Morgunblaðið - 23.01.1981, Side 11

Morgunblaðið - 23.01.1981, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981 11 í Hugur og hönd er þessi mynd af glösum með málmhlif með hanka utan um glas, svo auðveldara sé að haida á því, ef drekka á heita drykki. Kristín Eiríksdóttir hefur smiðað grind úr eir, gert á hana gatamynstur og hamrað þaö að utan. íslenzkur heimilisiðn- aður í Hugur og hönd Heimilisiðnaðarfélag íslands gef- ur út ritið Iiugur og hönd, sem flytur i máli og myndum alls konar listaverk, sem unnin eru á íslandi. í hefti þvi sem var að koma út er á forsiðu hluti úr veggmynd, sem Hólmfriður Árnadóttir hefur unnið úr heimalituðu juta og silki og nefnir Ljósaskipti við jökulröndina. En i ritinu eru einmitt litprentuð nokkur fleiri listaverk unnin af islenzkum konum. í ritinu eru greinar um blinda og sjónskerta og vinnu þeirra, um heim- ilisiðnaðarskólann og það sem þar er unnið, um norrænt heimilisiðnaðar- þing, forvörslu textíla og um hnefa- tafl, sem selt var á víkingasýning- unni í London. Þar er mikið af uppskriftum af ofnum, prjónuðum og hekluðum flíkum og föngulegri hand- unninni brúðu. Myndir eru af mod- elgripum, svo sem málmhlífum utan um glös eftir Kristínu Eiríksdóttur o.fl. Og loks fylgir þessu riti efnisyf- irlit yfir greinar og myndir í blaðinu frá 1966-1980. Rætt um niðurfellingu vaxtaaukareikninga - með tilkomu nýrra verðtryggðra reikninga EIRÍKUR Guðnason, hagfræð- ingur hjá Seðlabanka íslands, sagði i samtali við Mbl. i gærdag, að undirbúningur vegna hinna nýju verðtryggðu sparireikn- inga, væri vel á veg kominn, þannig að væntanlega yrði hægt að auglýsa þá innan tiðar. Eiríkur sagði hins vegar, að enn væru þó nokkrir endar lausir þannig að ekki væri hægt að segja til um í smáatriðum hvernig reglunum yrði háttað. Aðspurður sagði Eiríkur, að sú hugmynd hefði komið upp, að leggja niður svokallaða vaxta- aukareikninga, en engin ákvörðun hefði enn verið tekin í því efni. íbúum fer fækk- andi í Garðinum Garöi, 21. janúar. ÍBÚUM í Garðinunt hefir fækkað um 14 samkvæmt bráðabirgðatöl- um Hagstofunnar sem hún gefur út ár hvert 1. desember. Voru ibúarnir 917 um áramót 1979— 80 en nú 903. Kemur þetta mjög á óvart, þar sem hér hefir verið mjög ör fólksfjölgun undanfarin ár. Erfitt er að gera sér í hugarlund hvað þarna ræður ferðinni. At- vinnulif er með ágætum, að visu mjög einhæft, þ.e. nánast eingöngu fiskvinna. Miklar byggingarframkvæmdir hafa verið sl. ár og voru t.d. á miðju sumri milli 20 og 30 einbýlishús í smíðum. Ef leita á einhverra skýr- inga á fólksfækkuninni kemur fyrst í hug að hér eru engin þjónustufyr- irtæki utan einnar verzlunar. Af því tilefni má nefna að hér er engin bankastofnun enda þótt Sparisjóð- ur Keflavíkur hafi fyrir nokkru keypt hér húsnæði, þá hefir enn ekki fengist leyfi til að opna útibú. Bæði Sparisjóðurinn og Landsbanki íslands hafa lagt inn umsóknir til að reka hér bankaútibú og er mér kunnugt um að Sparisjóðurinn hef- ir lagt inn umsóknir hvað eftir annað en alltaf fengið synjun. Einhverjum kann að detta í hug að hér sé útsvar eitthvað lægra en í nágrannabyggðunum en svo er ekki. í fyrra var útsvarsálagningin 12,1%, sem er hæsta leyfilega álagningin og hefir svo verið und- anfarin ár. Að vísu fá þeir sem standa í skilum á gjalddögum svolitla lækkun næsta ár. Arnór Flugleiðir ræða leigu á DC-8 til Saudi- Arabíu FLUGLEIÐIR hafa að undanförnu staðið i viðræðum við flugfélagið Overseas Nationai Airways um möguleika á að leigja eina af DC-8 þotum Flugleiða til National, en sem kunnugt er, brann ein þota ONA i flugskýli Cargolux i síðustu viku. Björn Theódórsson, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Flug- leiða, sagði í samtali við Morgun- blaðið að Flugleiðir hefðu ljáð máls á að leigja eina áttuna, en hann kvað leigutöku háða því, að ONA fengi tilboð, sem það hefur gert í verkefni í Saudi Arabíu. Ljóst verður um næstu mánaðamót hvort af þessum samningum verður, en þá yrði um að ræða 1—2 ár. Samningamál farmanna og sjómanna: Aldan fordæmir af- stöðu útgerðarmanna FORYSTUMENN félaga sjómanna i Farmanna- og fiskimannasambandinu og Sjómannafélagi íslands munu væntanlega hittast einhvern næstu daga til að ræða áframhaldandi aðgerðir i kjaradeilunni við útgerðarmenn. Samningar þessara aðila hafa geng- ið mjög stirðlega og itrekað hefur slitnað upp úr viðræðum. Meðan samningar liggja ekki fyrir vilja sjómenn ekki ræða ákvörðun nýs fiskverðs, en útgerðarmenn vilja hins vegar ekki ræða önnur mál i kjaradeilunni en lifeyrismálið meðan viðræðum um það er ekki lokið. Morgunblaðið ræddi í gær við Þórð Sveinbjörnsson, framkvæmda stjóra Öldunnar um kjaramálin og var hann fyrst spurður um kröfur farmanna og sjómanna í lífeyris- sjóðsmálinu. Hann sagði, að kröfur FFSÍ og SÍ væru samhljóða og væri farið fram á að í lífeyrissjóð væri greitt af öllum launum, en ekki aðeins kauptryggingu. Benti hann á að hjá sjómönnum á stóru skuttog- urunum væri greitt af öllum laun- um. Hjá öðrum sjómönnum er nú greitt í lífeyrissjóð af ákveðinni viðmiðunartölu, sem er heldur lægri en nemur kauptryggingu. Þessi tala er ákveðin einu sinni á ári, í desember, og breytist ekki á árinu þannig að þessi viðmiðunartala breytist ekki með vísitöluhækkun- um eða fiskverðsbreytingum. Út- gerðarmenn hafa boðið greiðslu af fullri kauptryggingu háseta og hjá öðrum sjómönnum í hlutfalli við hlutaskiptareglur miðað við trygg- ingu hásetans. Þeir bjóða einnig að viðmiðunartalan verði endurskoðuð fjórum sinnum á ári. Að sögn Þórðar var þessu boði útgerðarmanna svarað með tilslök- un um greiðslu af öllum launum kæmist á í áföngum. í ár yrði greitt af 70% launa, 80% 1982, 90% 1983 og 100% 1984. Þessu höfnuðu út- gerðarmenn og á laugardag slitnaði upp úr samningaviðræðum. Þess má geta að lífeyrissjóður sjómanna er að fullu verðtryggður. Aðalkrafa sjómanna er varðandi lífeyrissjóðsmálin, en aðrar kröfur þeirra hafa enn ekki verið ræddar. Meðal þeirra má nefna, að sjómenn fara fram á samræmingu á hluta- skiptum við það sem gerist hjá sjómönnum á Vestfjörðum. Þá er krafa um að orlof lengist með starfstíma og að í veiðibönnum, sem ákveðin eru af stjórnvöldum, haldi sjómenn óskertri kauptryggingu og þar komi til kasta atvinnuleysis- tryggingasjóðs. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan er stærsta félag yfirmanna á fiskiskipaflotanum, en innan vé- banda þess eru skipstórar og stýri- menn í Reykjavík, Snæfellsnesi, Þorlákshöfn og Höfn í Hornafirði, samtals hátt í 400 manns. Aldan hefur samþykkt að veita samninga- nefnd heimild til verkfallsboðunar í samvinnu við önnur félög FFSÍ og SÍ. Á fundi Öldunnar á þriðjudags- kvöld var eftirfarandi ályktun gerð um samningamálin: „Trúnaðarmannaráð Skipstjóra- og stýrimannafél. Öldunnr fordæm- ir harðlega þá afstöðu sem fram hefur komið hjá L.Í.Ú., sem felst m.a. í eftirfarandi: 1. Eftir að sjómenn höfðu á sl. hausti sett fram sínar kröfur sem telja verður mjög hóflegar, lögðu útgerðarmenn fram gagnkröfur, sem fólu í sér stórfellda kjara- skerðingu fyrir sjómenn og er hér um atferli að ræða sem mun vera einsdæmi í samningamálum a.m.k. á síðari árum. 2. Eftir að útgerðarmenn fengust til samningaviðræðna hafa þeir þrisvar slitið viðræðum og hafa í raun allt fram til þessa dags neitað öllu, sem raunverulega getur kallast viðræður. . 3. Ein aðal krafa sjómanna er úrbætur í iðgjaldagreiðslum til lífeyrissjóðs sjómanna þannig að sjómenn búi ekki við lakari rétt en aðrir þegnar í því efni. L.Í.Ú hefur neitað þeirri kröfu, sem og öðrum og ber fyrir sig kostnaðar- auka, sem útgerðin geti ekki borið. Sé sú fullyrðing á rökum reist, sem draga verður stórlega í efa, verður að skapa útgerðinni þau skilyrði að hægt sé að verða við þessari mannréttindakröfu. 4. L.Í.Ú. hefur nú knúið sjómenn til þess að grípa til verkfallsvopns- ins og hafa þeir alla ábyrgð þar af. Trúnaðarmannaráð Öldunnar skorar á alla sjómenn að standa fast að baki forystumönnum og samn- inganefnd sjómanna í þeim átökum sem framundan kunna að vera til þess að knýja fram viðunandi samn- inga.“ Þ0RRINN BYRJAR í DAB 06 AUÐVITAÐ BJÓDUM VIÐ Þ0RRAMAT í ASKINUM Á ASKIAÐ LAUBAVEBI28. Nú er líka bóndadagur og húsfreyjur borgarinnar veita bændum sínum dýr- indis þorramat úr askinum okkar. ASKUR Laugavegi 28.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.