsdóttir við flygelinn á Kjarvalsstöðum. l.jtVsm. Kristinn Edda Erlendsdóttir heitir ungur pianóieikari. sem komin er heim til íslands. frá Paris til að halda hér sína íyrstu eínleikstónleika, eftir að hun lauk námi — um leið og hún. maður hennar og sonur. halda jól með foreldrum hennar. Er- lendi Einarssyni, forstjóra SIS og Margréti Helgadóttur. Son- urinn Tómas. sem er 16 mán- aða, kemur hingað i fyrsta sinn. En eiginmaður Eddu er franskur hljtiðfærasmiður og hljttðfæraleikari. Olivier Man- oury. sem leikur á hljóðfæri er nefnist bandónean. — Það er líkt harmoniu með hljómborði á báðum hliðum og mikið notað i Argentinu. Var mikið notað í París á árunum 1920— 40. til að ieika danstónlist. útskýrir Edda. SJálf var hún að æfa sig á flygelinn á Kjarvalsstöðum fyrir tónleikana 3. janúar, þeg- ar Ijósmyndari smellti þessari mvnd af henni. — Anna Snorradóttir hefur séð ákaflega vel um undirbúning þessara tónleika. segir hún og það er mjög mikilvægt fyrir mig, því hér eru engir sem taka að sér slíka sjálfstæða tónleika. Edda á langt nám að baki, hér og i París. Hún segist þó ekki hafa verið ákveðin i að gera píanóleik að ævistarfi, þegar hún útskrifaðist úr menntaskólanum í Reykjavík, þótt hún hefði alltaf haft gam- an af að spila. En þegar hún fékk franskan styrk og stóðst samkeppnispróf inn í Tónlista- skólann t Parts, fór hún þar í 4ra ára nám, og lauk því 1978. Næsta vetur kenndi hún í tón- listaskóla rétt utan við Paris, en þá kom babb í bátinn. Sonurinn Tómas var á leiðinni og Edda varð að liggja í rúminu alian meðgóngutímann. — Það var erfitt og tvísýnt meðan á því stóð, segir hún, en fór allt vel. En ég lék ekki á píanó á meðan. Svo ég varð að taka upp þráðinn aftur. Og nú er Edda hér komin, ætlar að halda fyrstu tónleik- ana á íslandi og síðan sama prógram í París í janúar. Og jafnvel er farið að ræða um það að hún skreppi út á land milli jóla og nýárs, leiki í Borgarnesi og á Laugalandi, — svona rétt fyrir tónleikana í Reykjavík og Paris. 107 ára Skagfirð- ingur í Vesturheimi IIALLDÓRA Bjarnadóttir, elst íslendinga, varð 107 ára í haust og í samhandi við afmæli henn- ar vitnuðum við fyrst í sex mánaða gamalt norskt blað um að hún væri elst á Norðurlönd- um, en síðan barst okkur annað norrænt blað sem sagði að þar væri um fleiri að ræða, þótt ekki væri það dagsett. A 105 ára afmæli Halldúru höfðum við óljúsar fréttir um islenzka konu í Vesturheimi á svipuðum aldri, en fundum hana ekki. Nú hafa okkur aftur á móti borist frétt- ir um að islenzk kuna i Kanada hafi orðið 107 ára gömul 4. des. sl. Það er Jóhanna Sölvason og birtist hér mynd af henni. Jóhanna er fædd 1873 að Eyhildarholti í Skagafirði, dóttir Stefáns Hafliðasonar og Lilju Jónsdóttur. Hún giftist 12. júlí 1895 Sigurði Sölvasyni, fæddum að Hafsteinsstöðum í Skagafirði 1965. Þau bjuggu að Stóra- vatnsskarði þar til 1899 að þau fluttu til Vesturheims og settust að í Mountain, North Dakota. Fluttu þaðan til Vatnabyggða í Saskatchewan 1905, tóku þar heimilsréttarland, eins og það er orðað þar vestra, og stunduðu landbúnað meðan kraftar leyfðu, seinast með aðstoð sonar og dóttur. Sigurður dó í desember 1966, 101 árs gamall, og höfðu þau þá búið saman í snurðulausu hjónabandi í 7114 ár, að því er sagði í Lögbergi Heimskringlu vorið 1974. En þá var grein um Jóhönnu þar og var hún þá hin hressasta, kunni heilu ljóðabálk- ana á íslenzku og hafði mjög frábært minni. ln 1905. "'OVCd SasJtatchewan. whcre cfand ntade then Solvaaon’s death m koí 10'■ I They had I vhom are 1> Lchildren, <’ ■ children ati fcchildren. 1 Mrs. So’ land >s ■ aU news " tront her enjoys g°°<l h> Tv. viewer, ernl and enjoys relatives and «> Solvason Mrs. Johanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.