Morgunblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981 25 fclk í fréttum Forsetaskipti + Víðar eru for- setaskipti en í Bandaríkjunum. Nýlega voru for- setaskipti hjá Kfnahagsbanda- lagi Evrópu. Roy Jenkins frá Bretlandi (til hægri) lét af embætti og við því tók Gaston Torn frá Lux- embourg. Myndin var tekin er Torn tók við embætt- inu í aðalbæki- stöðvum Efna- hagsbandalags- ins í Brussel. „Járnfrúin“ + „Járnfrúin" Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, mun brátt hljóta William J. Donovan-verðlaunin. Þessi verðlaun eru kennd við William J. Donovan, sem stofnsetti Herfræðideildina (O.S.S.) í seinni heimsstyrjöidinni. Thatcher mun veita verðlaununum viðtöku í New York 28. febrúar, en þá verður hún í Bandarikjunum og mun þá ræða við Ronald Reagan Bandaríkjaforseta. Verðlaunin eru veitt af gömlum starfsmönnum O.S.S. og eru afhent fyrir framlag til að tryggja framgang lýðræðis og friðar í heimsbyggðinni. Þetta er svo nýjasta myndin okkar af hinum breska forsætisráðherra. — í fyrstu töldum við að hér væri um að ræða konu sem ætti að æfa undir för út í geiminn, eða skurðstofuhjúkrunarfræðing eða meindýra- eyði í fullum skrúða. — En hér er frú Margaret Thatcher uppábúin í skoðunarferð í verksmiðju einni í Bretlandi fyrir skömmu. — Þar hefur verið lögð mikil áhersla á hverskonar heilsuvernd starfsmanna og notkun hlífðarfata. + Þetta er frú Jeane Kirk- patrick, sem hinn nýi for- seti Bandaríkjanna, Ronald Reagan, hefur útnefnt, sem sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún er prófessor við Georgetown University. Myndin er tekin er hún kom fyrir utan ríkismála- nefnd Bandaríkjaþings og svaraði þar ýmsum spurn- ingum nefndarmanna. Slíkt er háttur manna þar vestra þegar um er að ræða veitingu mikilvægra emb- ætta í þágu lands og þjóð- ar. Diplómat og fuglavinur + Fyrir skömmu bárust þær fréttir að látinn væri á Englandi Malcolm MacDonald, 79 ára að aldri. MacDonald var einn helsti „diplómat" Breta og gegndi störf- um bæði undir stjórn Verka- mannaflokksins og íhalds- flokksins. Hann var sonur Ram- sey MacDonald sem árið 1924 varð fyrsti forsætisráðherra Verkamannaflokksins og lést ár- ið 1937. MacDonald var Skoti og var víðförlastur breskra dipló- mata. Hann stillti oft til friðar í nýlendum Breta og glímdi við erfiðar stöður í löndum sem voru í hraðri framþróun. Hann dvald- ist í fimm ár i Kanada sem háttsettur erindreki. Hann gegndi stöðum tandshöfðingja og sendiherra í 10 ár í Malasíu, Singapore og Borneo. 5 ár var hann erindreki í Indlandi og í 6 ár var hann í Kenya og öðrum Afríkuríkjum sem fulltrúi. Árið 1969 var MacDonald sæmdur hinni eftirsóttu O.M. (Order of Merit) orðu. Það þykir geysimik- ill heiður að hljóta hana en samkvæmt reglum skulu aðeins 24 einstaklingar bera þessa orðu samtímis. Hún er venjulega veitt fyrir afrek á sviði vísinda og lista. Malcolm MacDonald skrif- aði einar 6 bækur, sem fjalla um ferðir hans og fuglaskoðun, en það var mikil eftirlætisiðja hans. ASÍ-bæklingur um vinnuvemd kominn út UM siðustu áramót tóku gildi ný lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. t fréttatil- kynningu frá Alþýðusambandi ís- lands, sem Morgunblaðinu hefur borizt segir að lög þessi marki timamót i vinnuverndarmálum verkafólks hér á landi. þar sem lögð sé á það áherzla að leysa öryggis- og heilhrigðisvandamál innan vinnustaðanna sjálfra. Auk þess geri lögin ráð fyrir því að á stofn verði sett Vinnueftirlit ríkis- ins og hafi það eftirlit með fram- kvæmd laganna og reglugerða er þau varða. Vegna gildistöku laganna hafa ASÍ og Menningar- og fræðslusam- band alþýðu gefið út bæklinginn Vinnuvernd, þar sem lögin eru kynnt í máli og myndum. Er bæklingurinn unninn með það fyrir augum, að nota megi hann sem kennslugagn á námskeiðum, vinnu- staðafundum og í fleiri tilvikum. Farið er yfir efnisþætti laganna í 12 köflum, birtur listi yfir lög þau og reglugerðir, sem gefin hafa verið út um öryggismál á vinnustöðum, svo og almenn fyrirmæli og leiðbein- ingar um sama efni. Loks eru svo lögin sjálf birt í bæklingnum. Snorri Jónsson, fyrrverandi for- seti ASÍ skrifar formálsorð að bæklingnum og segir hann að honum sé ætlað að verða upphafið að fræðsluútgáfu ASÍ og MFA um einstaka og afmarkaða málaflokka, sem snerti verkalýðshreyfinguna. Bæklingurinn verður sendur til allra verkalýðsfélaga í landinu til frekari kynningar. Upphaflega voru prentuð af honum 5.000 eintök og var 500 dreift til kynningar á ASÍ-þingi. Þau 4.500 eintök, sem ekki var dreift þá brunnu, er kviknaði í prentsmiðjunni, sem vann bæklinginn, en þau hafa nú verið endurprentuð. Sjómannafélag Reykjavikur: Óskað umsagnar félagsmanna um verkfallsheimild STJÓRNARFUNDUR í Sjómanna- félagi Reykjavikur ákvað i gær að leita eftir verkfallsheimild meðal undirmanna á farskipum, sem felldu samningana, sem undirrit- aðir voru hinn 19. desember sið- astliðinn. Sendi stjórnin skeyti um borð i öll farskip i gær og óskaði eftir svörum við heimild til verk- fallsboðunar. Alls munu félagsmenn Sjó- mannafélags Reykjavíkur vera á um 40 farskipum og er þess vænzt að svör við fyrirspurn félagsstjórn- arinnar hafi borizt fyrir næstkom- andi mánudag. Samningarnir, sem felldir voru fólu í sér 11,5% grunn- kaupshækkun, lengingu orlofs o. fl. Vettir»9ohú/ió GAPi-mn HAFNARFIRÐI Viö bjóöum þorramat á hlaöboröi á kr. 90 pr. mann. „HVER BÝÐUR BETUR?“ Guöni Guðmundsson píanóleikari sér um tón- listina. Allar vsitingar. ps Konur Hvernig vœri aö bjóöa betri helmingnum út aö boröa á bóndadaginn? ? ? ALLIR VELKOMNIR 'UeiliAQohú/íd cnn-inn HAFNARFIRÐI Dalshrauni 13, sími 54424.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.