Morgunblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981 29 VIÐTALSTÍMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík & S\G6A WöGA g ‘{tlViHAU Vonin mín er létt í lund Gyða Erlendsdóttir skrifar: „Velvakandi. Hérna sendi ég þér upp- skrifað kvæði eftir systurnar Ólínu og Herdísi Andrésdæt- ur, svona til gamans og upp- rifjunar, í framhaldi af vísum um vonina sem birst hafa í dálkum þínum: Vonin min er létt i lund, ljós sem deyr og fæðist. Ef hún daprast eina stund, aðra lifið glæðist. Talar hún ávhallt Ijúft, en lágt, leikur við hvern sinn fingur. sér á rósum dillar dátt, dansar. hlær og syngur. Ekki var hún á sér þung með unaðs blóm i mundum. Forðum þegar ég var ung elti ég hana stundum. Þá var hún bjðrt sem sól að sjá á sumarmorgni hlýjum; minnst er varði vikin frá vóð sem tungi i skýjum. Kinka sá ég kollinn þinn hverfleikans á bárum. Fallcga sðngstu. fuglinn minn, fyrir nokkrum árum. Hlustaði ég á þin hulduljóð. Hugurinn aldrei þreyttist, uns i dauða dapran óð. dýrðarsöngur breyttist. Ei að siður enn i dag ég vil sðng þinn heyra. Þetta blessað ljúflingslag lét svo vel í eyra. Þú hefur gjafir fáar fært, fagrar hjarta minu. Mér hefur stundum verið vært und vængjablaki þinu. Bráðum mun ég þiggja þaö að þreyttur hvilist andi og þú verðir, von min, að vissu á sælu landi. Komdu er húmar hels á veg við hinsta æðarslagið, þegar siðast sofna ég og syngdu gamla lagið. VELVAKANDI ■ SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI .TIL FÖSTUDAGS , 11*1WL a'-A U fr* U ll Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksiná veröa til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá klukkan 14.00 til 16.00. Er þar tekiö á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö að notfæra sér viötalstíma þessa. Laugardaginn 24. janúar verða til viötals Davíð Oddson og Ragnar Júlíusson. Um dagvistarmál 9279-8062 skrifar 6. janúar: Ég er ein af þeim konum sem alltaf hefi haft áhuga á dagvistun- armálum barna og fylgst með því sem er að gerast í þeim málum. í dagblöðum í dag er sagt frá opnun þriggja nýrra dagvistunarstofn- ana, sem voru formlega teknar í notkun í gær. í ávarpi sínu segir Gerður Steinþórsdóttir að Félags- málaráðuneytið sé að vinna að 10 ára áætlun um uppbyggingu dag- vistunarstofnana sem miði að því að fullnægja þörfinni að fullu. Þetta finnst mér mjög miklar gleðifrétlir. 7% hærra gjald Laugardaginn 20. des. 1980 er í dagblöðum fréttatilkynning frá Félagsmálaráði og er þetta úr henni: „í haust hafa farið fram á vegum Námsflokka Reykjavíkur í samvinnu við Dagvistunardeild Félagsmálastofnunarinnar nám- skeið fyrir dagmæður. Dagmæðr- um með starfsleyfi frá barna- verndarnefnd er skylt að sækja slíkt námskeið. Frá 1. desember 1980 er þeim heimilt að taka 7% hærra gjald fyrir vinnu sína.“ Er búið að því? „5. okt. 1980 ýmsar fréttir af tilefni 10 ára afmælis Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar. Þar ber einn kaflinn fyrirsögnina „DAGMÖMMUR". Þar stendur að dagmamman hafí 119 þús. kr. á mánuði fyrir eitt barn. Og þetta: „Einnig er stefnt að auknu sam- starfi dagmæðra, þannig að þær geti tekið við börnum hver ann- arrar ef um forföll er að ræða.“ Þetta túlka ég þannig að ef dagmömmur veikjast þá geti þær komið börnunum fyrir hver hjá annarri t.d. í nokkra daga. Og seinast í kaflanum: „Loks má geta þess að prentaður hefur verið bæklingur með upplýsingum og reglum sem snerta bæði dag- mömmur og forráðamenn þeirra barna sem hjá þeim vistast, og verður honum dreift til þessara aðila.“ Er búið að því? Og þá fer ég nú að koma að kjarna málsins: Tökum eitt dæmi: Barn fer til dagmömmu 3ja mán- aða gamalt. Um 6 mánaða aldur fær barnið vont kvef og er heima í 1 viku. Stuttu seinna inflúensu og er heima í 2 vikur, þar næst mislinga og er heima í heilan mánuð. Enn kvef og er heima í 1 viku. Um 10 mánaða aldur er barnið búið að vera veikt í fulla 2 mánuði af 7 sem það hefur verið í dagvistun. Á dagmamman að fá greitt fyrir þá vinnu sem hún lætur ekki af hendi? Á sú manneskja sem í þessu tilfelli passaði veikt barn í 2 mánuði ekkert kaup að fá? Geta foreldrar tekið sér frí frá vinnu hvenær sem er, í hvað langan tíma sem er án þess að kaup þeirra skerðist? Hvað með einstæðar mæður? Er ætlast til að foreldrar borgi tvöfalt gjald fyrir þann tíma sem barnið er veikt? Leiðrétting í vísu Jakobs Jónassonar, Grát- ið á frönsku, sem birtist í Velvak- andadálki á miðvikudag, varð slæm villa í 3. vísuorði, og birtist vísan hér aftur ásamt afsökunar- beiðni til höfundar: Guðrún missti gervison, grét aí list á frönsku, uns Gunnar henni gervi-von, gaf á púra-dönsku. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐENU / ,5/<áZ.O > ^MoriU 06 VÁ/ Í6 m /1 <hl6L0 <\Í0 06 m Véiadeild Sambandsins HJÓLBARDAR HÖFDABAKKA 9. SÍMI:83490. Það munar ef til vill ekki miklu á mýkt, breidd og endingu flestra snjóbarðategunda. En þessi litli munur getur þó munað öllu þegar um öryggi yðar og annarra er að tefla. Yokohama og Atlas eru þekktar tegundir fyrir þá kosti, sem tryggja öryggi yðar og annarra í umferðinni. ATLAS YOKOHAMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.