Morgunblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981
GunnlauKur S.E. Briem
Sæmdur
doktors-
nafnbót
GUNNLAUGUR S.E. Briem, letur-
(ræðinKur, var sæmdur doktorsnafn-
bót viö Royal College o( Art i
London fyrir rannsóknir á letur-
sogu. Ritgerð hans nefnist „Iföfða-
letur: A Study of Icelandic Orna-
mental Lettering from the Sixteenth
Century to the Present“ og fjallar
um uppruna og þróun höfðaleturs.
Gunnlaugur lauk stúdentsprófi frá
MR árið 1970 og að loknu námi í
Myndlista- og handiðaskóla íslands,
var hann eitt ár við nám við Skolen
for Brugskunst í Kaupmannahöfn og
annað ár við Allgemeine Gewerb-
schule í Basel. Hann tók MA-próf við
Central School of Art and Design í
London 1976.
Gunnlaugur Briem hefur unnið að
auglýsingagerð og bókahönnun síðan
1966. Hann hefur kennt leturfræði við
Central School of Art and Design
síðastliðin þrjú ár og var gestapróf-
essor við Universidad Iberoamericana
og Universidad Metropolotana í Mex-
íkóborg árin 1978—9. Hann hefur
haldið fyrirlestra um leturfræði og
prentlist fyrir listnema og hönnuði
víðs vegar um Evrópu og Ameríku og
er nú staddur í Bandaríkjunum þar
sem hann hefur kennt og haldið
fyrirlestra við ýmsa háskóla, m.a.
Yale og MIT.
Fyrirhugað er að doktorsritgerð
Gunnlaugs verði gefin út í ritröð á
vegum Stofnunar Arna Magnússonar
í Kaupmannahöfn.
Ótemjan eftir Shakespeare
frumsýnd á sunnudagskyöld
Á sunnudagskvöldið gefst ís-
lenskum leikhúsgestum i
fyrsta skipti kostur á að sjá
gamanleikinn „The taming of
the Shrew“ eftir Shakespeare
i meðferð atvinnuleikara hér
á landi, en þetta leikrit er sá
gamanleikja Shakespeares
sem hvað vinsælastur hefur
orðið erlendis. Helgi Hálfdan-
arson er þýðandi, og verkið
hefur hiotið heitið Otemjan
eða Snegla tamin. Með verk-
inu er fluttur forleikur og
eftirleikur eftir Böðvar Guð-
mundsson. Tilgangurinn með
forleiknum er sá að koma
islenskum áhorfendum nær
verkinu, en sú var einmitt
hugmyndin að baki upphaf-
lega forleiksins eftir Shake-
speare, því leikurinn gerist á
Ítalíu og umhverfið og tíðar-
andinn var framandi enskum
leikhúsgestum.
Leikstjóri er Þórhildur Þor-
leifsdóttir og leikmynd eftir
Steinþór Sigurðsson.
Leikmyndin er sérstæð að því
leyti að hún er að miklu leyti
samsett úr leikmyndum annara
verka, sem Leikfélagið hefur
tekið til sýningar. Una Collins
frá Bretlandi gerir búninga, en
hún er kunn fyrir ýmis fyrri
verk sín hér og er nú gestur
Leikfélagsins i annað sinn.
í leikritinu segir frá auðugum
aðalsmanni, Baptista, og dætr-
Aðstandendur ótemjunnar: Þórhildur Þorleifsdóttir,
leikstjóri, (ásamt dóttur), Una Collins, búningahönnuð-
ur og Steinþór Sigurðsson, sem gerði leikmynd.
um hans tveimur, þeim Katrínu
og Bjönku. Bjanka á sér marga
vonbiðla en faðir þeirra systra
hefur ákveðið að hún fái ekki að
giftast, fyrr en Katrín hefur
eignast mann. Katrín er hins-
vegar annáluð fyrir skapofsa og
erfiða lund og karlmennirnir
sýna henni lítinn áhuga. Ævin-
týramaðurinn Petrútsíó ákveður
þó að kvænast Katrínu ekki sist
vegna heimanmundarins og sýn-
ir leikritið viðureign hans við
hana og hvernig honum tekst að
beygja hana til hlýðni og undir-
gefni. Er ekki að efa að margir
hafa gaman af að skoða efni
leiksins í ljósi jafnréttisumræðu
síðustu ára.
Þau Lilja Guðrún Þorvalds-
dóttir og Þorsteinn Gunnarsson
leika Katrínu og Petrútsíó. Jón
Sigurbjörnsson leikur Baptistu,
föður hennar og Lilja Þórisdótt-
ir er Bjanka, systirin eftirsótta.
Aðrir helstu leikendur eru
Ragnheiður Steindórsdóttir,
Hanna Maria Karlsdóttir,
Margrét Helga Jóhannsdóttir,
Sigriður Hagalin, Sigurður
Karlsson, Jón Hjartarson, Karl
Guðmundsson, Guðmundur
Pálsson, Kjartan Ragnarsson,
Harald G. Haraldsson og Egg-
ert Þorleifsson.
Ótemjan er sjöunda verkið,
sem Leikfélag Reykjavíkur tekur
til sýningar eftir Shakespeare.
„Þrettándakvöld" var fyrsta
Shakespeare-sýningin hér á
landi, en það var sýnt 1926.
önnur leikrit Shakespeare hjá
Leikfélagi Reykjavíkur eru
„Vetrarævintýri" „Kaupmaður-
inn í Feneyjum", „Hamlet",
„Rómeó og Júlía" og „Makbeð".
Manntalið 31. janúar 1981:
Manntalinu hagað á nokk-
uð annað hátt en áður
MANNTALIÐ laugardaginn 31.
janúar næstkomandi verður hið
22. i röð svonefndra aðalmanntala
á tslandi. Viðast hvar, einkum i
þéttbýli, verður einstaklings-
skýrslu- og hússkýrslueyðublöð-
um dreift i ibúðir nokkru fyrir
manntalsdag. t flestum þéttbýlis-
sveitarfélögum munu teljarar
ganga i hús sunnudaginn 1. febrú-
ar til þess að innheimta einstakl-
ingsskýrsluna og aðgæta að hún
sé rétt gerð, svo og til þess að fylla
út sjálfir ibúðarskýrslur eftir
upplýsingum manna. Þeir veita
einnig hússkýrslu viðtoku, ef þess
er óskað, en ábyrgðarmenn þess-
arar skýrslu hafa frest til 5.
febrúar að skila henni til sveitar-
stjórnar. í strjálbýli mun yfirferð
teljara fara meira eftir aðstæðum
i sveitarfélaginu og hefjast viða
þegar á laugardegi. Alls verða um
4000 teljarar að störfum en þeir
sjá um að dreifa blöðum, taka við
þeim og veita þá aöstoð sem þarf.
Næstu vikurnar eftir manntals-
daginn starfa sveitarfélögin að
þvi að bæta úr ágöllum skýrslna
en senda þær siðan fullfrágengn-
ar til Hagstofunnar.
Á blaðamannafundi sem Hag-
stofan efndi til kom fram að
kostnaður sveitarfélaganna mun
verða um þrjár milljónir nýkrónur
af manntalinu en kostnaður Hag-
stofunnar verður um tvöhundruð
þúsund nýkrónur. Til þess að auð-
velda almenningi að rækja skyldu
sína, að fylla út einstaklingsskýrsl-
ur, og eins til þess að tryggja sem
besta úrvinnslu manntalsins, verða
veittar ítarlegar leiðbeiningar í
fjölmiðlum. Ber þar hæst hálftíma
dagskrá sem sjónvarpað verður
föstudagskvöldið 30. janúar. Er
sjónvarpsþátturinn með þeim
hætti að hentugt er fyrir fólk að
útfylla einstaklingsskýrslur um
leið, jafnóðum og leiðbeiningar
birtast á sjónvarpsskjánum. ítar-
leg kynning um útfyllingu skýrslna
verður einnig í hljóðvarpi og dag-
blöðum.
Allar upplýsingar, sem koma
fram um einkahagi manna, er farið
með sem trúnaðarmál. Úrvinnslu
manntalsskýrslna annast Hagstof-
an og eru hlutaðeigandi starfs-
menn hennar bundnir þagnar-
skyldu. Það á einnig við um teljara
og starfsmenn sveitarfélaga sem
annast framkvæmd manntalsins.
Þetta felur m.a. í sér að stofnanir
og einstaklingar geta ekki fengið
aðgang að upplýsingum manntals-
ins um einstaklinga. T.d. fá skatt-
yfirvöld þannig ekki upplýsingar
um atvinnu og störf einstakra
manna og þjóðskrá ekki vitneskju
um þá sem segjast vera í óvígðri
sambúð. Trúnaðarskylda þessi er
til þess að fólk geti óhikaö veitt
sem sannastar og réttastar upplýs-
ingar um sig. Enda er tilgangur
manntalsins ekki sá, að safna
upplýsingum um einstaklinginn
sem slíkan heldur að fá fram sem
gleggsta og réttasta mynd af sam-
félagsháttum á landinu nú við
upphaf níunda áratugs aldarinnar.
Að lokinni notkun manntals-
skýrslna á Hagstofunni er þeim
skilað til Þjóðskjalasafns. Á það
skal bent að á safninu hvílir sama
trúnaðarskylda og Hagstofunni
varðandi aögang að skýrslunum.
Manntalinu er nú hagað á nokk-
uð annan hátt en áður. Arið 1960 og
fyrr fóru manntöl þannig fram að
teljarar gengu í hús og skrifuðu
sjálfir niður allar upplýsingar um
fólkið, íbúð þess og húsið á eitt og
sama eyðublað. Manntalstökunni
stjórnuðu bæjarstjórar í kaup-
stöðum en sóknarprestar í öðrum
umdæmum.
Að þessu sinni er fólki ætlað að
vera virkt við útfyllingu skýrslna
um sig og munu sveitarstjórnir
annast töku manntalsins um allt
land. Formi eyðublaðanna er
breytt þannig að viðfangsefni
manntalsins er skipt á þrjú blöð:
Einstaklingsskýrslu, sem skal gera
um alla tólf ára og eldri um síðustu
áramót, íbúðarskýrslu og húsa-
skýrslu. Svokallað krossaprófskerfi
er notað, það gefur færi á að orða
spurningar nákvæmar og svörin
verða því auðveldari fyrir almenn-
ing. Við úrvinnslu þessa manntals
verður þjóðskráin notuð til þess að
fá upplýsingar um hjúskaparstétt
þeirra, sem ekki eru í hjónabandi,
ennfremur um fæðingarstað, trúfé-
lagsaðild og ríkisfang, og þarf því
ekki að spyrja um þessi atriði á
eyðublöðunum.
Höfuðtilgangur forhliðar húsa-
skýrslu varðar ekki manntalsúr-
vinnslu nú, heldur er óskað eftir
allnákvæmum upplýsingum um
staðsetningu íbúða í hverju húsi
þannig að í framtíðinni verði hægt
að gefa hverri íbúð fast auðkennis-
merki. Að því fengnu mundi hver
einstaklingur í þjóðskrá ekki að-
eins vera með staðsetningu í því
húsi sem hann býr, heldur einnig í
ákveðinni íbúð í húsinu. Mikil þörf
er talin á upptöku slíks kerfis
hérlendis eftir að stór fjölbýlishús
eru orðin eins algeng og raun ber
vitni. T.d. mundi verða hægt að
gera ítarlegar árlegar húsnæðis-
skýrslur eftir þjóðskrá, ef þessu
yrði komið á.
Frá blaðamannafundinum, f.v.: Ingimar Jensson, deildarstjóri þjóðskrár, Klemens Tryggvaaon,
hagsíofustjóri, Guðni Baldursson, deildarstjóri manntalsdeildar, Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri
Sambands islenzka sveitarfélaga og Magnús Bjarnfreðsson, fréttastjóri Hagstofu vegna manntalsins.
L|Ó8m. KrÍHtján.