Morgunblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981 3 Annir skýrsluvéla tef ja undirbúning skattalagabreytinga „ÞESSI mál eru á umræðustigi, en ríkisskattstjóri hefur enn ekki fengið þá vinnu i skýrsluvélum ríkisins sem þarf til að þoka málunum lengra,“ sagði Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, er Mbl. spurði hann i gær, hvað liði undirbúningi breytinga á skatta- lögum og ákvarðana um skatt- stiga. „I>að er með ólíkindum, hvað annir skýrsluvélanna eru miklar. Við erum búnir að biða eftir upplýsingum i nokkrar vik- ur og ýmsir verkhópar eru nú nánast verklausir. En nú standa Mörg beinbrot í hálkunni GÍFURLEG hálka hefur verið á gangstéttum höfuðborgar- innar undanfarna daga og á degi hverjum koma f jölmargir á slysadeild Borgarspítalans, sem hlotið hafa byltur og jafnvel beinbrot, að þvi er Einar Þórhallsson læknir tjáði Mbl. i gær. Einar sagði að oftast væri það eldra fólk sem beinbrotn- aði í hálkunni, úlnliðabrot væru algengust en fyrir kæmi að fólk hlyti lærleggs- og handleggsbrot. „Við höfum tekið eftir því að gamla fólkið, sem hingað kem- ur hefur í flestum tilfellum ekki haft neinn búnað á skóm sínum til þess að verjast falli, t.d. mannbrodda. Það er full ástæða til að hvetja fullorðið fólk til þess að hafa góðan búnað á skónum sínum í hálk- unni,“ sagði Einar. vonir til að þetta fáist fyrr en síðar.“ Ragnar sagði í fyrsta lagi óútkljáð, hvernig fara ætti með „bændaskattana" og hyernig reikna ætti mönnum tekjur. I öðru lagi væru svo mál einstæðra foreldra, en hann kvaðst eiga von á nefndarskýrslu um þau þá og þegar. í þriðja lagi nefndi ráð- herrann skattalækkun í sambandi við efnahagsaðgerðir ríkisstjórn- arinnar, en um það mál hefði verið haldinn einn viðræðufundur með fulltrúum Alþýðusambands Is- lands. Ragnar sagði marga mögu- leika fyrir hendi, en helzt væri rætt um að framkvæma skatta- lækkunina annað hvort með niðurfellingu sjúkratrygginga- gjalds eða hækkun persónuafslátt- ar.- Varðandi fyrri leiðina sagði ráðherrann það ekki ætlunina að lækka skatta af hærri tekjum og yrði sjúkratryggingagjaldið fellt niður, myndi tekjuskattur af hærri tekjum verða hækkaður um 2% á móti. Mbl. spurði ráðherr- ann, hvar mörkin milli lág- og meðaltekna og hærri tekna væru sett, en hann sagði það vera ófrágengið mál. Þá benti fjármálaráðherra á, að fyrir Alþingi lægi frumvarp um hækkun vaxtafrádráttar og að verkfærapeningar verði frádrátt- arbærir til skatts og sagði, að þetta frumvarp yrði að afgreiða áður en framtalsfrestur rennur út, sem verður 10. febrúar. Önnur skattamál sagði ráðherra stefnt að að afgreiða fyrir lok febrúar- mánaðar. Benedikt Gröndal alþingismaður: Ný ríkisstjórn fyrir mitt ár Nauðsynlegt að binda endi á stjórnar- þátttöku og völd Alþýðubandalagsins .. það er hægt að mynda nýja, mun sterkari og betri ríkisstjórn — fyrir mitt ár. Ættu forystumenn stjórnarandstöðu og ýmsir aðilar i núverandi stjórn að gera sér þetta ljóst, undirbúa málið i kyrrþey og skipta um stjórn á einni nóttu i maimánuði,“ segir Benedikt Gröndal, alþingismaður og fyrrverandi formaður Al- þýðuflokksins, i grein i Alþýðuhlaðinu i gær. Benedikt bendir á í greininni, að vitað sé, „að báðir stjórnar- andstöðuflokkarnir, Framsóknar- flokkurinn og líklega sjálfstæð- ismenn í ríkisstjórn eru allir sammála um, að ráðstafanirnar (efnahagsráðstafanir ríkisstjórn- arinnar. Innskot Mbl.) nái of skammt.“ Þessir aðilar séu sam- mála um nauðsyn frekari aðgerða fyrir mitt ár, en Alþýðubanda- lagsmenn séu einir á annarri skoðun, þar sem þeir telji að allt leiki í lyndi og ekki muni koma til alvarlegra viðbótaraðgerða. í þessum ólíka skilningi á horfum í efnahagsmálum segir Benedikt að sýnilega sé grundvöllur fyrir ríkisstjórn allra aðila, nema Al- þýðubandalagsins. Benedikt segir vandann við nýja stjórnarmyndun fyrst og fremst persónulegs eðlis. Þrátt fyrir andstöðu einstakra manna í öllum flokkum, sé fylkingin svo öflug á Alþingi að hún þoli slikt. Erfiðast telur Benedikt að verði að ná samkomulagi um forsætis- ráðherra. „Ef til vill gætu menn sætt sig við Gunnar Thoroddsen, ef hann losaði sig við kommún- ista, en einnig kæmi til greina að taka forseta Sameinaðs þings eins og 1950, — eða leita út fyrir raðir Alþingis." Benedikt segir, að af mörgum ástæðum sé nauðsynlegt að binda endi á stjórnarþátttöku og völd Alþýðubandalagsins og láta hina nýju „austur-þýzku forystusveit flokksins sitja utangarðs — sem lengst." Bendir Benedikt m.a. á , “ að „Alþýðubandalagið — með 19% kjósenda," hafi stöðvunar- vald í ríkisstjórn og því verði ekki gengið lengra í baráttunni gegn verðbólgunni, en Alþýðubanda- lagið samþykkir. Alþýðubanda- lagið stæri sig af stöðvunarvaldi í utanríkis- og varnarmálum. Það reyni að einangra ísland og draga sem mest úr samstarfi við önnur ríki og segir Benedikt það undir- búning stórfelldrar þjóðfélags- breytingar — „að ísland verði ný Kúba“. Alþýðubandalagið berjist gegn auknum viðskiptum íslands við önnur Vesturlönd og sam- starfi við grannþjóðir í efnahags- uppbyggingu og vitnar Benedikt í því sambandi til fjandskapar iðnaðarráðherra við stóriðju og árásir hans á stóriðjufyrirtæki. Og Benedikt segir ráðherra Al- þýöubandalagsins leggja megin- áherzlu á að koma tryggum flokksmönnum sínum fyrir í rík- isstöðum. Benedikt kemst að þeirri niður- stöðu, að Alþýðubandalagið hafi aldrei sýnt jafnopinskátt og nú, að það stefni að kommúnisma. Niðurlagsorð greinar hans eru: „Lýðræðisflokkunum ber skylda til að snúast gegn þessari þróun og láta ekki persónulegan metnað hindra það, meðan alþýðubanda- lagsmenn horfa hlæjandi á.“ INNIHALD ÞORRABAKKA: Sviðasulta, hrútspungar, lundabaggi, svínasulta, bríngukollar, súr hvalur, lífrarpylsa bg blóðmör, hékarl marinaraður, reykt síld, hangikjöt, flatkökur, harðf iskur og smjör. VERO: NÝKR. 35,00 SMIÖR IOR SMJÖR Lækjarveri, Laugalæk 2, simi 3 50 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.