Morgunblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981 Frá hinni nýju íélagsmiðstöð Fjölbrautaskólans i Breiðholti. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti opnar Félagsmiðstöð: „Sannkallaður hátíðisdag- ur fyrir okkur nemendur44 - segir Gunnar Baldvinsson, formaður nemendaráðs NEMENDAFÉLAG Fjðlbrauta skólans i Breiðholti opnaði á mið- vikudaK fyrsta áfanga nýrrar fé- lagsmiðstöðvar i kjallara nýju sundlaugarbyggingarinnar við Austurberg 5. Við opnunarathöfn- ina héidu ræður Guðmundur Sveinsson, skólameistari fjöl- brautaskólans, Höskuldur Goði Karlsson, félagsfulltrúi og Gunnar Baldvinsson. formaður nemenda- ráðs. Að athöfninni lokinni var ýmislegt til skemmtunar. Kór Fjöl- brautaskólans söng nokkur lög, lesin var grfnhrollvekja, lesin ljóð o.fl. 1 samtali sem Morgunblaðið átti við Gunnar Baldvinsson, form. nem- endaráðs, kom fram að hér er um að ræða 350 fermetra húsnæði. „Við erum búin að bíða eftir að þessum áfanga yrði lokið í rösklega þrjú ár, þannig að þetta er sannkallaður stórhátíðisdagur fyrir okkur," sagði Gunnar. „Nemendur skólans hafa lagt fram geysimikla vinnu við að gera húsnæðið nothæft og það er allt sjálfboðavinna. Hér var meira að segja unnið á hátíðisdögum í jólafríinu og síðustu daga fram á nætur, — við kláruðum hér kl. 3 í fyrrinótt. Reykjavíkurborg hefur látið okkur í té hráefni en við höfum séð um að vinna úr því. Við höfum nýtt okkur fjölbreytni skólans við verkið þannig að nemendur á tréiðn- aðarsviði hafa séð um alla trévinnu, nemendur á rafiðnaðarsviði um lýsingu og rafmagn, nemendur á listasviði um skreytingar o.s.frv. Húsnæðið höfum við ókeypis en allan tækjakostnað höfum við hins vegar þurft að greiða sjálf og er þar um nokkra fjárupphæð að ræða — t.d. kostuðu hljómflutningstækin rúmlega 40.000 nýkr. Ætlunin er að hafa hér framvegis opið alla daga þannig að nemendur skólans geti verið hér þegar þeir eiga frí. Hér verður starfrækt sölu- búð og flutt músik að deginum. Á kvöldin verða hér kvöldvökur, dansskemmtanir, spurningakeppn- ir, málfundir og fleira. Þegar allur kjallarinn verður korr.inn í notkun, en þess er nú trúlega langt að bíða, er ætlunin að opna hér stóra félagsmiðstöð. Þá er ætlunin að hér verði m.a. þrekstöð, þar sem menn geta æft lyftingar, ljósmyndaherbergi fyrir ljósmynda- klúbb skólans, tómstundasalur, hægt verður að stunda borðtennis, biljard og fleira þess háttar." Verður þetta fullnægjandi að- staða til félags- og tómstundastarfa fyrir nemendur skólans? „Þetta húsnæði sem við opnuðum í dag er náttúrulega alger bráða- birgðaaðstaða en þegar allur kjall- arinn hefur verið tekin í notkun hugsa ég að það verði nægjanlegt. En þó þessi aðstaða sé lítil erum við mjög ánægð með hana — hún er undirstaðan að auknu félagslífi við skólann og kemur öllum nemendum hans til góða,“ sagði Gunnar að lokum. Við opnunarathöfnina klippti Guðmundur Sveinsson, skólameistari, á borða, sem strengdur hafði verið á gangveginn inn i félagsmiðstöðina. Ljósmynd Emllia. Ekkja skáldsins Nadezhda Mandelshtam, ekkja Osip Mandelshtam, sovéska stórskáldsins sem var eitt af fórnarlömbunum í hreinsunum Stalins, var jarð- sett í litlum kirkjugarði í útjaðri Moskvu skömmu eftir áramótin. Nokkur hundruð vina og að- dáenda fylgdu henni hinsta spöl- inn. Lögreglujeppi og svartur lög- reglubill, sem var þéttsetinn óeinkennisklæddum lögreglu- mönnum, stóðu álengdar ef ske kynni að útfarargestir notuðu tækifærið til þess að láta í Ijós andúð sína á stjórnvöldum vegna meðferðar þeirra á hinni látnu og eiginmanni hennar, sem týndi lífinu í fangabúðum Gul- ag-kerfisins árið 1938 sem „fjandmaður þjóðarinnar". að margir urðu að standa utan dyra í hinum nístandi kulda á meðan athöfnin fór fram. Rit- höfundur í hópnum lýsti því fyrir vestrænum fréttamanni hversvegna jarðarför þessarar öldruðu konu var jafnfjölmenn og raun bar vitni. Hann er einn þeirra skálda og rithöfunda sem í fyrra gerðu árangurslausa til- raun til að fá að gefa út óritskoðað safnrit smásagna og ritgerða. Hann sagði: „Hún á virðingu okkar sem merkisberi þeirra sovésku skálda sem voru hundelt á dög- um Stalins og urðu jafnvel mörg hver að gjalda skoðana sinna með lífinu. Hún á þakklæti okkar og virðingu fyrir að varð- veita skáldskap eiginmanns síns Nadezhda Mandelshtam, merkisberi hinna ofsóttu skálda NADEZHDA: lögreglan fylgdist náið með útförinni. En það var engu líkara en að fólkið hefði bundist um það fastmælum að minnast þeirra hjóna á þessari stundu með þögninni einni saman. Engar ræður voru fluttar. Það eina sem rauf kyrrðina þennan þungbúna vetrardag var ómurinn af sálma- söng kórsins þegar líkmennirnir hófu kistuna upp á axlir sér og báru hana út úr kirkjunni. Nadezhda Mandelshtam var 81 árs þegar hún dó í íbúðar- kytru sinni hinn 29. desember síðastliðinn. Hún átti enga ætt- ingja á lífi, og lögreglan notaði það sem tylliástæðu til þess að taka líkið í sína vörslu og innsigla íbúðina. En Nadezhda átti traustan vinahóp sem hún hafði ánafnað eigur sínar í erfðaskrá. Þessir vinir hennar, sem þóttust vita að viðbrögð lögreglunnar væru að minnsta kosti að nokkru leyti af pólitísk- um toga spunnin, fengu nokkra félaga úr rithöfundasamtökun- um til liðs við sig og tókst að fá leyfi til að sjá sjálfir um útför- ina. Hún var gerð frá kirkjukríli í einu af úthverfum höfuðborgar- innar og þröngin var svo mikil með því að læra ljóðin hans utanbókar á þeim árum þegar það var hættulegt að festa þau á blað.“ Annar rithöfundur sagði: „Með því að koma hingað erum við að votta þeim manni virð- ingu okkar sem með skáldskap sínum lagði grundvöllinn að nú- timabókmenntum Sovétríkj- anna.“ Osip Mandelshtam var „endurreistur" eins og það heitir þar eystra eftir lát Stalins og ljóðasafn eftir hann var gefið út i Leningrad 1974, en þótt I bókina vanti flest þau af ljóðum skáldsins sem síst hafa hlotið náð fyrir augum stjórnvalda, er bókin ekki föl almenningi heldur einungis á boðstólum í sérversl- unum Sovétmanna fyrir útlenda borgara! Endurminningar Nadezhdu Mandelshtam, þar sem hún lýsir meðal annars ógnum Stalin- tímabilsins, voru og að sjálfs- ögðu bannfærðar í ættlandi hennar. Aftur á móti var hand- ritinu komið vestur fyrir tjald og birt þar i myndarlegri og eftir- minnilegri útgáfu. (Þýtt og •ndursagt.) Kostnaði verði dreift jafnt á alla landsmenn - segir í ályktun stjórnar Orkubús Vestfjarða um ástandið í raforkuframleiðslu vegna vatnsskorts Á stjórnarfundi Orkubús Vestfjarða, sem haldinn var miðvikudaginn 21. janúar var rætt um hið alvarlega ástand, sem skapast hefur vegna samdráttar i raforku- framleiðslu landsmanna sök- um vatnsskorts. Miklar vonir voru bundnar við tengingu Vesturlinu og var tenging hennar talin forsenda að traustum rekstrargrundvelli Orkuhúsins. Nú virðast þær vonir hafa brugðist verulega, að minnsta kosti í bili. Stjórn Orkubús Vestfjarða mótmælir þeim afarkostum, sem Orkubúinu er gert að sæta varðandi verðlagningu á raforku og telur að Orkubú Vestfjarða eigi fyllsta rétt á orkukaupum samkvæmt gjald- skrá eins og önnur orkufyrir- tæki í landinu. Á fundinum var fjallað um stóraukna raforkuframleiðslu með díselvélum og áform um skiptingu kostnaðar milli til- tekinna orkufyrirtækja af þeim sökum. Stjórnin mót- mælir því, að slíkar ákvarðan- ir um framleiðslu raforku hafi verið teknar án þess að tals- mönnum Orkubúsins hafi ver- ið gefinn kostur á að setja fram sjónarmið Vestfirðinga í málinu. í annan stað mótmælir stjórn Orkubús Vestfjarða því, að kostnaði vegna þessara óumflýjanlegu ráðstafana skuli ekki dreift á alla lands- menn heldur einvörðungu á þá aðila, sem greitt hafa hvað hæst orkuverð í landinu. Vest- firðingar eru að sjálfsögðu fúsir að bera sinn hluta þessa kostnaðar, en krafa er gerð um, að allir aðrir landsmenn beri einnig sinn hluta. Miðað við þær tillögur sem liggja fyrir er miðað við það, að Orkubú Vestfjarða, þ.e. orkunotendur á Vestfjörðum, greiði rúmar 980 milljónir g.króna vegna aukins kostnað- ar, sem leiðir af raforkufram- leiðslu með díselvélum, en það svarar til tæplega 100 þúsund g.króna á hvern íbúa veitu- svæðisins og er þá gert ráð fyrir óbreyttu ástandi í orkuframleiðslu næstu fjóra mánuði. Með hliðsjón af yfir- lýsingum stjórnvalda og einn- ig með hliðsjón af orkuverði á Vestfjörðum er þess krafist að fyrirliggjandi tillögur um skiptingu þessa stóraukna framleiðslukostnaðar raforku í landinu verði teknar til endurskoðunar nú þegar þann- ig að kostnaði verði dreift á alla landsmenn. (Fréttatilkynnlng.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.