Morgunblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981 15 Heift grípur um sig í Bandaríkjunum Fulltrúa írana er spáð frama FYRSTU írásagnir banda- rísku gíslanna fyrrverandi af hroðalegri meðferð i fangavistinni i íran hafa varpað skugga á gleði bandarísku þjóðarinnar yf- ir frelsi þeirra úr prísund- inni. Hryllingur og hiturð hafa gripið um sig, ok marg- ir telja. að Bandaríkin eigi að virða samninginn, sem Jimmy Carter undirritaði til að fá gislana lausa, að engu. Ronald Reagan sagði, að hann liti á RÍsIana sem stríðsfanga, og Carter for- dæmdi íran fyrir „viðbjóðs- lega villimennsku**. Gíslarnir, sem eru í hvíld í Wiesbaden, Þýzkalandi, fengu loks tækifæri til að hringja og tala við fjölskyld- ur sínar og vini eftir yfir 14 mánaða aðskilnað á miðviku- dag. í sjónvarpi mátti sjá gleði ástvina þeirra, þegar þeir heyrðu í þeim eftir svo langan tíma, en loft var lævi blandið. I fyrsta sinn kom í ljós, að sumir gíslanna höfðu verið í einangrun svo mánuð- um skipti, aðrir voru látnir spila rússneska rúllettu með skammbyssu, sem þeir vissu ekki, hvort var hlaðin eða ekki. Aðrir voru leiddir undir vegg og vopn munduð. Þeir héldu, að sín síðasta stund væri runnin upp, en aldrei var hleypt af. Og einn gísl- anna varð mjög undrandi, þegar hann heyrði rödd móð- ur sinnar, fangaverðir hans höfðu sagt honum, að hún væri látin og hann gæti farið á jarðarförina, ef hann segði þeim eitthvað um starfsemi sendiráðsins. Hann vissi ekki fyrr en mörgum mánuðum seinna, að hún er við hesta- heilsu og þakklát fyrir, að hann er loks á leið heim. Faðir eins gíslanna sagði á þriðjudag, að nú væri best að gleyma þessum hræðilegu mánuðum og sjá hvernig samstarf Bandaríkjanna og Iran þróast í framtíðinni. En á miðvikudag, eftir að hann hafði talað við son sinn og heyrt um meðferðina á hon- um sagði hann, að íranir væru ekkert annað en villi- menn „og þeir mættu vera sprengdir í loft upp mín vegna". Wall Street Journal skrif- aði í leiðara á miðvikudag, að Bandaríkin ættu ekki að virða samninginn við Iran. Hann hefði verið gerður við siðlausa hryðjuverkamenn og þess vegna væri óþarfi að standa við hann. Reagan og nýtt utanríkisráðuneyti hans létu að því liggja sama dag, að Bandaríkin kynnu að brjóta samninginn, en fyrst þyrfti að skoða hann gaum- gæfilega. Lögfróðir menn mæla með, að staðið verði við loforð Bandaríkjamanna í samningnum, en andrúms- loftið í landinu á hæla frá- sagna gíslanna er fullt af heift í garð írana og margir vilja ná sér niður á þeim á einhvern hátt. En eins og New York Times bendir á í leiðara í morgun, þarfnast Bandaríkin Iran og best kæmi sér fyrir þau, ef skipu- lag kæmist á hlutina þar sem fyrst. „Það er ekki vegna virðingar fyrir íran,“ segir í leiðara blaðsins, „sem við höfum ekki jafnað Teheran við jörðu, heldur af því við þörfnumst þess, hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ ab BEHZAD Nabavi, aðalsamninKa- maöur trana i gisladeilunni, er gamalreyndur byltingarmaður, sem gæti fenKÍð valdamikið emb- ætti, jafnvel stöðu forsætisráð- herra, vegna frammistöðu sinnar i samningunum. Nabavi á sæti i irönsku stjórn- inni og var auk þess skipaður aðaltalsmaður rikisstjórnarinn- ar i gisladeilunni þegar samn- ingaviðræður hófust í nóvember. Nabavi hefur einnig átt sæti í nefnd, sem hefur eftirlit með útvarpi og sjónvarpi, sem eru ríkisrekin. Hann er af miðstéttarfólki kom- inn og lauk BA-prófi í lögfræði og meistaraprófi í bókmenntum áður en hann hóf nám í rafeindaverk- fræði í verkfræðiskólanum í Te- heran. Á árunum fyrir byltinguna leiddi stjórnmálastarfsemi Nabavi gegn stjórn keisarans til þess að hann var dæmdur í átta ára fangeisi fyrir að hafa skotvopn ólöglega undir höndum og vera félagi í bönnuðum stjórnmála- samtökum. íranskir sérfræðingar telja, að Nabavi sé harðlínumaður, ofsatrú- armaður og bandamaður her- skárra manna eins Mohammad Ali Rajai forsætisráðherra sem eru handgengnir klerkastéttinni, en mótherji hófsamari manna eins og Abpæhassan Bani-Sadr. Orðaður við friðar- verðlaun Nóbels HJÁLPRÆÐISIIERINN er meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við friðarverðlaun Nóbels árið 1981. að þvi er segir i norska blaðinu V&rt land. Norski þingmaðurinn Sigrid Utkil- en og nokkrir félagar hennar úr Hægriflokknum hafa sameinast um Hjálpræðisherinn til friðarverðlaun- anna. Ýmis önnur nöfn hafa komið upp i norska þinginu en þingmenn eru flestir fylgjandi því að Alva Myrdal fái verðlaunin. Enn einn í haldi Washlmtton, 22. J»n. - AP. BANDARISKUR ríkisborgari af afgönskum uppruna hefur verið i fangelsi i íran í tiu mánuði og er þá vitað um þrjá bandariska rikisborgara sem dúsa í dýfiissu þar í landi, að því er bandariska utanrikis- ráðuneytið sagði i dag. Eftir að hafa haldið uppi spurnum fyrir meðalgöngu svissneska sendiráðsins í Teher- an fékkst það staðfest að Zia Nassry sæti í Evin-fangelsinu í Teheran. íranir hafa ekki skýrt frá því hvort maðurinn hafi verið formlega ákærður. Tals- maður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins sagði að ekki væri hægt að útiloka að fleiri Banda- ríkjamenn sætu í fangelsum í íran. Svissneska sendiráðið sem hefur farið með málefni Banda- ríkjamanna, síðan stjórnmála- sambandi var slitið, hefur marg- sinnis reynt að fá að senda fulltrúa til að ræða við fangann, til að sjá hvernig meðferð hann sætir, en slíkum beiðnum hefur í engu verið sinnt af hálfu írana. Sjónvarpsmynd um flótta sex gísla dulbú- inna sem Kanadamenn Loh Angeles. 22. jan. — AP. BANDARISKA sjónvarpsstöð- in CBS hefur samið um gerð tveggja klukkustunda langrar sjónvarpsmyndar sem á að heita „The Canadian Connec- tion“ og fjallar um flótta sex bandariskra sendiráðsmanna sem Kanadamönnum tókst að smygla úr landi i föruneyti kanadiskra diplómata. Lionel Chetwynd mun skrifa kvik- myndahandritið og taka hefst i marz. Mennirnir sex voru dulbúnir sem ferðamenn og komið frá Teheran 28. janúar 1980. Eins og sagt var frá á sínum tíma vakti það mikla reiði í íran, þegar þetta komst upp. ABC sagðist vera að undirbúa björgun sem hafi lánast á tveimur bandarískum kaup- sýslumönnum úr írönskum fangelsum. William Golding sé að skrifa handritið. Þá er viðbúið að innan tíðar hefjist umfangsmikil bókaút- gáfa og síðan kvikmyndagerð um „444 daga í gíslingu" nú eftir að gíslarnir eru komnir allir heim og fara að leysa frá skjóðunni við fjölmiðla, að því er AP segir. Þú verslar í HUSGAGNADEILD og/eða TEPPADEILD JIS /A ááá&á og/eöa RAFDEILD og/eöa BYGGINGAVÖRUDEILD Þú færö allt á einn og sama kaupsamninginn/skuldabréf og þú borgar allt niöur í 20% sem útborgun og eftirstöövarnar færöu lánaöar allt aö 9 mánuöum. Nú er aö hrökkva eöa stökkva, óvíst er hvaö þetta tilboö stendur lengi. (Okkur getur snúist hugur hvenær sem er). Þegar þú hefur reitt af hendi útborgunina og ritaö nafniö þitt undir kaupsamninginn kemur þú auövitaö viö í MATVÖRUMARKAÐNUM og byrgir þig upp af ódýrum og góöum vörum. Opiö til kl. 22 i föstu- dögum og til hádegis i laugardögum I Mat- vörumarkaöi og Raf- deild. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 sími 10600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.