Morgunblaðið - 21.12.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1980
51
MVissulega sér hún nú eftir því en þaö sem
öryggislögreglan er aö gera núna er að reyna
aö fá hana til að endurtaka sjálfsmoröstilraunina 99
(Sjá: Gísl)
ATOMVOPNIN
Tilraunirnar munu
tortíma 150.000 manns
í skýrslu, sem Sameinuðu þjóðirn-
ar hafa sent frá sér, kemur fram, að
150.000 manns hafa þegar látizt eða
munu látast af völdum tilrauna, sem
hafa verið gerðar með kjarnorku-
vopn. Upplýsingar þessar eru byggð-
ar á rannsóknum, sem sérfræðingar
úr ýmsum heimshornum hafa gert í
sameiningu. Kemur þar og fram, að
90% þeirra, sem hafa orðið eða
munu verða kjarnorkuvopnatilraun-
unum að bráð, séu frá norðurhveli
jarðar.
Tilraunir, sem eru gerðar með
kjarnorku í andrúmsloftinu, leiða af
sér geislavirk úrgangsefni. Svo er
ekki um tilraunir, sem eru gerðar
neðanjarðar. Frá lokum síðari
heimsstyrjaldar hafa 1.233 tilraunir
verið gerðar með kjarnorku, þar af
441 í andrúmsloftinu.
Sé það rétt að 150.000 manns hafi
orðið og muni verða kjarnorkutil-
raunum að bráð, er þar vísast um að
ræða fleiri fórnardýr en í kjarnorku-
árásum Bandaríkjamanna á Híró-
shíma og Nagasagí í lok síðari
heimsstyrjaldar. Er þá miðað við þá
sem létust þegar eftir sprengingarn-
ar og beinlínis af völdum þeirra
næsta mánuð á eftir.
Geislavirk úrgangsefni af völdum
kjarnorkusprengja eru allt um það
miklu minni en geislavirkni af nátt-
úrulegum orsökum og af völdum
röntgentækni. Vísindamaðurinn Jos-
eph Rotblat, sem kannað hefur
afleiðingar Híróshímasprengjunnar,
segir hins vegar: „Tilraunir með
kjarnorkusprengjur þjóna ekki nyt-
samlegum tilgangi fyrir mannkynið
á sama hátt og röntgentækni í
læknavísindum. Þær eru þvert á
móti liður í vígbúnaðarkapphlaupi,
sem mun hugsanlega leiða til kjarn-
orkustyrjaldar.
Árið 1963 var gert gagnkvæmt
samkomulag um bann við tilraunum
með kjarnorkusprengjur í andrúms-
loftinu, og fyrir bragðið hefur þeim
farið stórlega fækkandi. En geisla-
virkni eyðist mjög hægt, og því
munu tilraunir, sem gerðar voru
fyrir daga fyrrnefnds samkomulags,
enn um sinn orsaka banvænt
krabbamein og alvarlega erfðagalla.
Aðilar að samkomulaginu eru
Bretar, Bandaríkjamenn og Rússar
Liður í vígbúnaðarkapphlaupinu
en Kínverjar og Frakkar hafa ekki
undirritað það. Árið 1974 lýstu
Frakkar yfir því, að þeir myndu
hætta tilraunum með kjarnorku í
andrúmsloftinu, en Kínverjar
stunda enn slíkar tilraunir í Lop Nor
í Mið-Asíu.
Kínverjar sprengdu síðast kjarn-
orkusprengju í andrúmsloftinu í
októbermánuði síðastliðnum. Sú
sprengja var allt að einu megatonni.
Samkvæmt útreikningum banda-
rískra sérfræðinga mun þessi eina
tilraun valda dauða þúsund manns.
- MARTIN BAILEY
GLÆPIR
13 morð á 5 árum og sá
seki leikur enn lausum hala
Haustlaufin á Alma Road í Leeds á
Bretlandi eru fokin veg allrar verald-
ar nema örfá, sem hafa verið látin í
umbúðir, merkt og geymd og bíða þess
dags, er þeirra verður þörf að nýju. í
sl. mánuði hné tvítug stúlka, Jaque-
line Hill að nafni, niður á þessi lauf og
gaf upp öndina, en banamaður henn-
ar, Yorkshire-morðinginn, tróð á
þeim, er hann flýtti sér í burtu, eftir
síðasta glæpaverk sitt í borginni.
Þegar lík stúlkunnar hafði verið flutt
á brott næsta dag, tóku leynilögreglu-
menn til handargagns gras, jarðvegs-
efni og lauf og stungu því niður í
plastpoka því að þeir vissu, að sölnuð
lauf geta „talað".
Leitin að Yorkshire-morðingjanum
hefur tekið fimm ár og málið er orðið
að umfangsmestu lögreglurannsókn,
sem átt hefur sér stað á Bretlandi. En
ekki hefur tekizt að hafa upp á
þessum óbótamanni sem myrt hefur
og limlest 13 konur. Þeir 400 lögreglu-
menn, sem að málinu vinna, fengu
nýlega senda segulbandsspólu, þar
sem hljóðrituð voru hæðnisyrði morð-
ingjans í garð þeirra, sem standa
ráðþrota gagnvart honum.
Mennirnir, sem vinna að rannsókn
málsins í Yorkshire og fjórir háttsett-
ir lögregluliðsforingjar annars staðar
frá, sem kvaddir voru til aðstoðar,
hafa lýst yfir því, að venjulegir
lögreglustarfshættir hafi ekki dugað
til þess að hafa upp á manninum. Hins
vegar gæti lausn verið að finna með
hagnýtingu flókinna vísinda, sem enn
eru á þróunarstigi, þ.e. réttarlæknis-
fræði.
Réttarlæknisfræðin hefur þegar
varpað ljósi á, að morðinginn er í
stígvélum númer 7 og hefur skarð á
milli framtannanna. Þetta kom í ljós
við rannsókn á fótsporum, sem fund-
ust hjá líki Emily Jackson í Leeds í
janúar 1976, Patriciu Atkinson í
Bradford í apríl 1977 og Josephine
Whitaker í Halifax í apríl 1979 og loks
við rannsókn á biti á líki Joan
Harrison í Preston 1975.
Hann er af þeim 6% brezku þjóðar-
innar, sem hafa blóð af blóðflokknum
B, en það kom í ljós við athugun á
sæði í sambandi við rannsókn morðs-
ins á Joan Harrison og við greiningu á
munnvatni á bréfum, er hann sendi í
marz 1978 og ’79 til George Oldfield,
aðstoðaryfirlögregluþjóns í Vestur-
Yorkshire.
Vísindamenn rannsökuðu agnarögn
af olíu eða fitu á líki Josephine
Whitaker og samkvæmt niðurstöðum
þeirra telur Oldfield að morðinginn sé
hugsanlega vélaviðgerðarmaður, raf-
virki eða eitthvað í þeim dúr. Við
athuganir á áverkum á líkum kvenn-
anna hefur komið í ljós, að York-
shire-morðinginn notar mjög sér-
kennileg vopn í árásum sínum, til að
mynda hamra af sérstæðri gerð,
brennimerki af ákveðinni tegund svo
og skrúfjárn.
Stuart Kind, forstöðumaður rann-*
sóknarstofnunar innanríkisráðu-
gerum ekki ráð fyrir kraftaverkum, en
vel getur verið að hann reki augun í
eitthvað, sem farið hefur framhjá
okkur.
Stuart Kind hefur ritað bók um
réttarlæknisfræði, sem nefnist Vís-
indi gegn glæpum. Þar segir hann
m.a.: — Réttarlæknisfræði gefur
áþreifanlegan vitnisburð. Vitnisburð-
ur persóna er huglægur. Það skiptir
ekki máli, hver fer höndum um hann.
Hann er ávallt samur og jafn.
Hár, blóðblettur, glerbrot og fingra-
för eru vitnisburður um glæp. Það
hverfur ekki sjálfkrafa. Að vísu getur
Lögreglumenn „fínkomba" staðinn þar sem síðasta fórnarlamb hins óhugnan-
lega Yorkshire-morðingja fannst fyrir skemmstu.
neytisins í Aldermaston, hefur nýlega
farið gaumgæfilega yfir allt það, sem
mönnum hefur orðið ágengt í rann-
sókn þessa máls. Hann kannaði sýni
úr líkamsvefjum, blóði, fingraför og
munnvatn — skoðaði málmhluti, fata-
pjötlur, jarðvegssýni og hjólbarðaför.
Úr þessum smáatriðum má gera einu
myndina af Yorkshire-morðingjanum,
sem tiltæk er á þessu stigi.
Frank Morritt, rannsóknarlögreglu-
maður í Leeds segir eftirfarandi: —
Tilgangurinn með því að fá Stuart
Kind til aðstoðar við rannsókn máls-
ins er sá að fá utanaðkomandi aðila til
að kanna allan þann efnivið, sem
komið getur að gagni við réttarlækn-
isfræöilega rannsókn málsins. Við
vindur feykt á brott hári eða glerflís,
blóðblettur getur lýstst og hægt er að
þurrka fingraför út. Þegar öll slík
vegsummerki eru horfin getur vís-
indamaður ekkert aðhafzt. Þess vegna
kostar hann kapps um aö gæta þess
sem finnst með öllum tiltækum hætti.
Þar eð ýmis sönnunargögn eru ekki
ætíð varanleg, verður að ljósmynda
þau eða varðveita á annan hátt eins
fljótt og unnt er.
Visindalegar rannsóknir á örsmáum
sýnum geta orðið mikilvægur þáttur í
að finna lykil að lausn glæpamála, og
því er nauðsynlegt að rannsaka sér-
hvern snefil af ítrustu kostgæfni.
THOMSON PRENTICE
Óskum viðskiptamönnum okkar um land allt
Gleöilegra jóla og
farsæls komandi árs.
Þökkum viöskiptin á árinu.
PÁLL ÞORGEIRSSON &C0,
Ármúla 27. — Símar 34000 og 86100.
Á'irr>*
£ fe>y }
**.-.ern téfjW
^••bækiífjnn
't'.'cz. ^rssonaÚ prests í H
Jónssonar prestS »B
^a/Ettarsk rá ■ séfa*
o! Omt * /74g
/éfeZ -4&'&
frft/rrt v/Á/ f- ///2.
* m m á* / >
%...................
i rtafandi -1 j^rítaðáúiltttfá&1-^
^töjátal séra Þorvald$ Bööv-
éyjarffölfuFrt Ogs'6jörns
na Þorsteinssonar. preats k
v Ættartölubækur Jons EsöqIiAs^
Vin*
aö
4fr.T- 'Á •r£*’xí
M
Arlmuíi 27 105
ar: 86080 og 86244 ) f S"