Morgunblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981 Kopelev sviptur ríkisborgararétti Moskva. 22. jan. — AP. SOVÉZKI andófsmaðurinn Lev Kopelev hefur verið sviptur sov- ézkum rikisborKararétti ok bann- að að koma aftur til Sovét- ríkjanna. að því er frá var greint í dag. Kopelev hélt til Vestur Þýzkalands i nóvembermánuði ok ætlaði hann ok kona hans, Raisa, sem er b<')kmenntafræðinK- ur með handariskar bókmenntir sem sérKrein, að vera utanlands i ár. Kopelev og kona hans voru mjög atkvæðamikil í samtökum andófs- manna og heimili þeirra var þekktur fundarstaður slíkra manna. Margsinnis var Kopelev gagnrýndur í blöðum og á sl. ári m.a. líkt við Júdas sem væri að svíkja þjóð sína. Þá herma áreiðanlegar heimild- ir að annar höfundur, sem einnig hefur verið sovézkum stjórnvöld- um óþægur ljár í þúfu, Vasily Aksynov hafi verið sviptur svoézk- um borgararétti sínum. Hann fór frá Sovétríkjunum í júlímánuði. Báðir höfðu mennirnir látið í ljós Minnzt ársútlegðar Sakharovs Moskvu, 22. jan. — AP. SOVÉZKIR andófsmenn minnt- ust þess í dag, að ár er liðið frá því Nóbelsverðlaunahafinn And- rei Sakharov var sendur i útlegð til Gorkiborgar á Volgubökkum. Hvöttu samtök andófsmanna í Moskvu til þess að mannréttinda- samtök um heim allan létu meira i sér heyra, Sakharov til stuö- nings. Einni áskorun var beint til bandarísku gíslanna frá Teheran og þeir hvattir til að tala máli Sakharovs sem væri „gisl“ í eigin landi. Sakharov var sendur til Gorki sem er að mestu lokuð útlending- um. Ættingjar hans segja að vörður sé allan sólarhringinn við íbúð hans og honum sé nánast haldið í algerri einangrun, nema þegar hann fær heimsóknir Elenu konu sinnar. Átta sovézkir andófsmenn sem skrifuðu undir eina yfirlýsinguna sögðu að „allir þeir sem eru ekki sjúkir af ótta eða afskiptaleysi hér í Sovétríkjunum og utanlands ættu að standa saman og krefjast þess að útlegðinni linni og Sakh- arov fái að fara á ný til Moskvu. Kvenréttinda- konur biðja Jiang griða ParÍH. 22. jan. — AP. ÞRIGGJA kvenna sendinefnd frá Alþjóðakvenréttindasamtökun- um hélt frá Paris i daK til New York og hyggst afhenda Wald- hcim framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna bænarskjal, þar sem kínversk stjórnvöld eru hvött til að þyrma lifi Jiang Qing ekkju Mao formanns. Þúsundir hafa skrifað undir bænarskjalið og svo að nefndar séu tvær atkvæðamiklar konur á þeim lista eru tilgreindar Bernadetta Devlin og Melina Mercouri. Bænaskjalið og undirskriftirnar voru birtar á heilsíðu i franska blaðinu Le Monde á dögunum. Sendinefndin fær áheyrn hjá Waidheim á föstudag. Fyrr hafði verið ýjað að því í fréttum frá Kína, að líklegast væri að dauða- dómi yfir Jiang ekkju yrði breytt í fangelsisdóm, þar sem yfirvöldum í Kína er mikið í mun að koma í veg fyrir að hún gæti orðið einhvers konar píslarvottur í hug- um fólks. eindreginn vilja tii að fá að snúa aftur heim að því ári liðnu sem um ræddi. Aksynov er einnig læknir að menntun. Útgáfuforlag það í V-Þýzka- landi sem hefur gefið út bækur Kopelevs hefur boðað til blaða- mannafundar á föstudag vegna máls þessa. Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Aþena Berlín BrOssel Chicago Denpasar Dublin Feneyjar Frankfurt Fsereyjar Qenf Helsinki Hong Kong Jerúsalem Jóhannesarb. Kaupmannahöfn Kairo Las Palmas Lissabon London Los Angeles Madrid Mexicoborg Miamí Moskva NýjaOelhi New York Osló París Perth Reykjavík Rió de Janeiro Rómaborg San Francisco Stokkhólmur Sydney Tel Aviv Tókýó QaskæaaiMU) vancouver Vínarborg 5 akýjaó 5 skýjaó 10 rigning +5 heióskírt 0 rigning 0 heióskírt 30 skýjaó 13 skýjaó 5 heiöskírt 0 skýjaó 7 skúr 1 skýjaó 2 skýjað 19 heiðskírt 12 heióakírt 24 skýjað +3 skýjaó 15 skýjaó 20heióskírt 21 heióskirt 13 skýjaó 22 skýjaó 18 heióakírt 14 skýjaó 26 akýjaó +4 skýjaó 25 heióakírt +4 heióskírt +1 snjókoma 5 skýjað 37 heiöskírt 2 snjóél á síó. klst. 35 skýjaó 9 bjart 1« rigníng 3 skýjaó 27 heióskirt 17 heióSkírt 7 heióskírt 15 rigning 1 skýjað Ferjan til vinstri á myndinni festist i is er hún var á leið frá Nantucket fyrir utan Massachusetts i Bandarikjunum til meginlandsins. Einn báta strandgæslunnar og isbrjótur komu ferjunni til hjálpar. Samningar að takast með aðilum vinnumarkaðarins Frá Ib Bjornbak. fréttaritara Mbl. í Kaupmannahofn 22. jan. SVO VIRÐIST sem aðilar vinnu- markaðarins i Danmörku geri brátt með sér samkomulag sem gerir stjórnvöldum kleift að rétta við efnahag landsins. Viðræðurn- ar ganga mun betur en búist hafði verið við. Núverandi samningar falla ekki úr gildi fyrr en 31. mars n.k. en þegar hefur verið samið við um 75% launþega innan ýmissa hópa á almennum vinnumarkaði. Al- þýðusamband Danmerkur og félag vinnurekenda hafa samþykkt að halda áfram viðræðum um aðal- kjarasamninga. Síðast liðin sex ár hafa stjórn- völd orðið að grípa inn í samn- ingaviðræður með lagasetningum, alls þrisvar. Formaður félags at- vinnurekenda, Leif Rasmussen, segir að þær samningaviðræður sem nú eru í gangi hafi gefið fólki að nýju trú á viðræðukerfið. „Það hefur sannast að það er ekki nauðsynlegt að ríkisstjórnin grípi inn í.“ Þeir samningar sem þegar hafa verið gerðir gera ráð fyrir 7—8% kauphækkun á ári. Verðbólgan í Danmörku gerir það að verkum að í raun þýða þessir samningar lækkun rauntekna. Verkalýðsfélög hafa nú viðurkennt nauðsyn þess að halda kauphækkunum í skefj- um til þess að fyrirtæki öðlist meiri samkeppnismöguleika og til þess að stemma stigu við síauknu atvinnuleysi. Búist er við að þær samningaviðræður sem í gangi eru við launþega á almennum vinnu- markaði endi með svipuðum samningum. Enn er eftir að semja við opinbera starfsmenn. Búist er við að þeir fái 2—3% meiri kaup- hækkun en launþegar á almennum vinnumarkaði, samkvæmt því sem fjármálaráðherra, Svend Jakob- sen, hefur látið hafa eftir sér. Er það vegna þess að opinberir starfsmenn hafa nú 8—9% lægri laun en launþegar á almennum vinnumarkaði. Vegna þeirra samninga sem náðst hafa við almenna launþega þykir það ólíklegt að ekki takist að semja við opinbera starfsmenn. N-írland: Þekktur mótmælandi myrtur Foráttuveður í S-Evrópu Bellast, 22. jan. - AP. HRYÐJUVERKAMENN ruddust inn á heimili Sir Norman Stronge, fyrrverandi talsmann þingsins á N-írlandi, aldurhnig- inn og þekktan fyrirsvarsmann mótmælenda, aðfaranótt fimmtu- dagsins, og myrtu hann og son hans. LÖgreglan sagði að mennirnir hefðu verið vopnaðir vélbyssum og síðan hefðu þeir kastað hand- sprengjum á leiðinni út og eldur blossað upp á ættarsetri Sir Normans, Tynan Abbey, sem er skammt frá landamærum Irska lýðveldisins. Lögregla kom snar- lega á vettvang, þar sem mikill hávaði varð af og skaut að tilræð- ismönnunum, en þeir stukku upp í bíla sem biðu þeirra. Settar voru í skyndi upp tálmanir við hlið og útgönguleiðir frá setrinu, en mennirnir hlupu þá út úr bílunum og lögðu á flótta hlaupandi og höfðu ekki náðzt þegar síðast fréttist. AP-fréttastofan telur ekki ósennilegt að þetta hafi átt að vera hefnd fyrir tilræðið við Bernadette Devlin og mann henn- ar á dögunum. HómaborK. Aþenu 22. jan. — AP. FORÁTTUVEÐUR hefur gengið yfir drjúgan hluta Suður Evrópu i dag, meðal annars Ítalíu og Grikklandi. Á Ítalíu lokuðust vegir vegna snjókomu og hvass- viðris er þakbútar, öskutunnur og fleira smálegt hófst á loft i veðurhamnum. Snjór var sums staðar allt að 3 metrar djúpur í fjallahéruðum. í Kalabriu voru rigningar meiri en elztu menn segjast muna. Á jarðskjálftasvæðunum var hörku- kuldi og hvassviðri og var það enn ekki til að auka á þúsundir þeirra manna sem lifðu af jarðskjálftana þar og hafast enn við í tjöldum. Á Norður Ítalíu var veður mun skárra. Mjög kalt var í Grikklandi, snjókoma mikil og þar fór á sömu lund, vegir lokuðust og bæir og þorp einangruðust. Olympic-flug- félagið varð að aflýsa fjölda innanlandsferða vegna storms í Píreus lögðust í dag niður allar ferjusiglingar út á eyjarnar vegna veðursins. í sumum landshlutum var skólum lokað vegna óveðurs. Þotta Keröist 23. janúar 1570 — Jarlinn af Moray, ríkis- stjóri Skotlands, ráðinn af dög- um. 1571 — Kauphöllin í London opnuð. 1579 — Utreecht-sáttmáli. Hol- land sjálfstætt lýðveldi. 1631 — Frakkar heita Svíum fjárstuðningi með Barwaldesátt- mála. 1719 — Furstaríkið Liechten- stein verður til. 1799 — Franskt herlið tekur Napoli. 1878 — Brezka ríkisstjórnin sendir flota til Konstantínópel að beiðni Tyrkjasoldáns. 1913 — Nazim Pasha veginn í byltingu í Konstantínópel og Shevket Pasha myndar stjórn. 1937 — 17 leiðtogar kommún- ista játa í Moskvu að hafa tekið þátt í samsæri með Leon Trotsky um að steypa stjórn Stalíns. 1943 — Áttundi her Breta sækir inn í Tripoli. 1964 — Indónesía og Malaysía samþykkja vopnahlé á Borneó. 1968 — Norður-Kóreumenn taka bandaríska herskipið „Pueblo" herskildi og áhöfnina til fanga fyrir njósnir. 1973 — Nixon forseti kunngerir samkomulag í Víetnamdeilunni. 1980 — Carter forseti tilkynnir að Persaflói sé utan áhrifasvæðis Sovétríkjanna. Afmæli. Stendahl, franskur rit- höfundur (1783—1842) — Edou- ard Manet, franskur listmálari (1832—1883) — Jeanne Moreau, frönsk leikkona (1928— ). Andlát. 1002 Otto keisari III — 1806 William Pitt, stjórnmála- leiðtogi — 1875 Charles Kings- ley, rithöfundur — 1931 Anna Pavlova, dansmær — 1956 Sir Alexander Korda, kvikmynda- framleiðandi — 1976 Paul Robe- son, söngvari. Innlent. 1321 d. Ormur bpsefni Þorsteinsson — 1687 d. síra Sveinn Jónsson á Barði — 1848 f. Helgi Helgason tónskáld — 1915 „Gullfoss" hleypur af stokkunum — 1925 Stórflóð brýtur hús og báta í Grindavík — 1973 Eldgosið í Vestmanna- eyjum — 1979 „Pundsmálið" fyrnist — 1980 Málflutningi í Guðmundar- og Geirfinnsmálum lýkur. Orð dagsins. Stjórnum stórri þjóð eins og við sjóðum lítinn fisk — ekki má ofgera — Kon- fúsíus (555 f. Kr. — 479 f. Kr.). Fjölgar senn í Husseinshöll NOOR Jórdaníudrottning er kona ekki einsömul og væntir sin i júni, að þvi er sagði i tilkynn- ingu frá kóngshöllinni i dag. Noor drottning er bandarískrar ættar, hét áður Lisa Halaby. Fyrsta barn þeirra Hamzeh prins fæddist sl. vor. Með fyrri eigin- konum sínum á Hussein átta börn. 5,4% atvinnuleysi í Finnlandi Belsinki, 22. jan. - AP. ATVINNULAUSIR í Finnlandi í desemberlok voru 120.500 sem er 5,4% atvinnubærra manna þar í landi og er það 12 þúsund fleira en um miðjan desember. Þessi fjölg- un atvinnulausra er meðal annars rakin til vinnuhagræðinga svo- kallaðra í Suður-Finnlandi, þar sem fjöldamörg störf voru lögð niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.