Morgunblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981 17 Coca-Cola segir upp 60 starfsmönnum: Höfum ekki þurft að grípa til slíkra aðgerða frá stof nun fyrirtækisins 1942 - segir Pétur Björnsson, og kveður samdráttinn þegar vera orðinn 27% „t>rátt fyrir að okkur falli það mjög þungt, og þótt við höfum i lengstu lög reynt að komast hjá þessum aðgerðum, höfum við nú neyðst til að segja 60 manns upp störfum hjá fyrirtækinu, og taka uppsagnirnar gildi frá og með 1. febrúar næstkomandi“, sagði Pétur Björnsson framkvæmdastjóri Vífilfells (Coca-Cola) i samtali við Morgunblaðið i gær. Pétur sagði, að alls ynnu nú hjá fyrirtækinu um 165 menn, en þeir, sem í gær fengu uppsagnarbréf, eru allir starfsmenn í gosdrykkjaverk- smiðjunni. Yrði síðan um áframhaldandi erfiðleika að ræða, sagði Pétur að nauðsyn- legt yrði að segja fleira fólki upp, og myndi það þá ná til fleiri þátta fyrirtækisins, svo sem skrifstofu. „Við höfum starfrækt þetta fyrirtæki allar götur frá árinu 1942“, sagði Pétur, „en við höfum aldrei fyrr þurft að grípa til ráðstafana af þessu tagi. Við höfum horfst í augu við kreppu og margvíslega erfiðleika fyrr, en höfum þó aldrei þurft að grípa til upp- sagna af þessu tagi. Höfum við þurft að fækka fólki, hefur það jafnan nægt að hætta að ráða í stöður þeirra er sagt hafa upp.“ Pétur kvaðst ekki þurfa að lýsa því hve fyrirtækinu væri þetta á móti skapi, og hefði starfsfólki verið gerð ítarleg grein fyrir ástæðum þessara uppsagna, sem ættu sér að öllu leyti skýringar í því 30% vörugjaldi er ríkisstjórn- in setti á um áramótin. Pétur Björnsson sagði, að samkvæmt könnunum fyrir- tækisins á sölu framleiðslunn- ar, væri samdrátturinn um 27%. Vörugjaldið, sem sett var á um áramót, kvað hann nú bætast á fyrri gjöld af þessum vörum, og væri nú svo komið að af útsöluverði kókflösku í verslun, tæki ríkið 53% í sinn hlut. Sem fyrr segir kvað Pétur hugsanlegt að nauðsynlegt yrði að segja fleira fólki upp á næstunni, og yrði það þá væntanlega gert um mánaða- mótin næstu. Iðnaðinn sagði hann eiga í miklum erfiðleik- um, og benti á í því sambandi, að óafgreidd væri 27% verð- hækkunarumsókn, sem sótt hefði verið um. Þeirri umsókn hefðu fylgt öll nauðsynleg gögn um framleiðsluna og rekstrarkostnað, og væri nú beðið eftir svari verðlagsyfir- valda. Pétur var þá spurður hvort slík verðhækkun yrði ekki til að ríða iðnaðinum að fullu. — Svaraði hann því til, að lögð hefðu verið fram gögn er sýndu fram á nauðsyn þessarar hækkunar, til að koma í veg fyrir stórfelld vandkvæði fyrir reksturinn, en gosdrykkjaframleiðendur hefðu hins vegar bent stjórn- völdum á ýmsar leiðir til úrbóta. Þar mætti nefna, að 24% vörugjald er sett var á fyrir 3 árum, væri nú unnt að fella niður, og einnig væri unnt að dreifa hinu nýja gjaldi á allan iðnaðinn. Með því móti næði ríkissjóður inn því fjár- magni er leitað væri eftir, en skatturinn dreifðist á það margar greinar að ekki kæmi að sök. Fleiri leiðir sagði Pétur að nefna mætti, en aðalatriðið hlyti að vera að gera þær ráðstafanir er gætu haldið iðnaði þessum gangandi, ella kæmi til umfangsmikilla upp- sagna á næstunni. Kvaðst Pét- ur vilja vekja sérstaka athygli á því, að með slíkum sam- drætti ykjust tekjur ríkissjóðs ekki, þótt fleiri aurar fengjust af hverri flösku, og ennfremur hlyti það að vera stjórnvöldum umhugsunarefni, hvort það borgaði sig að grípa til að- gerða af því tagi, er kosta myndu hið opinbera stórfelld fjárútlát í atvinnuleysisbóta- greiðslum. Uppsagnirnar hjá Coca-Cola munu hafa þær afleiðingar, að nú verður unnið á einni vakt í fyrirtækinu í stað tveggja áð- ur, en uppsagnir starfsmanna taka sem fyrr segir ýmist gildi nú um næstu mánaðamót eða nokkru síðar, eftir starfsaldri viðkomandi starfsfólks. Til uppsagna verður að grípa ef samdrátturinn heldur áfram - segir Ragnar Birgisson forstjóri Sanitas „ÞAÐ er ekkert launungar- mál að mikili samdráttur hefur verið i sölunni nú það sem af er ársins“ sagði Ragn- ar Birgisson forstjóri Sanitas og Sana gosdrykkjaverk- smiðjanna í Reykjavik og á Akureyri í samtali við blaðamann Morgunblaðsins i Kaer. Ragnar kvað að vísu erfitt að segja til um, að hve miklu leyti nýja vörugjaldið hefði áhrif á söluna, fleiri þættir kæmu auðvitað til, svo sem erfitt tíðarfar. Ekki léki þó vafi á áhrifum hinnar miklu verðhækkunar af völdum vörugjaldsins. Uppsagnir starfsfólks kvað hann enn ekki ákveðnar, og vonandi yrði unnt að komast hjá þeim. Hingað til hefði verið farin sú leið að ráða ekki nýtt f ólk í stað þess sem hætti af ýmsum ástæðum, og hefði fólki fækkað nokkuð af þeim sökum, en nú vinna milli 75 og 80 manns hjá fyrirtækjunum í Reykjavík og á Akureyri. „Við bíðum nú átekta og sjáum til hvernig málin þró- ast“ sagði Ragnar, „og von- umst til að komast hjá upp- sögnum eða öðrum viðlíka alvarlegum aðgerðum, en það er þó ljóst, að til uppsagna mun koma ef svo fer fram sem horfir um áframhaldandi samdrátt í sölunni." Gífurlegur samdráttur - segir Jóhannes Tómasson forstjóri Ölgerðarinnar „ÞAÐ er þegar Ijóst að það hefur orðið gífurlegur sam- dráttur í sölunni, þó ekki liggi fyrir nákvæmar tölur þar um enn sem komið er,“ sagði Jóhannes Tómasson, forstjóri Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf., i sam- taii við Morgunblaðið í gær. Jóhannes sagði, að sam- drátturinn væri meiri í öli en gosdrykkjum, enda væri það dýrara. „Við höfum þó ekki enn gripið til uppsagna af þessum sökum," sagði Jóhann- es, „en útlitið er svart.“ Jóhannes sagði um 130 manns vera í vinnu hjá fyrir- tækinu núna, og væri ólíklegt að unnt yrði að komast hjá uppsögnum ef ekki birti til. Ö1 og gosdrykkjaiðnaðinn sagði hann nú eiga í erfiðleikum, sem meðal annars kæmu til af því að ekki hefðu fengist umbeðnar verðhækkanir. „Það er að vísu hart að þurfa að sækja um verðhækkanir á vörunni, nú þegar verðið er allt of hátt,“ sagði Jóhannes, „en ef ekki á illa að fara verða fyrirtækin að fá sitt fyrir framleiðslu sína. Svigrúmið er þó óneitanlega lítið, þegar ríkið tekur meira en 50% af verði vörunnar." Jóhannes sagði, að enn hefðu ekki farið fram viðræð- ur milli stjórnvalda og fram- leiðenda vegna þessara erfið- leika, sem vörugjaldið frá ára- mótum hefur valdið, enn væri beðið átekta í málinu. Ljóst væri þó að ekki yrði komist hjá slíku ef fram færi sem horfði og til stórfelldra upp- sagna kæmi. FormaAur starfsmannafélags og trúnaðarmaður: Ásgrimur Guð- mundsson og Bjarni Ragnarsson. Ljó«m: Krfetján EinarxMin. Kemur illa heim og saman við loforð stjórn- valda um eflingu iðnaðar - segir trúnaðarmaður og formaður starfsmannafélags hjá Coca-Cola „ÞESSAR uppsagnir sem nú eru að koma til framkvæmda hafa að visu legið lengi i loftinu, en þó komu þær fólki á vissan hátt á óvart, allir höfðu vonað hið besta“ sögðu þeir Ásgrimur Guðmundsson trún- aðarmaður á vinnustað og Bjarni Ragnarsson formaður starfsmannafélagsins i samtali við Morgunblaðið i gær, en þeir voru þá að koma af fundi með starfsfóiki verksmiðju Coca- Cola. Þeir félagar kváðust vita til að margir hefðu leitað fyrir sér með vinnu hjá fyrirtækinu að undan- förnu, og benti það ekki til þess að auðvelt yrði fyrir þá er nú hefðu misst vinnuna, að fá nýja. Þeir kváðu erfitt fyrir starfs- menn fyrirtækisins eða fyrir- tækið sjálft að hjálpa þessu fólki, þó það yrði að sjálfsögðu gert eftir því sem unnt væri. Þá væri einnig ljóst að fólk yrði endurráðið ef birti til á ný. Allar þessar aðgerðir sögðu þeir hafa verið kynntar af yfirmönnum fyrirtækisins, starfsfólk hefði skilning á erfiðleikunum og ekki gætti óánægju út í fyrirtækið. Þeir kváðust vera þeirrar skoðunar, að ósanngjarnt hefði verið að setja þetta nýja vöru- gjald á gosdrykkjaiðnaðinn ein- an. Betur hefði farið á að dreifa því á marga aðila, en á þann hátt hefði það ekki skipt eins miklu máli, jafnvel engu. En þessar aðfarir sögðu þeir forkastan- legar, og kæmu þær illa heim og saman við hátíðleg loforð og yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um eflingu íslensks iðnaðar. Einnig kváðu þeir einkennilegt og athyglisvert, að Alþýðu- bandalagið stæði gallhart að þessum aðgerðum, sem nú væri að bitna á láglaunafólki sem sist mætti við því að missa atvinn- una. - segir Jón Daviðsson, sem fékk uppsagnarbréf í gær „ÞESSI uppsögn er vægast sagt mjög bagaleg og hún kemur vafalaust til með að hafa marg- visleg áhrif á hagi okkar og framtiðaráætlanir,“ sagði Jón Davíðsson, einn þeirra sem fengu uppsagnarbréf i gær. „Hætt er að minnsta kosti við að ibúðarkaup og ýmislegt ann- að verði að taka tii endurskoð- unar,“ sagði Jón ennfremur. Jón kvaðst halda að erfitt yrði að fá vinnu núna. Hann hefði verið á sjó fyrir nokkru, en síðan verið án atvinnu í mánuð áður en hann fékk vinnu á ný. „Ég* átti ekki von á uppsögn svona fljótt,“ sagði Jón, „þótt við viss- um um erfiðleikana vegna vöru- gjaldsins. Nú er ekki annað að gera en leita sér að nýrri vinnu þótt það geti orðið erfitt. Sam- býliskona mín er í skóla, en vinnur auk þess úti, en augljóst er að afgangur er ekki af því, öðru nær.“ Kernur sér mjög illa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.