Morgunblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981 5 Sigurður Björnsson Agnes Löve Sigurður Björnsson með tónleika í Húsavíkurkirkju SIGURÐUR Björnsson heldur n.k. sunnudagskvöld tónleika i Húsavikurkirkju og hefjast þeir kl. 21. Undiríeikari er Agnes Löve og eru tónleikar þessir haldnir á vegum Tónlistarfélags Húsavikur. A efnisskrá tónleika Sigurðar Björnssonar eru íslenzk lög og óperuaríur. Þá syngur hann einnig ljóðaflokkinn Ástir skáldsins eftir Schumann. Skoðanakönnun Dagblaðsins: Alþýðuflokkur tapar - Framsókn vinnur á DAGBLAÐIÐ birti i gær niður- stöður skoðanakönnunar. sem blaðið hefur gert á fyigi stjórn- málaflokkanna. Niðurstöður skoðanakönnunar- innar urðu þessar: 35 af 600 sögðust styðja Alþýðuflokkinn eða 5,8%, 78 eða 13% studdu Fram- sóknarflokkinn, 149 eða 24,8% studdu Sjálfstæðisflokkinn, 60 eða 10% studdu Alþýðubandalagið, 5 eða 0,8% studdu aðra flokka eða frambjóðendur, 58 eða 9,7% studdu engan flokk, 175 eða 29,2% voru óákveðnir og 40 eða 6,7% neituðu að svara. Ef aðeins eru teknir með þeir sem afstöðu tóku er niðurstaðan sem hér segir. Til samanburðar eru niðurstöður kannana Dagblaðsins í september og febrú- Allgott verð í Grimsby JÓN Þórðarson BA seldi 66,1 tonn í Grimsby í gær fyrir 646 þúsund krónur, meðalverð á kíló 977 krónur, sem er mun betra verð heldur en fengist hefur undanfarið í Englandi. Aflinn fór í 1. og 2. flokk. Aðeins tvö íslenzk fiskiskip lönduðu ytra í þessari viku, en eitthvað fleiri landa erlendis í komandi viku. Gafl-innkynn- ir þorramat VEITINGAHÚSIÐ Gafl-inn í Hafn- arfirði bryddar upp á þeirri nýj- ung nú um helgina að gefa gestum sinum kost á þorramat á hlaðborði i salarkynnum sinum við Dals- hraun. Að sögn Jóns Pálssonar er þessi nýjung aðallega hugsuð sem kynn- ing á þeim þorramat, sem veitinga- húsið hefur haft á boðstólum undan farin ár, en aðeins til heimsendinga og fyrir veizlur. Hann sagði einnig að kynningin yrði aðeins í kvöld og á laugardagskvöldið og myndi Guðni Guðmundsson píanóleikari skemmta gestum með hljóðfæraleik bæði kvöldin. ______ Foreldrafélag Hlíðaskóla vill ekki sýningar á „Pæld’í þvíu AÐALFUNDUR foreldrafélags Hlíðaskóla í Reykjavík, sem hald- inn var á miðvikudag, samþykkti samhljóða þá áskorun á stjórn skólans að sjá til þess að leikritið: Pæld’í því, verði ekki sýnt í skólanum. ar í fyrra og úrslit þingkosn- inganna í desember 1979: jan. '81 sept. '80 feb. '80 kosn Alþýðuflokkur 10.7% 13,0% 12,8% 17,4% Framsóknarfl. 23,9% 21.7% 26.3% 24.9% Sjilfstreðisfl. 45.6% 46,2% 43.4% 35.4% Óháðlr sjálfstæðismenn 1,9% Alþýðubandal. 18.3% 18,8% 16,8% 19.7% Aðrir 1,5% 0.2% 0.7% 0,4% Ef þingsætum yrði skipt í beinu hlutfalli við fylgi flokkanna í prósentum yrðu niðurstöðurnar, sem hér segir. Til samanburðar er skipting þingsæta eins og hún hefði verið samkvæmt könnunum í sept. og febr. í fyrra og úrslit síðustu þingkosninga: jan. '81 sept. feb. kosn. AlþýAuflokkur 6 8 7 10 Framxóknarflokkur 15 13 16 17 SjálÍHtapðÍHfl. að með- töldum Egirert Haukdal 28 28 27 22 AlþýAubandalag 11 11 10 11 Árni Blandon og Guðbjörg Þorbjarnardóttir í hlutverk- um sínum. Þjóðleikhúsið: Dags hríðar spor á stóra sviðið LEIKRIT Valgarðs Egils- sonar Dags hriðar spor, sem frumsýnt var i nóvember á litla sviði Þjoðleikhússins hefur verið sýnt sextán sinn- um við húsfylli. Nú er ætlun- in að flytja þessa sýningu upp á aðalsvið leikhússins og verður verkið sýnt þar nk. laugardag, 24. janúar. Helstu hlutverk í Dags hríðar spor fara eftirtaldir leikarar með: Herdis Þor- valdsdóttir, Rúrik Haralds- son, Þórir Steingrímsson, Flosi Ólafsson, Arni Blandon o.fl. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir, leikmynd og búningar eru eftir Sigurjón Jóhannsson en Ingvar Björnsson sér um lýsingu. Þiö takið eftir því aö viö bjóöum 15% afslátt af öllum vörum verzlana okkar út janúar mánuð. Sparið og kaupið nýjar glæsilegar vörur á sérlega hagstæðu verði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.