Morgunblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Boðskapur Reagans Ræða Ronald Reagans Bandaríkjaforseta, er hann tók við embætti á þriðjudaginn, endurspeglar með skýrum hætti þá áherslu, sem hann leggur á endurreisn bandarísks efnahagslífs. Meginhluti ræðunnar snýst um innanríkismál. Þar er byggt á þeirri grundvallarhugsun, að ríkið sé til fyrir fólkið en fólkið sé ekki til fyrir ríkið. Hugmyndafræðilegi þátturinn kemur til dæmis glögglega fram í þessum setningum: „Eins og nú háttar verða mál ekki leyst með afskiptum ríkisins, vandann má rekja til slíkra afskipta. Af og til höfum vér fallið í þá freistni að halda, að þjóðfélagið væri orðið of flókið til að sjálfsstjórn einstaklinganna ætti rétt á sér. Stjórn í höndum úrvalshóps væri betri en stjórn fólksins í þágu fólksins. Sé þannig komið, að enginn meðal vor geti haft stjórn á eigin málum, hver meðal vor getur þá stjórnað málum annarra?" Þessi orð eiga erindi víðar en í Bandaríkjunum. Þau ættu að vera okkur íslendingum ærið umhugsunarefni, því að með hverju skrefi, sem stigið er til meiri ríkisafskipta og millifærslna rýrna lífskjör þjóðarinnar og dregur úr athafnaþrá og frumkvæði. Hinn nýi Bandaríkjaforseti er ómyrkur í máli um vantrú sína á íhlutunar- semi ríkisvaldsins í stóru og smáu. I ræðu sinni komst hann svo að orði: „Það er engin tilviljun, að samhliða þeim vanda, sem nú steðjar að oss, hefur farið íhlutunarsemi og afskiptasemi af högum vorum, sem rekja má til ofvaxtar ríkisvaldsins." Ronald Reagan taldi endurnýjun kraftanna heima fyrir og endurreisn efnahagslífsins mundu leiða til þess, að afl þjóðar sinnar yrði talið meira um allan heim. Hann hét bandamönnum Bandaríkjanna stuðningi og óbifaðri staðfestu gagnvart skuldbind- ingum við þá. „Vér munum gjalda hollustu með hollustu," sagði hann og bætti við: „Vér munum beita oss fyrir samskiptum með gagnkvæma hagsmuni í huga. Vér munum ekki nota vináttu til að skerða sjálfsákvörðunarrétt þeirra (bandamannanna), því vér höfum ekki boðið eigin sjálfsákvörðunarrétt til sölu.“ Ekki er lítils virði fyrir smáríki í bandalagi við Bandaríkin og með varnarsamning við þau, eins og Island, að hafa setningu eins og þá, sem síðast var vitnað til, í pokahorninu frá Bandaríkjafor- seta sjálfum. Þótt ólíku sé saman að jafna, mættu menn leiða hugann að því, hve mikils virði slík setning af vörum Leonid Brezhnevs væri Pólverjum, eins og málum er nú háttað, eða þá Afgönum. Hitt er einnig rétt að hugleiða, þegar forsetinn segir, að sjálfsákvörðunarréttur Bandaríkjanna sé ekki til sölu. í því ljósi er unnt að meta rök kommúnista, sem telja olíuviðskipti Islands við Sovétríkin „líftaug", og hinna, sem vilja verðleggja öryggi íslensku þjóðarinnar og nota það til að afla ríkissjóði tekna. Sjálfsákvörðun- arréttur þjóða ræðst af sæmd þeirra, vilja til að leysa eigin mál og þeim ráðstöfunum, sem þær gera til að verja landamæri sín, þjóðlegan menningararf og uppruna. Er íslenska þjóðin ekki hætt komin, þegar einn ráðherra og formaður Alþýðubandalagsins lýsir því yfir um síðustu áramót, að eftir tveggja ára stjórnarsetu sína sé nauðsynlegt að ráðast gegn verðbólgunni, því að annars muni Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn taka af honum ráðin? Óvitaháttur ríkisstjórnarinnar Viðhorf almennings til efnahagsráðstafana ríkisstjórnarinnar hafa verið til umræðu ekki síst vegna skoðanakönnunar Dagblaðsins, en niðurstöður hennar eru dregnar mjög í efa af mörgum og nægir í því efni að vitna til viðhorfa leiðarahöfunda Alþýðublaðsins og Vísis. í Alþýðublaðinu var meðal annárs komist svo að orði: „Þessi skoðanakönnun er reyndar skólabókardæmi um félagsfræðifúsk. Villandi spurningar, ranglega fram bornar, framkalla villandi svör. Túlkun blaðsins sjálfs á svörunum veldur því síðan, að niðurstaðan er ómarktæk." Halldór I. Elíasson, prófessor, kveður sér hljóðs í Morgunblaðinu í gær um ráðstafanir ríkisstjórnarinnar og segir: „Bráðabirgðalög- in gera ráð fyrir hertri vísitölutryggingu eftir mitt ár og fyrirgreiðslan við atvinnuvegina mun valda mun meiri verðbólgu en gengisfall megnar. Við höfum orðið mikla og dýrkeypta reynslu af svona barnaskap, þannig að réttara er að tala um óvitahátt og óþarfi að hafa þar um fleiri orð. Margir vilja fallast á bráðabirgðalögin á þeirri forsendu, að ríkisstjórnin hafi ekki getu til þess að vinna eftir skynsamlegri efnahagsstefnu og þá sé það eitt eftir að tefja fyrir verðbólgunni með vísitöluskerðingu. Sjálfsagt sé að notfæra sér það, þegar launþegasamtökin vilja láta slíkt yfir sig ganga. Þetta getur svo sem verið rétt, ef svona hugsun tefur þá ekki fyrir því að ríkisstjórnin fari frá. Má ég þá heldur biðja um enga ríkisstjórn en þessa.“ Á kaffistofunni eftir fund starfsfólks Coca-Colaverksmiðjunnar i gær; f.v; Stefán Magnússon, Ágúst ÁsgeÍrS80n Og Einar Gunnarsson. Ljósm: Kristján Einarsson. Það verður erfitt fyrir þetta fólk að fá vinnu - Rætt við þrjá starfsmenn Coca-Cola „ÞAÐ verður öruggiega erfitt fyrir þetta fólk að finna vinnu, eftir því sem okkur sýnist,“ sögðu þeir Stefán Magnússon, Ágúst Ásgeirsson og Einar Gunnarsson, er blaðamaður Morgunblaðsins hitti þá að máli eftir fund starfsfólks Coca-Cola-verksmiðjunnar i gær. Þeir Stefán og Einar eru verkstjórar, en Ágúst vélamað- ur hjá verksmiðjunni. Kváðust j>eir draga þessa ályktun sína af því, að mjög mikið væri nú spurt, um vinnu hjá fyrirtækinu, sem benti til þess að margt fólk væri nú í atvinnuleit. Reynslan hefði enda verið sú í gegnum tíðina, að fólk hjá Vífilfelli hefði haldið sinni vinnu, þótt kreppu gætti annars staðar í þjóðlífinu. Nú kæmi hið nýja vörugjald ríkisstjórnarinn- ar hins vegar til, og fólk missti vinnu sína í stórhópum. Sem dæmi um það, hve gos- drykkjaiðnaðurinn hefði staðið vel, nefndu þeir, að í fyrra hefði fólk mikið leitað í þessa iðngrein úr fiskiðnaðinum, og í haust hefði komið fólk úr sælgætisiðn- aðinum, og ekki gott að vita hvað tæki við. Flest það fólk, sem nú hefði fengið uppsagnir, sögðu þeir vera einhleypinga, og væri það ef til vill lán í óláni. Kaup i þessum starfsgreinum væri hins vegar svo lágt, að ótrúlegt væri að nokkur ætti fúlgur undir kodda, hvað þá í banka. Peningaleysis hlyti því óhjákvæmilega að fara að gæta þegar atvinnunnar nyti ekki lengur við. Þá sögðu þeir erfitt að skilja, hvers vegna lagst væri á eina atvinnugrein með þessum hætti. Vitað væri að alltaf vantaði fé i ríkissjóð, og því væri ekki út í hött að spyrja, hvar ætti næst að höggva niður. Það virtust al- þingismenn og stjórnvöld ekki hugsa út í, ráðherrar hækkuðu laun sín og þingmenn stunduðu hrossakaup, um fólkið eða at- vinnuöryggi þess væri hins veg- ar ekki spurt. Oskemmtileg reynsla að missa vinnuna með þessum hætti - segir Eva Guðmundsdóttir „NEI, ég hef ekki áður lent i þvi að missa vinnuna á þennan hátt, og það er vægast sagt heldur óskemmtileg reynsla,“ sagði Eva Guðmundsdóttir, en hún fékk uppsagnarbréf i gær eins og svo margir aðrir starfs- menn i gosdrykkjaiðnaðinum. „Nú er ekki annað að gera en fara að leita sér að annarri vinnu" sagði Eva ennfremur, „hvernig nú sem það gengur. Nei, ég hef ekkert ákveðið í huga,“ bætti hún við er við spurðum hvort hún hefði þegar einhverja von, „maður verður bara að leita alls staðar." Ég hef þegar fengið aðra vinmi, en það verð- ur erfitt fyrir marga - segir Guðrún Halldórsdóttir „Það er mjög leiðinlegt að fá svona uppsögn i vinnu, en ég hef ekki lent i slíku áður“ sagði Guðrún Ilalldórsdóttir, 17 ára starfsstúlka i Coca-Colaverk- smiðjunni. „Ég er að visu svo heppin að ég hef þegar fengið aðra vinnu, i soluturni, en varla verða aðrir svo heppnir“ sagði Guðrún ennfremur. Sagist hún halda, að erfiðleik- um yrði bundið fyrir alla þá sem nú misstu vinnuna, að finna sér ný störf, en það gæti þó enginn sagt til um fyrirfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.