Morgunblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981 Rætt við Eyþór Stefánsson, tónskáld og leiklistarfrömuð á Sauðárkróki, sem „Foreldrar mínir voru báðir söngelskir og mikið var sungið á mínu bernskuheimili. Mér er óhætt að segja, að það hafi verið móðir min sem beindi mér á brautina og oft síðar hef ég undrast hve mikið hún kunni af lögum, gömlum alþýðulögum, sálmalögum og passíusálmalögin. Og siðar komu svo fleiri til skjalanna, sem ýttu undir þessa þörf mina fyrir að vinna að tónlistinni, Jón Þ. Björnsson skólastjóri var mér ómetan- legUr lærifaðir, síðar kom til að Stefán bróðir minn gaf mér orgel þegar ég var sextán ára og þá hófst mitt sjálfsnám fyrir alvöru. Og meðan ég var að fikra mig áfram voru alltaf einhverjir nærri, sem voru boðnir og búnir að leiðbeina mér.“ „Þar sem góð tónlist er iðkuð er ekki húsrúm fyrir neitt illt“ texti: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR Við sitjum í hlýlegu vinnuher- bergi Eyþórs Stefánssonar, tón- skálds, leiklistarfrömuðar og söng- stjóra og ég veit eiginlega ekki hvað. Hann er áttræður í dag, en það er eins og forsjónin hafi ekki getað fengið af sér að marka andlit hans rúnum, svo að ekki verður aldurinn markaður af útliti hans. Hann hefur þykk gleraugu og grátt höfuð, fíngerður maður, heims- borgari í fasi. Hann hefur verið driffjöðrin á nánast öllum sviðum menningar- lífs á Sauðárkróki hátt í sextíu ár, auk þess sem fjöldamörg lög hans eru alþekkt. Hann kveðst vera seztur í helgan stein, þó eru ekki nema fjögur ár síðan hann lék „síðasta hlutverkið" sitt eins og hann orðar það. Nú situr hann við og afskrifar og grisjar lögin sín. Fyrsta lagið samdi hann 18 eða 19 ára gamall, það hét Vorperla og var við texta Guðmundar Guðmunds- sonar. „Það er löngu farið forgörð- um í gömlu dóti,“ segir hann. „Ég er ekki hlynntur því sem margir tónsmiðir gera, halda öllu til haga, drögum og skissum, og svo er verið að gramsa í þessu seinna og kannski lifa einstaka perlur. Ég vil ekki láta taka sjálfan mig of hátíðlega og telja allt til kúnst- verka. Ég vil fá að afskrifa eins og mér þóknast og hafa leyfi til að vera minn eigin dómari. Ég hef alltaf verið seinvirkur við laga- smíð, skrifa upp mörgum sinnum. Og þess vegna hefur mér kannski tekizt að gera góða hluti inn á milli. > Það hafa komið út eftir mig fimmtán lög og þau fengu ágætar undirtektir, svo var bætt við nokkrum og allt hefur þetta hlotið góðar viðtökur. Ég á lítið í handriti nú. Andinn kemur ekki svo glatt yfir mig. Hvernig lag verður til? Það kemur einhvern veginn og hvíslar sig inn í hugann, nuddar sér síðan lengra og lengra, þangað til ég get farið að skrifa það. Oft verður mér ljóð uppspretta lags. Einhvers konar stemmningu þarf til, en ég er ekki sveiflumaður í þeim skilningi að ég semji lög, þegar ég er í einhverri sérstakri geðlægð eða gleðihæð. En það getur orðið til við sterka hrifningartil- finningu. Einu sinni man ég eftir að hafa verið staddur uppi í herbergi Guðrúnar dóttur okkar, úr því sér yfir allan þennan sal — þann fegursta í heimi. Þetta var á Jónsmessu og það birtist mér sýn sem maður sér sjaldan, norðurloft- ið gullstafir fjalla á milli og sólin að smeygja sér innum. Þá fæddist lítið lag, ég skrifaði það niður þótt enginn texti væri við. Svo liðu ár og ég var næstum búinn að gleyma þessu. En seinna rifjaðist þetta upp, Hólmfríður Jónasdóttir gerði við það texta og það hefur verið flutt af Skagfirzku söngsveitinni, heitir Sumarnótt. Það er til í handriti en hefur ekki verið gefið út. Og ég má segja að þegar upp verði staðið ætli ég ekki að láta liggja eftir mig meira en 30—40 lög.“ Sumum þykir ekki einleikið, hversu mikið er af músíkölsku fólki og listrænu í Skagafirði. Kannt þú einhverja skýringu á því? „Kannski má að nokkru skýra það með því hversu margir eru afkomendur Borgar-Bjarna. Allir sem frá honum eru komnir virðast hafa meira eða minna af hæfileik- um í þessa átt. Borgar-Bjarni var langafi minn. Hann átti tuttugu og tvö börn og flest af því fólki hefur átt afkomendur, sem hafa verið hér í Skagafirði, aukið kyn sitt og þessi ætt orðið fyrirferðarmikil." Foreldrar Eyþórs, Stefán Sig- urðsson og Guðrún Jónasdóttir, giftust 1883, bjuggu úti á Reykja- strönd, en fluttu alkomin til Sauð- árkróks um aldamótin. Þetta voru í vinnuherberginu. Á veggnum myndir úr hinum ýmsu leikrit- um, sem Eyþór færði upp eða lék í á Krókn- um. um margt hallærisár, en þó að byrja að birta til, Ameríkuferðir um garð gengnar. Eyþór segir að á heimili sínu hafi aldrei vantað björg í bú, faðir hans var sjómaður og góð skytta, en ekki lágu pen- ingar á lausu. Síðan var vöru- skiptaverzlun við fólkið í sveitinni sem keypti Drangeyjarfugl og egg á vorin af föður hans og á haustin fisk, verkaðan á ýmsan máta og fyrir þetta fékkst kjöt, slátur, smjör og tólg. Svo var unnið heima, móðirin spann og prjónaði hvað- eina sem til fataplagga þurfti. Faðir Eyþórs varð á bezta aldri fyrir slysi svo að sundur tættist hægri hönd hans. Það var erfitt manni sem átti svo mikið undir veiðiskap til að framfleyta fjöl- skyldu sinni. En viljinn til að sjá sér og sínum farborða knúði hann áfram, að sögn Eyþórs og var aðdáunarvert að sjá hverju hann fékk áorkað með bæklaðri hendi. Börn Stefáns og Guðrúnar voru sex, en þrjú létust úr barnaveiki, eftir lifðu, auk Eyþórs, Stefán sem var elztur, bjó lengi á Akureyri og Anna María, látin fyrir fimmtán árum. Ég bið hann segja mér frá Sauðárkróki æskuára hans. „Þetta var ekki nema lítið þorp og bæjarbragurinn fábreyttur. En alltaf man ég hvað okkur krökkun- um þótti bolludagurinn mikill há- tíðisdagur. Þá máttum við nefni- lega flengja „betri borgarana" sem svo voru kallaðir — einkum kaup- menn. Við byrjuðum hjá Kristjáni Popp kaupmanni, sem bjó í einu helzta húsi á staðnum, Villa Nova. Hann var danskur, átti krambúð og pakkhús. Við fórum um allt hús og inn í svefnherbergin og hýddum alla, fullorðna og börn og enduðum á tíkinni. Þetta þótti okkur skemmtilegt. Svo fengum við bollur fyrir ... Dönskum kaupmönnum sem settust að í plássunum hér umhverfis landið hefur oft verið bölvað, en þeir sem voru hér á mínum bernsku- og æskuárum mörkuðu djúp spor til umbóta, menningarauka og félagslífs. Ég minnist sérstaklega þeirra Popp- feðga og Valgarðs Claesen, sá var nú seinna seiddur frá okkur og settur yfir ríkisfjármálin, enda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.